Málshafandi er David Wood frá London Futurist
Panelinn skipa þau:
- Sylvía Kristín forstjóri Nova
- Róbert Bjarnason forstjóri Citizens
- Páll Rafnar Þorsteinsson frá atvinnuráðuneytinu
- Helga Ingimundardóttir frá Háskóla Íslands
Sjá frekari upplýsingar um málstofuna hér að neðan og um einstaka þátttakendur
Málstofan „The New Year and Scenarios to the Year 2030“ skoðar hvernig ört vaxandi útbreiðsla gervigreindar og umbreytt geopólitísk staða kunna að marka næsta áratug. Verður árið 2030 mótað af róttækum tæknibyltingum, nýju valdajafnvægi og breyttum efnahagskerfum—eða mun þróunin reynast hæg eða stigvaxandi. Við rýnum í líklegar og ólíklegar sviðsmyndir: frá alþjóðlegri samkeppni um AI, til nýrrar samvinnu, klofnings milli ríkja og samfélagslegra áskorana sem geta annaðhvort hraðað framfarahvörfum eða dregið úr þeim. Málstofan boðar skapandi samtal um framtíð manns og tækni.
Fyrirlesarinn David Wood er þekktur framtíðar- og tæknifræðingur og rithöfundur búsettur í Bretlandi. Hann er formaður London Futurists, hóps sem hann hefur haldið utan um síðan 2008. Þar hefur hann leitt umræður um umbreytandi tækni eins og gervigreind, langlífi og transhúmanisma. Hann er brautryðjandi í farsímaiðnaðinum (meðstofnandi Symbian) og berst nú fyrir greina framtíðaráskoranir og tækninýjungum til að leysa hnattræn vandamál. Hann hefur skrifað nokkrar bækur um þessi framtíðartengdu efni.
Upplýsingar um þátttakendur í panel:
Sylvía Kristín er forstjóri fjarskipta fyrirtækisins Nova. Hún starfað áður hjá Icelandair þar sem hún hefur starfað sem framkvæmdastjóri rekstrar. Áður starfaði hún sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og markaðsmála hjá Origo. Sylvía starfaði einnig um árabil hjá Amazon, fyrst við rekstur og áætlanagerð og síðan við Kindle deild fyrirtækisins þar sem hún sá um viðskiptagreind og vöruþróun.
Dr. Helga Ingimundardóttir er lektor í iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands og meðlimur Kennsluakademíu opinberra háskóla. Rannsóknir og kennsla hennar snúa að bestun, stærðfræðilegri líkangerð, gagnavísindum og gervigreind, með áherslu á tengsl fræða og atvinnulífs. Hún hefur víðtæka reynslu úr rannsóknum og hagnýtri gervigreind í iðnaði.
Róbert Bjarnason er reyndur frumkvöðull og leiðtogi í umræðunni um gervigreind á Íslandi. Hann stofnaði meðal annars fyrstu veffyrirtækin á Íslandi og í Danmörku á sínum tíma. Hann er stofnendi að Citizens Foundation árið 2008, sjálfseignarstofnunar sem vinnur að því að bæta opinbera ákvarðanatöku með nýstárlegum stafrænum lausnum fyrir borgara. Stofnunin er almennt talin vera í fararbroddi á sviði stafræns lýðræðis.
Páll Rafnar Þorsteinsson starfar hjá atvinnuráðuneytinu meðal annars á sviði AI. Hann hefur verið aðstoðarmaður ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðar. Páll Rafnar er með doktorspróf í heimspeki frá Cambridge háskóla og fjallaði lokaritgerð hans um lagahugtakið (nomos) í stjórnspeki Aristótelesar. Páll Rafnar er auk þess með meistaragráðu í stjórnmálaheimspeki frá London School of Economics og BA gráðu í heimspeki og grísku frá Háskóla Íslands. Páll Rafnar hefur starfað við Háskólann á Bifröst, sem almennatengsla ráðgjafi hjá KOM, og stundað rannsóknir og ritstjörf.
Enghlish
Páll Rafnar Þorsteinsson works at the Ministry of Industry, including on matters related to artificial intelligence. He has previously served as an assistant to the Minister of Fisheries and Agriculture. Páll Rafnar holds a PhD in Philosophy from University of Cambridge, where his doctoral thesis examined the concept of law (nomos) in Aristotle’s political philosophy. He also holds a Master’s degree in Political Philosophy from the London School of Economics, as well as a BA in Philosophy and Greek from the University of Iceland. In addition, he has worked at Bifröst University, served as a public relations consultant at KOM, and engaged in research and editorial work.
Sylvía Kristín is the CEO of the telecommunications company Nova. She previously worked at Icelandair, where she served as Chief Operating Officer. Before that, she was Executive Director of Business Development and Marketing at Origo. Sylvía also spent several years at Amazon, initially working in operations and planning, and later in the company’s Kindle division, where she focused on business intelligence and product development.
Dr. Helga Ingimundardóttir is an Assistant Professor of Industrial Engineering at the University of Iceland and a member of the Teaching Academy of Iceland’s public universities. Her work focuses on optimization, mathematical modeling, data science, and artificial intelligence, with a strong emphasis on connecting academic research to real-world applications. She brings extensive experience from applied AI and industry-driven research.
Róbert Bjarnason is an experienced entrepreneur and a leading voice in the discussion on artificial intelligence in Iceland. He was among the founders of the first web-based companies in Iceland and Denmark at the time. In 2008, he co-founded the Citizens Foundation, a nonprofit organization dedicated to improving public decision-making through innovative digital solutions for citizens. The foundation is widely regarded as being at the forefront of digital democracy.