Gott fræðsluefni er mikilvægt í upplýsingaöryggi en ekki nægilegt til að ná þeim árangri sem leitað er eftir. Vandinn sem mörg takast á við er hvernig er hægt að móta og fylgja eftir fræðslu þannig að hún skili meiri árangri en bara að "tikka í boxið".
Anita Brá Ingvadóttir er forstöðumaður þjónustuupplifunar hjá Advania. Hún leiðir mikilvægt samstarf innan Advania sem tryggir að þarfir og ánægja viðskiptavina eru alltaf í forgrunni. Anita er menntuð í sálfræði og markþjálfun og hefur sérhæft sig í upplifunar- og þjónustuþróun. Hún hefur mikla reynslu í þjónustuupplifun, þjónustustýringu og innleiðingu þjónustumenningar og hefur áður unnið fyrir fyrirtæki eins og NOVA og BIOEFFECT. Anita trúir því staðfast að góð þjónustuupplifun byrji með góðri þjónustumenningu, viðhelst með góðu samtali við viðskiptavini og þróast með stöðugum og viðeigandi umbótum og leggur hún því áherslu á þau atriði í sínu starfi.
LinkedIn: https://www.linkedin.com/in/anita-br%C3%A1-ingvad%C3%B3ttir-3a66a41bb/
Advania leggur mikla áherslu á að byggja upp og viðhalda sterkri menningu innan félagsins, og sem hluti af því bjóðum við upp á fjölbreytta fræðslu fyrir starfsfólk okkar. Nýlega tókst okkur að fá 90% starfsfólks til að ljúka 3,5 klukkustunda Þjónustuspretti, sem var sérsniðinn fyrir þau – árangur sem við erum mjög stolt af.
Hvernig nær maður 90% þátttöku í margra klukkutíma fræðslu á netinu, sérstaklega þegar stór hluti starfsfólks vinnur í krefjandi vinnuumhverfi og tíminn er af skornum skammti?
Með því að fara ALL IN.
Í þessu erindi ætlum við að rekja hvernig við náðum þessum árangri. Við munum ræða mikilvægi þess að fanga athygli með skapandi og fjölbreyttum aðferðum og hvers vegna buy-in frá stjórnendum skiptir sköpum í svona verkefnum.