Sjálfbær þróun

Sjálfbær þróun

Á fundum faghópsins er fjallað um aðferðir við að móta stefnu um með sjálfbæra þróun að leiðarljósi, innleiða stefnu og mæla árangur. Auk þess er oft fjallað um tiltekin verkefni sem fela í sér sjálfbæra þróun. Varpað er ljósi á nýjar rannsóknir á þessu sviði og ýmis verkfæri sem eru notuð við innleiðingu og mælingu á áragri, s.s. UFS, UN Global Compact, ISO 26000 leiðbeiningarstaðal og viðmið GRI (Global Reporting Initiative).

 

Viðburðir

Framtíðir – Hringrásarhagkerfið – Árangur eða árangursleysi

Join the meeting now

Fyrirlesari Björgvin Sævarsson, Yorth Group í Bandaríkjunum. www.yorthgroup.com

 Hvernig vitum við fyrir víst hvort aðgerðir og fjárfestingar skili okkur í átt að markmiðunum? Hefur stjórnsýslan (yfirvöld og fyrirtæki/iðnaður) yfirlit yfir aðgerðir og í réttu samhengi? Þetta er ekki raunin skv. okkar reynslu.  Aðgerðir skila sér í einangruðum árangri, t.d. carbon footprint og missa þ.a.l. af möguleikanum til að ná umfangsmeiri árangri sem nær inn á önnur svið. Þrátt fyrir vel meint og stór verkefni og fjárfestingar erum við að sjá að efnahagskerfi verða þyngri og erfiðari með tímanum.

Ástæða þess að við náum ekki settum markmiðum byrjar yfirleitt með því að við skilgreinum árangur ekki rétt. Næst kemur í ljós að aðgerðir og lausnir eru ekki að passa við vandann sem við erum að reyna að leysa. Á endanum er útkoman ekki að skila sér í átt að markmiðunum.

Viðburðurinn verður á þessari vefslóð:

Join the meeting now

Auk þess verður fjallað um eftirfarandi:

•             Höfum við skilgreint rétt til að ná markmiðunum og hlutverk annarra í okkar markmiðum?  T.d. carbon neutrality sem er bara lítill partur af orkufótsporinu og ef við tökum ekki á öllu fótsporinu munum við ekki ná carbon neutrality.

•             Vitum við af hverju við erum ekki að ná markmiðunum? (þetta er stærri spurning en hún lítur út fyrir að vera)

•             Kunnum við að segja frá því af hverju við erum ekki net-zero og á sama tíma segja frá hvernig við munum ná markmiðunum?

•             Hvaða áhrif hafa samskipti og skilaboð á samkeppnishæfni fyrirtækja og lífsgæði?

 

Frú Halla Tómasdóttir forseti Íslands í Innovation House á fimmtudag kl.17:00 á The Echo Conference. Social-Economic Empowerment for Sustainability in Iceland. Fostering Innovation through Inclusion, Diversity, and National Identity. A keynote speech by t

Join the meeting here. **Íslenska fyrir neðan **
The Echo Conference is a groundbreaking event under our social initiatives focused on fostering inclusion and diversity in entrepreneurship and innovation across Iceland.
At Gracelandic, we believe fashion transcends clothing—it's about the impact we create. Through our social projects, we're committed to making fashion a force for positive change.
This year’s flagship Echo Conference will explore the theme: Social-Economic Empowerment for Sustainability in Iceland: Fostering Innovation through Inclusion, Diversity, and National Identity.
Join us as we bring together visionary business leaders, policymakers, entrepreneurs, and the public to dive into the vital connections between innovation, socio-economic empowerment, and sustainability.

 

Keynote speakers:

  • The President of Iceland Mrs. Halla Tómasdóttir
  • The Minister of Social Affairs and the Labour Market Mr. Guðmundur Ingi Guðbrandsson

Panel speakers:

  • Prof. Lára Jóhannsdóttir - Professor University of Iceland
  • Kathryn Gunnarsson - Founder and CEO of Geko
  • Heiðrún Sigfúsdóttir – CEO and Co-Founder of Catecut
  • Jeffrey Guarino - Photographer, Creative Director and Producer
  • Freyr Guðmundsson - Executive Director of Digital Product Development at Íslandsbanki

Feature:

  • GRACELANDIC RUNWAY SHOW
  • MUSICAL PERFORMANCES

Echo-ráðstefnan er nýr viðburður úr smiðju félagsáhrifaframtaka okkar. Með henni viljum við stuðla við nýsköpun með sjálfbærni, fjölbreytileika og þátttöku í frumkvöðlastarfi og á vinnumarkaði um allt Ísland.
Við hjá Gracelandic trúum því að tíska snúist ekki bara um fötin sem við göngum í heldur áhrifin sem við sköpum. Vörumerki okkar stendur fyrir meira en bara föt. Það táknar valdeflingu, sjálfbærni og framtíðarsýn til jákvæðra breytinga.

Af hverju „Echo“? Orðið „echo“, eða „bergmál“ á íslensku, stendur fyrir gildi vörumerkis okkar.

Að þessu sinni er markmið Echo ráðstefnunnar að athuga gaumgæfilega þetta þema: Félagsleg og Efnahagsleg Valdefling fyrir Sjálfbærni á Íslandi: að hlúa að nýsköpun með þátttöku, fjölbreytileika og þjóðerniskennd.

Verið með í hópnum þar sem að framúrskarandi leiðtogar fyrirtækja, stefnumótendur, frumkvöðlar og almenningur sameinast til að ræða mikilvæg tengsl nýsköpunar, félags- og efnahagslegrar valdeflingar og sjálfbærni.

Viðburðurinn er ÓKEYPIS! Húsið opnar kl. 16:30

Will also be streamed Live

Svansvottaðar framkvæmdir - reynsla verktaka

Slóð á fundinn hafirðu ekki fengið hana senda:

Hlekkur á Teams fund 

Faghópar um loftslagsmál og sjálfbærni standa að viðburði/örnámskeiði um reynslu verktaka af Svansvottuðum framkvæmdum í samstarfi við hóp gæðastjóra í bygginga- og mannvirkjagerð innan Samtaka iðnaðarins og Iðuna, fræðslusetur.

Nánari upplýsingar og skráning fer fram á vef Iðunnar

 

Markmið Svansins með vottun bygginga er að minnka umhverfisáhrif þeirra og er lögð mikil áhersla á heilsusamlegt húsnæði og lágmörkun eiturefna í byggingarefnum. 

Ávinningur af Svansvottun bygginga felst í: 

  • Dregið er úr neikvæðum umhverfisáhrifum.
  • Heilnæmari og öruggari byggingum.
  • Auknum gæðum bygginga.
  • Minni rekstrarkostnaði, minna viðhaldi og lægri orku- og hitunarkostnaði.
  • Eignin er líklegri til að standast kröfur leigutaka/notenda til lengri framtíðar.

Hægt er að fylgjast með á netinu eða mæta í Vatnagarða 20.

 

Fréttir

Janúarráðstefna Festu 2023 - Lítum inn á við

Stjórn faghóps um sjálfbærni vekur athygli félaga á þessari áhugaverðu ráðstefnu:
Vertu með á stærsta árlega sjálfbærniviðburði hér á landi, sem er nú haldinn í tíunda sinn. Þetta er viðburður sem uppselt hefur verið á síðustu ár – tryggðu þér miða!

Í ár munum við heyra um hugmyndir sem breyta heiminum. 

Við fáum skýra mynd af breytingum framundan á lögum og kröfum um sjálfbærniupplýsingagjöf fyrirtækja af öllum stærðum, stórhuga aðgerðum í farvatninu af hálfu nýsköpunarráðherra og dýpkum þekkingu okkar á stórum skrefum framundan í heimi sjálfbærni.

 

  • 26. janúar kl. 13:00
  • Hilton Nordica 

Kaupa miða

Betri heimur byrjar heima Ný lög um hringrásarhagkerfið

Við héldum streymisfund í gær um nýju hringrásarlögin í samstarfi við Samtök Atvinnulífsins. Benedikt S. Benediktsson, lögfræðingur hjá Samtökum verslunar og þjónustu, Eygerður Margrétardóttir, verkefnisstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Þorsteinn Víglundsson, forstjóri BM-Vallár voru með fróðlegar og framsögur. Að framsögum loknum stýrði Hugrún Elvarsdóttir, verkefnastjóri hjá Samtökum atvinnulífsins pallborðsumræðum sem Freyr Eyjólfsson, verkefnastjóra hringrásarhagkerfisins hjá Sorpu, Líf Lárusdóttur markaðsstjóri Terra umhverfisþjónustu og Brynjar Bergsteinsson, framleiðslustjóri Set hf. tóku þátt í.
Við þökkum þeim sem horfðu á útsendinguna og þeir sem ekki náðu að fylgjast með geta séð viðburðinn hér. 
https://vimeo.com/751019525?embedded=true&source=vimeo_logo&owner=11332684&fbclid=IwAR2hHm7omdnohfh583opWOgpMfRAfQ25ia8AZ6AcFeusEBBvEWig_8N2RWI
 

TÍMAMÓTATAL – reynslusaga stjórnanda úr heilbrigðiskerfinu.

TÍMAMÓTATAL – reynslusaga stjórnanda úr heilbrigðiskerfinu.
 
Jón Magnús deilir upplifun sinni af markþjálfun og því hvernig aðferðin gerði honum kleift að finna köllun sína í starfi, vita hver hann raunverulega er og hvernig hann gæti eftirleiðis lifað í sátt við sig með því að taka fulla ábyrgð á eigin lífi og líðan.
Að lokum mun Jón Magnús Kristjánsson sitja fyrir svörum ásamt markþjálfa sínum Aldísi Örnu Tryggvadóttur, PCC vottuðum markþjálfa hjá Heilsuvernd.
 
 
Jón Magnús Kristjánsson bráðalæknir er ráðgjafi heilbrigðisráðherra í málefnum bráðaþjónustu í heilbrigðisþjónustunni á Íslandi. Jón útskrifaðist með embættispróf í læknisfræði frá HÍ og sem sérfræðingur í almennum lyflækningum og bráðalækningum frá háskólasjúkrahúsinu í Lundi. Hann er auk þess með MBA-gráðu frá HR. Jón hefur viðtæka reynslu sem stjórnandi í heilbrigðiskerfinu og starfaði sem yfirlæknir bráðamóttöku Landspítala og síðar framkvæmdastjóri hjá Heilsuvernd þar til hann hætti þar störfum í júní sl. Heilsuvernd er sjálfstætt starfandi heilbrigðisfyrirtæki sem rekur hjúkrunarheimili og heilsugæslustöð auk þess að vera einn stærsta veitandi fyrirtækjaþjónustu á heilbrigðissviði á Íslandi. Jón hefur auk þess starfað með íslensku rústabjörgunarsveitinni og farið í sendiferðir á vegum alþjóða Rauða Krossins.

Stjórn

Freyr Eyjólfsson
Upplýsingafulltrúi -  Formaður - Sorpa
Þórdís Sveinsdóttir
Sviðsstjóri -  Formaður - Samband íslenskra sveitarfélaga
Eiríkur Hjálmarsson
Annað -  Stjórnandi - Orkuveita Reykjavíkur
Marta Jóhannesdóttir
Stjórnandi - Háskóli Íslands
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?