Óskað er eftir framboðum til stjórnar Stjórnvísi starfsárið 2022-2023(4) frestur til framboðs rennur út 26. apríl 2022. Kosið verður um 2 sæti í stjórn og formann Stjórnvísi, alls 3 sæti.
Eitt framboð hefur borist í embætti formanns fyrir starfsárið 2022-2023:
Sigríður Harðardóttir, sviðsstjóri mannauðs-og gæðasviðs Strætó bs. Sigríður er í dag formaður stjórnar Stjórnvísi. Á aðalfundi er formaður kosinn sérstaklega til eins árs í senn og getur setið í 2 ár að hámarki.
Í stjórn eru 9 stjórnarmenn kosnir til eins eða tveggja ára í senn með möguleika á framlengingu án þess að kosið sé um þá og geta að hámarki setið í 4 ár. Eftirtalin framboð eru komin sem ekki þarf að kjósa um og munu skipa stjórn Stjórnvísi 2022-2023
1. Baldur Vignir Karlsson, verkefnastjóri á menntadeild Landspítala (2021-2023)
2. Falasteen Abu Libdeh, framkvæmdastjóri og eigandi hjá Ráði ehf. (2021-2023)
3. Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkenni. (2021-2023)
4. Laufey Guðmundsdóttir, sýningarstjóri Jarðhitasýningar ON (2021-2023)
5. Ósk Heiða Sveinsdóttir, forstöðumaður þjónustu og markaðaa hjá Póstinum (2022-2023) kosin í stjórn (2020-2022)
6. Stefán Hrafn Hagalín, forstöðumaður samskipta og markaðsmála hjá Háskólanum í Reykjavík (2022-2023) kosinn í stjórn (2020-2022)
Önnur framboð í stjórn (í stafrófsröð) sem kosið verður um á aðalfundi eru:
Auður Daníelsdóttir, framkvæmdastjóri sölu-og ráðgjafasviðs Sjóvár (2022-2024)
Garðar Svavar Gíslason, gæðastjóri Umhverfisstofnunar (2022-2024)
Guðrún Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Fastus (2022-2024)
Ingibjörg Loftsdóttir, sviðsstjóri forvarna hjá Virk (2022-2024)
Lilja Gunnarsdóttir, sérfræðingur hjá Reykjavíkurborg, sjálfstætt starfandi markþjálfi og teymisþjálfi (2022-2024)
Kosið verður í fagráð félagsins.
Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Vök Baths (2022-2024)
Eyþór Ívar Jónsson, Akademías (2022-2024)
Guðfinna S. Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri LC Ráðgjöf (2021-2023)
Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár (2022-2024)
Þorkell Sigurlaugsson, viðskiptafræðingur (2021-2023)
Kosnir verða tveir skoðunarmenn til 2ja ára og bjóða eftirtaldir sig fram:
Sigríður Soffía Sigurðardóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2022-2024)
Hjördís Ýr Ólafsdóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2022-2024
Dagskrá aðalfundar
Venjuleg aðalfundarstörf:
- Kjör fundarstjóra og ritara.
- Skýrsla formanns.
- Skýrsla framkvæmdastjóra.
- Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
- Breytingar á lögum félagsins.
- Kjör formanns.
- Kjör stjórnarmanna til næstu ára
- Kjör fagráðs.
- Kjör skoðunarmanna reikninga.
- Önnur mál.
Ársreikningurinn verður aðgengilegur á vefsíðu félagsins strax að loknum aðalfundi. Þeir sem óska eftir útprentuðum ársreikningi er bent á að óska eftir því sérstaklega við framkvæmdastjóra félagsins gunnhildur@stjornvisi.is