Háskólinn í Reykjavík Stofa V206, Menntavegur 1, 101 Reykjavík
Verkefnastjórnun,
Hvaða þættir eru mikilvægir til að bæta þína eigin framleiðni?
Til eru þúsundir sjálfshjálparbóka sem halda því fram að þær séu með nýja lausn á því hvernig einstaklingurinn getur bætt eigin framleiðni og þannig gengið betur í vinnunni og orðið hamingjusamari.
Hvað eiga þessar bækur sameiginlegt? Er ekki líklegt að þær séu byggðar á sömu hugmyndum sem þykja mikilvægar til að bæta eigin framleiðni?
Helga Guðrún Óskarsdóttir skoðaði þetta í meistaraverkefni sínu "A Mapping of an Agile Software Development Method to the Personal Productivity of the Knowledge Worker. A Systematic Review of Self-Help Books" þar sem hún las 40 vinsælustu sjálfshjálparbækurnar um eigin framleiðni á Amazon.com. Hún uppgötvaði að bækurnar fjalla allar um svipaðar hugmyndir sem hún flokkaði í 26 hugtök.
Í erindinu mun Helga Guðrún fjalla um þessi hugtök og hvernig einstaklingurinn notar þau til að bæta eigin framleiðni samkvæmt sjálfshjálparbókum.