UM HVAÐ SNÝST MÁLIÐ?
Viðburðurinn er á Teams og slóð á viðburðinn má finna með því að smella hér
Hér eru upplýsingar um tengingu við fundinn ef þú kemst ekki inn: Meeting ID: 371 072 213 115,
Passcode: X9iwkX
Heilsuefling snýst um að bæta lífsgæði starfsfólks. Með því að hvetja starfsfólk til heilsueflingar, veita aðstoð, stuðning og umhyggju má efla helgun í starfi og draga úr veikindafjarveru starfsfólks.
Fáum að heyra frá tveimur ólíkum fyrirtækjum hvað þau eru að gera varðandi heilsueflingu starfsfólks. Skiptir máli hvort við erum 600 manna samstæða eða fjögurra manna fyrirtæki þegar kemur að heilsueflingu starfsfólks? Hvað getum við lært hvort af öðru?
Unnur Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og leiðtogi í heilsumálum fer yfir það hvað Orkuveitusamstæðan gerir í þessum málaflokki. Eins mun Hafdís Huld Björnsdóttir, framkvæmdastjóri RATA deila með okkur hvað RATA er að gera þegar kemur að heilsueflingu starfsfólks.
Áhugavert erindi þar sem stór sem smá fyrirtæki geta fengið innblástur og góð ráð varðandi heilsueflingu starfsfólks.
Fundarstjóri verður Ingibjörg Loftsdóttir, sviðsstjóri forvarna hjá VIRK.