Á þessum kynningarfundi setjum við sjálfbærnishugtakið í samhengi við atvinnuhúsnæði. Hvaða áhrif það hefur á sjálfbærni vinnustaða, þ.e. á starfsfólk, arðsemi og umhverfi.
Vitað er að umhverfisáhrifin séu gríðarleg. Á heimsvísu er talið að atvinnuhúsnæði sé ábyrgt fyrir 40% af orkunotkun og 33% af losun gróðurhúsalofttegunda auk þeirra óbeina áhrifa sem aðliggjandi innviðir og samgöngukerfi hafa. 88% af losun gróðurhúsalofttegunda má rekja til endurnýjunar, breytingar, viðhalds og orkunotkunar sem eru lykilhlutverk og ábyrgð aðstöðustjórnunar.
Vegna þeirri endurnýjanlegri orku sem Ísland hefur aðgang að hefur verið óljóst hvernig þessi hlutföll eru hér á landi. Í síðastliðnum mánuði (febrúar 2022) var hins vegar lagt mat á árlega kolefnislosun íslenskra bygginga í fyrsta sinn af vinnuhóp skipaðan af Húsnæðis- og Mannvirkjastofnun (HMS). Hér skoðum við hvaða þýðingu þær niðurstöður hafa fyrir aðstöðustjórnun á Íslandi.
Matthías Ásgeirsson, formaður faghóps og ráðgjafi hjá VSÓ Ráðgjöf, kynnir viðfangsefnið og setur það í samhengi við fræði og raunveruleika, þ.m.t. tækifæri aðstöðustjórnunar.
Íris Þórarinsdóttir, umhverfisstjóri hjá fasteignafélaginu Reitir fjallar um áhrif sem fasteignafélag getur haft á sjálfbærni vinnustaða.
Kevin Charlton, stjórnandi (e. associate director) hjá Mace Group gefur innsýn um hvernig aðstöðustjórnun hefur bætt sjálfbærni vinnustaða í þeirra verkefnum viða um heiminn.