Haustráðstefna Stjórnvísi 2015: Endalaus tækifæri til umbóta
Haustráðstefna Stjórnvísi verður haldin á Reykjavík Natura, Icelandair Hotels þann 27.október kl.13:00-15:30 2015. Á þessu ári verður þema haustráðstefnunnar
„Endalaus tækifæri til umbóta“, hressilegar reynslusögur úr Lean heiminum.
Við höfum fengið til liðs við okkur fjóra áhugaverða einstaklinga sem munu segja frá hressilegum umbótaverkefnum sem unnin hafa verið á þeirra vinnustöðum og hvaða ávinning þau hafa haft í för með sér. Þetta eru Bjarte Bogsnes Chairman of the Beyond Budgeting Institute and VP Performance Management Development at Statoil, Agla Friðjónsdóttir, Specialist, Onboard Retail & Service, Icelandair, Davíð Lúðvíksson, forstöðumaður stefnumótunar og nýsköpunar hjá samtökum iðnaðarins og Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Síríus.
Ráðstefnustjóri verður Þórunn M. Óðinsdóttir, stjórnunarráðgjafi og eigandi Intra ráðgjafar.
Boðið verður upp á kaffihlaðborð, frítt inn og eru allir Stjórnvísifélagar hjartanlega velkomnir.