Click here to join the meeting
Í fyrirlestrinum mun Tómas Kristjánsson ræða hvað hefur breyst á þeim fjórum árum sem eru liðin frá því að ný persónuverndarlög tóku gildi hér á landi. Tómas mun ræða um viðhorf fólks, um upplýstan almenning, hlutverk persónuverndarfulltrúa og margt fleira áhugavert.
Tómas hefur áratuga langa reynslu af upplýsingaöryggi og hefur starfað sem persónuverndarfulltrúi og sérfræðingur í upplýsingaöryggi síðan árið 2018. Tómas lagði áherslu á persónuvernd í lögfræðinámi sínu og skrifaði lokaritgerðir um persónuvernd í bæði grunn-og meistaranámi. Árið 2020 lauk Tómas námskeiði í Chryptography frá Stanford háskóla til að skerpa á skilningi á grunneiningum upplýsingaöryggiskerfa og dulkóðunum sem þau nota.
Athugið að fundurinn verður haldinn í HR í stofu M215 sem tekur 40 manns í sæti en honum verður einnig streymt ef fólk á ekki heimangengt eða ef sætin fyllast.