Faghópur á matvælasviði

Faghópur á matvælasviði

Markmið með stofnun hópsins var að skapa vettvang fyrir þverfaglegar umræður á sem víðustu sviði matvæla (úrvinnslugreinum matvælaiðnaðar, matreiðslu og matvæladreifingu, landbúnaðarframleiðslu og fiskvinnslu), um hvernig auka megi gæði íslenskra matvæla og nýta hugmynda- og aðferðafræði gæðastjórnunar í greininni. Jafnframt hefur hópurinn viljað hvetja til nánara samstarfs á sviði gæðastjórnunar milli matvælastofnana og hagmunasamtaka matvælaiðnaðarins.

Stjórnun á matvælasviði fjallar um hvernig má auka gæði og verðmæti íslenskra matvæla. Matvælahópurinn hefur hist u.þ.b. mánaðarlega á tímabilinu september-maí og staðið fyrir fræðslufundum eða farið í fyrirtækjaheimsókn. Auk þess hefur hópurinn staðið fyrir málþingum og öðrum fræðslufundum opnum almenningi. Matvælahópurinn hefur hist u.þ.b. mánaðarlega á tímabilinu september-maí og staðið fyrir fræðslufundum eða farið í fyrirtækjaheimsókn. Auk þess hefur hópurinn staðið fyrir málþingum og öðrum fræðslufundum opnum almenningi.

Viðburðir

Matvælahópur - aukaefni í matvælum

Fundur á vegum matvælahóps - fundurinn er jafnframt er aðalfundur faghópsins.
Aukaefni í matvælum
Stiklað verður á helstu staðreyndum um aukefni,s.s. flokka og merkingar aukefna, íslenska aukefnareglugerð og nýja reglugerð Evrópusambandsins og áhættumat aukefna. Einnig verður rætt um gagnrýni, breytingar og strauma sem eru í gangi varðandi notkun aukefna.
Gestur fundarins
Jónína Þrúður Stefánsdóttir, matvælafræðingur
Fundarstaður
Samtök iðnaðarins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík
 
 

Rekstur matvælafyrirtækja

Fundur hjá matvælahópi
Nánari upplýsingar væntanlegar. 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?