Barnaspítali Hringsins Hringbraut, 101 Reykjavík.
Lean - Straumlínustjórnun,
Sjúklingurinn í öndvegi
- nóvember 2015 9:00 - 10:00.
Landspítalinn er þjóðarsjúkrahús allra landsmanna en um leið héraðssjúkrahús höfuðborgarsvæðisins. Landspítalinn hefur sett Sjúklinginn í öndvegi og hefur unnið að innleiðingu á lean aðferðafræði í starfsemi sinni síðustu 4 árin.
Þann 26. nóvember nk. mun Guðrún Björg Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri á Verkefnastofu og Hilmar Kjartansson yfirlæknir á bráðadeild segja frá Lean starfi á Landspítala og hvernig 3P (Product - Preparation - Process aðferðafræði er nýtt til að undirbúa nýjar byggingar fyrir Landspítala og þróun á starfseminni.
Landspítali býður alla velkomna í Hringsal á Barnaspítalanum þann 26. nóvember kl. 9:00.