Við í faghóp um leiðtogafærni ætlum að enda veturinn á spennandi erindi sem verður haldið í JBT Marel í Garðabæ. Þar gefst okkur einnig tækifæri til að nýta smá tíma í tengslamyndun í leiðinni.
Ragnheiði H. Magnúsdóttur ætlar að flytja fyrirlestur sem vakti athygli við Viðskiptaháskólann í Osló, þar sem hún var gestafyrirlesari í tengslum við opinbera heimsókn forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur, til Noregs. Í fyrirlestrinum rýnir Ragnheiður í hlutverk leiðtoga í nútímasamfélagi og dregur fram hversu mikilvægt það er að fjárfesta meðvitað í fjölbreyttum teymum – ekki aðeins til að efla sköpunargáfu og nýsköpun, heldur einnig til að tryggja betri ákvarðanatöku og langvarandi árangur. Hún sameinar fræðilega sýn við reynslu úr atvinnulífi og stjórnun og varpar ljósi á hvernig leiðtogar geta skapað menningu þar sem fjölbreytileiki er raunverulegur styrkur.
Ragnheiður H. Magnúsdóttir hefur áratuga reynslu af stefnumótun, breytingastjórnun og mannauðsmálum – bæði úr opinbera geiranum og atvinnulífinu. Hún hefur starfað sem ráðgjafi, stjórnandi og kennari og er þekkt fyrir skýra sýn og kraftmikla nálgun á leiðtogahæfni, jafnrétti og samfélagslega ábyrgð.
Hlökkum til að sjá ykkur.