Hér má finna slóð á viðburðinn Hér má finna upptöku af viðburðinum
Fimmtudaginn 24. mars kl. 12-13 stendur faghópur um Heilsueflandi vinnuumhverfi fyrir fjórða viðburðinum um Heilsueflandi vinnustað.
Að þessu sinni er þemað hollt mataræði.
- Unnur Jónsdóttir, sérfræðingur í vinnuverndarmálum hjá OR verður fundarstjóri.
- Ingbjörg Loftsdóttir, sviðsstjóri forvarna hjá VIRK kynnir Heilsueflandi vinnustað stuttlega.
- Jóhanna Eyrún Torfadóttir, verkefnisstjóri hjá embætti landlæknis fjallar um mataræði á vinnustöðum og mikilvægi fjölbreytileika.
- Benedikt Jónsson, yfirmatreiðslumeistari hjá OR segir frá áherslum í mötuneyti OR.
-
Sigurður Loftur Thorlacius, umhverfisverkfræðingur hjá Eflu segir okkur frá Matarsporinu.
Sveinn Steinarsson yfirmatreiðslumaður EFLU fjallar um áherslur EFLU í næringarmálum. Sveinn er meðlimur í Kokkalandsliðinu og þátttakandi í Nordic Green Chef.
Þess má geta að Efla var einn af tilraunavinnustöðunum sem prufukeyrðu viðmiðin fyrir Heilsueflandi vinnustað.