Spjallmenni til þjónustu reiðubúið - Morgunverðarfundur Advania
Hvernig nýtast gervigreind og máltækni við að bæta þjónustu við viðskiptavini?
Aukin krafa viðskiptavina um meiri sjálfsafgreiðslu og betra aðgengi að þjónustu allan sólarhringinn er eitthvað sem fyrirtæki um heim allan þurfa að bregðast við ætli þau ekki að verða undir í samkeppninni.
Á þessum fundi ætlum við að fjalla um framtíð þjónustuveitingar með gervigreindina að vopni. Segja frá samstarfsaðila Advania í spjallmennalausnum, fá reynslusögu frá viðskiptavini og tala um framtíð íslenskunnar í máltækni og þróunarstarf tengdri henni í Háskólanum í Reykjavík.
Hér er um að ræða morgunverðarfund sem enginn sá sem lætur sig bætta þjónustu við viðskiptavini sína varða ætti að láta framhjá sér fara.
Dagskrá fundarins:
- 08:00 - Húsið opnar
- 08:30 - Velkomin til Advania – Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania
- 08:35 - Á íslensku má alltaf finna svar
Hvaða tækifæri felast í framþróun í máltækni fyrir fyrirtæki í landinu? Anna Björk Nikulásdóttir, verkefnastjóri SÍM, Samstarf um íslenska máltækni, og Dr. Eydís Huld Magnúsdóttir, rannsóknarsérfræðingur hjá Mál- og Raddtæknistofu Háskólans í Reykjavík og meðeigandi Tiro ehf, fjalla um máltækniáætlun Íslands, raddgagnasöfnun og nýjungar í talgreiningu fyrir íslensku.
Anna Björk Nikulásdóttir, verkefnastjóri SÍM
Eydís Huld Magnúsdóttir, rannsóknarsérfræðingur hjá Háskólanum í Reykjavík og meðeigandi Tiro
- 09:00 - Nýting samræðugreindar (e. conversational AI) í þjónustu
Í erindi sínu mun Jørgen segja frá lausn Boost.ai, fara yfir muninn á sýndaraðstoðarmanni (e. virtual agent) og spjallbotta (e. chatbot) ásamt því að fjalla um möguleika íslenskra fyrirtækja þegar kemur að nýtingu gervigreindar í þjónustu við sína viðskiptavini.
Jørgen Holst, sölustjóri hjá Boost.ai
- 09:25 - Leiðin að skilvirkari þjónustu
Sigurður segir frá vegferðinni við að snjallvæða þjónustuver LÍN með innleiðingu á spjallmenninu Línu, sem í dag sinnir fyrstu snertingu við viðskiptavini í gegnum netspjall.
Sigurður Steinar Ásgeirsson, deildarstjóri innheimtudeildar hjá LÍN
Kynntu þér samstarf Advania og Boost.ai hér.