Teams
Jafnlaunastjórnun, Fjölbreytileiki og inngilding,
Microsoft Teams meeting
Click here to join the meeting
ATH breytt tímasetning. Fundur færður frá 9:30 til 13:00 sama dag.
Lýsing
Kerfi geta hjálpað okkur til að setja upp sanngjörn ákvörðunarferli sem byggir á hlutlægum forsendum og samræmdum aðferðum. Þó er mikilvægt að fólk sem kemur að ákvörðunum þjálfi sig í að þekkja áhrif huglægra skekkja.
Erindi um þá þætti sem hafa áhrif á hæfni stjórnenda til að taka ákvarðanir. Fjallað verður stuttlega um tvær hliðar ákvarðana, annars vegar fyrirbyggjandi aðgerðir eins og fræðslu, forvarnir, samtöl og menningu og hins vegar um viðbrögð, ferla, vaktanir og áætlanir.
Leitast verður eftir að svara eftirfarandi spurningum
-
Hvernig taka stjórnunarkerfi á huglægum skekkjum?
-
Hvaða ferlar geta hjálpað við að koma í veg fyrir ómeðvitaða hlutdrægni?
Um fyrirlesarana
Sóley Tómasdóttir er jafnréttis- og fjölbreytileikafræðingur hjá Just Consulting. Sérfræðiþekking hennar byggir á áratugareynslu af stjórnun, stjórnmálum og samfélagsrýni í bland við akademískar rannsóknir á sviði jafnréttis- og fjölbreytileikamála.
Birna Dís Eiðsdóttir er vottunarstjóri hjá Versa Vottun. Hún er menntuð á sviði mannauðsfræða, kynjafræða og verkefnastjórnunar. Samfélagsábyrgð og mannréttindi er hennar áhugasvið en með innleiðingu staðla er hægt að tryggja jafnræði, gagnsæi og sambærilega meðferð.
Dagskrá
- Gyða Björg Sigurðardóttir - Inngangur um faghóp í jafnlaunastjórnun
- Sóley Tómasdóttir - Hvernig ómeðvituð hlutdrægni birtist og hvað ber að varast
- Birna Dís Eiðsdóttir - Kerfi sem koma í veg fyrir skekkjur
- Umræður