Hlekk á viðburðinn (Microsoft Teams) er að finna hér.
Flokkun og merking gagna er einn þáttur í því að tryggja öryggi þeirra og er hluti af kröfum ISO27001 staðlsins. Ríkið hefur nú gefið út leiðbeiningar varðandi öryggisflokkun gagna ríkisins (e. data security classification) sem er mikilvægur þáttur í því að styðja við og auka hagnýtingu upplýsingatækni og gagna hjá ríkisaðilum. Ríkisaðilum er leiðbeint að styðjast við fjóra flokka gagna og nýta í sinni starfsemi. Á þessum viðburði mun Einar Gunnar ræða um tilgang og tilurð öryggisflokkunar gagna ríkisins og hvernig henni er ætlað að stuðla að bættu upplýsingaöryggi og aukinni hagnýtingu upplýsingatækni, þ.m.t. skýjaþjónustum.
Þótt þessari tilteknu öryggisflokkun sé eingöngu beint til ríkisaðila þá er því ekkert til fyrirstöðu að önnur fyrirtæki nýti sér flokkunina eða aðlagi hana að sinni starfsemi. Við hvetjum því alla sem hafa áhuga á flokkun og merkingu gagna að sækja þennan viðburð.
Einar Gunnar Thoroddsen starfar á Skrifstofu stjórnunar og umbóta í fjármála- og efnahagsráðuneytinu við stefnumótun í stafrænum umbreytingum. Áður starfaði hann hjá Arion banka frá árinu 2010 við stuðning við nýsköpunarumhverfið á Íslandi með uppbyggingu viðskiptahraðalsins Startup Reykjavik og jafnframt við stafrænar umbreytingar hjá bankanum. Hann er með B.S. gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands og MBA gráðu frá Stockholm School of Economics.
Fundurinn fer fram í formi fjarfundar: Hlekk á viðburðinn (Microsoft Teams) er að finna hér.