Umhverfismál eru að verða áleitnara efni um allan heim og hér á Íslandi er mikil vakning um þessar mundir. Við erum að verða meðvitaðari sem neytendur og hægt, kannski of hægt erum við að breyta hegðun okkar í átt að umhverfisvænari lífstíl. En erum við að fara of hægt – getum við markaðsfólk lagt okkar á vogaskálarnar.
Dagskrá:
Ólafur Elínarsonar, sviðstjóri markaðsrannsókna Gallup: Umhverfiskönnun Gallup.
Silja Mist Sigurkarlsdóttir, markaðsstjóri Nóa Sirius; Eru umhverfismál orðin markaðsmál?
Kostnaðarstjórnun
Kostnaðarstjórnun
Markmið með faghópnum er að auka skilning á mikilvægi kostnaðarstjórnunar og greiningar við rekstur og mats á árangri. Fyrirtæki og stofnanir hafa mismunandi kostnaðarhögun sem og kostnaðarferli. Að þekkja það umhverfi sem kostnaður er í viðkomandi fyrirtæki eða stofnun eykur mjög möguleikann á því að geta hagrætt og aukið skilvirkni rekstrar án þess að eyðileggja virðisaukandi ferla. Með öðrum orðum, kostnaðarvitund er oftar en ekki lykilinn að auknum hagnaði.
Kostnaðarstjórnun og greining er í raun ekki hægt að skilgreina á einn ákveðinn hátt, því aðstæður og viðfangsefni eru mjög mismunandi eftir fyrirtækjum og rekstrarstarfsemi. Sem dæmi má nefna, einkafyrirtæki, félag sem er skráð á verðbréfamarkað, opinber stofnun, sjálfseignarstofnun eða góðgerðarstofnun. Hlutverkið, almennt séð, er ekki endilega að lágmarka kostnað fyrirtækisins, því ódýrt er ekki alltaf það sama og hagkvæmi, heldur að auka skilning á því hvað er hagkvæmni, skilvirkni og markvirkni og hvernig þessir hlutir vinna saman. Kostnaðarvitund er mjög mikilvæg í þessu samhengi. Kostnaður er forsenda þess að fyrirtæki hafi tekjur, því er mikilvægt að skilgreina kostnað.
Hópurinn kemur saman einu sinni í mánuði yfir vetrartímann eða oftar. Fundirnir eru oftast með því sniði að sérfræðingar og/eða reynsluboltar eru fengnir til að fjalla um tiltekið málefni sem er nánar kynnt hverju sinni. Í lok funda er gert ráð fyrir fyrirspurnum og umræðum sem er mikilvægur þáttur starfsins. Faghópurinn er hugsaður fyrir stjórnendur og aðra starfsmenn sem framkvæma sérfræðivinnu í tengslum við kostnaðarstjórnun, -greiningu eða -uppbyggingu og/eða hafa yfirumsjón með og/eða ábyrgð á tengdum viðfangsefnum.
Viðburðir
Hvers virði er þjónusta og sala á tímum þrenginga og breyttu umhverfi?
Er hægt að bregðast við þrengingum með öðrum hætti en beinum niðurskurði?
Markaðsaðstæður breytast hratt og stýring þjónustu- og vöruframboðs ber þess glöggt merki. Ytra rekstarumhverfi og örar tæknibreytingar kalla á sveigjanleika og hröð viðbrögð í þjónustu og rekstri.
Í þessum hagnýta fyrirlestri verður farið yfir hvernig virði þjónustu og sölu fer saman. Á hnitmiðaðan hátt verður farið yfir virðishugtakið út frá viðskiptavinum annars vegar og rekstarmódeli fyrirtækja hins vegar. Fléttað verður saman umræðu um þjónustu- og sölustýringu innan fyrirtækja, mikilvæg augnablik og mikilvægi gæðasölu á tímum breytinga.
Fyrirlesarar eru tveir, Gunnar Andri Þórisson sem hefur rekið eigin söluskóla (SGA) Söluskóli Gunnars Andra yfir tvo áratugi og Aðalheiður Sigursveinsdóttir ráðgjafi sem hefur umfangsmikla reynslu af þjónustustýringu og innleiðingu straumlínustjórnunar.
Gunnar Andri hefur haldið námskeið og fyrirlestra fyrir þúsundir einstaklinga og fjöldann allan af fyrirtækjum jafnt stór sem smá frá árinu 1997 ásamt því haldið málstofur fyrir fyrirtæki í öllum geirum viðskipta. Meðal viðskiptavina Söluskóla Gunnars Andra (SGA) eru fjármálastofnanir, tryggingafélög og fjarskiptafyrirtæki. Að auki hefur hann margoft verið gestafyrirlesari í Háskólanum í Reykjavík. Gunnar Andri er stofnandi og eigandi SGA, 2fyrir1, leikhus.is, offer.is og happyhour.is.
Gunnar Andri er höfundur bókarinnar "Message From The Middle Of Nowhere", er höfundur og útgefandi „55 ráð sem skila árangri í þjónustu!“ sem hefur notið mikilla vinsælda hér á landi ásamt því að vera einn af meðhöfundum bókarinninnar í Against the Grain sem gefin er út af Brian Tracy.
Aðalheiður er stjórnunarráðgjafi og markþjálfi. Hún hefur starfað með mörgum fyrirtækjum og stofnunum við stefnumótun og ráðgjöf við innleiðingu breytinga í þjónustu og rekstri. Aðalheiður hefur mikla reynslu í að aðstoða fyrirtæki og stofnanir við að takast á við nýjar áskoranir, straumlínulaga ferla og bæta rekstur þeirra og styðja við stjórnendur og starfsmenn í breytingum.
Aðalheiður hefur kennt við Opna háskóla HR, Tækniskólanum og haldið fjölmarga fyrirlestra og námskeið um þjónustustjórnun, straumlínustjórnun og áskoranir í breytingum.
Fyrri reynsla Aðalheiðar er viðtæk en hún meðal annars unnið sem rekstarstjóri, mannauðsstjóri, þjónustustjóri og starfað sem aðstoðarmaður ráðherra. Aðalheiður er sjálfstætt starfandi ráðgjafi og rekur www.breyting.is og er ráðgjafi hjá FranklinCovey á Íslandi.
Árangursmælingar vs. fjárfestingar í rekstri.
Öll fyrirtæki þurfta að gera fjárfestingar, stórar sem smáar, til að viðhalda rekstrarhæfi sínu. En hvernig skal meta fjárfestingu til árangurs? Stjórnendur eru oftar en ekki metnir eftir rekstrarárangi, þ.e. EBIDTA, EBIT eða aðra rekstrarkvarða. Hver er rétti rekstrarkvarðinn? Er hann til? Rætt verður um veikleikan á milli forenda í fjárfestingarákvörðun og forsenda við árangursmælingar gagnvart stjórnendum, t.d. miðað við tölur úr rekstri eða sjóðstreymi.
Fréttir
Eru umhverfismál markaðsmál?
Umhverfismál eru að verða áleitnara efni um allan heim og hér á Íslandi er mikil vakning um þessar mundir. Við erum að verða meðvitaðri sem neytendur og hægt, kannski of hægt erum við að breyta hegðun okkar í átt að umhverfisvænari lífstíl. En erum við að fara of hægt – getum við markaðsfólk lagt okkar á vogaskálarnar. Leitað var svara við þessum spurningum á fundi faghópa Stjórnvísi um umhverfi og öryggi, þjónustu-og markaðsstjórnun, samfélagsábyrgð fyrirtækja og kostnarstjórnun í Háskólanum í Reykjavík í morgun.
Fyrirlesarar voru þau Ólafur Elínarsonar, sviðsstjóri markaðsrannsókna Gallups sem kynnti Umhverfiskönnun Gallup og Silja Mist Sigurkarlsdóttir, markaðsstjóri Nóa Sirius.
Ólafur talaði um mikilvægi þess að skilja viðskiptavininn. Ekki halda eitthvað, skoðaðu það með tölum. Skv. rannasóknum í dag telja flestir að loftslagsbreytingar séu af mannanna völdum. Mikilvægt er að kynna sér hvað fólki finnst og það er meirihluti allra á Íslandi sem hafa áhyggjur af loftslagsmálum og telja þær af manna völdum. 75% þeirra sem eru á aldrinum 18-29 ára telja að hlýnun jarðar muni hafa alvarlegar afleiðingar. Þegar við vitum hvernig fólki líður getum við í framahaldi haft áhrif. Góð greining skilar árangri. Níu af hverjum Íslendingum segjast vera að breyta hegðun sinni hvort heldur þeir trúa á loftslagsbreytingar af manna völdum eða ekki. En hefur fólk breytt venjum sínum? Spurt var hvort þú gætir hugsað þér að kaupa rafmagnsbíl og/eða hlaðanlegan blendingsbíl? Flestir gátu hugsað sér það. Spurt var: Hefurðu gert eitthvað á síðustu 12 mánuðum til að draga úr þeim áhrifum sem þú hefur á umhverfis-og loftslagsbreytingar? 89% voru farnir að flokka sorp, 76% hafa minnkað plastnotkun, 45% hafa keypt umhverfisvænar vörur. Fleiri skila plasti og gleri til endurvinnslu skv. forstjóra Sorpu. En hvað fær fólk til að breyta hegðun? Konur eru stærstur meirihluti þeirra sem kaupa vörur. En hvað vilja Íslendingar fá frá fyrirtækjum? 86% telja að fyrirtæki eigi að gera eitthvað sem hefur jákvæð áhrif. En hvað einkennir þá hópa sem eru tilbúnir að breyta sér? Ólafur vísaði í nýja erlenda rannsókn frá USA sem sýnir að 41% eru sammála að borga meira ef varan er lífræn, 30% ef hún tekur á samfélagsábyrgð, 38% ef hún er úr sjálfbærum efnum. En hverjir eru hvatarnir til að kaupa? Treysta vörumerkinu, hún þarf að hafa góð áhrif á heilsuna, fersk náttúruleg og lífræn hráefni, vörumerki sem er umhverfisvænt. www.nielsen.com er góð síða til að veita upplýsingar um hvert heimurinn er að fara. Þeir greiða ekki einungis US markað heldur einnig aðra markaða.
Silja Mist hjá Nóa Síríus sagði að sterk tengsl væru á milli umhverfis-og markaðsmála. Silja Mist velti upp spurningunni: Hver ber ábyrgðina á samfélagsábyrgð? Stjórnendur stjórna neyslu neytenda. Mikilvægt er að vera einlægur. Árið 2017 ætlaði Nói Síríus að sleppa öllu plasti innan í páskaeggjunum og tóku því plastumbúðir af piparmintumola sem leiddi til þess að út af uppgufun inn í egginu þá kom piparminntubragð af súkkulaðinu í eggjunum mörgum til lítillar ánægju. Þegar útskýrt var af einlægni hver upphaflegi tilgangurinn var þá var neytandinn fljótari að fyrirgefa þessi mistök. Núna er öllu suðusúkkulaði pakkað í pappír sem var góð fjárfesting. Að innleiða breytingar tekur tíma? Hugsaðu til þess hver þinn markhópur er og hvað gefur þínum neytendum mesta virðið. Mont – má það? Já segir Silja. Nói er í samstarfi við kakóbændur þar sem er verið að stuðla að hreinu vatni og aukinni menntun. Palmkin olía hefur smátt og smátt verið tekin úr framleiðslunni. Mikilvægt er að treysta neytandanum Ikea treystir neytandanum til að taka rétta ákvörðun og auglýsir aldrei lágt verð. Dominos fékk alla starfsmenn til að fara út og tína rusl sem var frábært framtak, en það koma alltaf einhverjir með athugasemdir. Pressan til að breyta kemur að utan t.d. frá Whole Foods. Aldrei segja að neitt sé vonlaust, til að ná fram breytingu þarf fólk að taka ákvörðunina sjálft og hvert lítið skref skiptir máli.
Faghópar um þjónustustjórnun, kostnaðarstjórnun og breytingarstjórnun héldu í morgun fund í Háskólanum í Reykjavík. Fyrirlesarar voru þau Aðalheiður Sigursveinsdóttir og Gunnar Andri Þórisson.
Með því að veita góða þjónustu færðu tryggð sem þú hefur aldrei getað ímyndað þér. Aðalheiður sagði sögu af því hvernig hún eignaðist sinn fyrsta bíl í gegnum frábæra þjónustu sem hún veitti viðskiptavini. Viðmót á staðnum skiptir meira máli en upplýsingar. Fyrirtæki þurfa að ákveða með hvaða hætti er unnið og því er þjónustustýring hluti af stefnumótun. Það sem margir flaska á er að gleyma að setja fram mælikvarða. T.d. að lágmarka kvartanir er þjónustumarkmið, hve lengi viðskiptavinurinn bíður eftir þjónustu er þjónustumarkmið. En í þjónustu eru ekki öll augnablikin eins mikilvæg. Það fer eftir hvað verið er að fjalla um í hverju og einu tilfelli. Það er mikilvægara að klikka aldrei þegar verið er að fjalla um kvartanir heldur en þegar verið er að óska eftir nýrri þjónustu. Fókusa á hvar mestu tekjurnar koma? Mikilvægustu augnablikin eru 1. Auglýsingar á samfélagsmiðlum sem vekja nýja þörf 2. Umsagnir á netinu um vöruna 3. þegar viðskiptavinurinn sér vöruna þ.e. kemur inn í verslunina 4. Þegar viðskiptavinurinn fær vöruna, er upplifun miðað við væntingar 5. Umsagnir umtal. Tryggð er sú upplifun sem það tengir þjónustu eða einstaklings. Dæmi um það er þegar þú færir þig milli vinnustaða og viðskiptavinurinn fylgir með þ.e. hættir hjá fyrirtækinu og fer til samkeppnisaðila. Því þarf að greina virðisstraum þjónustunnar og fara alla leið. Hvað er sagt á samfélagsmiðlum um okkur? Byrja þarf þar. En hvaða þarfir er viðskiptavinurinn með? Hvaða þarfir uppfylli ég?
Bankar láta t.d. drauma rætast með því að opna dyr að því að eignast nýja hluti en ekki að skilja skilmálann að láninu. Það sama á við um tryggingar þær veita hugarró. Sóun í þjónustu er margs konar; óþarfa bið, ekki leyst úr kvörtunum, ekki samræmi milli tilbðs og virðis o.fl. Einnig þarf að skoða hvar er ósveigjanleiki? Og hvernig er fyrirtækið okkar uppbyggt?
Núna eru gríðarlegar breytingar og þær gerast hratt. Dæmi um það eru bankar þar sem allt er orðið sjálfsafgreiðsla; sama menntunarstig en allt aðrar lausnir. En hvað eiga Spotify, Google, Uber og Amazon sameiginlegt? Þau hafa sett fram nýtt þjónustuumhverfi og breytt um leið þjónustunni. Ný þörf=ný þjónusta. Öll störf eru að fara að breytast á næstu árum því gervigreind breytir því hvernig störfin eru unnin. Ríkisstjórn Íslands var að láta að gera greiningu á fjórðu iðnbyltingunni og skoða hvaða störf eru að breytast eða hverfa t.d. bankastarfsemi, innheimta, bókarar. Þetta þýðir minni sóun í pappír og færslum.
Þjónstugustigin 0=sjálfsafgreiðsla (engin persóna talar við þig) og virðið er mikið 1=fyrsta snerting getur lokið þjónustubeiðni (ekki þarf að ræða við annan til að klára málið) 2=sérhæfðari sérfræðingar sem styðja við þjónustuúrlasun. Burðarás í þjónustu eru tengsl við viðskiptavininn og forskotið næst með auknu trausti. Í dag þarf því að sýna samkennd, setja sig í spor annarra og sýna örlæti.
Gunnar Andri sagði frá því hvernig hann fékk hugmynd að söluskóla og einnig af sínu fyrsta sölustarfi. Virði er það sem öllu máli skiptir. Ef við erum eitthvað krumpuð þá finnst okkur virðið okkar minnka. Góð þjónusta leiðir af sér sölu. Tímarnir eru að breytast og þeir breytast ótrúlega hratt. Hvað getum við gert í breyttu umhverfi? Netverslun er að aukast mikið en kjarninn í okkur hann hefur ekkert breyst og við erum að leita eftir upplifun. Við erum alla daga stöðugt að selja hugmyndir okkar heima og að heiman. Gunnar fór yfir kauphita 0 og kauphita 10. Viðskipti ganga út á að ná í viðskiptavin og halda honum. Í kauphita 0 þekkir viðskiptavinurinn ekki vöruna en í 10 þá kaupir hann beint. Einnig er til viðskiptavinur í mínus kauphita þ.e. hann vill ekki skipta við viðskiptavininn. Sala er ferill. Undirbúningur, fyrsta snerting, fá viðskiptavin í lið og loka sölu. (tímalína). Viðskiptavinurinn kaupir út frá tilfinningu og notar síðan rök til að sannfæra sig um að kaupin séu rétt. Snerting við viðskiptavininn er mjög mikils virði. Gæðasala er þannig að kaupandi og seljandi fara sáttir fá borði win-win. En hvað er hægt að gera til að ná gæðasölu? Veita betri þjónustu og spá í hvernig við getum aukið virði. Fólk fjárfestir miklu meira í afþreyingu en endurmenntun. Það er mikilvægt að passa upp á endurmenntun starfsmanna. Walt Disney á engan viðskiptavin, einungis gesti. Ef hægt er að fá viðskiptavin til að brosa eða hlæja þá er hægt að fá hann til að kaupa. Fólk kaupir fólk. V= skiptir miklu máli – það vex það sem þú beinir athyglinni að v=viðskiptavinur v=virði v=victory
Er hægt að bregðast við þrengingum með öðrum hætti en beinum niðurskurði?
Markaðsaðstæður breytast hratt og stýring þjónustu- og vöruframboðs ber þess glöggt merki. Ytra rekstarumhverfi og örar tæknibreytingar kalla á sveigjanleika og hröð viðbrögð í þjónustu og rekstri.
Í þessum hagnýta fyrirlestri varr farið yfir hvernig virði þjónustu og sölu fer saman. Á hnitmiðaðan hátt var farið yfir virðishugtakið út frá viðskiptavinum annars vegar og rekstarmódeli fyrirtækja hins vegar. Fléttað var saman umræðu um þjónustu- og sölustýringu innan fyrirtækja, mikilvæg augnablik og mikilvægi gæðasölu á tímum breytinga.
Fyrirlesarar voru tveir:
Gunnar Andri hefur haldið námskeið og fyrirlestra fyrir þúsundir einstaklinga og fjöldann allan af fyrirtækjum jafnt stór sem smá frá árinu 1997 ásamt því haldið málstofur fyrir fyrirtæki í öllum geirum viðskipta. Meðal viðskiptavina Söluskóla Gunnars Andra (SGA) eru fjármálastofnanir, tryggingafélög og fjarskiptafyrirtæki. Að auki hefur hann margoft verið gestafyrirlesari í Háskólanum í Reykjavík. Gunnar Andri er stofnandi og eigandi SGA, 2fyrir1, leikhus.is, offer.is og happyhour.is.
Gunnar Andri er höfundur bókarinnar "Message From The Middle Of Nowhere", er höfundur og útgefandi „55 ráð sem skila árangri í þjónustu!“ sem hefur notið mikilla vinsælda hér á landi ásamt því að vera einn af meðhöfundum bókarinninnar í Against the Grain sem gefin er út af Brian Tracy.
Aðalheiður er stjórnunarráðgjafi og markþjálfi. Hún hefur starfað með mörgum fyrirtækjum og stofnunum við stefnumótun og ráðgjöf við innleiðingu breytinga í þjónustu og rekstri. Aðalheiður hefur mikla reynslu í að aðstoða fyrirtæki og stofnanir við að takast á við nýjar áskoranir, straumlínulaga ferla og bæta rekstur þeirra og styðja við stjórnendur og starfsmenn í breytingum.Aðalheiður hefur kennt við Opna háskóla HR, Tækniskólanum og haldið fjölmarga fyrirlestra og námskeið um þjónustustjórnun, straumlínustjórnun og áskoranir í breytingum.
Fyrri reynsla Aðalheiðar er viðtæk en hún meðal annars unnið sem rekstarstjóri, mannauðsstjóri, þjónustustjóri og starfað sem aðstoðarmaður ráðherra. Aðalheiður er sjálfstætt starfandi ráðgjafi og rekur www.breyting.is og er ráðgjafi hjá FranklinCovey á Íslandi.
Faghópurinn kostnaðarstjórnun hélt kynningu í Háskóla Íslands þar sem Einar Guðbjartsson hélt fyrirlestur um fjárfestingar og árangursmælingar. Fjárhæð hefur ekkert upplýsingargildi fyrr en þú prjónar önnur hugtök við þetta hugtak. Talan 900.000 eru einungis tala - bættu við krónur og þá skilurðu töluna betur – bættu við laun- bættu við á mánuði – bættu við strætóbílstjóri á Íslandi – og strætóbílstjóri í Noregi. Tölugildi fær ekki meiningu fyrr en öðrum upplýsingu er bætt við.
Einar kynnti módel sem sýnir x/y ás, á Y-ás er inntakið og X-ás er úttakið. Lítið/mikið hátt/lágt. Innput er óþekkt en output er þekkt t.d. þegar búin er til bíómynd. Á fyrstu helgi sést strax hvort mynd mun slá í gegn eða ekki. Hægt er að setja inn í módelið alla mögulega starfsemi. Einar ræddi um mælikvarða: Hvað er teygja löng Hvernig skal mæla lengd á teygju? Í innput og output skal passa sig að nota sömu kvarðana ekki t.d. pund í innput og dollara í output. NPV er núvirði á vöru. Í ársreikningum er notað kostnaðarverð. Einar sýndi mun á greiðslugrunni og rekstrargrunni. Eins árs mæling segir lítið til um hvernig fyrirtæki gengur. Sá sem á eign upp á 100millj. og skuldar 90millj. er hann betur eða verr settur en aðili sem á heima hjá sér 10millj.? Erfitt að segja fyrr en þú færð betri upplýsingar en sá seinni sefur örugglega betur.