Háskóli Íslands - Hátíðarsalur Háskóli Íslands - Aðalbygging, Sæmundargata, Reykjavík
Góðir stjórnarhættir ,
Þessi viðburður Stjórnvísi er hluti af viðburðarröð ráðstefnunnar Viðskipti og Vísindi sem haldinn er á vegum Viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands. Um er að ræða staðarfund/-viðburð sem haldinn verður í hátíðarsal aðalbyggingar Háskóla Íslands v/Hagatorg.
Aðal fyrirlesari verður Nancy Kamp Roelands prófessor við Háskólann í Groningen í Hollandi sem er einn fremsti sérfræðingur Evrópu á sviði nýrra viðmiða um sjálfbærniupplýsingar, samþættingu upplýsinga og ábyrga stjórnarhætti.
Einnig mun Jeffrey Benjamin Sussman gera grein fyrir niðurstöðum rannsóknar um hvaða áhrif nýjar kröfur um reikningsskil sjálfbærni og óefnislegra virðisþátta munu hafa á upplýsingagjöf stærri skipulagsheilda hér á landi í framtíðinni.
Stjórnandi umræðna í pallborði verður Ágúst Arnórsson.