Sálfélagslegt áhættumat og aðgerðaáætlun
- desember 2015
Morgunfundur hjá Sjóvá, Kringlunni 5.
Vinsamlegast athugið að það er breyting á áður auglýstri dagskrá þar sem Ragnheiður Guðfinna er veðurteppt á Egilsstöðum. Í hennar stað kemur Guðmundur Kjerúlf sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu sem verður með kynningu á félagslegu áhættumati starfa. Ágústa Björg Bjarnadóttir forstöðumaður mannauðs hjá Sjóvá talar um framkvæmd áhættumatsins hjá þeim og aðgerðaáætlun í kjölfarið.
Líðan starfsmanna er gríðarlega mikill forspárþáttur í mögulegri velgengi fyrirtækja. En hvað er á bak við líðan starfsmanna?
Huglæg líðan er það hvað starfsmaður er að hugsa og velta sér upp úr og félagsleg líðan er hvernig samskipti starfsmanns er við aðra samstarfsmenn og virkni hans í félagssamskiptum innan vinnustaðar. Líðan starfsmanna hefur mikil áhrif á velferð og heilsu viðkomandi og er ráðandi þáttur þegar kemur að frammistöðu, afköstum og ábyrgð starfsmanns gagnvart starfi sínu. Starfsumhverfið hefur breyst mjög hratt með aðlögun að alheimsviðskiptum, aukinni samkeppni, hröðum vexti, samruna fyrirtækja og margt fleira. Þessar breytingar eru að hafa frekar neikvæð áhrif á líðan og heilsufar fólks. Samkvæmt rannsóknum er starfstengd streita, sem er bæði huglægur og félagslegur þáttur, eitt algengasta heilsufarsvandamálið innan vinnustaða í dag og algengasta orsök veikindafjarvista.
Áður fyrr beindist starf vinnuverndar aðallega að því að fyrirbyggja slys eða tjón í áþreifanlegu umhverfi starfsmanna. Í dag ber atvinnurekandi einnig ábyrgð á að gert sé áhættumat þar sem metnar eru aðstæður í vinnuumhverfi sem hafa huglæg og félagsleg áhrif á starfsfólk og starfsmannahópinn.
Ágústa Björg forstöðumaður mannauðsmála hjá Sjóvá segir okkur frá framkvæmd matsins hjá Sjóvá og aðgerðum sem þau sett inn í kjölfarið.