Aðalfundur faghóps um breytingastjórnun verður haldinn á Teams 5.maí næstkomandi klukkan 9:00.
Fundardagskrá:
* Uppgjör á starfsári
* Kosning stjórnar
* Önnur mál
Stjórnvísi er stærsta stjórnunarfélag á Íslandi, í eigu félagsmanna og ekki rekið í hagnaðarskyni.
Stjórnvísi eflir gæði stjórnunar á Íslandi með því að skapa hvetjandi vettvang fyrir gagnkvæma þekkingarmiðlun, umræður og tengslamyndun.
Vertu með!
Aðalfundur faghóps um breytingastjórnun verður haldinn á Teams 5.maí næstkomandi klukkan 9:00.
Fundardagskrá:
* Uppgjör á starfsári
* Kosning stjórnar
* Önnur mál
Fundardagskrá:
Stjórn faghópsins sér um skipulagningu og fundarstjórnun á viðburðum á vegum faghópsins.
Þau sem vilja bjóða sig fram til stjórnar og eða formanns, vinsamlegast sendið tölvupóst á núverandi formann faghópsins Snorra Pál Sigurðsson, snorri.sigurdsson@alvotech.com.
Meeting ID: 392 541 227 552
Passcode: gmv7ki
Stjórnarfundir Stjórnvísi eru haldnir fyrsta þriðjudag hvers mánaðar kl.11:00-12:00. Í stjórn félagsins eru 9 aðilar og eru fundir til skiptis á Teams og á vinnustöðum stjórnarfólks. Þema starfsársins er „SNJÖLL FRAMTÍГ. Á fyrsta vinnufundi stjórnar sem haldinn var í maí 2024 gerði stjórn með sér samskiptasáttmála þar sem m.a. var rætt um að:
1. Mæta undirbúin á stjórnarfundi 2. Mæta tímalega 3. Taka ábyrgð á verkefnum 4. Hafa uppbyggilega gagnrýni 5. Samskipti séu opin og eðlileg 6. Vera á staðnum 7. Allt stjórnarfólk sé virkt í starfi stjórnar 8. Stjórn ákveði sameiginlega hvar og hvernig samskipti eiga sér stað; tölvupóstur sé hinn formlegi vettvangur utan funda, en að fundir og spjall eigi sér stað á Microsoft Teams.
Stjórn skipti með sér verkum og eru áhersluverkefni starfsársins 2024-2025:
Unnið er í þessum áhersluverkefnum og fundað um þau sérstaklega milli fastra stjórnarfunda. Öll áhersluverkefni vísa til meginmarkmiða Stjórnvísi, eiga sér undirverkefni og mælikvarða. (sjá neðar í texta). Formaður og/eða framkvæmdastjóri félagsins stýrir stjórnarfundum þar sem áhersluverkefni stjórnar eru rædd ásamt öðrum verkefnum. Stjórn hefur aðgengi að sameiginlegu svæði í skýinu. Fundargerðir stjórnar eru öllum opnar hér.
Á aðalfundi Stjórnvísi sem haldinn var 8. maí 2024 á Nauthól var kosin ný stjórn.
Stjórn Stjórnvísi 2024-2025.
Stefán Hrafn Hagalín, framkvæmdastjóri Þrettán ellefu ehf., formaður (2024-2025)
Anna Kristín Kristinsdóttir, Digital Platform Adoption Manager, Marel, (2023-2025)
Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar (2024-2025)
Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkenni. (2024-2025)
Ingibjörg Loftsdóttir, sérfræðingur í lýðheilsu og stjórnun, (2023-2025)
Laufey Guðmundsdóttir, sýningarstjóri Jarðhitasýningar ON (2024-2025)
Lilja Gunnarsdóttir, sjálfstætt starfandi markþjálfi og teymisþjálfi (2024-2025)
Matthías Ásgeirsson, VSÓ, (2024-2026)
Snorri Páll Sigurðsson, deildarstjóri innkaupastýringar Alvotech, (2023-2025)
Kosin voru í fagráð félagsins:
Davíð Lúðvíksson, sérfræðingur hjá Rannís (2023-2025)
Guðrún Ragnarsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Strategia (2023-2025)
Margrét Tryggvadóttir, forstjóri NOVA (2024-2026)
Sigríður Harðardóttir, mannauðsstjóri Norðuráls (2024-2026)
Sigurður Brynjar Pálsson, forstjóri BYKO (2024-2026
Kosnir voru tveir skoðunarmenn til 2ja ára
Sigríður Soffía Sigurðardóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2024-2026)
Hjördís Ýr Ólafsdóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2024-2026)
Eftirfarandi eru fyrstu tillögur/drög að mælikvörðum stjórnar 2024-2025
Mælikvarðar fyrir áhersluverkefni stjórnar 2024-2025
oo= rauntíma mælaborð á síðu Stjórnvísi www.stjornvisi.is
ooo= mælt árlega í viðhorfskönnun til félagsmanna
2024-2025
i. Fjölgun fyrirtækja oo
ii. Fjölgun á heildarfjölda notenda (innri markaðssetning fyrirtækja) oo
iii. Fjölgun virkra félaga oo
iv. Fjölgun nýrra virkra félaga oo
v. Fjölgun viðburða oo
vi. Fjölgun félaga á fundum oo
vii. Aukning á nýskráningum í mánuðinum oo
viii. Aukning á félagafjölda í faghópum oo
ix. Aukning á virkum fyrirtækjum oo
x. Fjölgun nýrra háskólanema oo
xi. Fagmennska sé ávallt höfð að leiðarljósi í öllum störfum ooo
xii. Stjórnin efli og viðhaldi trausti á félagið með fagmennsku að leiðarljósi og starfi skv. stefnu félagsins ooo
xiii. Stjórnvísi sé áhugaverður og sýnilegur vettvangur umfjöllunar um faglega stjórnun, miðlun þekkingar og reynslu ooo
xiv. Stjórnvísi þróist í takt við við síbreytilegar áherslur og kröfur félagsmanna og atvinnulífsins ooo
xv. Framsæknir og hæfir einstaklingar starfi af heilindum fyrir félagið ooo
xvi. Framkvæmdastjóri félagsins hafi leiðtogahæfileika, sé styðjandi og virkur ooo
xvii. Dagskrá Stjórnvísi verði aðgengileg fyrir alla landsbyggðina
xviii. Fjölgun fyrirtækja á landsbyggðinni
xix. Fjölgun kynninga og fyrirlesara af landsbyggðinni
xx. Fjölgun erlendra fyrirlesara
xxi. Hækkun á NPS skori oo
xxii. Félagar/stjórnendur faghópa upplifi sig auðugri af þekkingu um stjórnun og leiðtogafærni ooo
Félagar öðlist aukið tengslanet með þátttöku í félaginu oo
Aðalfundur Aðstöðustjórnun
Þriðjudagur 6. maí kl 13:00
Dagskrá
Óskað er eftir framboðum til stjórnar Stjórnvísi starfsárið 2025-2026(27) frestur til framboðs rennur út 30. apríl 2025. Kosið verður um 3 sæti í stjórn og formann Stjórnvísi, alls 4 sæti.
Eitt framboð hefur borist í embætti formanns fyrir starfsárið 2025-2026: Anna Kristín Kristinsdóttir, Engineering Manager Lead, JBT Marel. Anna Kristín hefur setið í stjórn Stjórnvísi sem varaformaður sl. tvö ár. Anna Kristín var einnig formaður faghóps um upplýsingaöryggi til nokkurra ára. Á aðalfundi er formaður kosinn sérstaklega til eins árs í senn og getur setið í 2 ár að hámarki.
Í stjórn eru 9 stjórnarmenn kosnir til eins eða tveggja ára í senn með möguleika á framlengingu án þess að kosið sé um þá og geta að hámarki setið í 4 ár. Eftirtalin framboð eru komin sem ekki þarf að kjósa um og munu skipa stjórn Stjórnvísi 2025-2026
1. Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar kosin í stjórn (2022-2026)
2. Ingibjörg Loftsdóttir, sérfræðingur í lýðheilsu og stjórnun, formaður faghóps um Heilsueflandi vinnuumhverfi (2023-2026)
3. Lilja Gunnarsdóttir, sérfræðingur hjá Reykjavíkurborg, sjálfstætt starfandi markþjálfi og teymisþjálfi kosin í stjórn (2022-2026)
4. Matthías Ásgeirsson, Bláa Lónið, stofnandi faghóps um aðstöðustjórnun kosinn í stjórn (2024-2026)
5. Snorri Páll Sigurðsson, deildarstjóri innkaupastýringar Alvotech, formaður faghóps um innkaupstýringu (2023-2026)
Kosið verður um þrjú sæti í stjórn Stjórnvísi. Eftirtaldir hafa gefið kost á sér:
1. Sigurður Gísli (Siggi) Bjarnason, stofnandi og framkvæmdastjóri Öruggt net. (2025-2027)
2. Héðinn Jónsson, Chief Product Officer hjá Helix health. (2025-2027)
3. Viktor Freyr Hjörleifsson, mannauðssérfræðingur hjá Vegagerðinni. (2025-2027)
3. Tinna Jóhannsdóttir, forstöðumaður markaðsmála og sjálfbærni ON
Kosið verður í fagráð félagsins.
Haraldur Agnar Bjarnason, forstjóri Auðkennis (2025-2027)
Margrét Tryggvadóttir, skemmtanastjóri NOVA (2024-2026)
Sigríður Harðardóttir, mannauðsstjóri Norðuráls (2024-2026)
Sigurður Brynjar Pálsson, forstjóri BYKO (2024-2026
Kosnir verða tveir skoðunarmenn til 2ja ára og bjóða eftirtaldir sig fram:
Sigríður Soffía Sigurðardóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2025-2027)
Hjördís Ýr Ólafsdóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2025-2027
Dagskrá aðalfundar
Venjuleg aðalfundarstörf:
Breytingar á lögum félagsins*
LÖG STJÓRNVÍSI eru yfirfarin reglulega og voru síðast samþykkt á aðalfundi 6.maí 2020 sjá hér
Eftirfarandi breytingar eru lagðar til á samþykktum félagsins:
2. gr.
Stjórnvísi er félag sem:
• Stuðlar að umbótum í stjórnun íslenskra fyrirtækja með miðlun þekkingar og
reynslu meðal stjórnenda.
• Eflir metnaðarfulla stjórnendur og hjálpar þeim að ná árangri.
Breyting:
2. gr.
Stjórnvísi er félag sem:
Í fyrirsögn innan samþykkta stendur: ”Félagsmenn”
Breyting:
Félagsaðild
4. gr.
Félagsmenn skulu greiða árgjald til félagsins sem aðalfundur ákveður fyrir eitt ár í senn.
Breyting:
Félagar skulu greiða árgjald til félagsins sem aðalfundur ákveður fyrir eitt ár í senn.
5.gr.
Í dag:
Til aðal- og aukafunda skal stjórnin auglýsa með þriggja vikna fyrirvara.
Breytist í:
Til aðal- og aukafunda skal stjórnin auglýsa með þriggja vikna fyrirvara á miðlum Stjórnvísi.
Atkvæðarétt hafa fullgildir félagsmenn.
Atkvæðarétt hafa fullgildir félagar
6. gr.
Í stjórn Stjórnvísi eru níu stjórnarmenn.
Breytist í:
Í stjórn Stjórnvísi eru allt að níu stjórnarmenn
9. gr.
Fagráð félagsins er kosið á aðalfundi til tveggja ára og skal skipað fimm mönnum úr
háskóla- og atvinnulífinu, jafnt opinbera geiranum sem einkageiranum. Stjórn og
framkvæmdastjóri funda með fagráðinu að lágmarki einu sinni á hverju starfsári.
Breytist í:
Fagráð félagsins er kosið á aðalfundi til tveggja ára og skal skipað fimm aðilum úr háskóla- og atvinnulífinu, jafnt opinbera geiranum sem einkageiranum. Fulltrúi/ar stjórnar og framkvæmdastjóri funda með fagráðinu að lágmarki einu sinni á hverju starfsári.
Ársreikningurinn verður aðgengilegur á vefsíðu félagsins strax að loknum aðalfundi. Þeir sem óska eftir útprentuðum ársreikningi er bent á að óska eftir því sérstaklega við framkvæmdastjóra félagsins gunnhildur@
Smelltu hér til að sjá myndir frá afhendingunni, myndband, umsagnir og þá sem voru tilnefndir. Tólf einstaklingar hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi árið 2025 sem veitt voru í dag við hátíðlega athöfn á Grand Hótel að viðstöddum forseta Íslands. Verðlaunin voru veitt í þremur flokkum auk þess sem veitt voru sérstök hvatningarverðlaun en þetta er í sextánda sinn sem Stjórnunarverðlaunin eru afhent.
Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 eru eftirtaldir: Í flokki yfirstjórnenda Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innnes, í flokki millistjórnenda þær Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins og Sigrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs, menningar og vellíðunar hjá Bláa Lóninu. Í flokki frumkvöðla stofnendur Good Good þeir Jóhann Ingi Kristjánsson, Agnar Tryggvi Lemacks og Garðar Stefánsson. Stofnendur Indo, Haukur Skúlason og Tryggvi Björn Davíðsson og stofnendur Evolytes þau Íris Eva Gísladóttir og Mathieu G. Skulason. Þessar þrjár ólíku lausnir eiga það allar sameiginlegt að snúa að bættum lífsgæðum og árangri fyrir fjölskyldur og rekstur heimila. Auk þess voru veitt sérstök hvatningarverðlaun fyrir frumkvölastarf innan rótgróinna fyrirtækja, þau hlutu Bjargey Harðardóttir meðeigandi og stjórnandi hjá 66 Norður og Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal.
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi eru árlega veitt stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði. Yfirlýst markmið verðlaunanna er að stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi. Einnig er þeim ætlað að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda og frumkvöðla auk þess að örva umræðu um faglega stjórnun.
Í dómnefnd sátu
Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar
Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
Katrín S. Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hagvangs
Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma og stjórnarkona
Salóme Guðmundsdóttir, ráðgjafi og stjórnarkona
Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi
Aðalfundur faghóps Stjórnvísi um góða stjórnarhætti var haldinn á TEAMS fundi í dag (30. apríl '25)
Rætt var vítt og breitt um starfið og kosið í nýja stjórn sem verður eftirfarandi:
Hrönn Ingólfsdóttir, ISAVIA (formaður)
Jón Gunnar Borgþórsson, stjórnendaráðgjafi
Rut Gunnarsdóttir, KPMG
Sigurjón Geirsson, HÍ
Skammtatækni og Dagur jarðar
Alþjóða efnahagsráðið gefur reglulega út fréttabréf, Forum Stories sem hefur að geyma upplýsingar og fróðleik um breytingar sem eru að valda umbreytingum í þróun á tækni og í samfélögum. Nýjasta fréttabréfið er áhugavert og fjallar um skammtatækni og hvernig sprotafyrirtæki eru að hagnýtta sér þá tækni og svo Dag jarðar, sem eru haldinn reglulega á alþjóðavísu 22 apríl en í kjölfar hans er haldinn hinn íslensku Dagur umhverfisins 25 apríl. Njótið fréttabréfsins og hugsanlega gerist áskrifendur!
Komin er skýrsla frá Dubai Future Foundation sem lýsir 10 meginstraumum sem munu móta heiminn okkar í náinni framtíð. Framlag skýrslunnar býr okkur undir það sem framundan er og grípa tækifærin sem hugsanlega koma í kjölfar þessara breytinga. Skýrslunni er ætlað að kynda undir nýsköpun, hvetja til ákvarðanna og knýja stjórnvöld, stofnanir og einstaklinga að vera virk í að móta sínar framtíðir. Hægt er að nálgast skýrsluna hér: https://framtidarsetur.is/2025/04/01/meginstraumar-hnattraena-breytinga/
Hér eru allar upplýsingar fyrir stjórnir faghópa um hvernig á að stofna viðburði og fleira gagnlegt. Virkir faghópar félagsins eru 25 talsins og er öflugt starf þessara hópa undirstaða félagsins. Á þessari síðu má sjá alla faghópa félagsins bæði virka og óvirka, fréttir, dagskrá, markmið, tilgang og hverra þeir höfða til. Þar er einnig að finna upplýsingar um hverjir eru í stjórn hvers faghóps en fjöldi stjórnarfólks er á bilinu 4-12. Hafir þú áhuga á að koma í stjórn faghóps er um að gera að senda póst á formann faghópsins, netfang koma upp um leið og bendillinn fer yfir nafnið.
Hafir þú áhuga á að stofna eða endurvekja faghóp sendu þá erindi á framkvæmdastjóra félagsins gunnhildur@stjornvisi.is