Mennta- og menningamálaráðuneytið Sölvhólsgata 4 , 101 Reykjavík
Mannauðsstjórnun, Sjálfbær þróun,
Jafnlaunastaðallinn er ætlaður sem grundvöllur fyrir vottunarkerfi að því er varðar launajafnrétti kynja á vinnustöðum. Markmið hans er að auðvelda atvinnurekendum að koma á og viðhalda launajafnrétti kynja á vinnustað sínum. Jafnframt gefst þeim sem uppfylla skilyrði staðalsins möguleiki á að fá vottun þar um.
Með jafnlaunastaðlinum er ætlunin að láta fyrirtækjum í té verkfæri til að reka skilvirkt jafnlaunakerfi sem eftir atvikum er hægt að samþætta öðrum stjórnunarkerfum. Jafnlaunastaðallinn á að henta fyrirtækjum og stofnunum af öllum stærðum og gerðum.
Einar Mar Þórðarsson sérfræðingur í fjármála-og efnahagsráðuneytinu kynnir Jafnlaunastaðalinn og tilraunaverkefni um innleiðingu hans. Í erindinu verður farið yfir jafnlaunastaðalinn, markmið hans og helstu áföngum í innleiðingu og vottun.