Origo Borgartún 37, Reykjavík
Upplýsingaöryggi, Gæðastjórnun og ISO staðlar,
Staðarfundur hjá Origo, Borgartún 37 og á Teams
SL lífeyrissjóður hefur einkum á síðustu árum unnið að og lagt mikla áherslu á gæðastarf sjóðsins þar sem mjög góður árangur hefur náðst. SL er eini lífeyrissjóðurinn sem hefur náð alþjóðlegri faglegri vottun á Íslandi, með ISO 9001, ISO 27001 og ISO 14001 sem er umhverfisstaðal og kemur m.a. að fjárfestingum sjóðsins. Vitað er að fáir evrópskir lífeyrissjóðir hafa náð samskonar árangri. Sjóðurinn hefur skilað einna hæstu raunávöxtun fyrir sína sjóðfélaga yfir langt tímabil sem er afurð mikils umbótarvilja og vandaðrar vinnu. Við síðustu úttekt BSI á Íslandi komu fram engin frávik né ábendingar frá úttektaraðila, á öllum þremur stöðlum, og því gæti leynst eitthvað áhugavert í kynningu sjóðsins.
Sigurbjörn Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri, fjallar um vegferð sjóðsins að vottununum þremur. Auk þess mun Ágúst Kristján Steinarrsson, ráðgjafi Viti ráðgjöf, fjalla um vinnuna frá sjónarhóli ráðgjafa og verkefnastjóra, en hann hefur tekið þátt í vegferð SL frá upphafi
Staðarfundur hjá Origo, Borgartún 37 og á Teams