Gæðastjórnun í byggingariðnaði - Umhverfismál og vistvæn mannvirki

Umræðu- og fræðslufundur
Iðan fræðslusetur og Samtök iðnaðarins efna í vetur til fundaraðar um gæðastjórnun í byggingariðnaði þar sem tekið verður á þeim málum sem eru efst á baugi. Þessi viðburður, er varðar umhverfismál í byggingariðnaði, er unnin í samvinnu við Loftslagshóp Stjórnvísi. 
Umhverfismál og vistvæn mannvirki

Dagskrá:
1.Förgun og enurnýting – Bryndís Skúladóttir efnaverkfræðingur hjá VSÓ ráðgjöf.
2.Kolefnisspor í mannirkjagerð – Sigurður Loftur Thorlacius umhverfisverkfræðingur hjá Eflu.
3.Umhverfisvottunarkerfi í byggingariðnaði – Sigrún Melax gæðastjóri JÁVERK.

Fundarstjóri: Anna Jóna Kjartansdóttir gæða- og öryggisstjóri hjá ÍSTAK.

Athugið að skráning er á heimasíðu Iðunnar: Hér

Fundurinn verður haldinn í húsi Iðunnar fræðsluseturs í Vatnagörðum 20, Reykjavík en honum verður einnig streymt.

Staðsetning viðburðar

Eldri viðburðir

Loftgæði að utan sem innan

Faghópur Stjórnvísi um loftlagsmál og umhverfismál kynnir: 

Á þessum viðburði kynnum við leiðir til að fylgjast með loftgæðum bæði innan- og utandyra.

Umhverfisstofnun heldur úti vefsíðunni loftgæði.is sem margir ættu að kannast við en þar varpa þeir ljósi á loftgæði í rauntíma á öllu landinu.

VISTA verkfræðistofa sérhæfir sig í allskonar mælingum og þar á meðal innanhúss loftgæðamælingar.

Einnig verður fjallað um hvernig þéttleiki húsa getur verið heilsueflandi bæði á heimilum og í vinnu umhverfi.

 

Fyrirlesarar: Jóhanna Kristín Andrésdóttir hjá VISTA verkfræðistofu, Einar Halldórsson frá Umhverfisstofnun og Ásgeir Valur Einarsson hjá Iðunni fræðslusetri.

 

Við minnum á að viðburðurinn verður tekinn upp og sendur beint út á streymi, en hér er linkurinn: 

https://teams.microsoft.com/l/meetup-join/19%3ameeting_MWI0YmEyYTItMTE0Ny00OGNiLWFjMmUtYTBhYzNlNmMzZjNj%40thread.v2/0?context=%7b%22Tid%22%3a%2259266489-036c-41e7-ab6f-357fb6772d40%22%2c%22Oid%22%3a%22154129fe-3709-43cb-b0df-2425dd350ccc%22%7d

Framtíðir – Hringrásarhagkerfið – Árangur eða árangursleysi

Join the meeting now

Fyrirlesari Björgvin Sævarsson, Yorth Group í Bandaríkjunum. www.yorthgroup.com

 Hvernig vitum við fyrir víst hvort aðgerðir og fjárfestingar skili okkur í átt að markmiðunum? Hefur stjórnsýslan (yfirvöld og fyrirtæki/iðnaður) yfirlit yfir aðgerðir og í réttu samhengi? Þetta er ekki raunin skv. okkar reynslu.  Aðgerðir skila sér í einangruðum árangri, t.d. carbon footprint og missa þ.a.l. af möguleikanum til að ná umfangsmeiri árangri sem nær inn á önnur svið. Þrátt fyrir vel meint og stór verkefni og fjárfestingar erum við að sjá að efnahagskerfi verða þyngri og erfiðari með tímanum.

Ástæða þess að við náum ekki settum markmiðum byrjar yfirleitt með því að við skilgreinum árangur ekki rétt. Næst kemur í ljós að aðgerðir og lausnir eru ekki að passa við vandann sem við erum að reyna að leysa. Á endanum er útkoman ekki að skila sér í átt að markmiðunum.

Viðburðurinn verður á þessari vefslóð:

Join the meeting now

Auk þess verður fjallað um eftirfarandi:

•             Höfum við skilgreint rétt til að ná markmiðunum og hlutverk annarra í okkar markmiðum?  T.d. carbon neutrality sem er bara lítill partur af orkufótsporinu og ef við tökum ekki á öllu fótsporinu munum við ekki ná carbon neutrality.

•             Vitum við af hverju við erum ekki að ná markmiðunum? (þetta er stærri spurning en hún lítur út fyrir að vera)

•             Kunnum við að segja frá því af hverju við erum ekki net-zero og á sama tíma segja frá hvernig við munum ná markmiðunum?

•             Hvaða áhrif hafa samskipti og skilaboð á samkeppnishæfni fyrirtækja og lífsgæði?

 

Frú Halla Tómasdóttir forseti Íslands í Innovation House á fimmtudag kl.17:00 á The Echo Conference. Social-Economic Empowerment for Sustainability in Iceland. Fostering Innovation through Inclusion, Diversity, and National Identity. A keynote speech by t

Join the meeting here. **Íslenska fyrir neðan **
The Echo Conference is a groundbreaking event under our social initiatives focused on fostering inclusion and diversity in entrepreneurship and innovation across Iceland.
At Gracelandic, we believe fashion transcends clothing—it's about the impact we create. Through our social projects, we're committed to making fashion a force for positive change.
This year’s flagship Echo Conference will explore the theme: Social-Economic Empowerment for Sustainability in Iceland: Fostering Innovation through Inclusion, Diversity, and National Identity.
Join us as we bring together visionary business leaders, policymakers, entrepreneurs, and the public to dive into the vital connections between innovation, socio-economic empowerment, and sustainability.

 

Keynote speakers:

  • The President of Iceland Mrs. Halla Tómasdóttir
  • The Minister of Social Affairs and the Labour Market Mr. Guðmundur Ingi Guðbrandsson

Panel speakers:

  • Prof. Lára Jóhannsdóttir - Professor University of Iceland
  • Kathryn Gunnarsson - Founder and CEO of Geko
  • Heiðrún Sigfúsdóttir – CEO and Co-Founder of Catecut
  • Jeffrey Guarino - Photographer, Creative Director and Producer
  • Freyr Guðmundsson - Executive Director of Digital Product Development at Íslandsbanki

Feature:

  • GRACELANDIC RUNWAY SHOW
  • MUSICAL PERFORMANCES

Echo-ráðstefnan er nýr viðburður úr smiðju félagsáhrifaframtaka okkar. Með henni viljum við stuðla við nýsköpun með sjálfbærni, fjölbreytileika og þátttöku í frumkvöðlastarfi og á vinnumarkaði um allt Ísland.
Við hjá Gracelandic trúum því að tíska snúist ekki bara um fötin sem við göngum í heldur áhrifin sem við sköpum. Vörumerki okkar stendur fyrir meira en bara föt. Það táknar valdeflingu, sjálfbærni og framtíðarsýn til jákvæðra breytinga.

Af hverju „Echo“? Orðið „echo“, eða „bergmál“ á íslensku, stendur fyrir gildi vörumerkis okkar.

Að þessu sinni er markmið Echo ráðstefnunnar að athuga gaumgæfilega þetta þema: Félagsleg og Efnahagsleg Valdefling fyrir Sjálfbærni á Íslandi: að hlúa að nýsköpun með þátttöku, fjölbreytileika og þjóðerniskennd.

Verið með í hópnum þar sem að framúrskarandi leiðtogar fyrirtækja, stefnumótendur, frumkvöðlar og almenningur sameinast til að ræða mikilvæg tengsl nýsköpunar, félags- og efnahagslegrar valdeflingar og sjálfbærni.

Viðburðurinn er ÓKEYPIS! Húsið opnar kl. 16:30

Will also be streamed Live

Aðalfundur faghóps um loftslagsmál

Aðalfundur faghóps um loftslagsmál verður haldinn á Teams miðvikudaginn 22. maí kl. 9:00.

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Stjórn faghópsins sér um skipulagningu og fundarstjórnun á viðburðum á vegum faghópsins. 

Þau sem vilja bjóða sig fram til stjórnar, vinsamlegast sendið tölvupóst á formann faghópsins Guðnýju Káradóttur, gudny@vso.is.

Hér er hlekkur á fundinn.

Hverju skilar vottun skipulagsheilda með ISO stjórnunarkerfisstöðlum og í hverju liggur ávinningurinn?

Tengjast fundinum núna (Join Meeting now)

Erindið er haldið í samvinnu faghópanna: Gæðastjórnun og ISO staðlar, Loftslagsmál og Stjórnun upplýsingaöryggis. 

Dagskrá:

09:00-09:05 -  Kynning - Gná Guðjónsdóttir stjórnarmeðlimur faghópsins Gæðastjórnun og ISO staðlar kynnir faghópinn og fyrirlesarann og stýrir fundinum sem verður á Teams (hlekkur á fjarfundinn kemur inn hér daginn áður).

09:05-09:45 - Hverju skilar vottun skipulagsheilda með ISO stjórnunarkerfisstöðlum og í hverju liggur ávinningurinn?
Tengist ávinningur vottunar starfsmannahaldi, samkeppnishæfni, viðskiptavinum, ímynd, fjárhagslegri afkomu, bættu aðgengi að skjölum, bættu vinnulagi, betri nýtingu á aðföngum eða auðveldaði vottunin fyrir markaðs- og/eða kynningarstarfi hér á landi eða erlendis?

Kynntar verða niðurstöður MIS rannsóknar Elínar Huldar Hartmannsdóttur í upplýsingafræði hjá HÍ sem hún framkvæmdi vorið 2022. Hver var notkunin og hvaða ávinning töldu íslensk fyrirtæki og skipulagsheildir sig hafa af vottun á þremur stjórnunarkerfisstöðlum ISO 9001, ISO 14001 og ISO 27001.

09:45 – 10:00 
 Umræður og spurningar

 

Um fyrirlesarann:

Elín Huld Hartmannsdóttir

Starfar sem gæða- og skjalastjóri hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, var áður í um eitt ár hjá Isavia meðfram námi. Var einnig sumarstarfsmaður á skjalasafni Forsætisráðuneytisins á námstímanum.

Elín vann áður sem hársnyrtimeistari og rak eigið fyrirtæki í 17 ár en lagði skærin á hilluna í orðsins fyllstu merkingu árið 2015.

Hún útskrifaðist frá HÍ með MIS í upplýsingafræði haust 2022 og fékk leyfisbréf bókasafns- og upplýsingafræðings og leyfisbréf kennara á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi í framhaldinu.

Hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu starfa um 100 manns og íbúafjöldi í umdæmi embættisins er um 242.000. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu annast umsóknir um vegabréf og ökuskírteini, sinnir fjölskyldumálum, veitir leyfi til ættleiðinga, hefur eftirlit með skráningu heimagistinga, sinnir ýmsum opinberum skráningum svo sem þinglýsingum, auk fleiri verkefna.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?