Ölgerðin Grjótháls 7 - 11, Reykjavik, Ísland
Stjórnun viðskiptaferla (BPM),
Magnús Ívar Guðfinnsson, MSc, fjallar um helstu áskoranir við að koma ferlastjórnun á koppinn í fyrirtækjum og stofnunum. Einnig verður farið yfir þann ávinning sem felst í því að skilgreina og stjórna ferlum sem auðlindum í starfseminni. Einnig verður farið yfir:
Hverjar eru áskoranir í starfseminni í dag - hverju breytir BPM?
Hver er munurinn á BPM og Lean, gæðastjórnun o.fl.
Hvar og hvernig skal hefja vinnu við BPM
Skráning ferla
Hvert er notagildið og ávinningurinn af BPM?
Lögð verður áhersla á að kynna efnið á einfaldan, aðgengilegan hátt m.a. með dæmum. Vonast er eftir líflegum umræðum í kjölfar kynningar.
- nóv. 2015
kl. 8.30 til 10.00
Ölgerðin, Grjóthálsi 7 - 11