Click here to join the meeting
Faghópur Stjórnvísi um sjálfbæra þróun fjallar um félagslegan hluta sjálfbærrar þróunar. Sjálfbærni er mikilvægur drifkraftur í starfi fyrirtækja og hefur mest farið fyrir umhverfislegum hluta sjálfbærninnar. Á þessum fundi ætlum við að fjalla um félagslega þætti sjálfbærninnar sem lýtur að jafnrétti og kynjafjölbreytni. Við fáum að heyra innlegg frá fyrirtækjum sem einbeita sér að jafnrétti og jafnræði auk þess sem við heyrum um Jafnvægisvogarverkefni FKA útfrá markaðssetningu á jafnrétti.
- Félagsleg sjálfbærni: Heimsmarkmiðin og jafnrétti: Eva Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Podium, sem einnig stýrir fundinum.
- Betri tækni bætir lífið: Fjölbreytileiki sem undirstaða nýsköpunar hjá Origo. Dröfn Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs hjá Origo.
- Jafnrétti fyrir öll – Samkaup alla leið! Sandra Björk Bjarkadóttir, mannauðsstjóri Nettó og Iceland hjá Samkaupum.
- Jafnvægisvogin: Með Piparbragði, Darri Johansen, stefnumótunarráðgjafi hjá Pipar.
- Sjálfbærnivegferð Skeljungs og jafnréttismál: Jóhanna Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri sjálfbærni og stafrænnar þróunar og Linda Björk Halldórsdóttir, mannauðsstjóri Skeljungs.