Landsvirkjun, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík
Öryggisstjórnun,
Á fundinum verður fjallað um fyrirkomulag öryggismála hjá Landsvirkjun og framkvæmdir á Þeistareykjum.
Kristján Kristinsson öryggisstjóri Landsvirkjunar mun kynna fyrirkomulag og hugmyndafræði öryggismála hjá fyrirtækinu sem er eitt af leiðandi fyrirtækjum í öryggismálum á Íslandi. Mikil þekking og reynsla er til staðar sem nýtist við stöðuga þróun og umbætur öryggisstarfs. Unnið er eftir hugmyndafræði 0-slysastefnu og mikil áhersla er lögð á öryggismál í rekstri fyrirtækisins. Landsvirkjun er með vottað öryggisstjórnunarkerfi samkvæmt BSI OHSAS 18001:2007 og rafmagnsöryggisstjórnunarkerfi samkvæmt kröfum Mannvirkjastofnunar.
Á fundinum munum við jafnframt segja frá framkvæmdum við uppbyggingu jarðvarmavirkjunar á Þeistareykjum. En á undanförnum árum hefur verið unnið að undirbúningsframkvæmdum á svæðinu. Má þar nefna lagningu aðkomuvegar frá Húsavík, jarðvegsframkvæmdir við stöðvarhússgrunn, lagningu vatnsveitu og uppbyggingu innviða. Árið 2015 hófst bygging stöðvarhúss og lagning gufuveitu. Fyrirhugað stöðvarhús mun samanstanda af tveimur vélasölum, þjónustubyggingu og verkstæði. Einnig er unnið að uppbyggingu skiljustöðvar, niðurrennslismannvirkja og dælustöðvar fyrir kaldavatnsveitu. Áætlanir gera ráð fyrir að raforkuvinnsla (45 MW) hefjist haustið 2017. Þá mun Björn Halldórsson, öryggis- og umhverfisfulltrúi við byggingu Þeistareykjavirkjunar fjalla um fyrirkomulag fræðslu um öryggismál vegna framkvæmdarinnar og hvernig staðið er að öryggismálum á framkvæmdasvæðinu.