Faghópur um stjórnun upplýsingaöryggis

Faghópur um stjórnun upplýsingaöryggis

Hópurinn vill stuðla að aukinni vitund um gagnaöryggismál og upplýsingaöryggi með jafningjafræðslu og miðlun upplýsinga um t.d. aðferðir, verkfæri og verklag. Fundir verða með því sniði að fyrirlesari er fenginn til þess að fjalla um eitt afmarkað efni og mynda síðan umræður út frá því. Hópurinn stendur einnig fyrir stærri morgunverðarfundum og ráðstefnum í samstarfi við aðra faghópa eða virta aðila utan Stjórnvísi.  

Viðburðir á næstunni

Upplýsingaöryggi - Hvers vegna erum við að þessu?

Join the meeting

Í þessari kynningu faghóps Stjórnvísi um upplýsingaöryggi ætlum við að reyna að skoða hvers vegna við vinnum að bættu upplýsingaöryggi. Hvernig mætum við þeim kröfum sem eru gerðar til okkar þannig að sú nálgun skili árangri en sé ekki bara til að tikka í box eða bara til að forðast sektir?

Fyrri mælandi er Björgvin Sigurðsson, Teymisstjóri í stafrænu teymi Sambands sveitarfélaga. Björgvin er kerfisfræðingur frá HR með 27 ára reynslu úr upplýsingatækni. Hann ætlar að skoða sérstaklega landslagið varðandi netöryggismál sveitarfélaga, hvaða skref séu skynsamleg núna og segja okkur frá verkefni Sambandsins um net- og upplýsingaöryggi. 

Seinni mælandi er Sigrún Lilja Sigmarsdóttir, fagstjóri eftirlits með net- og upplýsingaöryggi mikilvægra innviða hjá stafrænu öryggi Fjarskiptastofu. Sigrún Lilja er iðnaðarverkfræðingur og hefur starfað við eftirlit og innri endurskoðun í 17 ár og er handhafi CISA (certified information security auditor) fagvottunar frá ISACA.

Fyrirlesturinn hennar er leitast við að svara spurningunni "Hvers vegna erum við að þessu?" og þá helst undirspurningunni "Hvers vegna þurfum við ráðstafanir til að stýra netöryggisáhættu?" Lögð verður sérstök áhersla á mikilvægi áhættuhugsunar og þar með áhættustjórnunar við stýringu á netöryggisáhættu. 

Join the meeting

 

Fréttir

Vitundarmál vegna upplýsingaöryggis í víðu samhengi

Fundurinn sem var á vegum faghóps um upplýsingaöryggi var tekinn upp og er aðgengilegur á facebooksíðu Stjórnvísi. Jón Kristinn Ragnarsson í stjórn faghópsins stjórnaði fundinum. Vitundarmál vegna upplýsingaöryggis geta verið margskonar og að mörgu sem hægt er að huga. Á þessari kynningu voru skoðuð vitundarmál í víðu samhengi og tækifæri til að gera enn betur. Einnig hvernig fyrirtæki standa að innri og ytri samskiptum en líka hvernig stuðlað er að aukinni vitund meðal borgara landsins. Samvinna og samstarf var til grundvallar enda oft leiðin að farsælli og hagkvæmri lausn. 

Hermann Þór Snorrason, sérfræðingur á Fyrirtækjasviði Landsbankans sagði frá því hvernig Landsbankinn stendur að vitundarvakningu um netöryggi gagnvart bæði einstaklingum og fyrirtækjum. Í erindinu fjallaði Hermann um ytri netöryggisfræðslu bankans, ferlinu við textaritun, hvernig gagnaöflun er háttað, samstarfinu við auglýsingastofur og erlenda banka, hann lýsti viðbrögðum viðskiptavina við fræðsluefninu og fleiru í þeim dúr. Hermann hefur m.a. stýrt netbönkum og vefþjónustum Landsbankans og vann að innleiðingu RSA-öryggiskerfisins sem byggir m.a. á mynstur- og umhverfisgreiningum og hefur ritað fjölda greina um netöryggismál banka.

Daði Gunnarsson hjá Lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu sagði okkur frá samstarfi lögreglu um allan heim þegar kemur að netbrotamálum og hver þróunin er innan íslensku lögreglunnar þegar kemur að þessu ört vaxandi máli. Farið var yfir skýrslu EUROPOL um skipulögð afbrot á netinu (IOCTA) og hvað er sameiginlegt með henni og raunveruleikanum á Íslandi. Þá ræddi hann um samstarfsaðila á sviði netbrota og netöryggis bæði innlenda og erlenda. Þá fór hann einnig yfir námskeið sem í boði er fyrir verðandi lögreglumenn í Háskólanum á Akureyri með áherslu á netbrot og netöryggi. Daði er með MSc. í Forensic computing and cybercrime investigations frá UCD og er með CFCE vottun frá IACIS. Hann hefur sótt mörg námskeið á vegum lögreglunnar í tengslum við netbrot og netrannsóknir ásamt því að kenna í Háskólanum á Akureyri, Lögregluháskólanum í Noregi (PHS), Evrópska lögregluskólanum (CEPOL) og gert námsefni fyrir EUROPOL, CEPOL o.fl.

Daníel Máni Jónsson, Öryggisstjóri hjá Valitor sagði frá hvað Valitor er að gera varðandi öryggis vitundarvakningu meðal starfsmanna sinna. Hann varpaði fram nokkrum heilræðum sem gott getur verið að hafa á bakvið eyrað þegar fyrirtæki setja saman áætlun og efni fyrir vitundarherferðir sínar. Daníel Máni þreytist seint á að fjalla um mikilvægi samstarfs og samtals þegar kemur að öryggismálum, hvort sem er innan fyrirtækja eða milli fyrirtækja. Upplýsingaöryggi er ekki einstaklingsíþrótt heldur hópíþrótt.  Daníel Máni hefur lengst af starfað í hröðum heimi greiðslumiðlunar þar sem öryggi og traust eru lykil þættir og þó hann hafi farið vítt og breytt um skipurit Valitor hafa öryggismál yfirleitt verið ofarlega á baugi í þeim hlutverkum sem hann hefur gengt hjá félaginu og dótturfélögum.

 

Innleiðing á stjórnunarkerfi upplýsingaöryggis ISO27001, hvað svo? Ásamt reynslusögu frá Landsneti.

Fundurinn var tekinn upp og er aðgengilegur á facebooksíðu Stjórnvísi. Ólafur Róbert Rafnsson, ráðgjafi og formaður tækninefndar hjá Staðlaráði Íslands um upplýsingaöryggi og persónuvernd fjallaði um helstu atriði sem hafa þarf í huga við innleiðingu á ISO staðlinum, að starfrækja stjórnunarkerfi um upplýsingaöryggi og almennt um staðla á þessu sviði.

Ásmundur Bjarnason, forstöðumaður upplýsingatækni hjá Landsneti sagði frá nýlegri vottun á ISO 27001 hjá fyrirtækinu og hvernig hefur tekist að bæta öryggismál og menningu á þessari vegferð.

Aðalfundur faghóps um upplýsingaöryggi

Þann 7.maí fór fram aðalfundur stjórnar faghóps um upplýsingaöryggi en faghópurinn var stofnaður þann 19.nóvember 2019. Á fundinum var farið yfir störf faghópsins síðan hann tók til starfa ásamt því að ný stjórn var kjörin.  

Stjórn faghóps Stjórnvísi um upplýsingaöryggi árið 2020-2021 skipa:

    • Anna Kristín Kristinsdóttir, Isavia. Formaður
    • Arnar Freyr Guðmundsson
    • Davíð Halldórsson, KPMG
    • Hrefna Arnardóttir, Advania
    • Jón Elías Þráinsson, Landsnet
    • Margrét Kristín Helgadóttir, Fiskistofa
    • Margrét V. Helgadóttir, Pósturinn
    • Margrét Valdimarsdóttir, Credit Info
    • Jón Kristinn Ragnarsson, Ion ráðgjöf (nýr)

Við þökkum fráfarandi stjórnarmeðlimum kærlega fyrir störf sín og bjóðum nýja stjórn hjartanlega velkomna til starfa.  

Stjórn

Jón Kristinn Ragnarsson
Upplýsingaöryggisstjóri -  Formaður - ION Ráðgjöf
Benedikt Rúnarsson
Upplýsingaöryggisstjóri -  Stjórnandi - Míla hf.
Friðbjörn Steinar Ottósson
Upplýsingaöryggisstjóri -  Stjórnandi - Arnarlax
Hrefna Gunnarsdóttir
Verkefnastjóri -  Stjórnandi - Hrefna Gunnarsdóttir
Jón Elías Þráinsson
Sérfræðingur -  Stjórnandi - Landsnet
Tryggvi Níelsson
Annað -  Stjórnandi - Tern Systems
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?