Stafræn vegferð - er hægt að hlaupa hratt með öruggum hætti?

 

Click here to join the meeting 

Fjölmörg fyrirtæki hafa lagt af stað í stafræna vegferð með það markmið að einfalda og besta ferla, auka skilvirkni og bæta þjónustu við viðskiptavini sína. En hvernig er hugað að upplýsingaöryggi þegar markmið slíkra vegferða er oft að reyna að hlaupa sem hraðast? Mikið af þeim ferlum sem verið er að bæta snúast m.a. um trúnaðarupplýsingar starfsfólks eða viðskiptavina og þess vegna er sérstaklega mikilvægt að vel sé staðið að málum þegar þegar slíkar breytingar eru gerðar á tengdum ferlum. 

Á þessum viðburði mun faghópur um upplýsingaöryggi leitast við að skoða hvernig fyrirtæki og stofnanir sem eru framarlega og hafa verið sýnileg í stafrænni vegferð sinni tryggja öryggi upplýsinga. 

Þröstur leiðir Stafræna Reykjavík hjá Reykjavíkurborg. Hann hóf störf hjá borginni 2017 eftir að hafa starfað í 7 ár hjá Vinnumálastofnun sem ráðgjafi og þjónustustjóri. Helstu verkefni Stafrænnar Reykjavíkur snúa að stafrænni verkefna- og vörustýringu, innleiðingu hugbúnaðar, stafrænum leiðtogum og vefmálum. Þröstur er með BA gráðu í Tómstunda- og félagsmálafræði frá HÍ, hefur meðal annars lokið PMD stjórnunarnámi frá HR og námi í Digital Innovation Leadership frá Harvard Kennedy School.   

Þröstur mun fjalla um almennt um stafræna vegferð og reynslu Reykjavíkurborgar í þeim efnum og hvaða skrefum þarf að huga að þegar fyrirtæki og skipulagsheildir hefja sína vegferð. 

Linda Kristín Kristmannsdóttir starfar sem forstöðumaður upplýsingatæknideildar hjá Festi hf. Hún er með B.Sc. í Tölvunarfræði frá HR og hefur starfað sem forstöðumaður upplýsingatæknideildar hjá Festi frá árinu 2014 en Festi er eignarhaldsfélag fimm rekstrarfélaga m.a. Krónunnar, N1 og ELKO.  Linda starfaði áður sem upplýsingatækistjóri hjá Norvik og þar á undan sem forritari og verkefnastjóri hjá TMSoftware.

Linda mun fara yfir vegferð Krónunnar við þróun á Snjallverslun og þær áskoranir sem fólust í því við að komast hratt út með góða og örugga lausn. 

Andri Heiðar Kristinsson, framkvæmdarstjóri Starfrænt Ísland. Andri er með BS í rafmagns- og tölvuverkfræði frá Háskóla Íslands og MBA gráðu frá Stanford háskóla í Kaliforniu þar sem hann lagði áherslu á frumkvöðlafræði, tækni og leiðtogafærni. Andri var einn af stofnendum Icelandic Startup og starfaði um árabil sem þróunarstjóri hjá LinkedIn. 

Markmið ríkisstjórnarinnar er að stafræn samskipti verði megin samskiptaleið fólks og fyrirtækja við hið opinbera. Stafrænt Ísland vinnur að margvíslegum verkefnum sem öll stuðla að því að gera opinbera þjónustu skilvirkari og notendavænni. Andri mun fara yfir vegferð Stafræns Íslands og hvernig hugað er að öryggi upplýsinga í þeirra vegferð. 

 

 

Staðsetning viðburðar

Eldri viðburðir

Gott fræðsluefni? Hvað svo?

Gott fræðsluefni er mikilvægt í upplýsingaöryggi en ekki nægilegt til að ná þeim árangri sem leitað er eftir. Vandinn sem mörg takast á við er hvernig er hægt að móta og fylgja eftir fræðslu þannig að hún skili meiri árangri en bara að "tikka í boxið".

Anita Brá Ingvadóttir er forstöðumaður þjónustuupplifunar hjá Advania. Hún leiðir mikilvægt samstarf innan Advania sem tryggir að þarfir og ánægja viðskiptavina eru alltaf í forgrunni. Anita er menntuð í sálfræði og markþjálfun og hefur sérhæft sig í upplifunar- og þjónustuþróun. Hún hefur mikla reynslu í þjónustuupplifun, þjónustustýringu og innleiðingu þjónustumenningar og hefur áður unnið fyrir fyrirtæki eins og NOVA og BIOEFFECT. Anita trúir því staðfast að góð þjónustuupplifun byrji með góðri þjónustumenningu, viðhelst með góðu samtali við viðskiptavini og þróast með stöðugum og viðeigandi umbótum og leggur hún því áherslu á þau atriði í sínu starfi.

Join the meeting now

LinkedIn: https://www.linkedin.com/in/anita-br%C3%A1-ingvad%C3%B3ttir-3a66a41bb/

 Advania leggur mikla áherslu á að byggja upp og viðhalda sterkri menningu innan félagsins, og sem hluti af því bjóðum við upp á fjölbreytta fræðslu fyrir starfsfólk okkar. Nýlega tókst okkur að fá 90% starfsfólks til að ljúka 3,5 klukkustunda Þjónustuspretti, sem var sérsniðinn fyrir þau – árangur sem við erum mjög stolt af.

Hvernig nær maður 90% þátttöku í margra klukkutíma fræðslu á netinu, sérstaklega þegar stór hluti starfsfólks vinnur í krefjandi vinnuumhverfi og tíminn er af skornum skammti?

Með því að fara ALL IN.

Í þessu erindi ætlum við að rekja hvernig við náðum þessum árangri. Við munum ræða mikilvægi þess að fanga athygli með skapandi og fjölbreyttum aðferðum og hvers vegna buy-in frá stjórnendum skiptir sköpum í svona verkefnum.

Join the meeting now

Gervigreind og upplýsingaöryggi - Að hverju þarf að huga og hvað þarf að varast?

Join the meeting now

Gervigreind er hluti af upplýsingaöryggislandslagi fyrirtækja hvort sem við viljum eða ekki. Allar skipulagsheildir þurfa að ákvarða hvernig skuli nota skuli gervigreind og gæti að þeim ógnum sem gervigreindin getur haft í för með sér. 

Við ætlum að fá Arnar Gunnarsson hjá Controlant til að halda erindi fyrir okkur um hvað er nauðsynlegt að huga að þegar fyrirtæki mótar sér stefnu varðandi gervigreind og líka hvað er er nauðsynlegt að varast þegar farið í þessa vegferð. Að loknu erindi Arnars verður tækifæri fyrir umræður og spurningar. 

Arnar er VP of Technology & Security hjá Controlant með um 20 ára reynslu í rekstri og hönnun upplýsingakerfa með sérhæfingu í upplýsingaöryggi. Arnar hefur unnið fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum landsins og var áður Innviðahönnuður Arion Banka og Tæknistjóri hjá Origo. Arnar er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og er með fjölda af alþjóðlegum tækni og öryggisgráðum.

Join the meeting now

 

 

Mat á áhrifum á persónuvernd (MÁP)

Viðburður: Mat á áhrifum á persónuvernd (MÁP)

Á fundinum verður fjallað um mat á áhrifum á persónuvernd (MÁP) og praktísk atriði sem því fylgja. Við fáum til okkar fulltrúa Persónuverndar, Rebekku Rán Samper, sem mun fjalla um lagalegu kröfurnar og framkvæmd MÁP og persónuverndarfulltrúa Landspítalans, Elínborgu Jónsdóttur, sem mun deila reynslusögum frá spítalanum í tengslum við MÁP. 

Fundurinn verður haldinn í Háskóla Reykjavíkur í stofu M215, 5. desember nk., kl. 9 - 10:30. 

Við í faghópi um persónuvernd hvetjum alla þá sem hafa áhuga á persónuvernd og öryggi persónuupplýsinga til að mæta og taka þátt í umræðunni. 

Join the meeting now 

Upplýsingaöryggi - Hvers vegna erum við að þessu?

Join the meeting

Í þessari kynningu faghóps Stjórnvísi um upplýsingaöryggi ætlum við að reyna að skoða hvers vegna við vinnum að bættu upplýsingaöryggi. Hvernig mætum við þeim kröfum sem eru gerðar til okkar þannig að sú nálgun skili árangri en sé ekki bara til að tikka í box eða bara til að forðast sektir?

Fyrri mælandi er Björgvin Sigurðsson, Teymisstjóri í stafrænu teymi Sambands sveitarfélaga. Björgvin er kerfisfræðingur frá HR með 27 ára reynslu úr upplýsingatækni. Hann ætlar að skoða sérstaklega landslagið varðandi netöryggismál sveitarfélaga, hvaða skref séu skynsamleg núna og segja okkur frá verkefni Sambandsins um net- og upplýsingaöryggi. 

Seinni mælandi er Sigrún Lilja Sigmarsdóttir, fagstjóri eftirlits með net- og upplýsingaöryggi mikilvægra innviða hjá stafrænu öryggi Fjarskiptastofu. Sigrún Lilja er iðnaðarverkfræðingur og hefur starfað við eftirlit og innri endurskoðun í 17 ár og er handhafi CISA (certified information security auditor) fagvottunar frá ISACA.

Fyrirlesturinn hennar er leitast við að svara spurningunni "Hvers vegna erum við að þessu?" og þá helst undirspurningunni "Hvers vegna þurfum við ráðstafanir til að stýra netöryggisáhættu?" Lögð verður sérstök áhersla á mikilvægi áhættuhugsunar og þar með áhættustjórnunar við stýringu á netöryggisáhættu. 

Join the meeting

 

Aðalfundur faghóps Stjórnvísi um upplýsingaöryggi

Aðalfundur faghóps Stjórnvísi um upplýsingaöryggi. 
 
Dagskrá:
  • Skýrsla formanns yfir liðið ár. 
  • Kosning stjórnar faghóps.
  • Önnur mál. 

Framboð í stjórn faghópsins má senda á jonkristinn@ionradgjof.is

 

Microsoft Teams Need help?

Meeting ID: 310 272 407 105
Passcode: oPp9Tb
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?