Mars 2022

Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur Sunnudagur
28
  •  
01 02 03
  •  
04
  •  
05 06
  •  
07
  •  
08 09
  •  
10
  •  
11
  •  
12
  •  
13
  •  
14
  •  
15
  •  
16 17
  •  
18 19
  •  
20
  •  
21 22 23 24 25 26
  •  
27
  •  
28
  •  
29
  •  
30 31 01
  •  
02
  •  
03
  •  

Stafræn vegferð - er hægt að hlaupa hratt með öruggum hætti?

 

Click here to join the meeting 

Fjölmörg fyrirtæki hafa lagt af stað í stafræna vegferð með það markmið að einfalda og besta ferla, auka skilvirkni og bæta þjónustu við viðskiptavini sína. En hvernig er hugað að upplýsingaöryggi þegar markmið slíkra vegferða er oft að reyna að hlaupa sem hraðast? Mikið af þeim ferlum sem verið er að bæta snúast m.a. um trúnaðarupplýsingar starfsfólks eða viðskiptavina og þess vegna er sérstaklega mikilvægt að vel sé staðið að málum þegar þegar slíkar breytingar eru gerðar á tengdum ferlum. 

Á þessum viðburði mun faghópur um upplýsingaöryggi leitast við að skoða hvernig fyrirtæki og stofnanir sem eru framarlega og hafa verið sýnileg í stafrænni vegferð sinni tryggja öryggi upplýsinga. 

Þröstur leiðir Stafræna Reykjavík hjá Reykjavíkurborg. Hann hóf störf hjá borginni 2017 eftir að hafa starfað í 7 ár hjá Vinnumálastofnun sem ráðgjafi og þjónustustjóri. Helstu verkefni Stafrænnar Reykjavíkur snúa að stafrænni verkefna- og vörustýringu, innleiðingu hugbúnaðar, stafrænum leiðtogum og vefmálum. Þröstur er með BA gráðu í Tómstunda- og félagsmálafræði frá HÍ, hefur meðal annars lokið PMD stjórnunarnámi frá HR og námi í Digital Innovation Leadership frá Harvard Kennedy School.   

Þröstur mun fjalla um almennt um stafræna vegferð og reynslu Reykjavíkurborgar í þeim efnum og hvaða skrefum þarf að huga að þegar fyrirtæki og skipulagsheildir hefja sína vegferð. 

Linda Kristín Kristmannsdóttir starfar sem forstöðumaður upplýsingatæknideildar hjá Festi hf. Hún er með B.Sc. í Tölvunarfræði frá HR og hefur starfað sem forstöðumaður upplýsingatæknideildar hjá Festi frá árinu 2014 en Festi er eignarhaldsfélag fimm rekstrarfélaga m.a. Krónunnar, N1 og ELKO.  Linda starfaði áður sem upplýsingatækistjóri hjá Norvik og þar á undan sem forritari og verkefnastjóri hjá TMSoftware.

Linda mun fara yfir vegferð Krónunnar við þróun á Snjallverslun og þær áskoranir sem fólust í því við að komast hratt út með góða og örugga lausn. 

Andri Heiðar Kristinsson, framkvæmdarstjóri Starfrænt Ísland. Andri er með BS í rafmagns- og tölvuverkfræði frá Háskóla Íslands og MBA gráðu frá Stanford háskóla í Kaliforniu þar sem hann lagði áherslu á frumkvöðlafræði, tækni og leiðtogafærni. Andri var einn af stofnendum Icelandic Startup og starfaði um árabil sem þróunarstjóri hjá LinkedIn. 

Markmið ríkisstjórnarinnar er að stafræn samskipti verði megin samskiptaleið fólks og fyrirtækja við hið opinbera. Stafrænt Ísland vinnur að margvíslegum verkefnum sem öll stuðla að því að gera opinbera þjónustu skilvirkari og notendavænni. Andri mun fara yfir vegferð Stafræns Íslands og hvernig hugað er að öryggi upplýsinga í þeirra vegferð. 

 

 

Málstofa um vinnuvernd á hönnunar- og undirbúningsstigi í mannvirkjagerð 24. febrúar

Hlekkur á streymið er hér.  Vinnueftirlitið heldur málstofu um vinnuvernd á hönnunar- og undirbúningsstigi í mannvirkjagerð í beinu streymi fimmtudaginn 24. febrúar frá klukkan 9 – 10. Málstofan er haldin í framhaldi af 40 ára afmælisráðstefnu Vinnueftirlitsins Vinnuvernd – ávinningur til framtíðar sem fór fram 19. nóvember síðastliðinn. Hér er um að ræða sameiginlegt átak Öryggishóps Stjórnvísi og Vinnueftirlits ríkisins.

Tveir sérfræðingar flytja erindi á málstofunni; Anna Kristín Hjartardóttir frá EFLU verkfræðistofu  og Leó Sigurðsson frá ÖRUGG – verkfræðistofu.  Auk þess munu J. Snæfríður Einarsdóttir, sérfræðingur frá HSE Consulting, Nikulás Úlfar Másson, byggingafulltrúi í Reykjavík,  Friðrik Á. Ólafsson, frá mannvirkjasviði SI og Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins, taka þátt í pallborðsumræðum eftir erindin.

Fundarstjóri verður Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, forstjóri Vinnueftirlitsins 

Á málstofunni verður sjónum beint að öryggi og vinnuvernd á hönnunar- og undirbúningsstigi í mannvirkjagerð. Fjallað verður um hvaða kröfur eru gerðar til verkkaupa og hönnuða vegna öryggis- og vinnuverndarmála á hönnunarstigi mannvirkja og hvernig þeim er framfylgt.

Þá verður fjallað um hvaða áhættuþætti ætti að skoða við hönnun til að koma í veg fyrir að mistök verði gerð á hönnunarstigi. Sömuleiðis um ávinninginn af því að hafa vinnuverndarsjónarmið í huga við hönnun og kostnaðinn við að lagfæra og endurhanna mannvirki sem komin eru í notkun. 

Hægt verður að fylgjast með í beinu streymi með því að ýta á hnappinn hér að neðan.

Stjórnarfundur Stjórnvísi (lokaður fundur)

Stjórnarfundir Stjórnvísi eru haldnir fyrsta þriðjudag hvers mánaðar kl.11:00-12:00.  Í stjórn félagsins eru 9 aðilar og eru fundir til skiptist á Teams og á vinnustöðum stjórnarmanna. Þema ársins er „ Nýtt jafnvægi“. Stjórn gerði með sér samskiptasáttmála þar sem m.a. var rætt um að:   1. Mæta undirbúin á stjórnarfundi 2. Mæta tímalega 3. Taka ábyrgð á verkefnum  4. Hafa uppbyggilega gagnrýni 5. Samskipti opin og eðlileg 6. Vera á staðnum. Stjórn félagsins á samræður á Facebook undir: „stjórn Stjórnvísi“ og á Teams.

Í byrjun starfsárs skipti stjórn með sér verkum og eru þrjú áhersluverkefni starfsárið 2021-2022 1. Markaðsmál og sýnileiki 2. Stuðningur við stjórnir faghópa og 3. Útrás . Stjórn skiptir með sér þessum áhersluverkefnum og fundar um þau sérstaklega milli fastra stjórnarfunda.  Öll áhersluverkefni vísa til meginmarkmiða Stjórnvísi, eiga sér undirverkefni og mælikvarða.  Formaður félagsins stýrir stjórnarfundum þar sem áhersluverkefni stjórnar eru rædd ásamt öðrum verkefnum.  Stjórn hefur aðgengi að sameiginlegu svæði á skýinu. Fundargerðir stjórnar eru öllum opnar hér.

Á aðalfundi haldinn 6. maí 2021 voru kosin í stjórn félagsins:

Sigríður Harðardóttir, mannauðs-og gæðastjóri Strætó, formaður (2021-2022)
Baldur Vignir Karlsson, verkefnastjóri á menntadeild Landspítala (2021-2023)
Falasteen Abu Libdeh, framkvæmdastjóri og eigandi hjá Ráði ehf (2021-2023)
Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkenni. (2021-2023)
Jón Gunnar Borgþórsson, alþjóðlega vottaður stjórnendaráðgjafi (CMC), (2021-2022).   
Laufey Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Áfangastaðaáætlunar Suðurlands hjá Markaðsstofu Suðurlands. (2021-2023)
Ósk Heiða Sveinsdóttir, forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins (2020-2022). 
Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri samskiptadeildar Landspítala (2020-2022).
Steinunn Ketilsdóttir, ráðgjafi hjá Intellecta og formaður faghóps um stafræna fræðslu (2020-2022).
Fagráð:

Guðfinna S. Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri LS ráðgjöf (2021-2023)
Davíð Lúðvíksson, sérfræðingur hjá Rannís og stjórnarformaður Vottunar hf. (2020-2022)
Sigurjón Andrésson, forstöðumaður markaðsstjóri BL (2020-2022)
Þorkell Sigurlaugsson, viðskiptafræðingur (2021-2023)
Þórunn M. Óðinsdóttir, framkvæmdastjóri Intra ráðgjafar (2020-2022) 

Skoðunarmenn:

Oddný Assa Jóhannsdóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2020-2022)
Sigríður Soffía Sigurðardóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2021-2022)

Áhersluverkefni stjórnar 2021-2022

Valin voru þrjú áhersluverkefni – í hverju felast þau? – hverjir eru mælikvarðar?

oo= rauntíma mælaborð á síðu Stjórnvísi www.stjornvisi.is

ooo= mælt árlega í viðhorfskönnun til félagsmanna

 

  1. Markaðsmál og sýnileiki: Ábyrgðaraðilar eru  Ósk Heiða, Stefán Hrafn, Haraldur.
  • Fjölgun fyrirtækja  oo
  • Fjölgun fyrirtækja með 200 eða fleiri starfsmenn oo
  • Fjölgun fyrirtækja með 100-199 starfsmenn oo
  • Fjölgun á heildarfjölda notenda (innri markaðssetning fyrirtækja) oo
  • Fjölgun virkra félaga oo
  • Fjölgun nýrra virkra félaga oo
  • Aukning á nýskráningum í mánuðinum oo
  • Fjölgun nýrra háskólanema oo
  • Fagmennska sé ávallt höfð að leiðarljósi í öllum störfum  ooo
  • Stjórnin efli og viðhaldi trausti á félagið með fagmennsku að leiðarljósi og starfi skv. stefnu félagsins ooo
  • Stjórnvísi sé aðlaðandi og sýnilegur vettvangur umfjöllunar um faglega stjórnun, miðlun þekkingar og reynslu ooo
  • Stjórnvísi þróist í takt við við síbreytilegar áherslur og kröfur félagsmanna og atvinnulífsins ooo
  • Framsæknir og hæfir einstaklingar starfi af heilindum fyrir félagið ooo
  • Framkvæmdastjóri félagsins hafi leiðtogahæfileika, sé sýnilegur og virkur ooo

 

  1. Stuðningur við stjórnir faghópa: Ábyrgðaraðilar eru: Falasteen, Baldur Vignir og Steinunn
  • Fjölgun viðburða oo
  • Fjölgun félaga á fundum oo
  • Aukning á virkni faghópa oo
  • Aukning á félagafjölda í faghópum oo
  • Aukning á virkum fyrirtækjum oo
  • Viðburðir séu sýnilegir og auglýstir tímanlega  ooo
  • Hækkun á NPS skori oo
  • Félagar upplifi sig auðugri af þekkingu um stjórnun og leiðtogafærni ooo
  • Félagar öðlist aukið tengslanet með þátttöku í félaginu ooo
  • Ábendingar eigi sér skýran farveg ooo
  • Stöðugt sé unnið að umbótum ooo
  • Í upphafi hvers fundar bendi ábyrgðaraðilar  á að eftir fundinn verði send út stutt könnun.  Allir hvattir til að gefa sér örstutta stund og svara. Þar er tilvalið að koma með ábendingu um hvað betur má fara.
  • Stjórn sé í reglulegu og góðu sambandi við stjórnir faghópanna ooo
  • Verkferlar félagsins fyrir stjórnir faghópa, faghópafundi og ráðstefnuhald eru skráðir og unnið eftir þeim. ooo
  • Myndbönd
  • Stafræn fræðsla

 

  1. Útrás:   Ábyrgðaraðilar: Laufey, Sigríður og Jón Gunnar

 

  • Dagskrá Stjórnvísi verði aðgengileg fyrir alla landsbyggðina
  • Fjölgun fyrirtækja á landsbyggðinni
  • Fjölgun kynninga og fyrirlesara af landsbyggðinni
  • Fjölgun erlendra fyrirlesara

 

 

 

Hvar liggur virði markþjálfunar að mati stjórnenda?

Linkur á fundinn 

Faghópur markþjálfunar tekur aftur upp þráðinn með stjórnenda spjallinu sem átti að vera í upphaf árs. Hér ætlum við að bjóða upp á samtal við þrjá stjórnendur sem hafa verið að nýta sér markþjálfun í starfi sínu. Þetta eru þau Sigrún Ósk Jakobsdóttir mannauðsstjóri Advania, Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir starfsþróunarstjóri VÍS og Hólmar Svansson framkvæmdastjóri Háskólans á Akureyri.

  • Hvað græðir fyrirtækið/stofnunin?

  • Er nauðsynlegt að bjóða upp á markþjálfun fyrir stjórnendur/starfsfólk?

  • Er gott að stjórnendur/leiðtogar kunni aðferðina?

  • Hvers vegna ættu fyrirtæki/stofnanir að bjóða upp á markþjálfun eða senda starfsfólk sitt í markþjálfanám?

Þessum og ykkar spurningum munum við taka fyrir á þessum viðburði með þremur flottum stjórnendum og fá þeirra innsýn.

 

Viðburðurinn verður með þeim hætti að Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir úr stjórn faghóps markþjálfunar mun stýra umræðunni og hlusta eftir því hvernig aðferðin hefur nýst þeim í starfi þeirra sem stjórnendur og einnig hvernig hún nýtist mögulega þeirra starfsfólki.

 

Viðburðurinn er 45 mín og óskum við eftir því þátttakendur taki virkan þátt með því að spyrja þau spjörunum úr þannig að saman búum við til skemmtilegt flæði.

 

Sigrún Ósk Jakobsdóttir - Mannauðsstjóri Advania

Sigrún hefur unnið við mannauðsmál hjá Advania í rúm sex ár, þar af í eitt og hálft ár sem mannauðsstjóri. Áður starfaði hún sem ráðgjafi hjá Hagvangi. Hún tók grunnnám í sálfræði, meistarapróf í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði og lærði markþjálfun hjá CoachU og Opna háskólanum.

 

Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir - Starfsþróunarstjóri VÍS

Bergrún hefur unnið hjá VÍS síðustu 12 árin - lengst af sem stjórnandi í Einstaklingsþjónustu. Fyrir ári síðan færði hún sig yfir á mannauðssvið og starfar þar í dag sem starfsþróunarstjóri. Hún er viðskiptafræðingur í grunninn með MBA frá Háskólanum í Reykjavík. Situr í stjórn FKA framtíðar og er formaður LEAN faghóps Stjórnvísi.

 

Hólmar Svansson - Framkvæmdastjóri Háskólans á Akureyri

Hólmar er framkvæmdastjóri Háskólans á Akureyri. Hann hefur sinnt ýmsum stjórnunarstörfum í gegnum árin, meðal annars hjá Sæplast, Samskip, Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar og Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna. Hólmar starfaði um átta ára skeið sem stjórnendaráðgjafi hjá Capacent. Hólmar er Markþjálfi þó hann hafi ekki stundað formlega markþjálfun síðan hann lauk vottuðu námi hjá Evolvia 2016. Hann er bæði iðnaðarverkfræðingur og viðskiptafræðingur með MBA gráðu.


Fundurinn er á Teams.
Linkur á fundinn

 

Viðbrögð og stuðningur fyrirtækja fyrir þolendur heimilisofbeldis

Click here to join the meeting

Í fyrri hluta þessa örfyrirlestrar mun Jenný Kristín Valberg, ráðgjafi á vegum Bjarkarhlíðar, koma og ræða birtingarmyndir ofbeldis í nánum samböndum og helstu merki þess með það að markmiði að yfirmenn geti átt betri möguleika á að greina þennan hóp. Einnig fer Jenný yfir helstu áskoranir sem þessi hópur stendur frammi fyrir og hvaða leiðir yfirmenn gætu farið til að styðja við þessa einstaklinga, sem og yfir þau úrræði sem eru í boði fyrir bæði þolendur og gerendur og hvernig þau úrræði hafa gagnast.

  • Jenný er með BA gráðu í mannfræði ásamt meistaragráðu í kynjafræði með áherslu á ofbeldi í nánum samböndum frá Háskóla Íslands því til viðbótar hefur hún lokið fyrsta ári í félagsráðgjöf. Jenný hefur langa reynslu af því að starfa með þolendum ofbeldis. Starfaði hún um árabil sem ráðgjafi hjá Samtökum um Kvennaathvarf. Jenný hefur stundað rannsókir ásamt því að taka þátt í að móta nýjar áherslur í stjórnsýslunni til að koma betur og markvissara til móts við þarfir þolanda ofbeldis. Jenný leggur áherslu á að mæta brotaþolum ofbeldis á þeirra forsendum og þar með senda skilaboð um að ofbeldi er ekki liðið í samfélaginu.

Í seinni hluta fyrirlestrarins mun Adriana Pétursdóttir, leiðtogi í starfsmannaþjónustu hjá Rio Tinto, ræða hvort heimilisofbeldi sé einkamál starfsmannsins eða hvort það komi vinnustaðnum við. Með auknum tilkynningum til lögreglu og aukinni umræðu um heimilisofbeldi er spurning hvort atvinnurekendur geta lagt sitt af mörkum til að sporna við vaxandi  vandamáli. Hjá Rio Tinto er rík öryggismenning og er mikið lagt uppúr öryggi starfsfólks bæði á vinnustaðnum og heima, og mun Adriana leyfa þátttakendum að kynnast þeirri nálgun sem Rio Tinto er að nota til að nálgast öryggi starfsmanna heiman við á faglegan máta.

  • Adriana hóf störf hjá Rio Tinto 2016 en hefur alla starfsævi sína unnið við mannauðsmál ýmist í einka- eða opinbera geiranum. Adriana er viðskiptafræðingur með MIB í alþjóðaviðskiptum og situr í stjórn Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi.

Forysta til framtíðar - Ráðstefna UAK 2022

Þann 5. mars halda Ungar athafnakonur (UAK) í fimmta sinn UAK daginn. Ráðstefnan í ár ber heitið Forysta til framtíðar og verður haldin í Hörpu. Ráðstefnan veltir upp hvernig forystu framtíðin þarf á að halda í atvinnulífinu, hvaða eiginleika leiðtogar framtíðarinnar þurfa að tileinka sér og hvort séu til eiginleikar sem eiga alltaf við, burt séð frá stað og stund?

UAK er annt um framtíðina og vinnur að því að valdefla ungar konur, skapa framtíð jafnra tækifæra og stuðla að hugarfarsbreytingu í samfélaginu. Við fáum til okkar framúrskarandi gesti sem öll eiga það sameiginlegt að vera með puttann á púlsinum og nýta krafta sína í þágu framþróunar á hinum ýmsu sviðum.

Ráðstefnan mun kanna viðhorfsbreytingar sem hafa átt sér stað varðandi hlutverk leiðtoga og mannauðs, varpa ljósi á eiginleika og færni sem tryggja forystu til framtíðar, og veita ráðstefnugestum tæki og tól til að vera leiðtogar í eigin lífi og starfi.
Dagskrá ráðstefnunnar má finna hér fyrir neðan og frekari upplýsingar á https://www.ungarathafnakonur.is/uak-radstefnan-2022/
 
Dagskrá 2022
10:00 Stjórn UAK býður gesti velkomna
10:10 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir - Opnunarávarp
10:25 Gunnhildur Arnardóttir - Gildin þín - Fjárfesting til framtíðar
10:55 Edda Blumenstein - Ástríða í óvissu
11:25 Herdís Pála - Hvað þarf til að nýta og skapa sér tækifæri á vinnumarkaði framtíðarinnar?
12:15 Hádegishlé
13:00 Margrét Hallgrímsdóttir - Eigi hafa asklok fyrir himinn
13:30 Normið: Hvíldu þig á toppinn
14:10 Ásta Kristín Sigurjónsdóttir og Halla Helgadóttir - Að skapa tækifæri framtíðarinnar
14:50 Kaffihlé
15:20 Saga Sig - Flæði: Samskipti og meðvitund í sköpunarferlinu
15:40: Birna Þórarinsdóttir - Að fylgja hjartanu – og læra að þakka fyrir erfiðu dagana

Kísildalurinn, fjórða iðnbyltingin og breytingastjórnun

Click here to join the meeting

Á þessum viðburði faghóps um breytingastjórnun fáum við innsýn í einn af risunum í Kísildalnum þar sem sjónum verður beint að tækni, gervigreind, verðmæti gagna, fjórðu iðnbyltingunni, framtíðinni sem við þurfum að búa okkur undir og auðvitað breytingum.

Sindri Sigurjónsson, meðeigandi og stjórnarformaður hjá Expectus, segir frá áskorunum við innleiðingar gagnadrifinnar menningar og hvernig aldur vinnustaða hefur sterk áhrif á aðlögunarhæfni í átt að slíkum breytingum. Þannig mun hann velta upp hvernig rótgrónar starfsaðferðir standa gjarnan í vegi fyrir mikilvægum umbótum og hvernig nauðsynlegt er fyrir vinnustaði að taka skref í átt að fjórðu iðnbyltingunni

Halldór Fannar, stjórnandi hjá NVIDIA, mun ræða um framtíðarsýn fyrirtækisins og sér í lagi þær breytingar sem hann hefur innleitt með starfsmönnum nýverið. Breytingarnar hafa verið til að undirbúa fyrirtækið fyrir byltingu á vinnumarkaði þar sem gervigreind og vélmenni koma m.a. við sögu. NVIDIA er eitt verðmætasta gervigreindar- og tæknifyrirtæki heims og ljóst er að fyrirtækið, eins og önnur fyrirtæki í kísildalnum, sjá inn í framtíð sem við erum ekki meðvituð um og verðmætt er að fá innsýn í.

Ágúst Kristján Steinarrsson, ráðgjafi hjá Viti ráðgjöf og formaður stjórnar faghóps um breytingastjórnun leiðir fundinn.

Hér verða tveir spennandi og fræðandi fyrirlestrar sem eiga erindi til margra. Viðburðurinn verður á Teams og sendur frá kl: 9:00 til 10:00

 

Dagskrá:

09:00 – 09:05  Ágúst Kristján Steinarrsson, formaður stjórnar faghóps um Breytingarstjórnun

09:05 – 09:20  Sindri Sigurjónsson, meðeigandi og stjórnarformaður hjá Expectus

09:20 – 09:50  Halldór Fannar, stjórnandi hjá NVIDIA

09:50 – 10:00  Umræður og spurningar

Viðburði frestað: Verkefni og vöxtur

Því miður þarf að fresta þessum viðburði sem verður aftur á dagskrá seinna.  Áslaug Ármannsdóttir Markþjálfi fjallar um það hvernig markþjálfun getur ýtt undir persónulegan vöxt og aukið seiglu starfsmanna í stjórnun verkefna. 

Umhverfisvæn innkaup - líkleg áhrif sjálfvirkni og samlegðar á innkaup og aðfangakeðjuna

Click here to join the meeting

Á þessum viðburði faghóps um Innkaupa og vörustýringu heldur Maron Kristófersson, einn af stofnendum aha.is, erindi fyrir okkur um umhverfisvæn innkaup og líkleg áhrif sjálfvirkni og samlegðar á innkaup og aðfangakeðjuna.

Í erindinu fer Maron yfir hugsjón aha.is, hvaða tækni þeir sjái að nái fótfestu og hvort hún eigi heima á Íslandi bæði vegna verðurfars og stærð markaðar.

Viðburðurinn fer fram í fundarsal í Háskólanum í Reykjavík, nánar tiltekið stofu M215 en einnig verður hægt að hringja inn á fundinn í gegnum Microsoft Teams. 

Áhugaverður fyrirlestur um Breeam og Well vottanir

Hlekk í Teams

Skrifstofa mannvirkja og innviða hjá Isavia í Kef fengu kynningu á Breeam og Well. Strax í kjölfarið spurði okkar maður hvort þau myndu vilja endurtaka leikinn fyrir Stjórnvísi.

Í þessu erindi munu þau Ian Allard og Georgia Allen, frá breska ráðgjafafyrirtækinu Mace, fjalla um BREEAM og WELL vottanir og þá vegferð sem Isavia er á í þeim framkvæmdum nú eru í gangi.

BREEAM (breeam.com) tekur á þáttum eins og vistvænni hönnun bygginga, til dæmis út frá efnisvali og orkunotkun en WELL (wellcertified.com) um líðan fólks og upplifun af mannvirkjum, til dæmis út frá hljóðvist, lýsingu og loftgæðum.

Erindið fer fram á ensku.

Ian Allard og Georgia Allen – frá Mace.

Sjá einnig frétt frá Mace hér

 

Hlekk í Teams

 

 

Áhrif reksturs atvinnuhúsnæðis á sjálfbærni vinnustaða

Linkur á viðburðinn

Á þessum kynningarfundi setjum við sjálfbærnishugtakið í samhengi við atvinnuhúsnæði. Hvaða áhrif það hefur á sjálfbærni vinnustaða, þ.e. á starfsfólk, arðsemi og umhverfi.

Vitað er að umhverfisáhrifin séu gríðarleg. Á heimsvísu er talið að atvinnuhúsnæði sé ábyrgt fyrir 40% af orkunotkun og 33% af losun gróðurhúsalofttegunda auk þeirra óbeina áhrifa sem aðliggjandi innviðir og samgöngukerfi hafa. 88% af losun gróðurhúsalofttegunda má rekja til endurnýjunar, breytingar, viðhalds og orkunotkunar sem eru lykilhlutverk og ábyrgð aðstöðustjórnunar. 

Vegna þeirri endurnýjanlegri orku sem Ísland hefur aðgang að hefur verið óljóst hvernig þessi hlutföll eru hér á landi. Í síðastliðnum mánuði (febrúar 2022) var hins vegar lagt mat á árlega kolefnislosun íslenskra bygginga í fyrsta sinn af vinnuhóp skipaðan af Húsnæðis- og Mannvirkjastofnun (HMS). Hér skoðum við hvaða þýðingu þær niðurstöður hafa fyrir aðstöðustjórnun á Íslandi.

Matthías Ásgeirsson, formaður faghóps og ráðgjafi hjá VSÓ Ráðgjöf, kynnir viðfangsefnið og setur það í samhengi við fræði og raunveruleika, þ.m.t. tækifæri aðstöðustjórnunar.

Íris Þórarinsdóttir, umhverfisstjóri hjá fasteignafélaginu Reitir fjallar um áhrif sem fasteignafélag getur haft á sjálfbærni vinnustaða.

Kevin Charlton, stjórnandi (e. associate director) hjá Mace Group gefur innsýn um hvernig aðstöðustjórnun hefur bætt sjálfbærni vinnustaða í þeirra verkefnum viða um heiminn.

Stafræni hæfniklasinn - markmið, verkefni og niðurstöður rannsóknar

Fyrirlesturinn fer fram á Teams - hlekkur

Í þessum fyrirlestri mun Eva Karen Þórðardóttir framkvæmdastjóri Stafræna hæfniklasans segja okkur frá Stafræna hæfniklasanum, markmiðum hans og helstu verkefnum.

Stafræni hæfniklasinn stóð fyrir rannsókna á stafrænni hæfni stjórnenda og þjóðarinnar núna í lok 2021 en gaf þessi rannsókn mjög áhugaverðar niðurstöður sem einnig verður farið vel í gegnum á þessum fyrirlestri.

Nánar um Stafræna hæfniklasann

 

Fyrirlesturinn fer fram á Teams - hlekkur

 

Er ég hæf/hæfur/hæft til að taka launaákvarðanir?

Microsoft Teams meeting

Click here to join the meeting

ATH breytt tímasetning. Fundur færður frá 9:30 til 13:00 sama dag.

Lýsing 

Kerfi geta hjálpað okkur til að setja upp sanngjörn ákvörðunarferli sem byggir á hlutlægum forsendum og samræmdum aðferðum. Þó er mikilvægt að fólk sem kemur að ákvörðunum þjálfi sig í að þekkja áhrif huglægra skekkja.  

Erindi um þá þætti sem hafa áhrif á hæfni stjórnenda til að taka ákvarðanir. Fjallað verður stuttlega um tvær hliðar ákvarðana, annars vegar fyrirbyggjandi aðgerðir eins og fræðslu, forvarnir, samtöl og menningu og hins vegar um viðbrögð, ferla, vaktanir og áætlanir.  

Leitast verður eftir að svara eftirfarandi spurningum  

  • Hvernig taka stjórnunarkerfi á huglægum skekkjum? 

  • Hvaða ferlar geta hjálpað við að koma í veg fyrir ómeðvitaða hlutdrægni? 

 

Um fyrirlesarana

Sóley Tómasdóttir er jafnréttis- og fjölbreytileikafræðingur hjá Just Consulting. Sérfræðiþekking hennar byggir á áratugareynslu af stjórnun, stjórnmálum og samfélagsrýni í bland við akademískar rannsóknir á sviði jafnréttis- og fjölbreytileikamála. 

Birna Dís Eiðsdóttir er vottunarstjóri hjá Versa Vottun. Hún er menntuð á sviði mannauðsfræða,  kynjafræða og verkefnastjórnunar. Samfélagsábyrgð og mannréttindi er hennar áhugasvið en með innleiðingu staðla er hægt að tryggja jafnræði, gagnsæi og sambærilega meðferð. 

 

Dagskrá 

 - Gyða Björg Sigurðardóttir - Inngangur um faghóp í jafnlaunastjórnun 

 - Sóley Tómasdóttir - Hvernig ómeðvituð hlutdrægni birtist og hvað ber að varast 

 - Birna Dís Eiðsdóttir - Kerfi sem koma í veg fyrir skekkjur 

 - Umræður  

Öryggi í aðfangakeðjunni - næstu skref / Vendor Risk Management

Fundurinn fer fram í formi fjarfundar á Teams. Hér er hlekkur á fundinn.   

English Version below. 

Síðasta haust hélt faghópur um upplýsingaöryggi hjá Stjórnvísi viðburð um öryggi í aðfangakeðjunni, 
sá viðburður veitti góða yfirsýn yfir mikilvægi þess að ná betri stjórn á aðfangakeðjunni.  

Á þessum viðburði verður farið  yfir skilvirka aðferð um hvernig hægt er að stíga fyrstu skref til að ná 
betri stjórn á þessu mikilvæga málefni.  

Aðferðin sem farin verður yfir er einföld í innleiðingu og notkun fyrir fyrirtæki af öllum stærðargráðum.  

Við munum fá til okkar Brian Haugli sem er stofnandi og meðeigandi á fyrirtækinu SideChannel. Hann hefur innleitt öryggisstjórnkerfi til fjölda ára og mun koma með praktíska nálgun á viðfangsefnið. 

Fundurinn fer fram í formi fjarfundar á Teams. Hér er hlekkur á fundinn.   

 ___________________________________________________________________________________

 Last fall the group of Information Security Management at Stjórnvísi held an event about Vendor Risk Management, a high level approach was provided of how that could be done.  

This time we want to provide more detailed and practical approach of how Vendor Risk Management could be performed in coordination with Brian Haugli.   

Brian Haugli is the Managing Partner and Founder of SideChannel. He has been driving security programs for two decades and brings a true practitioner's approach to the industry. He has led programs for the DoD, Pentagon, Intelligence Community, Fortune 500, and many others. Brian is the contributing author for the latest book from Wiley, “Cybersecurity Risk Management: Mastering the Fundamentals Using the NIST Cybersecurity Framework“. 
 
At SideChannel, we match companies with an expert virtual CISO (vCISO), so your organization can assess cyber risk and ensure cybersecurity compliance — all without jeopardizing your financial assets. https://www.sidechannel.com   

 

Uppgangur og afleiðingar þróun gervigreindar – The Emergency of AGI

Tvær málstofur. Fyrsta 24. mars 09.00-09.45 / 14.00-14.45, síðari 31 mars. Skráning á báðar málstofunar eru á vefslóðinnni https://fastfuture.com/events/

Á málstofunum mun Rohit Talwar frá Fast Future og David Wood, stofnandi London Futurists, fjalla um lykilniðurstöður nýlegrar alþjóðlegrar könnunar á þróun og áhrifum AGI. Fram koma áhugaverðar niðurstöður sem gefa innsýn og hjálpa til við að draga fram forgangsröðun við undirbúum á þeim breytingum (straumhvörfum) sem AGI munu hafa.

Þátttaka okkar (Íslendinga) var nokkuð góð í þessari könnun.

Fyrsta málstofan er 24. mars, eða næstkomandi fimmtudag. Þar verður fjallað um hvenær og hvernig áhrifanna munu hugsanlega koma fram? Hvar það gæti verið leiðandi aðila í þróuninni komið fram, og mikilvægustu jákvæðu og neikvæðu áhrifin hennar.

Á málstofunni þann 31. mars mun verða lögð áhersla á að fjalla um hugsanlegar afleiðingar þróunarinnar fyrir einstaklinga, samfélag, stjórnvöld, fyrirtæki og efnahagslíf almennt.

Nauðsynlegt er að skrá þátttöku á vefslóðinni https://fastfuture.com/events/ 

Viðburðirnir eru gjaldfrjálsir.

Eins og fram kemur hefjast málstofunnar kl 09.00-09.45 UK/GMT (10.00-10.45 CST) Þær verða endurteknar kl 14.00-14.45 UK/GMT (15.00-15.45 CET / 09.00-09.45 EST). Ein skráning gildir fyrir alla tímasetningar og hverja málstofu.

Fyrir frekari upplýsingar um AGI er bent einnig á vefslóðina  https://bit.ly/MPAGI.

Heilsueflandi vinnustaður - Hollt mataræði

Hér má finna slóð á viðburðinn   Hér má finna upptöku af viðburðinum

Fimmtudaginn 24. mars kl. 12-13 stendur faghópur um Heilsueflandi vinnuumhverfi fyrir fjórða viðburðinum um Heilsueflandi vinnustað.

Að þessu sinni er þemað hollt mataræði. 

  • Unnur Jónsdóttir, sérfræðingur í vinnuverndarmálum hjá OR verður fundarstjóri.
  • Ingbjörg Loftsdóttir, sviðsstjóri forvarna hjá VIRK kynnir Heilsueflandi vinnustað stuttlega.
  • Jóhanna Eyrún Torfadóttir, verkefnisstjóri hjá embætti landlæknis fjallar um mataræði á vinnustöðum og mikilvægi fjölbreytileika.
  • Benedikt Jónsson, yfirmatreiðslumeistari hjá OR segir frá áherslum í mötuneyti OR.
  • Sigurður Loftur Thorlacius, umhverfisverkfræðingur hjá Eflu segir okkur frá Matarsporinu.
    Sveinn Steinarsson yfirmatreiðslumaður EFLU fjallar um áherslur EFLU í næringarmálum. Sveinn er meðlimur í Kokkalandsliðinu og þátttakandi í Nordic Green Chef. 
    Þess má geta að Efla var einn af tilraunavinnustöðunum sem prufukeyrðu viðmiðin fyrir Heilsueflandi vinnustað.

Viðburðurinn verður á Teams

Vegferð Ölgerðarinnar í orkuskiptum og framtíðarsýn Landsvirkjunar í orkuskiptum fyrirtækja

Tengjast í tölvunni eða farsímaforritinu

Smelltu hér til að tengjast fundinum

 

Ölgerðin hefur að undanförnu unnið að metnaðfullri framtíðarsýn um orkuskipti í sinni starfsemi til að ná loftslagsmarkmiðum fyrirtækisins. Málfríður Guðný Kolbeinsdóttir leiðtogi sjálfbærni og umbóta ætlar að segja okkur frá þeirra vegferð og nálgun á þetta viðfangsefni.

Landsvirkjun hefur síðustu misseri gert greiningar á orkuskiptum framtíðar. Egill Tómasson nýsköpunarstjóri hjá Landsvirkjun ætlar að deila með okkur þeirra sýn á orkuskipti fyrirtækja.

 

 

 

GDPR – úr hræðslu í hlátur

Click here to join the meeting

Í fyrirlestrinum mun Tómas Kristjánsson ræða hvað hefur breyst á þeim fjórum árum sem eru liðin frá því að ný persónuverndarlög tóku gildi hér á landi. Tómas mun ræða um viðhorf fólks, um upplýstan almenning, hlutverk persónuverndarfulltrúa og margt fleira áhugavert.

Tómas hefur áratuga langa reynslu af upplýsingaöryggi og hefur starfað sem persónuverndarfulltrúi og sérfræðingur í upplýsingaöryggi síðan árið 2018. Tómas lagði áherslu á persónuvernd í lögfræðinámi sínu og skrifaði lokaritgerðir um persónuvernd í bæði grunn-og meistaranámi. Árið 2020 lauk Tómas námskeiði í Chryptography frá Stanford háskóla til að skerpa á skilningi á grunneiningum upplýsingaöryggiskerfa og dulkóðunum sem þau nota.

Athugið að fundurinn verður haldinn í HR í stofu M215 sem tekur 40 manns í sæti en honum verður einnig streymt ef fólk á ekki heimangengt eða ef sætin fyllast.

Uppgangur og afleiðingar þróun gervigreindar – The Emergency of AGI - Viðskiptalífið og samfélög.

Framhaldsumræða frá málstofunni 24 mars um um afleiðingar þróunarinnar á AGI á einstaklinga, samfélög, stjórnvöld, fyrirtæki og efnahagslíf almennt.

Á málstofunni mun Rohit Talwar frá Fast Future og David Wood, stofnandi London Futurists, fjalla um lykilniðurstöður nýlegrar alþjóðlegrar könnunar á þróun og áhrifum AGI. Fram koma áhugaverðar niðurstöður sem gefa innsýn og hjálpa til við að draga fram forgangsröðun við undirbúum á þeim breytingum (straumhvörfum) sem AGI munu hafa.

Þátttaka okkar (Íslendinga) var nokkuð góð í þessari könnun.

Nauðsynlegt er að skrá þátttöku á vefnum https://fastfuture.com/events/

Viðburðirnir eru gjaldfrjálsir.

Eins og fram kemur hefjast málstofunnar kl 09.00-09.45 UK/GMT (10.00-10.45 CST) Þær verða endurteknar kl 14.00-14.45 UK/GMT (15.00-15.45 CET / 09.00-09.45 EST). Ein skráning gildir fyrir alla tímasetningar og hverja málstofu.

Fyrir frekari upplýsingar um AGI er bent einnig á vefslóðina  https://bit.ly/MPAGI.

Heildarupplifun viðskiptavina (Omni Channel) aðferðafræði og innleiðing

Click here to join the meeting

Erindi frá Edda Blu­men­stein fram­kvæmda­stjóra framþró­un­ar versl­un­ar og viðskipta­vina hjá BYKO um Omni Channel, aðferðafræði og innleiðingu. 

Í fyrirlestrinum mun Edda kynna hugmyndafræðina Omni-channel og lykilþætti árangursríkrar Omni-channel stefnumótunar og innleiðingar. Edda mun einnig segja frá vegferð BYKO í þessu samhengi, frá því að fyrirtækið áttaði sig á þörfinni á umbreytingu úr Multi-channel yfir í Omni-channel, stefnumótunarferlinu og stöðu innleiðingarinnar.

Dr. Edda Blumenstein er framkvæmdastjóri Framþróunar verslunar og viðskiptavina hjá BYKO. Hlutverk sviðsins er að innleiða stefnu BYKO um bestu heildarupplifun viðskiptavinar í framkvæmdum og fegrun heimilisins. Edda situr í stjórn rannsóknarseturs verslunarinnar og í stjórn Ormsson, og er stundakennari við Háskólann á Bifröst. Edda er með B.Sc. í alþjóðamarkaðsfræði, MA í Fashion, Enterprise and Society og PhD frá Leeds University Business School þar sem hún rannsakaði Omni-channel retailing transformation og dýnamíska hæfni verslunarfyrirtækja.

Athugið að fundurinn verður haldinn í HR í stofu sem tekur 40 manns í sæti en honum verður einnig streymt af fólk á ekki heimangengt eða ef sætin fyllast. 

Hvernig halda á aðalfund faghóps (lokaður fundur fyrir stjórnir faghópa)

Click here to join the meeting

Á þessum stutta fundi verður farið örstutt yfir hvernig halda á aðalfund faghópa og hvað skuli tekið fyrir. Einnig verður farið í ábyrgð og hlutverk stjórna faghópa.  

Með kærri kveðju,

Stjórn Stjórnvísi.

ISO 14001 umhverfisvottun og Isavia

Hlekk í Teams
Nú nýlega hlaut Isavia ISO 14001 umhverfisvottun. Í þessu erindi mun María Kjartansdóttir fjalla um ferlið frá A-Ö, þær áskoranir sem upp komu og hvernig ISO 9001 gæðastjórnunarstaðallinn kom að notum.

Hlekk í Teams

Stjórnarfundur Stjórnvísi (lokaður fundur)

Stjórnarfundir Stjórnvísi eru haldnir fyrsta þriðjudag hvers mánaðar kl.11:00-12:00.  Í stjórn félagsins eru 9 aðilar og eru fundir til skiptist á Teams og á vinnustöðum stjórnarmanna. Þema ársins er „ Nýtt jafnvægi“. Stjórn gerði með sér samskiptasáttmála þar sem m.a. var rætt um að:   1. Mæta undirbúin á stjórnarfundi 2. Mæta tímalega 3. Taka ábyrgð á verkefnum  4. Hafa uppbyggilega gagnrýni 5. Samskipti opin og eðlileg 6. Vera á staðnum. Stjórn félagsins á samræður á Facebook undir: „stjórn Stjórnvísi“ og á Teams.

Í byrjun starfsárs skipti stjórn með sér verkum og eru þrjú áhersluverkefni starfsárið 2021-2022 1. Markaðsmál og sýnileiki 2. Stuðningur við stjórnir faghópa og 3. Útrás . Stjórn skiptir með sér þessum áhersluverkefnum og fundar um þau sérstaklega milli fastra stjórnarfunda.  Öll áhersluverkefni vísa til meginmarkmiða Stjórnvísi, eiga sér undirverkefni og mælikvarða.  Formaður félagsins stýrir stjórnarfundum þar sem áhersluverkefni stjórnar eru rædd ásamt öðrum verkefnum.  Stjórn hefur aðgengi að sameiginlegu svæði á skýinu. Fundargerðir stjórnar eru öllum opnar hér.

Á aðalfundi haldinn 6. maí 2021 voru kosin í stjórn félagsins:

Sigríður Harðardóttir, mannauðs-og gæðastjóri Strætó, formaður (2021-2022)
Baldur Vignir Karlsson, verkefnastjóri á menntadeild Landspítala (2021-2023)
Falasteen Abu Libdeh, framkvæmdastjóri og eigandi hjá Ráði ehf (2021-2023)
Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkenni. (2021-2023)
Jón Gunnar Borgþórsson, alþjóðlega vottaður stjórnendaráðgjafi (CMC), (2021-2022).   
Laufey Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Áfangastaðaáætlunar Suðurlands hjá Markaðsstofu Suðurlands. (2021-2023)
Ósk Heiða Sveinsdóttir, forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins (2020-2022). 
Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri samskiptadeildar Landspítala (2020-2022).
Steinunn Ketilsdóttir, ráðgjafi hjá Intellecta og formaður faghóps um stafræna fræðslu (2020-2022).
Fagráð:

Guðfinna S. Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri LS ráðgjöf (2021-2023)
Davíð Lúðvíksson, sérfræðingur hjá Rannís og stjórnarformaður Vottunar hf. (2020-2022)
Sigurjón Andrésson, forstöðumaður markaðsstjóri BL (2020-2022)
Þorkell Sigurlaugsson, viðskiptafræðingur (2021-2023)
Þórunn M. Óðinsdóttir, framkvæmdastjóri Intra ráðgjafar (2020-2022) 

Skoðunarmenn:

Oddný Assa Jóhannsdóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2020-2022)
Sigríður Soffía Sigurðardóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2021-2022)

Áhersluverkefni stjórnar 2021-2022

Valin voru þrjú áhersluverkefni – í hverju felast þau? – hverjir eru mælikvarðar?

oo= rauntíma mælaborð á síðu Stjórnvísi www.stjornvisi.is

ooo= mælt árlega í viðhorfskönnun til félagsmanna

 

  1. Markaðsmál og sýnileiki: Ábyrgðaraðilar eru  Ósk Heiða, Stefán Hrafn, Haraldur.
  • Fjölgun fyrirtækja  oo
  • Fjölgun fyrirtækja með 200 eða fleiri starfsmenn oo
  • Fjölgun fyrirtækja með 100-199 starfsmenn oo
  • Fjölgun á heildarfjölda notenda (innri markaðssetning fyrirtækja) oo
  • Fjölgun virkra félaga oo
  • Fjölgun nýrra virkra félaga oo
  • Aukning á nýskráningum í mánuðinum oo
  • Fjölgun nýrra háskólanema oo
  • Fagmennska sé ávallt höfð að leiðarljósi í öllum störfum  ooo
  • Stjórnin efli og viðhaldi trausti á félagið með fagmennsku að leiðarljósi og starfi skv. stefnu félagsins ooo
  • Stjórnvísi sé aðlaðandi og sýnilegur vettvangur umfjöllunar um faglega stjórnun, miðlun þekkingar og reynslu ooo
  • Stjórnvísi þróist í takt við við síbreytilegar áherslur og kröfur félagsmanna og atvinnulífsins ooo
  • Framsæknir og hæfir einstaklingar starfi af heilindum fyrir félagið ooo
  • Framkvæmdastjóri félagsins hafi leiðtogahæfileika, sé sýnilegur og virkur ooo

 

  1. Stuðningur við stjórnir faghópa: Ábyrgðaraðilar eru: Falasteen, Baldur Vignir og Steinunn
  • Fjölgun viðburða oo
  • Fjölgun félaga á fundum oo
  • Aukning á virkni faghópa oo
  • Aukning á félagafjölda í faghópum oo
  • Aukning á virkum fyrirtækjum oo
  • Viðburðir séu sýnilegir og auglýstir tímanlega  ooo
  • Hækkun á NPS skori oo
  • Félagar upplifi sig auðugri af þekkingu um stjórnun og leiðtogafærni ooo
  • Félagar öðlist aukið tengslanet með þátttöku í félaginu ooo
  • Ábendingar eigi sér skýran farveg ooo
  • Stöðugt sé unnið að umbótum ooo
  • Í upphafi hvers fundar bendi ábyrgðaraðilar  á að eftir fundinn verði send út stutt könnun.  Allir hvattir til að gefa sér örstutta stund og svara. Þar er tilvalið að koma með ábendingu um hvað betur má fara.
  • Stjórn sé í reglulegu og góðu sambandi við stjórnir faghópanna ooo
  • Verkferlar félagsins fyrir stjórnir faghópa, faghópafundi og ráðstefnuhald eru skráðir og unnið eftir þeim. ooo
  • Myndbönd
  • Stafræn fræðsla

 

  1. Útrás:   Ábyrgðaraðilar: Laufey, Sigríður og Jón Gunnar

 

  • Dagskrá Stjórnvísi verði aðgengileg fyrir alla landsbyggðina
  • Fjölgun fyrirtækja á landsbyggðinni
  • Fjölgun kynninga og fyrirlesara af landsbyggðinni
  • Fjölgun erlendra fyrirlesara

 

 

 

Að móta inngildingarstefnu

Click here to join the meeting

Miriam Petra Ómarsdóttir Awad sérfræðingur hjá Rannís segir frá vinnu við mótun inngildingarstefnu landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi, þar sem hún fer með hlutverk inngildingarfulltrúa (Inclusion & Diversity Officer).

Í erindinu fer Miriam aðeins yfir hugtakið inngildingu og hvers vegna inngilding skiptir máli, bæði í samhengi landskrifstofunnar en einnig til að kveikja aðra til umhugsunar um inngildingu í sínum stofnunum eða fyrirtækjum. 

Farið verður yfir ferlið við mótun stefnunnar, hvernig starfsfólk var fengið að borðinu í hugmyndavinnu og hvernig æfingar farið var í til að hvetja til inngildandi hugarfars meðal starfsfólks. Þessi praktísku atriði geta nýst fleirum sem vilja huga betur að inngildingu innan sinna stofnana. 

 

Hvernig velur þú markþjálfa?

Viðburðurinn fer fram á Teams. Linkur hér.

Hvernig velur þú þér markþjálfa?

Hvað þarf ég að hafa í huga þegar ég vel mér markþjálfa?

Hvaða kröfur geri ég til þess markþjálfa sem ég vil ráða?

Hvað er mikilvægt að hafa í huga?

Hvað er fagleg markþjálfun og hvað þýða þessar vottanir? 

Farið verður yfir helstu niðurstöður könnunar sem faghópurinn sendi út “Hvernig velur þú þér markþjálfa?” 

Einnig verður farið yfir og kynntar vottanir International Coaching Federation – ICF, hvað liggur á bak við þær og hvers vegna þær geta skipt máli.

Tilgangur faghóps markþjálfunar er að efla vitund um fagmennsku og virði markþjálfunar. Könnunin er leið okkar til að efla vitund og skoða hvernig samfélagið velur sér markþjálfa.

Fyrirlesarar eru Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir og Lilja Gunnarsdóttir formaður faghóps markþjálfunar hjá Stjórnvísi. Ásta Guðrún og Lilja eru fyrrverandi formenn ICF Iceland og brenna fyrir því að efla vitund um fagmennsku og virði markþjálfunar.

Við værum þakklátar ef þú myndir svara könnuninni okkar (tekur 2 mínútur) og þú mátt gjarnan deila henni áfram. Hér er linkur á könnunina.

Verkefnið er unnið í samstarfi við ICF Iceland.

Linkur á teams viðburð.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?