Staðsetning send 20.11
Innkaupa- og vörustýring,
Stjórn vörustjórnunarhópsins hefur ákveðið að reyna nýtt fundarform fyrir stjórnvísifélaga.
Við ætlum að byrja á því að halda þemafund þann 25 nóvember kl 15:30 - 16:30.
Á þemafundum eru þátttakendur aðeins á bilinu 5-10 í einum tilteknum hóp og sér einn aðili um að leiða/stýra fundinum.
Tilgangurinn er að þátttakendur geti hist í smærri hópum til þess að ræða sértæk málefni, deila reynslu og aðstoða hvort annað, ásamt því að styrkja tengslamyndun.
Þema fundarins á þessum fyrsta fundi verður innkaup og ætlum við að taka fyrir spurninguna
„Hverjar eru helstu áskoranir þínar í daglegu starfi í innkaupastjórnun“.
Endilega skráið ykkur sem fyrst þar sem hámark 10 þátttakendur komast að.