Gervigreind

Gervigreind

Hverju breytir gervigreind?  Sagt er að hún muni breyta öllu. Ef svo er, þá mun hún gjörbreyta stjórnun og rekstri fyrirtækja og vera tækifæri til aukinnar framleiðni og róttækrar nýsköpunar. Hugtakið gervigreind er ekki nýtt en þróun hennar er á ógnarhraða. Hraði þróunarinnar er það mikill að gervigreindin er af sumum talinn geta orðið ógn hefðbundinna hugsunar og siðferðis og þannig samfélagógn, ef ekki er gætt að.

Mun gervigreindin gjörbreyta viðskiptalíkönum fyrirtækja, starfsháttum þeirra og hefðbundnum viðmiðum vinnumarkaðarins? Hvaða áhrif mun hún hafa á vinnusiðferði, menntun til starfa, vöru- og upplýsingaflæði og markaðssetningu vara og þjónustu? Hvaða félagslegar breytingar munu eiga sér stað með  tilkomu hennar? Hvernig verður vernd upplýsinga háttað, gagnvart fyrirtækjum og einstaklingum?

Við stefnum að metnaðarfullri umræðu um framangreinda þróun á vettvangi Stjórnvísi, og leggjum áherslu á samstarf við aðrar faghópa félagsins, þar sem hún mun hafa áhrifa á allar faggreinar, er þverfagleg og spyr ekki um mörk eða landamæri.

Að undanförnu hefur umræðan aðallega beinst að hugbúnaðinum ChatGPT. Þessi hugbúnaður er bara einn af mörgum sem munu koma fram, hver með sínar útfærslur og áhrif sem vert er að rýna og fylgjast með.

Hlökkum til samstarfs við ykkur, skráið ykkur í hópinn og saman tökum við forystu í mikilvægri umræðu.

Viðburðir á næstunni

Spáum fyrir um framtíð gervigreindar

Stutt innslag sérfræðinga á sviði gervigreindar þar sem vangaveltur um framtíð gervigreindar eru settar fram út frá ólíkum sjónarmiðum. Á fundinum fáum við sérfræðinga úr ýmsum áttum til að spá fram í tímann um hvernig staða gervigreindar verður eftir 2 ár og svo aftur eftir 5 ár. Að spádómum loknum mun fundarstjóri stýra umræðum og við fáum að heyra spurningar frá þátttakendum.

Hlekkur á Teams viðburð: https://teams.microsoft.com/meet/395106913932?p=BCK67SieGThLuS5c7V 

Umræðuvettvangur á Slido: https://app.sli.do/event/eS8NKN3hjFD2y41Rgi6HBd

Álitsgjafar

  • Dr. Helga Ingimundardóttir - Lektor í iðnaðarverkfræðideild, Háskóli Íslands

  • Tryggvi Thayer - Aðjunkt í upplýsingatækni, nýsköpun og miðlun á Menntavísindasviði HÍ

  • Róbert Bjarnason - Tæknistjóri, Citizens Foundation og Evoly

  • Hjálmar Gíslason - Stofnandi og framkvæmdastjóri, GRID

Fundarstjóri Gyða Björg Sigurðardóttir - sérfræðingur í gagnagreiningu hjá Orkunni og meðeigandi Ráður.

 

Nánari upplýsingar

Dr. Helga Ingimundardóttir

Helga hefur fjölbreytta reynslu úr hugbúnaðarþróun, vísindarannsóknum og kennslu. Hún lauk doktorsprófi í reikniverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2016. Fyrri störf hennar fela í sér hugbúnaðarþróun hjá Völku, ráðgjöf hjá AGR Dynamics, vísindastörf hjá Íslenskri erfðagreiningu, gagnavísindi hjá CCP Games og forystu í gervigreindarrannsóknum hjá Travelshift. Frá árinu 2023 starfar hún sem lektor í iðnaðarverkfræðideild Háskóla Íslands og situr í fagráði Tækniþróunarsjóðs Rannís. Helga er einnig meðlimur í Kennsluakademíu opinberu háskólanna.

 

Tryggvi Thayer 

Tryggvi lauk doktorsprófi í samanburðarmenntunarfræðum með áherslu á framtíðafræði í stjórnun og stefnumótun í menntun frá Háskólanum í Minnesóta. Hans sérsvið er upplýsingatækni í menntun og sérstaklega framtíð menntunar með tilliti til tækniþróunar. Hann hefur víðtæka reynslu úr menntageiranum. Á síðustu þremur áratugum hefur hann m.a. starfað sem sérfræðingur hjá Evrópusambandinu, leitt og tekið þátt í fjölmörgum alþjóðlegum rannsóknar- og þróunarverkefnum á sviði upplýsingatækni og menntunar og síðasta áratuginn á Menntavísindasviði HÍ sem verkefnisstjóri, kennsluþróunarstjóri og núna aðjunkt í upplýsingatækni, nýsköpun og miðlun í menntun.

 

Róbert Viðar Bjarnason 

Róbert er tæknistjóri Citizens Foundation og Evoly, fyrirtækis sem var stofnað í samstarfi við Citizens Foundation árið 2024 til að þróa opnar gervigreindar-lausnir fyrir samvinnu manna og gervigreindar. Róbert er frumkvöðull að uppruna og hefur stofnað og stýrt fjölmörgum tæknifyrirtækjum sem hafa haft veruleg áhrif á stafræna nýsköpun. Róbert leggur áherslu á gagnsæi, og betri ákvarðanir hjá fyrirtækjum og stofnunum.

 

Hjálmar Gíslason 

Hjálmar er stofnandi og framkvæmdastjóri GRID, sem hefur umbreytt hvernig fyrirtæki og einstaklingar nálgast og vinna með gögn. Með ástríðu fyrir tækni og nýsköpun, hefur Hjálmar leiðbeint og byggt upp fyrirtæki sem nýta gagnadrifna nálgun til að bæta ákvarðanatöku og hagræðingu. Hann hefur verið virkur í þróun stafrænna lausna frá unga aldri og er þekktur fyrir sitt frumkvöðlastarf á sviði hugbúnaðar og fjölmiðla.

 

Hefur gervigreind áhrif á notkun gereyðingarvopna?

Viðburðurinn mun fjalla um möguleg áhrif gervigreindar á gereyðingarvopn, bæði þá áhættu og þau tækifæri sem tæknin hefur í för með sér. Farið verður yfir hugsanlegar hættur þegar kemur að sjálfstæðum vopnakerfum, aðstoð við ákvarðanatöku og misnotkun tækninnar. Sérstök áhersla verður lögð á kjarnorkuvopn, efnavopn og sjálfvirk vopn. Í umræðu með þátttakendum skoðum við siðferðileg sjónarmið, þörfina fyrir regluverk og og mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu.

Notið eftirfarandi vefslóð: 

Join the meeting now

 Fyrirlesarinn Kolfinna Tómasdóttir er sérfræðingur í alþjóðateymi rannsókna- og nýsköpunarsviðs Rannís. Þá er hún meðstofnandi og einn stjórnenda AiXist – Consortium for AI & Existential Risks, stofnmeðlimur Global Youth Security Council (GYSC) og One Young World Ambassador. Kolfinna er með meistaragráðu í alþjóðalögum og úrlausn deilumála frá Friðarháskóla Sameinuðu þjóðanna í Kosta Ríka ásamt því að vera með diplómu í alþjóðlegri leiðtogahæfni. Einnig er hún með Mag. Jur. og BA gráðu í lögfræði ásamt diplómu í Mið-Austurlandafræði frá Háskóla Íslands.

Innleiðing stefnu um gervigreind

Erindi um innleiðingu og hagnýtingu gervigreindastefnu í atvinnulífinu.

 

Nánari lýsing síðar

Fréttir

Nýtt o3 gervigreindarmódel frá OpenAI rýfur mörk greindarskala

Næstum því ótrúlegur endir á hröðu gervigreindarári. Ný sería af gervigreindarmódelum frá OpenAI, o3, virðist geta leyst flest huglæg verkefni betur en bestu mannlegu sérfræðingar á hverju sviði - og er með þekkingu flestra sérfræðinga á flestum sviðum!

Þessar breytingar eru fyrst að gerast rólega eins og á árinu sem er að líða, en síðan munu þessar breytingar gerast mjög hratt, kannski of hratt. Skapandi gervigreind er þegar farin að breyta heiminum og mun halda áfram að hafa mikil áhrif, bæði með jákvæðum afleiðingum og með því að skapa krefjandi áskoranir fyrir samfélög, fyrirtæki og stjórnvöld.

https://x.com/OpenAI/status/1870186518230511844

https://www.wired.com/story/openai-o3-reasoning-model-google-gemini/


https://x.com/fchollet/status/1870169764762710376
 


https://arcprize.org/blog/oai-o3-pub-breakthrough

Pallborðsumræður frá ráðstefnunni í Dubai -

Hér eru vefslóðir frá pallborðsumræðunum á árlegri ráðstefnu sem Dubai Future Forum hélt fyrr í mániðnum. Gæti verið áhugavert að renna yfir efnið og vakta áhugaverð atriði:

 https://www.youtube.com/live/b6lguB_vpjs?si=pgePVUxGSHOKdvvc 

 https://www.youtube.com/live/frI9bJSE3ME?si=5ezTPte5DBUC6fMK

Gervigreind og stefnumótun - “Frá óvissu til árangurs - Skýr hugsun og listin að taka betri ákvarðanir”

Faghópur um stefnumótun og árangursmat hélt í morgun áhugaverðan fund í Innovation House. Á fundinum fjallaði Þorsteinn Siglaugsson um röklegt umbótaferli og las valda kafla úr bók sinni „Frá óvissu til árangurs: Skýr hugsun og listin að taka betri ákvarðanir“ sem er nýkomin út á vegum Mjaldurs útgáfu. Þorsteinn er vottaður sérfræðingur í röklegu umbótaferli og hefur um árabil starfað við ráðgjöf og þjálfun stjórnenda og sérfræðinga í aðferðafræðinni, sem á rætur að rekja til Dr. Eliyahu M. Goldratt höfundar metsölubókarinnar „The Goal“ sem haft hefur mikil áhrif á stjórnun fyrirtækja allt frá því á níunda áratug síðustu aldar. 

Stjórn

Róbert Viðar Bjarnason
Forstjóri -  Formaður - Íbúar - Samráðslýðræði SES
Anna Sigurborg Ólafsdóttir
Framtíðarfræðingur -  Stjórnandi - Skrifstofa Alþingis
Brynjólfur Borgar Jónsson
Framkvæmdastjóri -  Stjórnandi - DataLab
Gyða Björg Sigurðardóttir
Sérfræðingur -  Stjórnandi - Orkan IS
Helga Ingimundardóttir
Sérfræðingur -  Stjórnandi - Háskóli Íslands
Karl Friðriksson
Framkvæmdastjóri -  Stjórnandi - Framtíðarsetur Íslands
Sævar Kristinsson
Sérfræðingur -  Stjórnandi - KPMG ehf
Þorsteinn Siglaugsson
Framkvæmdastjóri -  Stjórnandi - Sjónarrönd
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?