Gervigreind

Gervigreind

Hverju breytir gervigreind?  Sagt er að hún muni breyta öllu. Ef svo er, þá mun hún gjörbreyta stjórnun og rekstri fyrirtækja og vera tækifæri til aukinnar framleiðni og róttækrar nýsköpunar. Hugtakið gervigreind er ekki nýtt en þróun hennar er á ógnarhraða. Hraði þróunarinnar er það mikill að gervigreindin er af sumum talinn geta orðið ógn hefðbundinna hugsunar og siðferðis og þannig samfélagógn, ef ekki er gætt að.

Mun gervigreindin gjörbreyta viðskiptalíkönum fyrirtækja, starfsháttum þeirra og hefðbundnum viðmiðum vinnumarkaðarins? Hvaða áhrif mun hún hafa á vinnusiðferði, menntun til starfa, vöru- og upplýsingaflæði og markaðssetningu vara og þjónustu? Hvaða félagslegar breytingar munu eiga sér stað með  tilkomu hennar? Hvernig verður vernd upplýsinga háttað, gagnvart fyrirtækjum og einstaklingum?

Við stefnum að metnaðarfullri umræðu um framangreinda þróun á vettvangi Stjórnvísi, og leggjum áherslu á samstarf við aðrar faghópa félagsins, þar sem hún mun hafa áhrifa á allar faggreinar, er þverfagleg og spyr ekki um mörk eða landamæri.

Að undanförnu hefur umræðan aðallega beinst að hugbúnaðinum ChatGPT. Þessi hugbúnaður er bara einn af mörgum sem munu koma fram, hver með sínar útfærslur og áhrif sem vert er að rýna og fylgjast með.

Hlökkum til samstarfs við ykkur, skráið ykkur í hópinn og saman tökum við forystu í mikilvægri umræðu.

Viðburðir á næstunni

Leiðtogi í notkun gervigreindar

Hlekkur á viðburðinn 

Hinrik Jósafat Atlason ætlar að fræða okkur um hvernig hægt er að nota gervigreind við ákvarðanatöku og hvað þarf að gera til að fá skilvirka svörun frá gervigreindinni. Hann gefur okkur dæmi um það hvernig hægt er að gefa gervigreindinni mismunandi hlutverk til að fá fram mismunandi sjónarmið.

Hinrik Jósafat Atlason er stofnandi Atlas Primer. Hinrik er leiðandi sérfræðingur á sviði gervigreindar og hefur unnið ötullega að því að þróa nýstárlegar lausnir sem hafa haft mikil áhrif á bæði atvinnulífið og samfélagið í heild. Með yfir áratug af reynslu í rannsóknum og þróun á gervigreindartækni, hefur Hinrik verið frumkvöðull í að innleiða gervigreind í fjölbreyttum verkefnum, allt frá sjálfvirkni í iðnaði til persónulegra aðstoðarmanna. Hann hefur einnig verið virkur í að miðla þekkingu sinni og reynslu, bæði í gegnum fyrirlestra og sem ráðgjafi fyrir fyrirtæki og stofnanir. Atlas Primer var valið af TIME sem eitt af fremstu menntatæknifyrirtækjum í heimi árið 2024, og að Forbes hefur fjallað um fyrirtækið og lausnina þrisvar á þessu ári.

Hefur gervigreind áhrif á notkun gereyðingarvopna?

Viðburðurinn mun fjalla um möguleg áhrif gervigreindar á gereyðingarvopn, bæði þá áhættu og þau tækifæri sem tæknin hefur í för með sér. Farið verður yfir hugsanlegar hættur þegar kemur að sjálfstæðum vopnakerfum, aðstoð við ákvarðanatöku og misnotkun tækninnar. Sérstök áhersla verður lögð á kjarnorkuvopn, efnavopn og sjálfvirk vopn. Í umræðu með þátttakendum skoðum við siðferðileg sjónarmið, þörfina fyrir regluverk og og mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu.

Notið eftirfarandi vefslóð: 

Join the meeting now

 Fyrirlesarinn Kolfinna Tómasdóttir er sérfræðingur í alþjóðateymi rannsókna- og nýsköpunarsviðs Rannís. Þá er hún meðstofnandi og einn stjórnenda AiXist – Consortium for AI & Existential Risks, stofnmeðlimur Global Youth Security Council (GYSC) og One Young World Ambassador. Kolfinna er með meistaragráðu í alþjóðalögum og úrlausn deilumála frá Friðarháskóla Sameinuðu þjóðanna í Kosta Ríka ásamt því að vera með diplómu í alþjóðlegri leiðtogahæfni. Einnig er hún með Mag. Jur. og BA gráðu í lögfræði ásamt diplómu í Mið-Austurlandafræði frá Háskóla Íslands.

Spáum fyrir um framtíð gervigreindar

Lýsing: Stutt innslag sérfræðinga á sviði gervigreindar þar sem vangaveltur um framtíð gervigreindar eru settar fram út frá ólíkum sjónarmiðum.

Við leitumst við að svara spurningunni um hvernig staða gervigreindar verður eftir 2 ár og svo aftur eftir 5 ár. Að spádómum loknum mun fundarstjóri stýra umræðum og við fáum að heyra spurningar frá þátttakendum.

Nánari lýsing síðar

Fréttir

Gervigreind og stefnumótun - “Frá óvissu til árangurs - Skýr hugsun og listin að taka betri ákvarðanir”

Faghópur um stefnumótun og árangursmat hélt í morgun áhugaverðan fund í Innovation House. Á fundinum fjallaði Þorsteinn Siglaugsson um röklegt umbótaferli og las valda kafla úr bók sinni „Frá óvissu til árangurs: Skýr hugsun og listin að taka betri ákvarðanir“ sem er nýkomin út á vegum Mjaldurs útgáfu. Þorsteinn er vottaður sérfræðingur í röklegu umbótaferli og hefur um árabil starfað við ráðgjöf og þjálfun stjórnenda og sérfræðinga í aðferðafræðinni, sem á rætur að rekja til Dr. Eliyahu M. Goldratt höfundar metsölubókarinnar „The Goal“ sem haft hefur mikil áhrif á stjórnun fyrirtækja allt frá því á níunda áratug síðustu aldar. 

Notkun skapandi gervigreindar meðal stjórnenda tvöfaldast í 72% á milli ára

"Samkvæmt könnun þar sem rætt var við yfir 800 stjórnendur kemur í ljós að vikuleg notkun á skapandi gervigreindar hefur nær tvöfaldast, úr 37% árið 2023 í 72% árið 2024, með miklum vexti í deildum sem áður voru hægari að tileinka sér tæknina, svo sem markaðs- og mannauðsdeildum. Þrátt fyrir aukna notkun standa fyrirtæki enn frammi fyrir áskorunum þegar kemur að því að meta fullan ávinning og arðsemi gervigreindarinnar."

Hér er ný skýrsla frá The Wharton School:
https://ai.wharton.upenn.edu/focus-areas/human-technology-interaction/2024-ai-adoption-report/

Stærstu bandarísku fyrirtækin vara við vaxandi áhættu af gervigreind

Áhugaverð grein í Financial Times sem fjallar um samkeppnislega áhættu af gervigreind.

"More than half of the US’s biggest companies see artificial intelligence as a potential risk to their businesses, according to a new survey of corporate filings that highlights how the emerging technology could bring about sweeping industrial transformation."

"The predictive machine learning technology has boomed over the past two years since OpenAI’s release of its popular chatbot ChatGPT in November 2022. Since then, Big Tech companies have invested tens of billions of dollars to develop powerful AI systems and hundreds of start-ups have launched to capitalise on the opportunity for disruption."

"Among Fortune 500 companies, AI risks mentioned in annual financial reports this year include greater competition, as boardrooms fret they may fail to keep pace with rivals who are better exploiting the technology."

https://www.ft.com/content/5ee96d38-f55b-4e8a-b5c1-e58ce3d4111f

 

 

Stjórn

Róbert Viðar Bjarnason
Forstjóri -  Formaður - Íbúar - Samráðslýðræði SES
Anna Sigurborg Ólafsdóttir
Framtíðarfræðingur -  Stjórnandi - Skrifstofa Alþingis
Brynjólfur Borgar Jónsson
Framkvæmdastjóri -  Stjórnandi - DataLab
Gyða Björg Sigurðardóttir
Sérfræðingur -  Stjórnandi - Orkan IS
Helga Ingimundardóttir
Sérfræðingur -  Stjórnandi - Háskóli Íslands
Karl Friðriksson
Framkvæmdastjóri -  Stjórnandi - Framtíðarsetur Íslands
Sævar Kristinsson
Sérfræðingur -  Stjórnandi - KPMG ehf
Þorsteinn Siglaugsson
Framkvæmdastjóri -  Stjórnandi - Sjónarrönd
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?