Click here to join the meeting
Miriam Petra Ómarsdóttir Awad sérfræðingur hjá Rannís segir frá vinnu við mótun inngildingarstefnu landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi, þar sem hún fer með hlutverk inngildingarfulltrúa (Inclusion & Diversity Officer).
Í erindinu fer Miriam aðeins yfir hugtakið inngildingu og hvers vegna inngilding skiptir máli, bæði í samhengi landskrifstofunnar en einnig til að kveikja aðra til umhugsunar um inngildingu í sínum stofnunum eða fyrirtækjum.
Farið verður yfir ferlið við mótun stefnunnar, hvernig starfsfólk var fengið að borðinu í hugmyndavinnu og hvernig æfingar farið var í til að hvetja til inngildandi hugarfars meðal starfsfólks. Þessi praktísku atriði geta nýst fleirum sem vilja huga betur að inngildingu innan sinna stofnana.