16. febrúar 2015 13:21
Stjórn faghóps um CAF vekur athygli á þessu áhugaverða námskeiði:
CAF SJÁLFSMATSLÍKANIÐ: STJÓRNUN STÖÐUGRA UMBÓTA FYRIR STOFNANIR OG SVEITARFÉLÖG
Markmið námskeiðsins er að kynna CAF sjálfsmatslíkanið sem aðferð sem nýst getur stofnunum og sveitarfélögum við að ná bættum árangri í stjórnun og rekstri.
Farið verður yfir uppbygginu CAF líkansins og hvernig það nýtist sem tæki til að greina hvar umbóta sé þörf og þannig leggja grunn að markvissum umbótum á vinnustöðum. CAF er verkfæri sem er auðvelt í notkun og getur aðstoðað opinbera aðila við að nýta aðferðir gæðastjórnunar í því skyni að bæta árangur.
Með CAF er látinn í té rammi að sjálfsmati sem er sérstaklega sniðin að þörfum opinberra aðila, þar sem tekið er tillit til hversu ólíkar þær geta verið. Leitast verður við að skýra viðfangsefnið fræðilega en glæða umfjöllunina lífi með dæmum og þátttöku nemenda í gegnum gagnvirk verkefni og umræður.
CAF aðferðafræðin er ætluð til að aðstoða við að hámarka skilvirkni í rekstri og bæta arðsemi, auka tryggð starfsmanna og byggja upp árangursdrifinn teymisanda.
Á námskeiðinu er fjallað um:
Gæðastjórnun og hugtök tengd henni.
Undirbúning fyrir framkvæmd sjálfsmats.
Aðferðir við framkvæmd sjálfsmats og stigagjöf.
Gerð úrbótaáætlunar í kjölfar sjálfsmats
Ávinningur þinn:
Aukin þekking á aðferðafræði gæðastjórnunar og hvernig má hagnýta hana.
Yfirsýn á því hvað skiptir máli við skipulagningu CAF sjálfsmats.
Öðlast færni til að leiða vinnu við framkvæmd sjálfsmats.
Fyrir hverja:
Námskeiðið er fyrir stjórnendur, sérfræðinga og aðra starfsmenn í stofnunum og sveitarfélögum sem vilja kynna sér aðferðir gæðastjórnunar og fá hagnýta þjálfun við að beita þeim.
NÁNARI UPPLÝSINGAR
http://www.endurmenntun.is/Namskeid/Fyrirthig/Skoda/158V15
SKRÁ MIG: http://www.endurmenntun.is/Namskeid/Fyrirthig/Skoda/158V15
Snemmskráning til og með 3. apríl
Kennsla/umsjón
Pétur Berg Matthíasson sérfræðingur í umbóta- og hagræðingarmálum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Sigurjón Þór Árnason, gæðastjóri hjá Tryggingastofnun ríkisins
HVENÆR
Mán. 13. og þri. 14. apríl kl. 8:30-12:30 (2x)
Hvar
Endurmenntun,
Dunhaga 7 - Sjá kort
Verð við snemmskráningu
31.900 kr.
Almennt verð
35.100 kr.