Áhrif reksturs atvinnuhúsnæðis á sjálfbærni vinnustaða

Linkur á viðburðinn

Á þessum kynningarfundi setjum við sjálfbærnishugtakið í samhengi við atvinnuhúsnæði. Hvaða áhrif það hefur á sjálfbærni vinnustaða, þ.e. á starfsfólk, arðsemi og umhverfi.

Vitað er að umhverfisáhrifin séu gríðarleg. Á heimsvísu er talið að atvinnuhúsnæði sé ábyrgt fyrir 40% af orkunotkun og 33% af losun gróðurhúsalofttegunda auk þeirra óbeina áhrifa sem aðliggjandi innviðir og samgöngukerfi hafa. 88% af losun gróðurhúsalofttegunda má rekja til endurnýjunar, breytingar, viðhalds og orkunotkunar sem eru lykilhlutverk og ábyrgð aðstöðustjórnunar. 

Vegna þeirri endurnýjanlegri orku sem Ísland hefur aðgang að hefur verið óljóst hvernig þessi hlutföll eru hér á landi. Í síðastliðnum mánuði (febrúar 2022) var hins vegar lagt mat á árlega kolefnislosun íslenskra bygginga í fyrsta sinn af vinnuhóp skipaðan af Húsnæðis- og Mannvirkjastofnun (HMS). Hér skoðum við hvaða þýðingu þær niðurstöður hafa fyrir aðstöðustjórnun á Íslandi.

Matthías Ásgeirsson, formaður faghóps og ráðgjafi hjá VSÓ Ráðgjöf, kynnir viðfangsefnið og setur það í samhengi við fræði og raunveruleika, þ.m.t. tækifæri aðstöðustjórnunar.

Íris Þórarinsdóttir, umhverfisstjóri hjá fasteignafélaginu Reitir fjallar um áhrif sem fasteignafélag getur haft á sjálfbærni vinnustaða.

Kevin Charlton, stjórnandi (e. associate director) hjá Mace Group gefur innsýn um hvernig aðstöðustjórnun hefur bætt sjálfbærni vinnustaða í þeirra verkefnum viða um heiminn.

Staðsetning viðburðar

Tengdir viðburðir

Án hurða - Verkefnastýrð vinnurými.

Sameiginlegur viðburður faghópa um aðstöðustjórnun og heilsueflandi vinnuumhverfi.

Í framhaldi af þessum viðburði verður boðið upp á heimsókn til Icelandair þann 14. maí.

Nánari lýsing síðar.

Tökum flugið með Icelandair - Heimsókn í nýtt húsnæði Icelandair

Sameiginlegur viðburður faghópa um aðstöðustjórnun og heilsueflandi vinnuumhverfi

Kynning á nýju húsnæði Icelandair og reynsla þeirra af verkefnamiðuðu vinnuumhverfi.

Nánari lýsing síðar

Eldri viðburðir

Snjöll verkstjórnunarkerfi

Google meeting hlekkur - smelltu hér til þess að tengjast kynningu

Í þessari kynningu fjöllum við um tækifæri í nýtingu gervigreindar í verkstjórnunarkerfum (e. work management system).  Kynningin er samstarf faghóps um aðstöðustjórnun og faghóps um gervigreind. Snjöll framtíð er þema Stjórnvísi í ár og hér horfum við á hvernig þessi kerfi geta orðið snjallari. Fyrirlesarar eru Matthías Ásgeirsson, aðstöðustjórnunarráðgjafi hjá VSÓ, og Róbert Bjarnason, tæknistjóri hjá Citizens Foundation og Evoly. 

Hlutverk verkstjórnunarkerfa er að stýra upplýsingaflæði alveg frá því að kallað er eftir verki og þar til því er lokið. Það flæði getur innihaldið: mat á ábendingu, samskipti hlutaðila, skilgreining á verki, verkgögn, úthlutun verkbeiðnar,  úttektargögn og frammistöðumælingu. Verkstjórnunarkerfi er oft mikilvægasta tól aðstöðustjóra.

Fjallað verður bæði um sjálfvirka úthlutun verkbeiðna hússtjórnarkerfa við boð utan viðmiðunargilda en einnig um hvernig gervigreind gæti nýst við mat á ábendingum notenda, ástandsskoðun og skilgreiningu verka.

Tæknikerfi húsa

Join the meeting now

 

Fyrsti viðburður faghóps í aðstöðustjórnun haustið 2024 er um tæknikerfi húsa, fjallað verður um m.a hússtjórnunarkerfi og viðhaldskerfi húsa.

Við fáum til okkar þrjá fyrirlesara til að fjalla um efnið.

  • Ingi Eggert Ásbjarnarson hjá Veðurstofu Íslands. Ingi hefur margra ára reynslu af upplýsingakerfum bygginga, þar á meðal hússtjórnarkerfum (BMS), en í erindi sínu mun hann fjalla um BMS kerfi frá sjónarhóli rekstraraðila. Áhersla verður lögð á hvað hafa ber í huga við innkaup og innleiðingu slíkra kerfa.
  • Gunnlaugur Trausti Vignisson er framkvæmdarstjóri Norcom - Nordic Commissioning ehf sem sérhæfir sig í ráðgjöf innan kerfisbundins frágangs tæknikerfa. Gunnlaugur mun fjalla um stjórnkerfi í forhönnun, það er mikilvægt að verkkaupi móti sér stefnu saman með sínum hagsmunaaðilum um hvaða virkni tæknikerfi eiga að skila af sér og hvaða upplýsingar um kerfin vill verkkaupi fylgjast með í rekstri. 
  • Kristleifur Guðjónsson er IPMA-C vottaður verkefnastjóri hjá EFLU og hefur víðtæka reynslu af innleiðingum hugbúnaðar og breytinga hjá tugum fyrirtækja á Íslandi og erlendis. Kristleifur fer yfir samspil hússtjórnar- og viðhaldskerfa. Yfirferð á grundvallaratriðum viðhaldskerfa og möguleika að tengja ólík kerfi saman til þess að fá sem mest úr gögnunum sem við söfnum.

 

 

Aðalfundur faghóps um aðstöðustjórnun

Fundardagskrá

1.Uppgjör starfsársins
2.Stjórn 2024-2025
3.Kosning formanns
4.Umræða um áherslur næsta starfsárs

Gervigreind í aðstöðustjórnun - tækifæri og áhætta

Síðar

Gott inniloft fyrir gott starfsfólk

 TEAMS linkur 

Einn af mikilvægustu þáttum í vinnuumhverfi starfsfólks eru gæði innilofts í skrifstofubyggingum því þar dveljum við mörg í langan tíma. Slæm loftgæði geta haft áhrif á líðan starfsfólks, framleiðni þess og jafnvel fjarveru frá vinnu.

Stefán Níels Guðmundsson forstöðumaður eignaumsýslu hjá Eimskip og stjórnarmeðlimur faghóps Stjórnvísi um aðstöðustjórnun segir okkur frá þeirra áskorunum og verkefnum varðandi inniloft og loftræsingu.

 Óli Þór Jónsson hjá Eflu byrjar á almennum fróðleik um innivist og loftgæði. Fjallar svo um ferskloftsmagn í skrifstofumannvirkjum. Að lokum kemur hann inná Innihitastig og rakastig í skrifstofumannvirkjum.

Alma Dagbjört Ívarsdóttir hjá Mannvit mun fjalla um innivist, loftgæði og tengingu við rakaskemmdir. Sjálfbærni og góð innvist er allra hagur. Að lokum segir hún okkur frá orkunotkun og áhrif innivistar á rekstur bygginga við nýbyggingar og endurbætur.

Kynning stendur yfir í um 50 mínútur og gefst tækifæri til spurninga að því loknu.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?