Endurvakinn faghópur Stjórnvísi um almannatengsl, miðlun og samskipti hélt vel heppnaðan haustfund í Húsi máls og menningar við Laugaveg miðvikudaginn 5. nóvember 2025. Fundurinn var opinn öllu áhugasömu fólki og fjölsóttur. Faghópurinn fékk þrautreynda reynslubolta í faginu til að opna fundinn með stuttri framsögn um sig og sín verkefni, ásamt vangaveltum yfir framþróun fagsins. Þau voru Ásgeir Friðgeirsson ráðgjafi, Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir ráðgjafi, Eva Bergþóra Guðbergsdóttir samskiptastjóri Reykjavíkurborgar, Gísli Freyr Valdórsson blaðamaður og ráðgjafi, Særún Ósk Pálmadóttir ráðgjafi hjá KOM og Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir ráðgjafi hjá Aton. Umræðum stýrði Stefán Hrafn Hagalín framkvæmdastjóri Þrettánellefu.
Þrautreyndir reynsluboltar með framsögn í Húsi máls og menningar
Fleiri fréttir og pistlar
Nýársfagnaður stjórna faghópa Stjórnvísi var í dag haldinn í Marel sem tók á móti félögum með glæsilegum veitingum, þar sem Stjórnvísifélagar skáluðu fyrir nýju ári og gæddu sín á smáréttum.
Anna Kristín Kristinsdóttir formaður stjórnar Stjórnvísi og Engineering Manager Lead, JBT Marel opnaði viðburðinn, kynnti Marel og fór örstutt yfir þema starfsársins "Framsýn forysta" og hvernig það er útfært.
Katrín Rós Baldursdóttir, VP Software Engineering & Helgi Eide Guðjónsson, Director Supply Chain Operations sögðu okkur á áhugaverðan hátt frá hvernig "Framsýn forysta" tengist allri starfsemi JBT Marel.
Í lokin steig þjóðargersemin Saga Garðarsdóttir á svið með vandað uppistand og sló alveg í gegn enda hefur Saga fest sig í sessi sem ein af ástsælustu leikkonum og skemmtikröftum þjóðarinnar.
Stjórn Stjórnvísi óskar þér og fjölskyldu þinni farsældar á nýju ári og þakkar fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða.
Megi nýja árið reynast ykkur gæfuríkt.
Stjórn og framkvæmdastjóri Stjórnvísi.
Anna Kristín Kristinsdóttir, Auður Daníelsdóttir, Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri, Héðinn Jónsson, Ingibjörg Loftsdóttir, Lilja Gunnarsdóttir, Matthías Ásgeirsson, Snorri Páll Sigurðsson, Tinna Jóhannsdóttir og Viktor Freyr Hjörleifsson.
Árlega tekur Jeromy Clenn, forstjóri Milliennium Project, lista yfir áhugaverða viðburði liðin árs. Þetta er í engri forgangsröðun. Hverjar verða áhrif, ef einhver, þessara viðburða á komandi ár?
- Trump takes over the U.S. White House
- First commercially-funded successful moon landing by Firefly’s Blue Ghost
- Massive US government cuts lead by Elon Musk
- DeepSeek and Manus AI Agent show China’s rapid progress on AI
- War in Ukraine and Sudan continues other regional tensions increase
- France, UK, others recognize Palestine State; Simi-cease fire in Gaza
- Humanoid Robots going commercial: Tesla, Unitree, Boston Dynamics, others
- Germany's fusion plant sets world record for sustain fusion for 43 seconds.
- Pope Francis dies; first American Pope elected as Leo XIV
- China has record $1 trillion trade surpluses despite tariff policies
- Meta’s new Ray-Ban smart glasses for augmented reality (AR) commercialized
- Gen Z overthrows corrupt governments in Nepal and Madagascar
- Job openings for software coders are beginning to fall.
- Quantum Computing is becoming practical: drug discovery and materials science
- Race to build data centers in orbit to save energy, cooling water, environ’al impacts
- Largest number of armed conflicts in history
- First G20 meeting held in Africa, Johannesburg, South Africa
- The first World Humanoid Robot Games were held in Beijing
- Direct air CO2 capture business star-ups begin.
- Trump starts Traffic Wars, cuts US Science 25-50% cuts USAID and UN dues
- Hektoria Glacier in Antarctica nearly 50% disintegrated in just two months.
- Renewables less costly than fossil fuels
- Agentic AI, local AI control (dual engine AI), S. Korea leading 6G race for 2028
- VR used to train medical surgeons
- Synthetic biology engineered bacteria to diagnose and treat disease.
- Structural battery composites, using structure of cars, planes, robots, for energy use.
- UN Security Council hold third session on AI as a national security issue
- Global warming continues 2015-2025 hottest decade, CO2 emissions record high
- Brazil’s Bolsonaro received 27-year prison sentence for leading coop attempt
- Japan elected Sanae Takaichi as its first female prime minister
- The first paraplegic to go into space on 9-minute trip on Blue Origin
- There were 321 rocket launches in 2025, of which Space X launched 172.
- Cell reprograming advances by tissue nanotransfection moves toward reverse aging
- Lab-grown cells restored brain function in aging mice.
Stjórn Stjórnvísi óskar þér og fjölskyldu þinni gleðilegra jóla. Við þökkum samstarfið á árinu og hlökkum til að takast á við ný og spennandi verkefni með þér á komandi ári.
Stjórn og framkvæmdastjóri Stjórnvísi.
Anna Kristín Kristinsdóttir, Auður Daníelsdóttir, Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri, Héðinn Jónsson, Ingibjörg Loftsdóttir, Lilja Gunnarsdóttir, Matthías Ásgeirsson, Snorri Páll Sigurðsson, Tinna Jóhannsdóttir og Viktor Freyr Hjörleifsson.
Til að tilnefna fyrir árið 2026 smellið hér
Óskað er eftir tilnefningum til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2026. Sjá myndband.
Stjórnvísifélagar eru hvattir til að hafa í huga að þema stjórnar starfsárið 2025-2026 er "Framsýn forysta".
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2026 verða veitt í sautjánda sinn í febrúar næstkomandi við hátíðlega athöfn á Grand hótel, Háteigi, kl.16:00-17:10. Forseti Íslands Frú Halla Tómasdóttir afhendir verðlaunin og flytur stutt ávarp.
Við hvetjum alla landsmenn til að taka þátt með því að tilnefna og rökstyðja 1. millistjórnendur 2. yfirstjórnendur 3.frumkvöðla/brautryðjendur í fyrirtækjum innan sem utan raða Stjórnvísi sem þeim þykir hafa skarað framúr á sínu sviði.
Dómnefnd birtir lista yfir þá sem hljóta lágmarksfjölda tilnefninga.
Frestur til að tilnefna rennur út 17. desember 2025.
Hver og einn Stjórnvísifélagi getur tilnefnt og rökstutt eins marga og hann vill innan sem utan síns fyrirtækis. Opið er fyrir tilnefningar í öllum faghópum Stjórnvísi sem sjá má á vef félagsins; https://www.stjornvisi.is/is/
Dómnefnd tekur við öllum tilnefningum, vinnur úr þeim og útnefnir verðlaunahafa.
Viðmið við tilnefningu:
Að stjórnandinn hafi í starfi sínu eða einstöku verkefni sýnt af sér forystu, bæði í stjórnun og nýjum hugmyndum ásamt því að stuðla að auknum árangri í starfsemi þess fyrirtækis eða stofnunar sem hann starfar hjá.
Markmið Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi er að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda, örva umræðu um faglega stjórnun og hvetja félagsfólk til að auka þekkingu sína, hæfni og færni sem stjórnendur. Þannig vill Stjórnvísi stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi.
Dómnefnd.
Það er Stjórnvísi mikið í mun að verðlaunin séu byggð á faglegu mati og því eru viðmið og ferli verðlaunanna vel skilgreind og dómnefnd er skipuð sérfræðingum og reynslumiklum stjórnendum.
Dómnefnd 2026 skipa eftirtaldir:
Salóme Guðmundsdóttir, formaður dómnefndar, framkvæmdastjóri Ísorku og stjórnarformaður Kadeco.
Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri Hugverkastofunnar.
Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár.
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Katrín S. Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hagvangs.
Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma hf.,og stjórnarkona.
Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi.
Nánari upplýsingar um Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi er að finna á heimasíðu félagsins: https://www.stjornvisi.is/is/