ISO staðlar og vottun (ISO hópur er sameinaður gæðastjórnun)

ISO staðlar og vottun (ISO hópur er sameinaður gæðastjórnun)

Markmið ISO hópsins er að stuðla að faglegri umfjöllun og umræðum um málefni sem eru í deiglunni hjá fyrirtækjum með vottuð eða vottunarhæf gæðakerfi. ISO hópurinn leggur sérstaka áherslu á umfjöllun og umræður um þá ISO stjórnunarstaðla sem eru vottunarhæfir t.d. ISO 9001, ISO 14001, OSHAS 18001 og ISO 27001 auk annara leiðbeiningastaðla sem tengjast þeim. Frekari upplýsingar um ISO staðla má finna á heimasíðu Staðlaráðs Íslands.

Stjórn ISO hópsins skipuleggur fundi þar sem fengnir eru fyrirlesarar sem hafa framsögu um málefni sem áhugavert er að ræða út frá sjónarmiði fyrirtækja með vottuð eða vottunarhæf gæðakerfi. Á fundum fara fram umræður um það sem vel hefur gengið við innleiðingu og rekstur gæðakerfa. Einnig eru rædd þau vandamál sem koma upp og ábendingar um leiðir til að leysa þau. Hópurinn er samheldinn og innan hans ríkir trúnaður og traust.

Ennfremur skipuleggur ISO hópurinn ráðstefnur um ýmis málefni tengdum gæðastjórnun og stöðlum, gjarnan í samstarfi við aðra faghópa.

Faghópafundir ISO hópsins nýtast einkum starfsfólki fyrirtækja sem eru með vottuð eða vottunarhæf gæðakerfi. Ráðstefnur nýtast fleirum, allt eftir efni þeirra.

Viðburðir

Stöðugar umbætur, ferlagreiningar og straumlínustjórnun úrelt á tímum 4. iðnbyltingarinnar?

Click here to join the meeting
Stöðugar umbætur, ferlagreiningar og straumlínustjórun, er það ekki bara búið og úrelt núna í fjórðu iðnbyltingunni með auknum fókus á stafræna þróun, hraða og snjallvæðingu?

Aðalheiður María Vigfúsdóttir, deildarstjóri gæða og umbóta hjá Völku leiðir okkur í gegnum áhugaverðar pælingar sem hún skrifaði nýlega áhugaverða grein um. (greinin er meðfylgjandi undir ítarefni). Við fáum einnig innsýn frá mjög reynslumiklum umbótasérfræðingum, þeim Rut Vilhjálmsdóttir hjá Strætó og Málfríði Guðný Kolbeinsdóttur hjá Ölgerðinni og reynum að svara spurningunni hvort stöðugar umbætur, ferlagreiningar og straumlínustjórnun er úrelt. 

Eignastjórnun samkvæmt ISO 55000 stöðlunum

Farið yfir ISO 55000 staðlaröðina, grundvallaratriði hennar, stefnu, strategíu og markmiðasetningu sem og samstillingu við aðra staðla fyrir stjórnunarkerfi. Hvað einnkennir þessa staðla og hver er ávinningur af eignastjórnun sem uppfyllir ISO 55000. Einnig er farið yfir þá fjölbreyttu starfsemi sem mögulega þarf að skoða við gerð eignastjórnunarkerfis.

Framsögumaður er Sveinn V. Ólafsson, ráðgjafi hjá Jensen Ráðgjöf.  Sveinn er verkfræðingur að mennt og hefur lengst af starfað hjá Staðlaráði Íslands og Flugmálastjórn Íslands/Samgöngustofu í margvíslegum verkefnum tengdum stjórnunarkerfum, fræðslu, úttektum og flugöryggi. Sveinn hefur kennt fjölda námskeiða hjá Staðlaráði Íslands og innan Flugmálastjórnar Íslands/Samgöngustofu.

 

Fréttir

Eignastjórnun samkvæmt ISO 55000 stöðlunum

Faghópar um gæðastjórnun, kostnaðarstjórnun og ISO staðla héldu í morgun fund í Staðlaráði þar sem farið var yfir ISO 55000 staðlaröðina, grundvallaratriði hennar, stefnu, strategíu og markmiðasetningu sem og samstillingu við aðra staðla fyrir stjórnunarkerfi. Farið var yfir hvað einkennir þessa staðla og hver er ávinningur af eignastjórnun sem uppfyllir ISO 55000. Einnig var farið yfir þá fjölbreyttu starfsemi sem mögulega þarf að skoða við gerð eignastjórnunarkerfis.

Framsögumaður var Sveinn V. Ólafsson, ráðgjafi hjá Jensen Ráðgjöf.  Sveinn er verkfræðingur að mennt og hefur lengst af starfað hjá Staðlaráði Íslands og Flugmálastjórn Íslands/Samgöngustofu í margvíslegum verkefnum tengdum stjórnunarkerfum, fræðslu, úttektum og flugöryggi. Sveinn hefur kennt fjölda námskeiða hjá Staðlaráði Íslands og innan Flugmálastjórnar Íslands/Samgöngustofu.

Fundurinn hófst með því að Arngrímur kynnti Staðlaráð og starfsemi þess og í framhaldi kynntu aðilar sig á fundinum.  Arngrímur hóf fyrirlesturinn á að fara yfir ISO 55000 staðlaröðina en hún er ISO 55000:2014 55001:2014 og ISO 55002:2014.  Kröfustaðlarnir enda alltaf á tölunni einn. Markhópur þessara staðla eru þeir sem íhuga hvernig megi bæta raungerð virðis fyrir skipulagsheild sína úr eignastofni sínum, þeir se koma að stofnun, innleiðingu, viðhaldi og umbótum á eignastjórnunarkerfi.  Þýðingarvinna er hafin innan Staðlaráðs og í henni eru sjö manns. Allt snýst í staðlinum um EIGN.  PDCA (plan do check act) eiga staðlarnir sameiginlegt; 27001, 14001, 22301 og ISO9001.  Hver kafli í öllum þessum stöðlum hefur sama efnisyfirlit.

Það sem einkennir ISO 55000 eru fjögur atriði:  Virði: eignir eru til í því skyni að skila virði til skipulagheildarinnar og hagsmunaaðila hennar.  Samstilling: með eignastjórnun eru heildarmarkmiðin sett fram í formi tæknilegra og fjárhagslegra ákvarðana, skipulags og athafna. Forysta:  Forysta og vinnustaðamenning eru ákvarðandi þættir í raungerð virðis.  Trygging: Eignastjórnun veitir tryggingu um að eignir muni þjóna þeim tilgangi sem krafa er gerð um.  Skilgreining á eign: atriði, hlutur eða aðili sem hefur mögulegt eða raunverulegt virði fyrir skipulagsheild.  Stefna skipulagsheildar (fyrirtækið): markmið og skipulag fyrir skipulagsheildina: SAMP (strategic asset management plan) markmið eignastjórnunar og skipulag fyrir eignastjórnun. Þetta fjallar um strategíuna/leikjafræðina og skipulagið.  Áætlun er yfirleitt með tímasetningu i sér en strategia ekki. 

Ávinningur af eignastjórnun:  1. Bætt fjárhagsleg frammistaða 2. Upplýstar ákvarðanir um fjárfestingar í eignum 3. Stjórnun áhættu 4. Bætt þjónusta og frálag 5. Samfélagsleg ábyrgð sýnileg 6. Reglufylgni sýnileg 7. Bætt orðspor 8. Bætt sjálfbærni skipulagsheildar 9. Bætt hagkvæmni og markvirkni. 

En hvað situr eftir þegar unnið er með þennan staðal:  1. Líftímakostnaður 2. Stefna, strategía, markmið og skipulag 3. Traustleiki, áreiðanleiki og viðhald.  

Af hverju jafnlaunastaðall? Gerð staðalsins, reynsla af innleiðingu og vottun

Anna Guðrún Ahlbrecht gæðastjóri Landmælinga setti í morgun fund í Tollhúsinu sem var á vegum faghópa um ISO og gæðastjórnun. Fundurinn var vel sóttur og komust færri að en vildu. Anna Guðrún kynnti Stjórnvísi og efni fundarins jafnlaunastaðallinn ÍST 85 sem gefinn var út árið 2012 og verið er að innleiða víða hér á landi. Markmið með útgáfu staðalsins er að auðvelda atvinnurekendum að koma á launajafnrétti kynja á sínum vinnustað.
Á fundinum var fjallað um jafnlaunastaðalinn frá mismunandi sjónarhornum. Sagt var frá því hver kveikjan var að gerð jafnlaunastaðalsins, hvernig hann var unninn, hvernig hann er uppbyggður og hver fyrirhuguð notkun hans er. Einnig var sagt frá reynslu Tollstjóra af innleiðingu jafnlaunastaðalsins, áskorunum í undirbúningsvinnu við starfaflokkun og starfsmat, innleiðingu og vottun.
Guðrún Rögnvaldardóttir framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands kynnti forsögu staðalsins sem hófst með því að árið 2008 var samþykkt á Alþingi ákvæði um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Í framhaldi hófst vinna við að þróa vottunarferli fyrir fyrirtæki og skipuð var tækninefnd sem í sátu fulltrúar frá ýmsum félögum. Ferlið tók 4 ár frá því tækninefndin var stofnuð þar til staðallinn kom út. Uppbyggingin átti að vera sambærilega öðrum stöðlum s.s. ISO 9001. Í alþjóðlegum stöðlum þarf að hafa margt í huga. Staðallinn þarf að vera byggður upp sem formáli, inngangur, umfang, forsendur, hugtök og skilgreiningar, kröfur til stjórnunar jafnlaunakerfis og leiðbeinandi viðaukar. Tilgangur jafnlaunastaðalsins var að gera fyrirtækjum kleift að nota faglegar aðferðir við ákvörðun launa, virka rýni og umbætur. Forsendur innleiðingar eru að fyrirtæki hafi jafnlaunastefnu. Eins og í öðrum stöðlum þar að innleiða hlutverk, ábyrgð og völd, hæfni, þjálfun, samskipti, vöktun og mælingu. Kynna þarf til starfsmanna á tölfræðilegum grundvelli niðurstöður til að fullvissa þá um að staðlinum sé fylgt eftir. Innri úttektir þarf að gera með reglulegu tímabili. Ef upp kemur launamunur sem ekki er hægt að útskýra þarf að rýna hann og koma með tillögur um úrbætur. Skilgreina þarf öll störf og bera saman við önnur störf, gera starfslýsingar og/eða spurningalista um innihald starfa. Tvær aðgerðir voru kynntar við flokkun starfa. Að lokum þarf að gera prófanir t.d. hvort kvennastörf flokkast lægra en karlastörf og ræða hvort slíkt sé eðlilegt.
BSI group er faggildur vottunaraðili fyrir staðalinn. Staðallinn lýsir kerfi sem fyrirtæki geta sett upp hjá sér til að nálgast það að greiða sömu laun fyrir sömu vinnu. Flokka á öll störf og verðmæti þeirra. Niðurstöður á að birta að svo miklu leiti sem það er hægt. Laun stjórnenda á að birta ef þeir eru nægilega margir.
Unnur Ýr Kristjánsdóttir mannauðsstjóri Tollstjóra kynnti tilraunaverkefni um innleiðingu jafnlaunastaðals ÍST85:2012 sem Tollstjóri tók þátt í. Verkefninu var stýrt af fjármálaráðuneytinu. Ávinningurinn af því að innleiða slíkan staðal er: vottað stjórnkerfi, gagnsæi, auðveldari gerð stofnanasamninga og starfslýsinga og bætt stofnanamenning. Varðandi undirbúning stofnunarinnar þá var stofnaður verkefnahópur. Unnin var grunnur að skilgreiningum, viðmið og undirviðmið valin fyrir starfsflokkun. Stofnaður var rýnihópur stjórnenda, allir stjórnendur tóku þátt í henni. Markmiðið var að fá sameiginlegan skilning stjórnenda og að efla trú þeirra á verkefninu. Í framhaldi var unni starfaflokkun: Yfirsýn yfir embættið í heild, störf metin og flokkuð ekki starfsmenn sem sinna þeim. Öll þessi hugsun getur verið framandi fyrir mannauðsstjóra og því mikilvægt að gæðastjóri kæmi að verkefninu. Hvert fyrirtæki fyrir sig þarf að ákveða viðmið við starfaflokkun. Þekking 35% (menntun 65% og starfsreynsla 35%), hæfni 30% , ábyrgð 25% og vinnuumhverfi 10%.
Hvert starf er metið og hvaða menntun þarf að uppfylla. Starfsreynsla er metin frá 0-8. Þegar búið var að flokka störfin var farið í greiningu á þeim þáttum sem hafa áhrif á laun til að fá sem réttastan samanburð á launum karla og kvenna. Jafnlaunavottun-úttekt fór fram hjá Tollstjóra og var vottunaraðilinn Vottun hf Kostnaðurinn við vottunina var 760.000.-kr. síðan eru viðhaldsúttektir árlega. Kostnaðurinn liggur mestur í undirbúningi þ.e. tíma starfsmanna. Ein helsta áskorunin og hindrunin í innleiðingarferlinu var áhrif mismundandi kjarasamninga á launasetningu, BHM, SFR og TFÍ, ná fram sameiginlegri sýn og skilningi á verkefnum annarra, meta starf en ekki starfsmanna.
Það sem kom helst út úr þessu eru: betri starfslýsingar, jafnréttisáætlun, árleg skýrsla jafnréttisfulltrúa og rýni stjórnenda á jafnréttismál (ekki bara jafnlaunamál) tvisvar sinnum á ári.

Stóraukin ábyrgð stjórnenda fylgir breytingum á ISO 14011 og ISO 45001.

Faghópar um gæðastjórnun og ISO héldu í morgun fund sem fjallaði um breytingar á umhverfis- og öryggisstjórnunarstöðlum, ISO 14001 og ISO 45001. Einstaklega góð mæting var á fundinn. Fyrirlesarar voru þau Helga Jóhanna Bjarnadóttir, sviðsstjóri umhverfissviðs Eflu Eva Yngvadóttir, efnaverkfræðingur hjá Eflu og Magnús Matthíasson, gæðastjóri Eflu. sem fóru yfir helstu breytingar sem verða á OHSAS 18001 í tengslum við útgáfu hans sem ISO staðals 45001 og breytingarnar á 2015 útgáfunni af ISO 14001. Einnig sögðu þau frá því hvernig Efla er að bregðast við þessum breytingum á stöðlunum.
Helga kynnti Eflu stuttlega. Í dag koma 30% af tekjum Eflu erlendis frá. Efla er með ISO 9001 , 14001 og 18001 vottun. Hjá fyrirtækinu er starfandi umhverfissvið. Í vinnuverndarmálum er unnið með áhættumat starfa. Eva sagði frá því að samræming ISO staðla hófst 2012. Nú er kominn nýr kafli í staðlana um „leadership“. Innleiðing þessara kerfa gengur ekki upp nema hafa stjórnendurna með. Í eldra kerfinu var fulltrúi stjórnenda nú er krafa um að stjórnendur séu með. Kaflarnir eru 10 og eru eins í öllum stöðlunum. Nýr ISO14001 kom í september 2015 og er aðlögunin þrjú ár. Passa þarf upp á að fara í vottun fyrir september 2018 til þess að öll vottun sé komin í gegn. ISO45001 sem kemur í stað OHSAS 18001 er væntanlegur í desember 2017. Allir eru staðlarnir byggðir upp plan-do-check-act. Mikilvægt er að horfa á alla samninga sem fyrirtækið kemur að. Ekki er vitað til hvort standi til að þýða staðalinn. Í kafla 5 er ný rafa Leadership and commitment. Þeir sem koma að því að setja fram markmið skulu úthluta verkefnum og það er í dag þeirra hlutverk að passa upp á stefnumörkun og markmiðasetning umhverfis-og öryggisstjórnunar fléttast inn í alla stefnu-og áætlanagerð fyrirtækisins. Í 45001 er mikil áhersla á þátttöku starfsfólks, þekking þeirra sé með. Í kaflanum um „Support“ er meginbreytingin sú að ekki er gerð krafa um verklagsreglur heldur þarf að skjalfesta upplýsingar og frjálst er hvernig það er gert. Starfsmaður þarf að þekkja 1. Stefnuna 2. Hvernig starf hans getur haft áhrif á hana og 3. Afleiðingar ef hann fylgir ekki kerfinu. Í kafla 8, operation, eru nýjar áherslur. Hugsa þarf út í hvaðan vörur fyrirtækisins eru að koma og gera kröfur til verktaka. Ábyrgðin nær út fyrir fyrirtækið í dag og þurfa verktakar að vinna samkvæmt stefnu fyrirtækisins. Nú þarf að elta ferilinn. Ný lög eru komin í opinberum innkaupum sem snúa að ábyrgum innkaupum. Í kafla 9 og 10 eru litlar breytingar. Ekki er talað um forvarnir í staðlinum en þess í stað eru forvarnirnar í áhættumatinu. Í mjög stuttu máli þá þarf að þekkja fyrirtækið, umhverfið, hagsmunaaðila, innri og ytri þætti, frumkvæði stjórnenda, áhættuhugsun, vistferilshugsun og breyttar áherslur.
Magnús Matthíasson, gæðastjóri Eflu fór yfir hvernig Efla ætlar að takast á við breytingarnar. Magnús sagði að frumkvæði og virkjun stjórnenda væri lykilatriði top-down. Efla nýtir Work point. Úttektaraðili fer eftir breytingarnar beint í stjórnandann og hann er ábyrgur. Hann þarf að sýna hvað hann áætlar og hvað kom út. Gæðastjóri þarf ekki lengur að svara til úttektaraðila. Magnús notar enn gæðahandbók og það sem Efla er búin að byggja upp. Þær nýtast nýjum starfsmönnum. Það er ábyrgð stjórnandans að ferlið sé að virka. Það er stjórnandans að halda gæðakerfinu virku og hjálpar honum í sinni vinnu. Ábyrgðin hefur verið færð þangað sem verkið er unnið. Hlutverk gæðastjórans verður meira upplýsingaöflun og upplýsingamiðlun.
Helga Jóhanna sagði að með hagsmunaaðilagreiningu væri verið að draga upp mikið af máum strax í upphafi. Á döfinni er að gera hagsmunaaðilagreiningu hjá Eflu. Hvernig getur Efla skilað umhverfisvænni lausn? Það sem gerist núna er að gera alla hönnuði meðvitaða Í work point eru verkefnin stofnuð og ekki er hægt að stofna verk nema fara í gegnum þessa þætti fyrst. Vel er haldið utan um lög og reglur sem eiga við svo ekkert gleymist. Allt er litamerkt hjá Eflu þ.e. allar kröfur eru annað hvort grænar (uppfylltar) eða rauðar. Vistferilshugsun er alveg ný en hvað er hún? Vara er framleidd, keypt inn aðföng, framleiðsla, dreifing, notkun og förgun. Í ISO 14001 var mest horft á framleiðslu og eitthvað á innkaup. Nú þarf að horfa á allt ferlið, horfa upp virðiskeðjuna. Umhverfismerki fyrir vörur er merktar, skilgreindar þannig að þær uppfylli ákveðnar kröfur t.d. svansvottun, EPD, o.fl. Sem almennur innkaupaaðili er mikilvægt að horfa á keðjuna. Eitt er að vera með starfsleyfi og annað hvernig því er fylgt eftir.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?