Umbótavinnustofur hjá Orkuveitu Reykjavíkur

Orkuveitan hefur á undanförnu ári beitt aðferðafræði Kaizen - Blitz eða umbótavinnustofu til að ná fram umbótum á ferlum sem ganga þvert á svið og einingar. Aðferðin felst í að setja saman hóp fulltrúa allra þeirra aðila sem að tilteknu ferli koma og setja þeim markmið að leysa tiltekið úrlausnarefni í snarpri vinnulotu. Á þeim tíma sem starfsmennirnir taka þátt í umbótavinnustofunni sinna þeir ekki öðrum verkefnum á meðan. Á umbótavinnustofum eru aðferðir LEAN notaðar til að kortleggja núverandi-, framtíðar og draumaferli og þátttakendur fá kynningu á 7 tegundum sóunar og skoða ferlin með það í huga. Í fyrirlestrinum verður verklagið skoðað ásamt nokkrum verkefnum og farið yfir reynslu starfsmanna að þátttöku í vinnustofunum.

„Hvað ber að hafa í huga við innleiðingu ERP kerfa“

„Hvað ber að hafa í huga við innleiðingu ERP kerfa“
Þröstur Þór Fanngeirsson, deildarstjóri Oracle vörustýringar og fjárhags hjá Advania ætlar að fjalla um hvað ber að hafa í huga við innleiðingu nýs upplýsingarkerfis til árangurs.

Kostnaðarstjórnun - Landspítali Íslands

Á Landspítala, einum stærsta vinnustað landsins, er ársveltan um 54 milljarðar króna á ári. Þrátt fyrir efnahagslegar hremmingar á síðustu árum hefur starfsemi spítalans bæði vaxið og tekið miklum breytingum og hefur sú þróun gert meiri kröfur til kostnaðarstýringar og kostnaðargreiningar en áður.

Eitt af verkfærum spítalans til eftirfylgni með rekstri og starfsemi er framleiðslu- og kostnaðarkerfið Framtak, en smíði þess hófst á LSH um síðustu aldamót. Framleiðslan er greind með alþjóðlegu flokkunarkerfi, svo kölluðu DRG kerfi (Diagnosis Related Groups), en kostnaðargreiningin byggir á verkgrunduðum kostnaðarreikningi sem færir, skiptir og dreifir rekstrarkostnaði spítalans niður á einstakar þjónustueiningar (Activity Based Costing, ABC). Kerfið gefur möguleika á að bera saman fyrirfram ákveðið verð framleiðslunnar, byggt á kostnaðargögnum LSH, og raunkostnað á hverjum tíma og gefur möguleika á kostnaðarstýringu og framleiðnimælingum. Framtak er í dag hluti af vöruhúsi gagna, sem ásamt öðrum gögnum úr fjárhagskerfinu Orra leggur grunn að umfangsmiklum greiningum á starfsemi og rekstri spítalans.

Annað verkfæri við kostnaðarstjórnun er fjárhagsáætlun spítalans, bæði í heild og fyrir einstök svið hans. Fjárhagsáætlunin gegnir lykilhlutverki við ráðstöfun fjár til einstakra þátta starfseminnar og við eftirfylgni og eftirlit með henni. Ferlið við gerð fjárhagsáætlunarinnar er miðstýrt að hluta, en talsverð dreifstýring er þó við fjármálastjórn og rekstrarákvarðanir á spítalanum.

Viðskiptavinurinn í forgrunni

Síminn er reynsluríkt og leiðandi fyrirtæki sem eflir samskipti og afþreyingu með fjarskipta og upplýsingatækni. Fyrirtækið á rætur sínar að rekja til ársins 1906 og er saga þess samtvinnuð sögu þjóðarinnar. Síminn býður talsíma og farsímaþjónustu, internetþjónustu, sjónvarpsþjónustu, gagnaflutningsþjónustu ásamt UT þjónustu. Starfsumhverfið er síbreytilegt og hefur farsímanotkun á skömmum tíma færst í auknum mæli yfir í samskipti yfir netið. Til að bregðast við breytilegu starfsumhverfi hefur verið skerpt á stefnu Símans til að koma enn betur til móts við breyttar þarfir viðskiptavina.

Eftir umfangsmiklar breytingar innan Símans og á Skiptasamstæðunni er starfsemi Símans nú á fimm sviðum: Tækni, Fjármál og rekstur, Stefnumótun, Miðlun og markaðir ásamt Sölu og þjónustu. Þann 8. október mun Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu, segja frá hvernig Síminn hefur lagt aukna áherslu á mikilvægi þjónustunnar og að færa starfsfólk nær viðskiptavininum sem mörg fyrirtæki eru að leggja aukna áherslu á um þessar mundir.

Síminn býður alla velkomna í höfuðstöðvar sínar í Ármúla 25 þann 8. október kl. 8:30 á þetta áhugaverða erindi sem þú skalt ekki láta þig vanta á.

Wonka stjórnkerfi Kolibri

Pétur Orri Sæmundsen framkvæmdastjóri Kolibri ásamt samstarfsfélögum ætla að kynna stjórnkerfi fyrirtækisins. Stjórnkerfi Kolibri er kallað Wonka og hefur verið í þróun síðan 2008, fyrst óformlega og síðan formlega frá 2010. Stofnendur Kolibri voru brautryðjendur í Agile hugbúnaðarþróun á Íslandi og þeir fyrstu til að nota Lean nálgun í hugbúnaðarþróun. Enn fremur stofnaði Kolibri bæði Lean Ísland og Agile Ísland ráðstefnurnar. Wonka hefur því þróast með Lean og Agile grunnhugmyndir að leiðarljósi og sem dæmi má nefna gegnsæi, sjálfræði starfsmanna, sýnileg stjórnun og skýrar leikreglur með Holacracy.

N1 og vottanir

Fyrirlesari: Ásdís Björg Jónsdóttir gæðastjóri hjá N1.

N1 er með þrjú vottuð kerfi og eru langt komin með fjórða vottaða kerfið.

Fyrirtækið er með ISO 14001 vottun, Jafnlaunavottun VR (vottun sumar 2015), Michelin vottun og Exxon Mobil vottun. Ásdís mun fara yfir hvernig þróunin hefur verið hjá N1, hinar ýmsu áskoranir og ávinninga sem vottuð kerfi hafa haft á aðra þætti innan fyrirtækisins.

Haldast gæði og samfélagsleg ábyrgð í hendur?

Hefur samfélagsleg ábyrgð áhrif á gæði? Er hætta á því að þessir tveir þættir skarist? Hvernig er unnið með stefnur og markmið ÁTVR sem varða samfélagsábyrgð og hvernig tvinnast þeir saman í starfsemi þeirra?
Sigurpáll Ingibergsson gæðastjóri ÁTVR kynnir helstu stefnur og markmið og upplýsir okkur um mælingar og helstu áhrifaþætti þar sem gæðastjórnun og samfélagsábyrgð ÁTVR mætast. Sigurpáll og Tómas Björn Gunnarsson munu sýna okkur hvernig unnið er með stefnur og markmið innan stofnunarinnar og hvernig markmiðin eru sýnd starfsfólki til upplýsingar og hvatningar.

Fundurinn verður hér á þessum stað:
Fundarsalur á fjórðu hæð á Stuðlahálsi 2.
Gengið inn fyrir ofan Heiðrúnu.

Vöruþróunarferillinn og þátttaka innkaupaaðila hjá Össuri - Gate ferillinn í virkni hjá Össur

Ylfa Thordarson hjá Össur mun kynna vöruþróunarferilinn hjá Össur og þátttöku innkaupaaðila hjá þeim- Gate ferillinn í virkni hjá Össur.

Nýsköpunarhádegi: Ferðaþjónusta í tölvuheimum

Höfuðstöðvar Íslandsbanka: Kirkjusandi 2, 105 Reykjavík

Næsta Nýsköpunarhádegi verður haldið þriðjudaginn 20. október kl. 12.00. Fjöldi ferðamanna sem koma til Íslands hefur margfaldast síðasta áratug og margir hafa áhyggjur af því hvort Ísland ráði við þennan fjölda og hvernig er best að mæta þörfum ferðamanna sem koma til landsins.

Kristján Guðni Bjarnason, tæknistjóri Dohop, Kristján Benediktsson, markaðsstjóri Angling IQ og Magnús Már Einarsson, rekstrarstjóri Ísafold Travel munu ræða hvernig forritun getur hjálpað við að hámarka verðmætasköpun og móta upplifun ferðamanna.

Fundurinn er opinn öllum og það er frítt inn.

Kynning á verkferlum og arðsemi í heilsueflingu á vinnustað

Heilsuefling er samstillt átak vinnuveitenda, starfsmanna og samfélagsins með það að markmiði að bæta heilsu og vellíðan á vinnustað. Heildræn nálgun á slíka heilsueflingu ásamt notkun hvatakerfa hefur notið vaxandi vinsælda í nágrannalöndum okkar og hefur þróun og rannsókum á því sviði fleytt fram. 

Vinnustaðurinn spilar stóran sess í heilsu okkar á lífsleiðinni rétt eins og heilsufar starfsmanna vegur þungt í framleiðni og árangri fyrirtækja á Íslandi. Vakning gagnvart samfélagslegri ábyrgð vinnuveitandi ásamt niðurstöðum rannsókna sem sýna hag þess að innleiða sannreynd heilsueflingarkerfi vekja upp þörf og áhuga á heilsueflingu á vinnustöðum. 

Jóhann Friðirk Friðriksson, heilbrigðis-og lýðheilsufræðingur hjá Nexis mun fara yfir helstu líkön og verkferla í gerð heilsueflingar á vinnustað og leiðir til þess að hámarka arðsemi þeirra á vegum
faghóps um heilsueflandi vinnuumhverfi, 21. október 2015 kl.08:30.

Allir velkomnir.

Haustráðstefna Stjórnvísi 2015: Endalaus tækifæri til umbóta

Haustráðstefna Stjórnvísi verður haldin á Reykjavík Natura, Icelandair Hotels þann 27.október kl.13:00-15:30 2015. Á þessu ári verður þema haustráðstefnunnar
„Endalaus tækifæri til umbóta“, hressilegar reynslusögur úr Lean heiminum.
Við höfum fengið til liðs við okkur fjóra áhugaverða einstaklinga sem munu segja frá hressilegum umbótaverkefnum sem unnin hafa verið á þeirra vinnustöðum og hvaða ávinning þau hafa haft í för með sér. Þetta eru Bjarte Bogsnes Chairman of the Beyond Budgeting Institute and VP Performance Management Development at Statoil, Agla Friðjónsdóttir, Specialist, Onboard Retail & Service, Icelandair, Davíð Lúðvíksson, forstöðumaður stefnumótunar og nýsköpunar hjá samtökum iðnaðarins og Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Síríus.

Ráðstefnustjóri verður Þórunn M. Óðinsdóttir, stjórnunarráðgjafi og eigandi Intra ráðgjafar.
Boðið verður upp á kaffihlaðborð, frítt inn og eru allir Stjórnvísifélagar hjartanlega velkomnir.

The Goal of Coaching is the Goal of Good Management

The Goal of Coaching is the Goal of Good Management: to make the most of an organisation’s valuable resources. Good coaching is simply good management.

It requires many of the same skills that are critical to effective management, such as keen powers of observation, sensible judgment, and an ability to inspire appropriate action. It sounds simple, yet many managers don’t know where to begin. It is only in more recent times that business schools have taught the “soft” people skills alongside the “hard” skills of finance and operations. People management skills and the commitment to grow and develop others is a formula for both personal and business success.

This presentation will introduce and explore the core competencies of coaching and discuss how they are applied. We will make the connection from the theory to the practical and allow plenty of time for questions and discussion in the room.

Both speakers Cheryl Smith and Hilary Oliver have corporate business experience in senior leadership roles and are masterful coaches with global experience.

Þín eigin framleiðni

Hvaða þættir eru mikilvægir til að bæta þína eigin framleiðni?

Til eru þúsundir sjálfshjálparbóka sem halda því fram að þær séu með nýja lausn á því hvernig einstaklingurinn getur bætt eigin framleiðni og þannig gengið betur í vinnunni og orðið hamingjusamari.

Hvað eiga þessar bækur sameiginlegt? Er ekki líklegt að þær séu byggðar á sömu hugmyndum sem þykja mikilvægar til að bæta eigin framleiðni?

Helga Guðrún Óskarsdóttir skoðaði þetta í meistaraverkefni sínu "A Mapping of an Agile Software Development Method to the Personal Productivity of the Knowledge Worker. A Systematic Review of Self-Help Books" þar sem hún las 40 vinsælustu sjálfshjálparbækurnar um eigin framleiðni á Amazon.com. Hún uppgötvaði að bækurnar fjalla allar um svipaðar hugmyndir sem hún flokkaði í 26 hugtök.

Í erindinu mun Helga Guðrún fjalla um þessi hugtök og hvernig einstaklingurinn notar þau til að bæta eigin framleiðni samkvæmt sjálfshjálparbókum.

Johan Rönning - Fyrirtæki ársins 2015 - Lykillinn að þessum einstaka árangri

Johan Rönning - Fyrirtæki ársins 2015 tekur á móti gestum að Klettagörðum 25

Johan Rönning var stofnað árið 1933 og spannar því reksturinn yfir rúmlega 80 ára tímabil. Á þessum tíma hafa orðið miklar tækniframfarir í raforkumálum þjóðarinnar en þar hefur fyrirtækið verið fremst meðal jafningja. Frá því að vera eitt stærsta rafverktakafyrirtæki landsins, yfir í að vera einn af stærstu innflutningsaðilum í landinu á rafstrengjum, spennistöðvum og raflagnaefni. Þá flutti fyrirtækið inn heimilistæki í um 27 ár.
Eigendaskipti urðu árið 2003 og með nýjum eigendum var ráðist í umfangsmikla stefnumótunarvinnu með tilheyrandi áherslubreytingum og sameiningum við systurfélög.
Í dag starfa rúmlega 70 starfsmenn en fyrirtækið rekur starfsstöðvar á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Norðurlandi og Austurlandi.
Johan Rönning er Fyrirtæki ársins 2015 í könnun VR og er þetta fjórði sigur Rönning á jafnmörgum árum. Einnig fékk það titilinn Fyrirmyndarfyrirtæki VR fyrir árið 2015 en fyrirtækið hefur verið í þeim hópi, fimm ár í röð. Þá hlaut Johan Rönning jafnlaunavottun VR árið 2013, eitt af fyrstu fyrirtækjum landsins til að hljóta slíka viðurkenningu.
Eigendur og stjórnendur Johan Rönning bjóða alla velkomna í höfuðstöðvar sínar að Klettagörðum 25 í Reykjavík, miðvikudaginn 4. nóvember nk., kl. 8:30 - 10:00 þar sem við fáum að fræðast um lykilinn að þessum einstaka árangri á undanförnum árum og þeim breytingum sem það hefur gengið í gegnum.

Hugmyndafræði, fræðsla og framkvæmd öryggismála hjá Landsvirkjun við byggingu Þeistareykjavirkjunnar

Á fundinum verður fjallað um fyrirkomulag öryggismála hjá Landsvirkjun og framkvæmdir á Þeistareykjum.
Kristján Kristinsson öryggisstjóri Landsvirkjunar mun kynna fyrirkomulag og hugmyndafræði öryggismála hjá fyrirtækinu sem er eitt af leiðandi fyrirtækjum í öryggismálum á Íslandi. Mikil þekking og reynsla er til staðar sem nýtist við stöðuga þróun og umbætur öryggisstarfs. Unnið er eftir hugmyndafræði 0-slysastefnu og mikil áhersla er lögð á öryggismál í rekstri fyrirtækisins. Landsvirkjun er með vottað öryggisstjórnunarkerfi samkvæmt BSI OHSAS 18001:2007 og rafmagnsöryggisstjórnunarkerfi samkvæmt kröfum Mannvirkjastofnunar.
Á fundinum munum við jafnframt segja frá framkvæmdum við uppbyggingu jarðvarmavirkjunar á Þeistareykjum. En á undanförnum árum hefur verið unnið að undirbúningsframkvæmdum á svæðinu. Má þar nefna lagningu aðkomuvegar frá Húsavík, jarðvegsframkvæmdir við stöðvarhússgrunn, lagningu vatnsveitu og uppbyggingu innviða. Árið 2015 hófst bygging stöðvarhúss og lagning gufuveitu. Fyrirhugað stöðvarhús mun samanstanda af tveimur vélasölum, þjónustubyggingu og verkstæði. Einnig er unnið að uppbyggingu skiljustöðvar, niðurrennslismannvirkja og dælustöðvar fyrir kaldavatnsveitu. Áætlanir gera ráð fyrir að raforkuvinnsla (45 MW) hefjist haustið 2017. Þá mun Björn Halldórsson, öryggis- og umhverfisfulltrúi við byggingu Þeistareykjavirkjunar fjalla um fyrirkomulag fræðslu um öryggismál vegna framkvæmdarinnar og hvernig staðið er að öryggismálum á framkvæmdasvæðinu.

ÁSKORANIR OG ÁVINNINGURINN AF STJÓRNUN VIÐSKIPTAFERLA (BPM)

Magnús Ívar Guðfinnsson, MSc, fjallar um helstu áskoranir við að koma ferlastjórnun á koppinn í fyrirtækjum og stofnunum. Einnig verður farið yfir þann ávinning sem felst í því að skilgreina og stjórna ferlum sem auðlindum í starfseminni. Einnig verður farið yfir:
Hverjar eru áskoranir í starfseminni í dag - hverju breytir BPM?
Hver er munurinn á BPM og Lean, gæðastjórnun o.fl.
Hvar og hvernig skal hefja vinnu við BPM
Skráning ferla
Hvert er notagildið og ávinningurinn af BPM?
Lögð verður áhersla á að kynna efnið á einfaldan, aðgengilegan hátt m.a. með dæmum. Vonast er eftir líflegum umræðum í kjölfar kynningar.

  1. nóv. 2015

kl. 8.30 til 10.00
Ölgerðin, Grjóthálsi 7 - 11

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?