Stjórnarfundir Stjórnvísi eru haldnir fyrsta þriðjudag hvers mánaðar kl.11:00-12:00. Í stjórn félagsins eru 9 aðilar og eru fundir til skiptist á Teams og á vinnustöðum stjórnarmanna. Þema starfsársins er „ GRÓSKA“. Stjórn gerði með sér samskiptasáttmála þar sem m.a. var rætt um að: 1. Mæta undirbúin á stjórnarfundi 2. Mæta tímanlega 3. Taka ábyrgð á verkefnum 4. Hafa uppbyggilega gagnrýni 5. Samskipti opin og eðlileg 6. Vera á staðnum. Stjórn félagsins á samskipti með tölvupóstum, á Facebook undir: „stjórn Stjórnvísi“ og á Teams.
Í byrjun starfsárs skipti stjórn með sér verkum og eru þrjú áhersluverkefni starfsárið 2022-2023
- Ásýnd og vöxtur - Stefán, Haraldur, Ósk Heiða
- Stuðningur við stjórnir faghópa - Lilja Gunnarsdóttir, Auður, Falasteen
- Útrás/Gróska - Baldur, Laufey, Sigríður
Stjórn skiptir með sér þessum áhersluverkefnum og fundar um þau sérstaklega milli fastra stjórnarfunda. Öll áhersluverkefni vísa til meginmarkmiða Stjórnvísi, eiga sér undirverkefni og mælikvarða. (sjá neðar í texta). Formaður félagsins stýrir stjórnarfundum þar sem áhersluverkefni stjórnar eru rædd ásamt öðrum verkefnum. Stjórn hefur aðgengi að sameiginlegu svæði í skýinu. Fundargerðir stjórnar eru öllum opnar hér.
Á aðalfundi haldinn 3. maí 2022 voru kosin í stjórn félagsins:
Sigríður Harðardóttir, mannauðs-og gæðastjóri Strætó, formaður (2022-2023)
Auður Daníelsdóttir, framkvæmdastjóri sölu-og ráðgjafasviðs Sjóvár (2022-2024)
Baldur Vignir Karlsson, verkefnastjóri á menntadeild Landspítala (2021-2023)
Falasteen Abu Libdeh, framkvæmdastjóri og eigandi hjá Ráði ehf. (2021-2023)
Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkenni. (2021-2023)
Laufey Guðmundsdóttir, sýningarstjóri Jarðhitasýningar ON (2021-2023)
Lilja Gunnarsdóttir, sérfræðingur hjá Reykjavíkurborg, sjálfstætt starfandi markþjálfi og teymisþjálfi (2022-2024)
Ósk Heiða Sveinsdóttir, forstöðumaður þjónustu og markaðaa hjá Póstinum (2022-2023) kosin í stjórn (2020-2022)
Stefán Hrafn Hagalín, forstöðumaður samskipta og markaðsmála hjá Háskólanum í Reykjavík (2022-2023) kosinn í stjórn (2020-2022)
Fagráð:
Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Vök Baths (2022-2024)
Eyþór Ívar Jónsson, Akademías (2022-2024)
Guðfinna S. Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri LC Ráðgjöf (2021-2023)
Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár (2022-2024)
Þorkell Sigurlaugsson, viðskiptafræðingur (2021-2023)
Skoðunarmenn:
Sigríður Soffía Sigurðardóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2022-2024)
Hjördís Ýr Ólafsdóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2022-2024)
Áhersluverkefni stjórnar 2022-2023
Valin voru þrjú áhersluverkefni – í hverju felast þau? – hverjir eru mælikvarðar?
oo= rauntíma mælaborð á síðu Stjórnvísi www.stjornvisi.is
ooo= mælt árlega í viðhorfskönnun til félagsmanna
- Ásýnd og vöxtur: Ábyrgðaraðilar eru Stefán Hrafn, Haraldur og Ósk Heiða.
- Fjölgun fyrirtækja oo
- Fjölgun fyrirtækja með 200 eða fleiri starfsmenn oo
- Fjölgun fyrirtækja með 100-199 starfsmenn oo
- Fjölgun á heildarfjölda notenda (innri markaðssetning fyrirtækja) oo
- Fjölgun virkra félaga oo
- Fjölgun nýrra virkra félaga oo
- Aukning á nýskráningum í mánuðinum oo
- Fjölgun nýrra háskólanema oo
- Fagmennska sé ávallt höfð að leiðarljósi í öllum störfum ooo
- Stjórn efli og viðhaldi trausti á félagið með fagmennsku að leiðarljósi og starfi skv. stefnu félagsins ooo
- Stjórnvísi sé áhugaverður og sýnilegur vettvangur umfjöllunar um faglega stjórnun, miðlun þekkingar og reynslu ooo
- Stjórnvísi þróist í takt við síbreytilegar áherslur og kröfur félagsmanna, atvinnulífsins og samfélagsins ooo
- Framsæknir og hæfir einstaklingar starfi af heilindum fyrir félagið ooo
- Framkvæmdastjóri félagsins hafi leiðtogahæfileika sé styðjandi og virkur ooo
2. Stuðningur við stjórnir faghópa: Ábyrgðaraðilar eru: Lilja, Auður og Falasteen.
- Fjölgun viðburða oo
- Fjölgun félaga á fundum oo
- Aukning á virkni faghópa oo
- Aukning á félagafjölda í faghópum oo
- Aukning á virkum fyrirtækjum oo
- Viðburðir séu sýnilegir og auglýstir tímanlega ooo
- Hækkun á NPS skori oo
- Félagar upplifi sig auðugri af þekkingu um stjórnun og leiðtogafærni ooo
- Félagar öðlist aukið tengslanet með þátttöku í félaginu ooo
- Ábendingar eigi sér skýran farveg ooo
- Stöðugt sé unnið að umbótum ooo
- Í upphafi hvers fundar bendi ábyrgðaraðilar á að eftir fundinn verði send út stutt könnun. Allir hvattir til að gefa sér örstutta stund og svara. Þar er tilvalið að koma með ábendingu um hvað betur má fara.
- Stjórn sé í reglulegu og góðu sambandi við stjórnir faghópanna ooo
- Verkferlar félagsins fyrir stjórnir faghópa, faghópafundi og ráðstefnuhald eru skráðir og unnið eftir þeim. ooo
- Myndbönd
- Stafræn fræðsla
3. Útrás/Gróska: Ábyrgðaraðilar: Baldur, Laufey, Sigríður
- Dagskrá Stjórnvísi verði aðgengileg fyrir alla landsbyggðina
- Fjölgun fyrirtækja á landsbyggðinni
- Fjölgun kynninga og fyrirlesara af landsbyggðinni
- Fjölgun erlendra fyrirlesara