Viðburðir á næstunni

Saga Garðarsdóttir - Nýársfögnuður Stjórnvísi haldinn í Marel 8. janúar 2026.

Allir velkomnir - Nýársfagnaður stjórna faghópa Stjórnvísi verður að þessu sinni í Marel og er fundurinn opinn öllum Stjórnvísifélögum.  Marel mun taka á móti okkur á nýárs fögnuðinum með glæsilegum veitingum, þar sem hægt verður að skála fyrir nýju ári og gæða sér að smáréttum. 

Dagskrá:

Anna Kristín Kristinsdóttir formaður stjórnar Stjórnvísi og Engineering Manager Lead, JBT Marel opnar viðburðinn og býður alla velkomna.  Þá mun Anna Kristín fara örstutt yfir þema starfsársins "Framsýn forysta" og hvernig það er útfært. 

Katrín Rós Baldursdóttir, VP Software Engineering & Helgi Eide Guðjónsson, Director Supply Chain Operations munu segja okkur frá starfsemi JBT Marel.

Í lokin mun þjóðargersemin Saga Garðarsdóttir stíga á svið með vandað uppistand. Saga hefur á undanförnum árum fest sig í sessi sem ein af ástsælustu leikkonum og skemmtikröftum þjóðarinnar. Hún hefur komið víða fram – bæði á sviði, í sjónvarpi og kvikmyndum – og hefur hlotið lof fyrir bæði dramatísk og gamansöm hlutverk.

Hlökkum til að sjá sem flesta,

Með kærri kveðju, Stjórn Stjórnvísi

Vottanir í byggingariðnaði, á framkvæmdaverkefnum og stjórnkerfum - Samlegðaráhrif og helstu áskoranir

JÁVERK er með vottað gæða- og umhverfisstjórnunarkerfi skv. ISO 9001 frá 2019 og ISO 14001 frá 2022 og hefur frá 2019 unnið að Svansvottuðum verkefnum. JÁVERK er með samtals 379 íbúðir sem ýmist hafa hlotið Svansvottun eða eru í því ferli. Þar að auki hefur fyrirtækið tekið þátt í verkefnum þar sem unnið er að BREEAM vottun.
 
Sigrún Melax, gæðastjóri JÁVERK, fer yfir reynsluna af því að vinna að vottuðum framkvæmdaverkefnum skv. Svaninum og BREEAM í samanburði við það að vinna í vottuðum stjórnkerfum skv. ISO 9001 og ISO 14001. Hver eru samlegðaráhrifin? Hvað er ólíkt? Hvað hefur komið á óvart? Farið verður yfir dæmi um helstu kröfur í þessum stöðlum og helstu áskoranir við að uppfylla þær. Hver er ávinningur JÁVERK og síðan viðskiptavinarins af þessum vottunum? Hvernig horfa þessar vottanir og kröfur skv. þeim við öðrum starfsmönnum fyrirtækisins? Hvaða áhrif hafa þessar vottanir á skilvirkni fyrirtækisins?
 
Sigrún Melax er verkfræðingur með BSc í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og Msc í Engineering Management frá Stellenbosch University. Frá 2008-2018, með smá námshléi, vann hún við gæðastjórnun í Össuri, í nokkrum mismunandi stöðum og ýmsum verkefnum tengdum rekstri gæðakerfisins og breytingum á því, þ.m.t þátttaka í FDA úttektum og úttektum annarra heilbrigðisyfirvalda. Frá 2018 hefur Sigrún unnið sem gæðastjóri JÁVERK og haldið utan um gæða, umhverfis og öryggismál fyrirtækisins. Hún hefur því víðtæka reynslu af innleiðingu og rekstri gæðastjórnunarkerfa, skv. ISO 9001, 14001 og 13485, Svansvottun og BREEAM og ytri úttektum frá ólíkum aðilum.
 

Nýársmálstofa faghópa framtíðarfræða og gervigreindar. Hvað er það sem koma skal?

Dagsskrá: 

  1. Málshafandi: David Wood frá London Futurist
  2. PallborðsumræðaVefslóðin 

Málstofan „The New Year and Scenarios to the Year 2030“ skoðar hvernig ört vaxandi útbreiðsla gervigreindar og umbreytt geopólitísk staða kunna að marka næsta áratug. Verður árið 2030 mótað af róttækum tæknibyltingum, nýju valdajafnvægi og breyttum efnahagskerfum—eða mun þróunin reynast hæg eða stigvaxandi. Við rýnum í líklegar og ólíklegar sviðsmyndir: frá alþjóðlegri samkeppni um AI, til nýrrar samvinnu, klofnings milli ríkja og samfélagslegra áskorana sem geta annaðhvort hraðað framfarahvörfum eða dregið úr þeim. Málstofan boðar skapandi samtal um framtíð manns og tækni.

Fyrirlesarinn David Wood er þekktur framtíðar- og tæknifræðingur og rithöfundur búsettur í Bretlandi. Hann er formaður London Futurists, hóps sem hann hefur haldið utan um síðan 2008. Þar hefur hann leitt umræður um umbreytandi tækni eins og gervigreind, langlífi og transhúmanisma. Hann er brautryðjandi í farsímaiðnaðinum (meðstofnandi Symbian) og berst nú fyrir greina framtíðaráskoranir og tækninýjungum til að leysa hnattræn vandamál. Hann hefur skrifað nokkrar bækur um þessi framtíðartengdu efni.

The new year and Scenarios to the year 2030 – Global AI Adoption and changes in Geopolitical landscape. Will there be revolutionary shifts or traditional adaptation or changes.

The session “The New Year and Scenarios to the Year 2030” explores how the rapid global adoption of artificial intelligence and a shifting geopolitical landscape may shape the coming decade. Will 2030 be defined by disruptive technological leaps, new power balances, and transformed economic systems—or by slower, uneven, incremental change? We examine both likely and unlikely scenarios: from intensified international competition over AI to new forms of cooperation, geopolitical fragmentation, and societal challenges that could either accelerate breakthroughs or hold them back. The session invites a creative conversation about the future of humanity and technology.

The speaker, David Wood, is a well-known futurist, technologist, and author based in the United Kingdom. He is the chair of London Futurists, a group he has led since 2008. Through this work, he has facilitated discussions on transformative technologies such as artificial intelligence, longevity, and transhumanism. He is a pioneer of the mobile industry (co-founder of Symbian) and is now focused on identifying future challenges and technological innovations to help address global problems. He has authored several books on these future-oriented topics.

Markþjálfun og mannauðsmál

Nánari upplýsingar síðar.

Hljóðvist

TBD

Fréttir af Stjórnvísi

Jólakveðja Stjórnvísi 2025

Stjórn Stjórnvísi óskar þér og fjölskyldu þinni gleðilegra jóla. Við þökkum samstarfið á árinu og hlökkum til að takast á við ný og spennandi verkefni með þér á komandi ári.

Stjórn og framkvæmdastjóri Stjórnvísi.

Anna Kristín Kristinsdóttir, Auður Daníelsdóttir, Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri, Héðinn Jónsson, Ingibjörg Loftsdóttir,  Lilja Gunnarsdóttir, Matthías Ásgeirsson, Snorri Páll Sigurðsson, Tinna Jóhannsdóttir og Viktor Freyr Hjörleifsson. 

Fréttir frá faghópum

Alþjóðlegir viðburðir á árinu 2025. Útfrá hugarheimi framtíðarfræðinga

Árlega tekur Jeromy Clenn, forstjóri Milliennium Project, lista yfir áhugaverða viðburði liðin árs. Þetta er í engri forgangsröðun. Hverjar verða áhrif, ef einhver, þessara viðburða á komandi ár?

  1. Trump takes over the U.S. White House
  2. First commercially-funded successful moon landing by Firefly’s Blue Ghost
  3. Massive US government cuts lead by Elon Musk
  4. DeepSeek and Manus AI Agent show China’s rapid progress on AI
  5. War in Ukraine and Sudan continues other regional tensions increase
  6. France, UK, others recognize Palestine State; Simi-cease fire in Gaza
  7. Humanoid Robots going commercial: Tesla, Unitree, Boston Dynamics, others
  8. Germany's fusion plant sets world record for sustain fusion for 43 seconds.
  9. Pope Francis dies; first American Pope elected as Leo XIV
  10. China has record $1 trillion trade surpluses despite tariff policies
  11. Meta’s new Ray-Ban smart glasses for augmented reality (AR) commercialized
  12. Gen Z overthrows corrupt governments in Nepal and Madagascar
  13. Job openings for software coders are beginning to fall.
  14. Quantum Computing is becoming practical: drug discovery and materials science
  15. Race to build data centers in orbit to save energy, cooling water, environ’al impacts
  16. Largest number of armed conflicts in history
  17. First G20 meeting held in Africa, Johannesburg, South Africa
  18. The first World Humanoid Robot Games were held in Beijing
  19. Direct air CO2 capture business star-ups begin.
  20. Trump starts Traffic Wars, cuts US Science 25-50% cuts USAID and UN dues
  21. Hektoria Glacier in Antarctica nearly 50% disintegrated in just two months.
  22. Renewables less costly than fossil fuels
  23. Agentic AI, local AI control (dual engine AI), S. Korea leading 6G race for 2028
  24. VR used to train medical surgeons
  25. Synthetic biology engineered bacteria to diagnose and treat disease.
  26. Structural battery composites, using structure of cars, planes, robots, for energy use.
  27. UN Security Council hold third session on AI as a national security issue
  28. Global warming continues 2015-2025 hottest decade, CO2 emissions record high
  29. Brazil’s Bolsonaro received 27-year prison sentence for leading coop attempt
  30. Japan elected Sanae Takaichi as its first female prime minister
  31. The first paraplegic to go into space on 9-minute trip on Blue Origin
  32. There were 321 rocket launches in 2025, of which Space X launched 172.
  33. Cell reprograming advances by tissue nanotransfection moves toward reverse aging
  34. Lab-grown cells restored brain function in aging mice.

Þrautreyndir reynsluboltar með framsögn í Húsi máls og menningar

Endurvakinn faghópur Stjórnvísi um almannatengsl, miðlun og samskipti hélt vel heppnaðan haustfund í Húsi máls og menningar við Laugaveg miðvikudaginn 5. nóvember 2025. Fundurinn var opinn öllu áhugasömu fólki og fjölsóttur. Faghópurinn fékk þrautreynda reynslubolta í faginu til að opna fundinn með stuttri framsögn um sig og sín verkefni, ásamt vangaveltum yfir framþróun fagsins. Þau voru Ásgeir Friðgeirsson ráðgjafi, Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir ráðgjafi, Eva Bergþóra Guðbergsdóttir samskiptastjóri Reykjavíkurborgar, Gísli Freyr Valdórsson blaðamaður og ráðgjafi, Særún Ósk Pálmadóttir ráðgjafi hjá KOM og Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir ráðgjafi hjá Aton. Umræðum stýrði Stefán Hrafn Hagalín framkvæmdastjóri Þrettánellefu.

Fullt hús á fyrsta viðburði Faghóps um þjónustu- og markaðsstjórnun

Endurvakinn faghópur Stjórnvísi um þjónustu- og markaðsstjórnun hélt fyrsta viðburð haustsins í Björtuloftum í Hörpu föstudaginn 7. nóvember síðastliðinn.

Hvert sæti var skipað þegar Ingibjörg Kristinsdóttir þjónustuhönnuður hélt erindi sitt „Frá innsýn til aðgerða“ í Hörpu. Hún leiddi þar gesti í gengum skemmtilega blöndu af fræðum og reynslu.

„Þjónustuhönnun hefur löngum sannað sig sem aðferðafræði sem eykur ánægju viðskiptavina og starfsfólks, eykur tekjur fyrirtækja, minnkar kostnað, eykur skilvirkni, minnkar áhættu, eykur tryggð viðskiptavina og eykur líkurnar á að viðskiptavinurinn velji fyrirtækið aftur og aftur“ segir í kynningu viðburðarins.

Ingibjörg fékk fjölmargar spurningar og í lokin spjölluðu gestir og nutu samverunnar í fallegu útsýni Björtulofta.

Stjórn faghópsins þakkar gestum kærlega fyrir komuna og minnir á næsta viðburð faghópsins sem verður í húsakynnum Icelandair í Hafnarfirði 27. nóvember nk. 

Faghópamynd

Kjarni starfseminnar

Hér eru allar upplýsingar fyrir stjórnir faghópa um hvernig á að stofna viðburði og fleira gagnlegt. Virkir faghópar félagsins eru 25 talsins og er öflugt starf þessara hópa undirstaða félagsins.  Á þessari síðu má sjá alla faghópa félagsins bæði virka og óvirka, fréttir, dagskrá, markmið, tilgang og hverra þeir höfða til. Þar er einnig að finna upplýsingar um hverjir eru í stjórn hvers faghóps en fjöldi stjórnarfólks er á bilinu 4-12.  Hafir þú áhuga á að koma í stjórn faghóps er um að gera að senda póst á formann faghópsins, netfang koma upp um leið og bendillinn fer yfir nafnið.  

Hafir þú áhuga á að stofna eða endurvekja faghóp sendu þá erindi á framkvæmdastjóra félagsins gunnhildur@stjornvisi.is


 

  • Einn eða fleiri viðburðir síðustu 3 mánuði
  • Þínir hópar

Aðstöðustjórnun (187)

Tilgangur faghópsins er að efla faglega þróun á aðstöðustjórnun, fyrirtækjum og starfsmönnum þeirra til framdráttar. Fyrir hverja er þessi hópur? Stjórnendur sem bera ábyrgð á eða hafa áhuga á að vinnuaðstaðan henti fyrirtækjarekstri m.t.t. líðan starfsmanna, viðskiptaferla og umhverfisáhrifa – sérstaklega stjórnendur stærra vinnustaða sem krefjast kerfisbundna nálgun og jafnvel upptöku hennar í gæðakerfi þeirra. Aðstöðustjórnun er rótgróið fag sem er í miklum vexti um allan heim og mikil tækifæri að fylgja þeirri þróun hér á landi. Covid-19 ýtti í raun ýtt enn frekar á þennan vöxt þar sem faraldurinn hefur gjörbreytt aðstöðuþörfum varanlega og er aðstöðustjórnun í lykilhlutverki í stefnumörkun og aðlögun m.t.t. þessara áhrifa með því að samstilla aðstöðustefnu við viðskiptastefnu fyrirtækja. Í stærra samhenginu spilar hún stórt hlutverk í lífsgæðum fólks og samfélaga með því að bæta bæði upplifun og frammistöðu fólks í vinnu á sjálfbæran hátt. Aðstöðuþarfir eru ólíkar eftir starfsemi en í þessum hóp myndum við ræða sameiginleg viðfangsefni og áskoranir sem skipta máli til þess að veita fullnægjandi vinnuaðstöðu, bæði varðandi fasteignarekstur og stoðþjónustu og -kerfum. Faghópsaðilar gætu hér fundið vettvang til þess að deila reynslu og þróast áfram í þeirra hlutverki. Horft verður m.a. til ISO-staðla eins og 41001, -11, 12, 13 og ráðlegginga IFMA í hvernig mætti yfirfæra best-practice útfærslur á Íslandi.

Almannatengsl, miðlun og samskipti (231)

Tilgangur faghópsins er að efla faglega þróun á sviði almannatengsla og samskiptastjórnunar innan skipulagsheilda sem og hjá einstaklingum þeim til framdráttar, ásamt því að auka vitund um mikilvægi þessa greina með því að bjóða upp á fræðandi og hvetjandi fyrirlestra frá fyrirtækjum, stofnunum, háskólum og sérfræðingum. Metnaður er lagður í að bjóða upp á fyrirlestra og málstofur sem veita áhorfendum aukna þekkingu, færni og innsæi í starfsvettvang almannatengsla og samskiptastjórnunar á Íslandi sem og erlendis.

Breytingastjórnun (1394)

Markmið hópsins er að auka vægi breytingarstjórnunar á Íslandi með fræðandi og hvetjandi fyrirlestrum sem gefa áhorfendum aukna kunnáttu, færni og innsæi sem nýtist strax í starfi.

Fjölbreytileiki og inngilding (295)

Fjölbreytileikinn er alls staðar, í hverri fjölskyldu og á hverjum vinnustað. Hvert og eitt okkar vill fá að vera það sjálft, tilheyra samfélaginu og upplifa virðingu – óháð uppruna, trú, kyni, kynhneigð og kynvitund. Hvernig sköpum við þannig vinnustaðamenningu að öll flóra samfélagsins fái að njóta sín? Inngilding (e. inclusion) er mikilvægur þáttur á þeirri vegferð og faghópur um fjölbreytileika og inngildingu mun skapa vettvang til aukinnar fræðslu á því sviði.

Framtíðarfræði (550)

Faghópurinn er fyrir alla þá sem hafa áhuga á framtíðarfræðum, nýtingu þeirra og möguleikum. Tilgangur faghópsins er að auka víðsýni og styðja við nýsköpun og samkeppnishæfni atvinnulífs með notkun framtíðafræða. Markmiðið er að efla þekkingu á notkun framtíðarfræða sem hagnýtu tæki fyrir fyrirtæki og stofnanir til að takast á við framtíðaráskoranir, jafnt tækifæri sem ógnanir. Framtíðarfræði samanstanda af aðferðum sem hægt er að beita til að greina á kerfisbundinn hátt mögulegar birtingarmyndir framtíðar og vera þannig betur í stakk búin til að mæta óvæntum áskorunum.

Gervigreind (390)

Hverju breytir gervigreind? Sagt er að hún muni breyta öllu. Ef svo er, þá mun hún gjörbreyta stjórnun og rekstri fyrirtækja og vera tækifæri til aukinnar framleiðni og róttækrar nýsköpunar. Hugtakið gervigreind er ekki nýtt en þróun hennar er á ógnarhraða. Hraði þróunarinnar er það mikill að gervigreindin er af sumum talinn geta orðið ógn hefðbundinna hugsunar og siðferðis og þannig samfélagógn, ef ekki er gætt að. Mun gervigreindin gjörbreyta viðskiptalíkönum fyrirtækja, starfsháttum þeirra og hefðbundnum viðmiðum vinnumarkaðarins? Hvaða áhrif mun hún hafa á vinnusiðferði, menntun til starfa, vöru- og upplýsingaflæði og markaðssetningu vara og þjónustu? Hvaða félagslegar breytingar munu eiga sér stað með tilkomu hennar? Hvernig verður vernd upplýsinga háttað, gagnvart fyrirtækjum og einstaklingum? Við stefnum að metnaðarfullri umræðu um framangreinda þróun á vettvangi Stjórnvísi, og leggjum áherslu á samstarf við aðrar faghópa félagsins, þar sem hún mun hafa áhrifa á allar faggreinar, er þverfagleg og spyr ekki um mörk eða landamæri. Að undanförnu hefur umræðan aðallega beinst að hugbúnaðinum ChatGPT. Þessi hugbúnaður er bara einn af mörgum sem munu koma fram, hver með sínar útfærslur og áhrif sem vert er að rýna og fylgjast með. Hlökkum til samstarfs við ykkur, skráið ykkur í hópinn og saman tökum við forystu í mikilvægri umræðu.

Góðir stjórnarhættir (1031)

Tilgangur faghópsins er að stuðla að og styðja við góða stjórnarhætti skipulagsheilda með fræðslu og miðlun upplýsinga um málaflokkinn til starfandi og verðandi meðlima í stjórnum, nefndum og ráðum sem og annarra áhugasamra.

Gæðastjórnun og ISO staðlar (845)

Hópurinn vill stuðla að aukinni vitund og þekkingu er varðar gæðastjórnun, ISO stjórnunarkerfi og sem og önnur gæðastjórnunarkerfi. Við látum okkar sérsaklega varða sameiginlega þætti ISO stjórnunarkerfisstaðla en horfum einnig til annarra staðla sem þeim tengjast og eru þannig vottunarhæfir. Fundir eru ýmist fjarfundir með fyrirlesara eða staðfundir þar sem lögð er áhersla á jafningjafræðslu - allt eftir því sem við á.

Heilsueflandi vinnuumhverfi (851)

Hópurinn fjallar um stjórnun, skipulag og framþróun heilsueflingar og vinnuverndar. Hópurinn leggur áherslu á heildræna nálgun og sannreyndar aðferðir með það að markmiði að bæta heilsu og líðan starfsfólks, auka framleiðni og stuðla að heilsueflandi vinnustað.

Innkaupa- og vörustýring (378)

Meginmarkmið faghópsins er að auka vitund og skilning um mikilvægi stefnumiðaðra og hagkvæmra innkaupastýringar á vörum og þjónustu innan fyrirtækja, hvort sem þau eru einkarekin eða í eigu hins opinbera.

Leiðtogafærni (1079)

Faghópurinn er fyrir alla þá sem hafa áhuga á fræðast um hvaða færni og eiginleikar einkenna leiðtoga og hvernig megi efla með sér leiðtogafærni. Tilgangur hópsins er að skapa umræðuvettvang um hvernig leiðtogar verða til og hvernig leiðtogafærni er viðhaldið. Leiðtogafærni er meðal annars hæfileikinn að móta sýn og viðhalda henni þar til tilætluðum niðurstöðum er náð. Eins búa leiðtogar yfir þeim eiginleikum og getu til að byggja upp traust, trúverðugleika og leiða teymi og skipuheildir í átt að sýninni. Leiðtogafærni byggist ekki endilega á grundvelli formlegs valds heldur frekar á færni að hafa áhrif á aðra og stíga fram þegar þörf þykir til. Innan leiðtogafræðanna hefur mikið verið rætt um hvort að leiðtogafærni sé einstaklingum í blóð borið eða hvort þetta sé færni sem hægt er að efla hjá hverjum og einum. Sum skapgerðareinkenni geta auðveldað fólki að taka leiðandi hlutverk en þetta er einnig færni sem hver og einn getur þjálfað með sjálfum sér. Áskoranir samtímans kalla eftir öflugum leiðtogum sem búa yfir sjálfsvitund og eru meðvitaðir um hvaða áhrif þeir geta haft á umhverfi sitt og samfélag.

Mannauðsstjórnun (1053)

Faghópur um mannauðsstjórnun starfar á víðu sviði mannauðsstjórnunar. Markmið faghópsins er að skapa vettvang fræðslu, upplýsinga og þróunar fyrir þá sem starfa að mannauðsmálum eða hafa áhuga á þeim málaflokki, allt frá ráðningu starfsmanna til starfsloka.

Markþjálfun (789)

Markþjálfun (coaching) og teymisþjálfun (teamcoaching) er viðurkennd árangursrík aðferðafræði. Hraði, breytingar og áreiti í umhverfi okkar hvetja til að huga að því sem virkilega skiptir okkur máli og forgangsraða. Markþjálfun hjálpar við það.

Persónuvernd (418)

Tilgangur með stofnun faghópsins er að skapa vettvang fyrir umræðu, fræðslu og miðlun upplýsinga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Markmið faghópsins er að þjóna sem flestum hópum sem vinna að eða hafa áhuga á persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, s.s. persónuverndarfulltrúum, mannauðsstjórum, stjórnendum og aðilum sem starfa í upplýsingatæknigeiranum. Þá er það markmið faghópsins að vera vettvangur fyrir starfandi persónuverndarfulltrúa sem starfa hjá íslenskum fyrirtækjum, stofnunum, opinberum aðilum og félagasamtökum m.a. til að þeir aðilar sem sinna þessu nýja hlutverki geti mótað hlutverk sitt og nýtt sér reynslu og þekkingu annarra fulltrúa. Hópurinn samastendur af einstaklingum sem starfa sem persónuverndarfulltrúar hjá opinberum aðilum, félagasamtökum og einkafyrirtækjum svo og ráðgjöfum á sviði persónuverndar og upplýsingatækni.

Sjálfbær þróun, loftslagsmál og umhverfi (618)

Faghópurinn um sjálfbæra þróun, loftslagsmál og umhverfi leitast við að miðla þekkingu og reynslu á sviði sjálfbærrar þróunar fyrirtækja, loftslagasmála og umhverfi. Faghópurinn hefur lagt áherslu á samstarf við aðra hópa enda svið málaflokkurinn víður og ekkert óviðkomandi. Nýlega sameinaðist faghópur um sjálfbærni faghópi um loftslagsmál og umhverfi.

Stefnumótun og árangursmat (1090)

Hlutverk hópsins er að fjalla um stefnumótun - allt frá mótun stefnu, framkvæmd hennar, eftirfylgni og árangursmælingar.

Stjórn Stjórnvísi (7)

ATH! Einungis fyrir stjórn Stjórnvísi. Árlega stendur stjórn Stjórnvísi fyrir fjölda viðburða; Kick off fundur stjórna í lok ágúst, haustráðstefna Stjórnvísi í september/október, nýársfagnaður í janúar, uppskeruhátíð Íslensku ánægjuvogarinnar, Stjórnunarverðlaun o.fl.

Umbætur og ferlastjórnun (498)

Umbætur- og ferlastjórnun er lykilþáttur í því að bæta árangur og auka samkeppnishæfni. Grunnstefið er að einfalda og bæta ferla, draga úr sóun og tryggja stöðugar umbætur í starfseminni.

Upplýsingaöryggi (444)

Upplýsingaöryggishópurinn er stofnaður til að koma á tengslum milli fagfólks sem er að vinna að gagnaöryggismálum og stuðla að faglegri upplýsingagjöf og umræðu um upplýsingaöryggi.

Verkefnastjórnun (1447)

Faghópur um verkefnastjórnun starfar á víðu sviði verkefnastjórnunar. Markmið faghópsins er að skapa vettvang fyrir fræðslu, upplýsingar og þróun fyrir þá sem starfa að verkefnastjórnun eða hafa áhuga á þeim málaflokki.

Þjónustu- og markaðsstjórnun (591)

Með því að skiptast á þekkingu og reynslu má sjá að verkefnin sem stjórnendur standa frammi fyrir í þjónustu- og markaðsmálum eru ekki einstæð, þó svo fyrirtækin sem starfað er hjá séu eins ólík og þau eru mörg.

Öryggisstjórnun (435)

Öryggisstjórnun og heilsuvernd er að verða æ snarari þáttur í stjórnun fyrirtækja. Lagaumhverfi hefur skerpst og einnig hafa fyrirtæki með aukinni áherslu á samfélagslega ábyrgð upp á eigið fordæmi tekið þessa þætti til gagngera endurbóta.

ÖÖ: Óvirkur Excel (315)

Tilgangur faghópsins er að efla Microsoft Excel notendur, fyrirtækjum og starfsmönnum þeirra til framdráttar. Fyrir hverja er þessi hópur? Alla þá sem finnst Excel vera frábært verkfæri og vilja læra meira. Ert þú heillaður/heilluð af því hversu öflugt verkfæri Microsoft Excel er og langar að læra meira? Þar sem það er ómögulegt fyrir eina manneskju að kunna allt það sem hægt er að gera í Excel hefur þessi faghópur verið stofnaður með það að markmiði að skapa samfélag þar við fáum tækifæri á því að ræða saman um Excel tengd málefni og miðla þekkingu okkar á milli. Leitast verður við að fá Excel sérfræðinga í íslensku atvinnulífi til að deila með okkur hvernig þeir nota Excel. Hér hefur þú tækifæri á að tengjast öðru Excel áhugafólki og í leiðinni eflast í þínu fagi. Málefni sem við munum velta fyrir okkur eru eftirfarandi, listinn er ekki tæmandi: Hvaða verkefni leysa notendur með Excel. Hvaða verkfæri eru Excel sérfræðingarnir að búa til? Sem dæmi sjóðstreymi, áætlunartól og þess háttar. Hverjar eru uppáhalds skipanir, formúlur og flýtilyklar. Ráðleggingar hvað varðar „Best practice“.

ÖÖ: Óvirkur Lean - Straumlínustjórnun (1223)

Til þess að fá tilfinningu fyrir inntaki Straumlínustjórnunar er mikilvægt að sjá skipulagsheildina (fyrirtækið í heild) út frá sjónarmiði ferlahugsunar (e. process perspective) þ.e.a.s. að sjá allar aðgerðir starfsmanna sem ferli og hugsa starfsemi fyrirtækisins sem virðisframleiðslu, hvort sem um er að ræða vörur, þjónustu, upplýsingar eða alla þessa þætti í einu.

ÖÖ: óvirkur: CAF/EFQM - Sjálfsmatslíkan (93)

Faghópurinn hittist u.þ.b. einu sinni í mánuði yfir veturinn, yfirleitt frá kl. 8:30 - 9:30, en allar nánari upplýsingar um starfið má sjá í dagskrá hópsins.

ÖÖ: óvirkur: Fjármál fyrirtækja (309)

Faghópurinn var stofnaður í september 2007 og hefur fengið mjög góðar undirtektir. Markmið hópsins er að miðla þekkingu og reynslu á sviði fjármálastjórnunar (e. finance management).

ÖÖ: óvirkur: Hugbúnaðarprófanir (54)

Faghópur um hugbúnaðarprófanir og er byggður á grunni Félags um hugbúnaðarprófanir (ICEQAF) sem hefur starfað af krafti um skeið.

ÖÖ: óvirkur: ISO hópur (196)

ISO- hópurinn er einn elsti og reyndasti faghópur Stjórnvísi og hefur haldið sérstöðu sinni alla tíð. Faghópurinn hefur sameinast faghópi um gæðastjórnun.

ÖÖ: óvirkur: Kostnaðarstjórnun (208)

Markmið hópsins er að miðla þekkingu og reynslu á sviði kostnaðarstjórnunar, -greiningar og -stýringar (Cost management, Cost Analysis and Cost Control). Því til viðbótar er að kynna nýja strauma og stefnur í víðu samhengi.

öö: óvirkur: Loftslags- og umhverfismál (267)

Loftslags- og umhverfismál snerta samfélög um heim allan. Loftslagstengdar breytingar hafa áhrif á náttúrufar, lífríki, innviði, atvinnuvegi og samfélag. Að draga úr loftslags- og umhverfisáhrifum er sameiginlegt verkefni allra, ríkis, sveitarfélaga, fyrirtækja og einstaklinga.

ÖÖ: óvirkur: Matvælasvið (53)

Matvælahópur Stjórnvísi var stofnaður 29. október 1997. Áður höfðu starfað landbúnaðarhópur, sjávarútvegshópur og iðnaðarhópur innan Stjórnvísi en matvælaframleiðendur innan þessara greina töldu sig eiga margt sameiginlegt varðandi gæði framleiðslunnar.

ÖÖ: óvirkur: Nýsköpun og sköpunargleði (386)

Nýsköpun hefur verið í brennidepli enda ljóst að leit að nýjum lausnum er mikilvæg hvort sem litið er til umhverfis- og orkumála, framleiðslu eða annarra atvinnugreina. Á Íslandi er mikilvægt að hlúa vel að nýsköpun til að stuðla að auknum hagvexti og aukinnar fjölbreytni í atvinnumálum á Íslandi.

ÖÖ: óvirkur: Opinber stjórnsýsla (396)

Efla fræðilega og hagnýta þekkingu á opinberri stjórnsýslu. Styrkja fólk í starfi innan ríkisstofnana, sveitarfélaga og félagasamtaka. Hvetja til opinskárra umræðna um opinbera stjórnsýslu.

ÖÖ: óvirkur: Sköpunargleði (256)

Flæði hugmynda er það sem stjórenndur sækjast eftir frá starfsfólki.  Hugmyndir að lausnum flókinna verkefna á tímum erfiðra efnahagsskilyrða.  Einstaklingar innan faghópsins eru hugmyndabændur, þeir sá og rækta akurinn þar sem hugmyndir spretta og dafna innan fyrirtækja.

ÖÖ: óvirkur: Tæknifaghópur (159)

Tæknihópur Stjórnvísi var formlega stofnaður í maí 2020 og samanstendur af hópi fólks úr ólíkum greinum atvinnulífsins sem hafa öll áhuga á hjálpa íslenskum fyrirtækjum og stofnunum að hagnýta tækni til árangurs.

ÖÖ: óvirkur: Viðskiptagreind (199)

Faghópurinn samanstendur af einstaklingum sem hafa áhuga á viðskiptagreind. Markmið hópsins er að miðla þekkingu og reynslu í viðskiptagreind meðal félaga sinna og kynna viðskiptagreind fyrir öðrum hópum/aðilum sem eftir því óska.

ÖÖ: óvirkur: Virðismat og virðismatstækni (62)

Faghópurinn var stofnaður í nóvember 2014. Markmið faghópsins er að miðla þekkingu og reynslu á sviði virðismats og þeirri tækni sem þar er að baki. (e. Valuation methods and techniques) og að efla faglega umræðu um virðismat og atriði er tengjast virðismati.

ÖÖ: óvirkur:Jafnlaunastjórnun (334)

Markmið faghópsins er að vera vettvangur fyrir umræðu, fræðslu og miðlun upplýsinga sem snerta málefni jafnlaunakerfa í samræmi við ÍST85:2012 staðalinn. Taka þátt í samtali um málefnið, veita þeim vettvang sem vilja koma sínum sjónarmiðum á framfæri og vera leiðandi í faglegri umræðu um jafnlaunamál.

ÖÖ: óvirkur:Stafræn fræðsla (510)

Markmið faghópsins stafræn/rafræn fræðsla er að skapa umræðuvettvang til að miðla þekkingu og reynslu um aðferðir og utanumhald á stafrænu fræðsluefni innan fyrirtækja og stofnana.