ÖÖ: óvirkur - Þjónustu- og markaðsstjórnun: Fréttir og pistlar

Á mitt vörumerki heima á TikTok?

Faghópur um þjónustu- og markaðsmál hóf starfsárið af krafti í morgun með fundi sem haldinn var í Háskólanum í Reykjavík. Streymi af fundinum er aðgengilegt á facebooksíðu félagsins.  

Samfélagsmiðillinn og myndbandsveitan TikTok hefur á stuttum tíma orðið einn vinsælasti samfélagsmiðillinn í heimi og mörg fyrirtæki byrjað að nýta sér vettvanginn í kjölfarið í markaðslegum tilgangi.

Ásmundur Atlason, markaðsstjóri Domino's og Unnur Aldís Kristinsdóttir, markaðsstjóri Smitten sögðu frá því hvernig TikTok hefur haft áhrif á þeirra markaðsmál og hvernig þau hafa náð árangri með sitthvorri áherslunni.

Dominos á Íslandi voru ein af fyrstu fyrirtækjunum á Íslandi til að nýta sér TikTok. Efnið þeirra hefur vakið heimsathygli og eru þau með yfir 160 þúsund fylgjendur.

Smitten er ört vaxandi sprotafyrirtæki sem hefur verið að teygja sig til Danmerkur. TikTok hefur verið eitt helsta vopnið fyrir góðum vexti í Danmörku með notkun TikTok ads og áhrifavalda þarlendis.

 

Stafræn stefna getur breytt leiknum - Krónan

Fundurinn var tekinn upp og er aðgengilegur á facebooksíðu Stjórnvísi.
Renata fór í fyrirlestri sínum fara yfir þá stafrænu umbreytingu sem Krónan hefur gengið í gegnum á síðustu þremur árum. Á þeim tíma hefur orðið bylting í þjónustu matvöruverslana á Íslandi með tilkomu sjálfsafgreiðslukassa og netverslana. Stefnan er að breyta markaðnum og þjónustunni til framtíðar en til þess þarf að hafa hugrekki til að taka stórar og framúrstefnulegar ákvarðanir.  
Eitt það stafræna verkefni sem Krónan er hvað mest stoltust af er "minnkum matarsóun".  Þar er salan seld á mismunandi verði til við viðskiptavini t.d. bananar.  Um leið og starfsmaður sér að vara er að renna út þá hefur starfsmaður leyfi til að lækka hana. Vörumerkjastjórar merkja allar þær vörur sem mega fara á "síðasta séns".  Önnur verkefni eru sjálfsafgreiðslukassar. 

Raf-magnaðir viðburðir!

Viðburðurinn var tekinn upp og er aðgengilegur á facebooksíðu Stjórnvísi.
Jón Þórðarson hjá Proevents fór í morgun yfir viðburðarstjórnun í breyttu umhverfi. Fundurinn var á vegum faghópa um Þjónustu- og markaðsstjórnunVerkefnastjórnunStafræn fræðsla.

 

Tækifærin á vinnumarkaði í Covid

Andrés eigandi Góðra samskipta hvatti í upphafi fundarins alla fundargesti til að skoða Derek Sivers á Youtube. Fundurinn var á vegum faghópa um mannauðsstjórnun og þjónustu-og markaðsstjórnun. Derek hefur helgað líf sitt því að tengjast fólki. Hann setti allan sinn auð í sjóð sem styrkir ungt fólk í tónlistarnámi.  Derek skrifaði bókina „Anything you want“. Boðskapurinn hans er að það sé tillitssemi að láta vita af því sem þú ert að gera. Mörg okkar eru spéhrædd að láta af okkur.

En hverju erum við að leita að með því að vera strategisk á vinnumarkaði?  Flest erum við að leita að lífsgæðum og því að gera það sem við erum best í, að verða besta útgáfan af sjálfum okkur.

Andrés fjallaði um að í dag er ekki eins flott og það var að vera ríkur. Andrés sagði þetta sína kenningu.  Markmiðið í dag er að hafa alla möguleika, geta valið.  Mikilvægt er að vera alltaf að sá fræjum og loka engum dyrum.  Fólk er ekki lengur í vinnu til að eiga í sig og á. Heldur vill fólk í dag láta gott af sér leiða og eru með hliðarverkefni.

Andrés fjallaði um hvernig ásýnd okkar er, hvernig sjá aðrir okkur, hvernig birtumst við þ.e. hvernig er LinkedIn prófíllinn okkar. Mikilvægt er að þrengja stefnuna sína og greina umhverfið. Öll samskipti eru tækifæri og öll tækifæri koma í gegnum fólk.

Í lok erindisins var boðið upp á spurningar.  

 

Það sem markaðsfólk veit ekki um vörumerki

Upptaka af fundinum er aðgengileg hér. Guðmundur Arnar frá Akademias var í morgun með erindi um Ehrenberg Bass stofnunina í Ástralíu og kynnti lögmálin þeirra sem öll fyrirtæki, í öllum geirum og af öllum stærðum geta hagnýtt sér. Fundurinn var á vegum faghóps um þjónustu-og markaðsstjórnun.

Ehrenberg Bass stofnunin í Ástralíu er sú stærsta í heimi með fókus á markaðsfræði og vörumerki. Byron Sharp er forstöðumaður stofnunarinnar og er í dag án efa sá fræðimaður sem er að hafa mestu áhrifin á fræðin. Stofnunin vinnur fyrir fyrirtæki eins og P&G, Google, Facebook, Diageo, Nestle, General Mills, LinkedIn o.fl. leiðandi markaðsfyrirtæki heims.

Í gegnum áratugina hefur stofnunin véfengt mikið af mýtum um hvernig fyrirtæki geta látið vörumerkin sín vaxa. Mýtur sem margar hverjar eru fyrirferðamiklar í flestum markaðsfræðikennslubókum. Þau hafa kynnt markaðslögmál, sem eru marg vísindalega sönnuð, sem auka mikið líkur á árangursríku markaðsstarfi.

Stofnunin hefur gefið út tvær bækur með samantekt á rannsóknunum sínum. Þær eru báðar metsölubækur og án efa áhrifamestu markaðsfræðibækur síðustu 10-15 ára. Þær heita How Brands Grow: What Marketers Don't Know og How brands grow: Part 2. Íslandsvinir eins og Mark Ritson, Les Binet og Rory Sutherland segja Byron Sharp vera merkilegasta og áhrifamesta fræðimann á sviði markaðsmála í dag. 

Trausti Haraldsson í stjórn faghóps um þjónustu og markaðsstjórnun kynnti Guðmund Arnar framkvæmdastjóra Akademías.  Guðmundur hefur lengst af verið markaðsstjóri í ferðageiranum WOW, Icelandair og einnig verið hjá NOVA og Íslandsbanka.  Fræðin í Ehrenberg-Bass ræðst á mikið af því sem við tökum sem víðteknum venjum í markaðsfræðunum.

Í 2000 ár var lausn á næstum öllum vanda blóðtaka.  Það eru svo margar góðar hugmyndir í markaðsfræðunum en þær eru ekki nóg, þær er eins og blóðtaka en þarf að staðfesta af vísundunum.   Guðmundur kynnti nokkur einstaklega áhugaverð lögmál markaðsfræðinnar.  Dæmi voru tekin um hvaða hópur kaupir hvaða bíla og þar sást að það er nákvæmlega sami hópur sem kaupir flest alla bíla utan Range Rower.  Einnig að við kaupum sjaldan vörumerki sem við þekkjum.  50% af jákvæðni til vörumerkis snýst um frægð og að komast upp í hugann.  Öll vörumerki í vöruflokki deila viðskiptavinum með öðrum vörumerkjum í samræmi við markaðshlutdeild.

Mikilvægast af öllu er að auka markaðshlutdeild til að auka tryggð.  Varðandi auglýsingar þá hafa þær áhrif í gegnum minnið. Sá sem er frægastur er fyrstur.  Auglýsingar eiga að snúast um að við omum upp í hugann þegar fólk hugsar til vörunnar sem við erum með.  Auglýsingar þurfa að hafa áhrif til lengri tíma. Þorðu að vera öðruvísi eins og NOVA!  Vertu eftirtektarverður.  Það er ekki nóg að vera þekkt merki heldur þarf líka að vera auðvelt að kaupa okkur.  Af hverju kaupir fólk vöruna okkur, hvenær, hvar, með hverjum og með hverju öðru?

Fundurinn er aðgengilegur á heimasíðu Stjórnvísi.

Stafræn hagræðing í sölu- og markaðsstarfi

 

Hreiðar Þór Jónsson og Tryggvi Freyr Elínarson frá Datera kynntu hvaða ávinning er hægt að ná út úr sölu- og markaðsstarfinu með sjálfvirkni og stafrænum lausnum. Fundurinn var tekin upp og má finna upptökuna hér á Facebook síðu Stjórnvísi. 

Þeir fjölluðu örstutt hvatingu og tillögur til stjórnvalda um stefnumótun og aðgerðir í stafrænum málum frá SVÞ og VR. Þar kom fram í úttekt IMD viðskiptaháskólans á stafrænni samkeppnishæfni ríkja árið 2019, er Ísland í 27. sæti af 63. ríkjum og fellur úr 21. sæti árinu áður. Til samanburðar má nefna að Svíþjóð er í 3. sæti á listanum, Danmörk í 4., Finnland í 7. og Noregur í 9.

Farið var yfir hvar helstu tækifærin liggja, hvernig þeir fremstu eru að nýta tækni og hverju það skilar. Þar má nefna: Betri og hraðari ákvarðanatöku, minni handavinnu hjá starfsfólki, betri og skilvirkari þjónustu og aukningu í viðskiptum. Mælt er með að setja viðskiptavinininn í öndvegi og kortleggja ferla ferðalagsins. 

Auk þess voru frábær sýnidæmi ásamt upplýsingum um helstu tækni, tól og þjálfun sem fyrirtæki geta nýtt sér. Alltof fá fyrirtæki fara sjálf í gegnum ferli viðskiptavina og koma þá ekki auga á tækifærin hvort sem það er á vefnum eða í símanum sínum en ferlið er oft brotið án þess að fyrirtækð geri sér grein fyrir því. Einnig gleyma fyrirtæki oft að hugsa um grunnatriði sem að viðskiptavinir leita oft að. 

Það var afar áhugavert að sjá dæmi um bílasölu fyrirtækin Toyota, B&L, KIA og Honda en vefsíður fyrirtækjanna vöru allar misjafnlega vel staddar. 

Minnst var á Smartly tól fyrir markaðsfólk til að nýta að gera sjálfvirkar auglýsingar og þá hvernig er hægt að skala herferðir og efni. Einfaldara kaupferli getur leitt til 300% söluaukningu. Hægt að nýta Google Data Studio til smíða mælaborð þar sem góð gögn eru gulls í gildi. 

Að lokum var farið yfir hver heildarávinningurinn er fyrir fyrirtækin sem nýta sér tækni til hagræðingar og hverju sú sókn skilar. 

Mælt var með að byrja á eftirfarandi skrefum:
Skref

Skrefið tekið og þjónustuverið stofnað

Heimir Guðmundsson sviðsstjóri vinnuvélasviðs hjá Vinnueftirlitinu og stjórnarmaður í stjórn faghóps um stefnumótun og árangursmat bauð gesti velkomna og kynnti Evu Helgadóttur. Öryggismiðstöðin var stofnuð árið 1995 og er framsækið þjónustufyrirtæki sem býður upp á heildarlausnir í öryggis- og velferðarmálum. Árið 2012 var ákveðinn vendipunktur hjá fyrirtækinu. Starfsemi Öryggismiðstöðvarinnar hafði vaxið verulega undanfarin ár. Bæði starfsfólk og ferlar voru farin að finna fyrir vaxtaverkjum og löngunin til að veita betri þjónustu ýtti okkur af stað í nýja átt. Í kjölfar stefnumótunar var sú ákvörðun tekin að stofna þjónustuver sem myndi sameina krafta starfsmanna og straumlínulaga ferla með það að markmiði að veita markvissari þjónustu. Eva Helgadóttir deildarstjóri Þjónustuvers leiddi gesti fundarins í gegnum þá vegferð sem farið var í árið 2012 og sagði frá því hvernig tókst til og hvernig staðan er í dag.

Eva hóf störf hjá Öryggismiðstöðinni 2001 og hefur tekið þátt í fjölmörgum störfum og verkefnum á þessum tíma auk þess að bæta við sig námi í viðskiptafræði og viðurkenndum bókara. Öryggismiðstöðin rekur fjölbreytta þjónustu víðsvegar og því er þjónustuver mikilvægt. Fyrirtækið var stofnað 1995 og enn starfa þar nokkrir af fyrstu starfsmönnum. Mikill vöxtur hefur verið á undanförnum árum og eru í hópi framúrskarandi fyrirtækja og þar starfa í dag 400 manns. Í dag hefur þeirra fólk tekið 250.000 Covis sýni. Snjallöryggi er ný kynslóð öryggis og er þeirri lausn vel tekið. T.d. sagði Eva frá snjalllás sem er í símanum og hægt að hleypa sem dæmi börnum sem gleyma lyklunum sínum inn í gegnum símann.

Í ársbyrjun 2012 var tekin ákvörðun um að veita betri þjónustu og stofna þjónustuver. Gildi voru endurskoðuð forysta – umhyggja – traust.Allir starfsmenn hafa þessi gildi að leiðarljósi í öllu því sem þeir gera í sínum störfum og í samskiptum hvort við annað. Farið var í markvissa hugmyndavinnu þar sem tryggt var að þekking færi milli manna og veitt heimild til athafna.  Þannig gæti hver og einn starfsmaður klárað sín mál með umboði. Farið var í heimsóknir til annarra fyrirtækja og valið það besta frá hverjum og einum.  Farið var markvisst í að starfsmenn leiðbeindu hvorir öðrum þannig að hópurinn gæti unnið saman og breitt út þekkingu. 

Þegar þjónustuverið var stofnað var það gert mjög sýnilegt og haldið partý fyrir alla starfsmenn.  Í þjónustuverinu á þessum tíma voru 5 manns. Í dag eru starfsmenn þjónustuvers 8 manns.  Við innleiðingu á þjónustuverinu var farið í mikla vinnu og boðið upp á mörg námskeið eins og námskeið í símsvörun og samskiptum við viðskiptavini. Með rafrænni fræðslu er tryggt að allir fá sömu fræðslu.

Markmiðið með stofnun þjónustuvers var að bæta þjónustu við viðskiptavini og veita hraðari svörun erinda. Markmiðið var að hægt væri að ganga frá 80% erinda í fyrstu snertingu.  Ekki senda símtalið áfram.  Fylgst er með meðallengd símtala og fjölda. Öll svið settu sér markmið og er öllum tölvupósti svarað samdægurs.

En hvaða verkefnum eru þau að sinna?  Stjórnstöð er opin allan sólarhringinn. Símtöl eru 170-200 á dag og erindi berast frá heimasíðu og með tölvupósti.  Viðskiptavinurinn vill í dag geta lokið sínum málum sjálfur og því er stöðug þróun í gangi.  Einnig er veitt tækniaðstoð og bókaðir tímar, sendar upplýsingar varðandi endurnýjanir, hnappa, reikningagerð (13000 á mánuði) o.m.fl.  Ábyrgð og þekking er alltaf á höndum fleiri en eins starfsmanns. 

Starfsþróun hefur aukist til muna og vaxa og dafna starfsmenn.  En hvað skiptir máli í ferlinu?  1. Stuðningur frá topnnum  2. Fá aðstoð frá þeim sem þekkja vel til 3. Þátttaka starfsmanna þ.e. þeir eigi hlutdeild í verkefninu 4. Starfsmenn fái svigrúm til að sinna innleiðingu 5. Búta niður fílinn og 6. Hafa gaman og fagna litlum sigrum. 

Þjóðkirkjan: Nýjar áherslur í markaðssetningu kirkjunnar

Fundurinn var tekinn upp og má nálgast ásamt fleiri fundum á facebooksíðu Stjórnvísi.
Faghópur um þjónustu og markaðsttjórnun hélt nýlega fund þar sem Pétur G. Markan, samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar var með hnitmiðaða hugleiðingu og kynningu um nýtt kynningarefni þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskóla frá sjónarhóli guðfræði og trúar annars vegar og hins vegar markaðs og kynningarmála. Þar var meðal annars velt því fyrir sér hvort að þessir ólíku málaflokkar geta farið saman.

Pétur sagði mikilvægt að gera greinarmun á hinum jarðeskjulega Jesú og hinum upprisna kristni trúarinnar.  Hann velti upp spurningunni hvor börn ættu að tileinka sér og heyra um fjölbreytileika? Hvert er hlutverk þjóðkirkjunnar?  Hún er sameiningartákn þjóðarinnar og nefnd í stjórnarskránni og varin þar. Víðara hlutverk þjóðkirkjunnar er að þjóna þjóðinni.  Þetta er mikilvægt að hafa í huga þegar verið er að horfa á efni frá þjóðkirkjunni. Áhersla hefur verið lögð á að tala víðar. Er kirkjan félagslegt verkfæri? Hvert er erindi kirkjunnar inn í samfélagið? Sóknirnar eru grunneiningin og sóknirnar halda utan um söfnuðinn og næra hann hinu andlega lífi. En á kirkjan að tala inn í samtímann? Á hún að fylgjast með? Pétur hefur sjálfur reynt að einblína á að kirkjan vill vera vinnandi háseti á þjóðarskútunni.  Hún þarf að vera með hvort heldur er andlegur leiðtogi eða að hafa skoðun. 

Hann sagði einkennandi fyrir biskup Íslands að tala inn í samtímann.  Samfylgdin með þjóðinni skiptir máli. Ein saga – eitt skref er verkefni sem hefur það að verkefni að gera upp sögu hinsegin fólks. Heimsráðstefnu lauk í gær í Skálholti þar sem trúarbrögð heimsins komu saman og ræddu aðgerðir varðandi umhverfi og loftslag. Trúarbrögð heimsins ákveða saman sameiginlegar aðgerðir til að leysa verkefni í loftslagsmálum sem þarf að gera. Vera verkfæri!  Biskupsstofa berst fyrir mannréttindum og er félagslegt verkfæri sem þrýstir á stjórnvöld. Lára Garðarsdóttir listamaður teiknaði allt myndefnið sem kemur frá Biskupsstofu. Aldeilis auglýsingastofa hefur haldið utan um herferðina. En hvaða skilaboð eru á strætó. Kirkjan er að segja „Við erum með og berjumst fyrir því“. Þar er líka gullna hliðið „Þeirra er kærleikurinn mestur“.  Ef einhver sér trans í Jesú þá er það gott segir Pétur. En gat þetta ekki verið kona? Það að þetta væri karl í breytingarfasa, því er Pétur ekki sammála. Ein myndin var að foreldrum að skíra sem er falleg mynd og lýsandi.  Pétur sýndi dæmi um alls kyns birtingarmyndir af Jesú bæði sem karl og konu.  Kristur birtist mjög ólíkt eftir því hvar þú ert í heiminum. Kristur á strætó er einungis hluti af samfélaginu.  Það er löngu búið að túlka krist á allan hátt.  En er í lagi að bera svona Jesú á borð barna? Stóra spurning er þessi ef við tölum um fjölbreytileika í grunnskólum og leikskólum landsins þá getur sunnudagaskólinn það líka – við eigum öll að vera jöfn og sunnudagaskólinn á að sýna Jesú alls staðar. Við eigum að kynna fyrir börnum það samfélag sem við viljum sjá.  Að lokum sagði Pétur að það væri aldrei ætlun þjóðkirkjunnar að sæla fólk. 

Frítt niðurhal af ritinu "Þjónustugæði - samkeppnisforskot og velgengni"

Stjórn faghóps um þjónustu-og markaðsstjórnun vekur athygli félaga á fríu niðurhali af ritinu "Þjónustugæði-samkeppnisforskot og velgengni".  Þjónusta verður æ mikilvægari til að skapa samkeppnisforskot. Ýmsar aðferðir eru notaðar til þess að hanna og meta þjónustu. Flestar eiga þær það sammerkt að lagt er mat á það sem skiptir máli út frá sjónarhóli þeirra sem upplifa þjónustuna og/eða starfsfólksins. Í þessu riti er fjallað um mikilvæga þætti í þjónusta, mælingar ferilgreiningu (service blueprint) sem sýnir myndrænt allt ferlið o.fl.   Höfundur ritsins er Margrét Reynisdóttir. 

 

Tengslanet: tækifæri og starfsframi, nýttu þér færin

 

Mikill fjöldi Stjórnvísifélaga mætti á fund í Nýsköpunarmiðstöð Íslands sem fjallaði um hvernig tengslanetið getur hjálpað þér við að komast á þann stað sem þú vilt. Á þessum fundi sem var á vegum faghóps um þjónustu-og markaðsstjórnun fóru þær Ósk Heiða og Silja Úlfars yfir það hvernig þær hafa skapað tækifæri úr sýnileika og hvernig þær nota tól og tæki markaðsfræðinnar í bland við lærdóm úr keppnisíþróttum til að ná árangri, hvor á sínu sviði.  

Ósk Heiða segir að maður þurfi að vera trúr því sem maður stendur fyrir.  Ef þú ætlar að láta til þín taka þá þarftu að láta aðra vita af þér. Þú getur skilað ótrúlegum árangri innan þíns fyrirtækis en enginn annar tekur eftir því.  Ósk Heiða er ekki vön að bíða eftir því að vera boðið upp.  Hún heldur ballið sjálf og býður öðrum að vera með.  Ef þú spilar til að vinna eru tækifærin endalaus. „Taktu stjórnina“.  Ósk Heiða sagði mikilvægt að hver og einn spyrði sig: Hvað vil þú? Hvert stefnir þú? Ertu sátt/ur? Það má stefna langt og það má segja það upphátt!.  Vertu með lyfturæðuna þína á hreinu.  Hvaða hughrif viltu skilja eftir.  LinkedIn er uppáhaldssamfélagsmiðill Ósk Heiðu.  Hún hvetur alla til að vera á Linkedin.  Þar er plattform til að tengjast öðru fagfólki og læra.  Þú hefur nafnið þitt, mynd, starfsferil, greinar sem þú skrifar.  Mikilvægt er að uppfæra Linkedin.   Grundvöllur alls áður en þú ferð að sækja og hvað þú vilt er að skilgreina sig.  1. Hver ertu? 2. Staðfærsla 3. Aðgreining 4. Markhópur.  Hafðu sterka innkomu sem byggir á hæfileikum og sérþekkingu.  Þegar einhver flettir þér upp, þá verður að sjást strax hver þú ert og hvað þú hefur fram að færa. Nýttu öll tækifæri, sinntu miðlinum, m.a. með því að byggja upp sambönd og gefa af þér, skrifa greinar, kommenta og taka þátt.  Til eru endalausir möguleikar til að koma rödd þinni og skoðunum á framfæri.  Hafðu þó samræmi milli þess sem þú segir, gerir og það sem þú stendur fyrir.  Til hverra viltu ná? Hvaða fólki viltu tengjast? Nýttu faglegt efni til þess að vekja athygli með þín markmið að leiðarljósi.  Þetta er í raun fótboltavöllur, þú stefnir fram öllu þín besta liði.  Spilaðu til að vinna.  Tengslanet er ekki einungis þeir sem þú kynnist í grunnskóla, Ósk Heiða hvatti alla til að vera djarfir, leggja sig fram og vera trúir sjálfum sér. Ef þú ert að leita að vinnu segðu þá fólki frá því, ekki læðast.   Segðu frá því hvað þú kannt, gerir vel og settu sérstaka áherslu á það sem þú vilt gera meira af.  Linkedin er faglegur vettvangur sem þú getur nýtt þér til þess að leita að næsta tækifæri.  Þarna er tækifærið til að tengjast áhugaverðum leiðtogum.  Hafðu skoðun og segðu hana því þín rödd og reynsla er einstök.  Leyfðu henni að heyrast, það er það sem gerir þig áhugaverðan, lykillinn er að vera alltaf sannar.  Þegar það eru viðburðir, mættu!  Aldrei fara heim fyrr en þú ert búinn að tala við fjóra nýja að lágmarki.  Ef þú heldur viðburðinn talaðu þá við a.m.k. tíu manns.  Reyndu alltaf að bjóða fólki inn í hópinn þinn og segðu hvað verið er að ræða, leyfðu fólki að vera með.  Leggðu frá þér símann á viðburðum, sestu hjá einhverjum nýjum.  Sendu fyrirlesara póst á Linkedin eða í netfangi ef þú hefur áhugaverða spurningu, sýndu áhuga.  Forvitni er mikilvæg til að þróast. 

Allt sem þú veitir athygli það vex.  Því meiri orku sem þú setur í tengslanetið því meiri tækifæri og árangri nærðu.  Lærdómur Ósk Heiðu er að gera meira til að stækka, því meira sem þú reynir á þig, því meiri er þinn fag-og persónulegi vöxtur.  Aldrei minnka þig eða draga úr þínum krafti til að láta öðrum líða betur. Þegar þú ert með rétta fólkinu þá hvetur það þig áfram.  Gerðu meira af því sem þér þykir skemmtilegt. Því meira skemmtilegt, því öflugri verður þú. Það á að vera gaman því það er nóg LJÓS.  Að lokum hvatti Ósk Heiða alla til að senda sér vinabeiðni á Linkedin. 

Silja Úlfarsdóttir er spretthlaupari og segir að samnefnarinn í sínu lífi sé að hún sé leikstjóri.  Leikstjórar bera ábyrgð á greiningu hugmyndavinnu og listrænni framsetningu þeirra verkefna sem þeir stjórna hverju sinni.  Leikstjórar skipuleggja æfingar og sjá um að stjórna þeim.  Silja Úlfars hefur þjálfað karlalandsliðið í hlaupa og krafttímum.  Þá er hún frökk, spyr og hefur engu að tapa. Silja er óhrædd við að prófa tækifæri.  Silja starfaði sem íþróttafréttakona í stuttan tíma sem gaf henni margar tengingar.  Mest starfar hún sem þjálfari en datt í hug að sækja um sem sölu-og markaðsstjóri Adidas.  Ef Silju langar í eitthvað þá prófar hún.  Ljónshjarta eru samtök fyrir börn sem hafa misst foreldra og þar er Silja formaður í dag. Lærdómurinn sem Silja tekur úr keppnisíþróttum er að setja sér markmið, þau ganga ekki alltaf upp en samt heldurðu áfram.  Þú þarft alltaf að standa upp og halda áfram.  Verkefni eru til að leysa þau.  Það er dýrmæt reynsla.  Silja segir „Finndu það sem þér þykir skemmtilegt og drífur þig áfram, þefaðu uppi þá þekkingu sem þig vantar, tengdu þig við fólk sem kann hluti sem þú kannt ekki.  Það gerist ekkert nema þú gerir það sjálfur.“  Í framhaldi fór hún að þjálfa og skellti sér í skóla.  Silja notar Instagram því þar er íþróttaheimurinn.  Nökkvi er dæmi um áhrifavald á Instagram sem Silja hefur fylgt eftir því hann er með góð skilaboð.  Silja er dugleg að spyrja spurninga því oft vantar fólki þær.  Klefinn www.klefinn.is er verkefni sem Silja og Andri Úlfars eru með.  Silja sagði frá því hvernig verkefnið Klefinn varð til.  Íþróttafréttir eru að mest öllu leyti um bolta því þurfa sundmenn, hlauparar og aðrir að erfiða við að fá styrki því fáir þekkja þá.  Silja og Andri sáu að það voru litlar sem engar upplýsingar um hverjir eru að stefna á Ólympíuleikana og hverjir eru búnir að ná lágmarkinu.  Þau fundu í framhaldi 11 íþróttamenn sem sögðu upphátt að þau hefðu áhuga á að fara á Ólympíuleikana.  Að vera íþróttamaður er markaðssetning.  Nú eru þau með 4 karla og 7 konur.  Þau bjuggu til heimasíðu og leituðu til sérfræðinga til að aðstoða sig við verkefnið sem felst í sýnileika á íþróttafólki sem hefur áhuga á að komast á leikana og vantar styrki til að geta stundað sína íþrótt.  Sumir ná lágmarkinu og aðrir ekki.  Þau nota gestapenna til að skrifa á síðuna t.d. um næringu og síðan var mikilvægt að komast í fjölmiðlana.  Business casið er að fá tekjur í gegnum síðuna til að styrkja íþróttamennina sem eru að stefna á Ólympíuleikana.  Allt snýst þetta um tengslanet og þora að spyrja.  Í raun eru þau að gera það sem ÍSÍ er að gera.  Lærdómurinn er að spyrja og búa til greinar.  Allt snýst um að skapa virði fyrir aðra og skipuleggja leiðina.  Spurðu og þá gerast hlutirnir. 

 

 

Hvernig er hægt að nýta LinkedIn?

Í dag var haldinn viðburður á vegum nokkurra faghópa Stjórnvísi í Háskólanum í Reykjavík.  Viðburðinum var streymt á facebooksíðu Stjórnvísi og er hægt að nálgast hann þar.  Í erindi sínu fór Jón Gunnar lauslega yfir samfélagsmiðlabyltinguna sem átt hefur sér stað undanfarinn áratug, hvernig LinkedIn er notað, hvernig megi stilla upp "profile" á miðlinum, hvað beri að hafa í huga, hvað varast og fleiri þætti sem tengjast notkun hans. Að erindi loknu voru umræður, Ósk Heiða forstöðumaður markaðsmála hjá Póstinum, Yrsa Guðrún Þorvaldsdóttir og Gyða Kristjánsdóttir ráðgjafar hjá Hagvangi tóku þátt í umræðum og greindu frá sinni reynslu í tengslum við deilingu á þekkingu, ráðningar og starfsleit.

 

Langar þig að byrja með hlaðvarp, er það mikið mál?

Í morgun fengu Stjórnvísifélagar að kynnast því hvaða tól og tæki þarf til að byrja með hlaðvarp og hvað skiptir máli. Faghópur um þjónustu- og markaðsstjórnun stóð að fundinum.  Óli Jóns hefur haldið úti Hlaðvarpi á Jóns í 3 ár. Hlaðvarpið hans sem er í viðtalsformi er tileinkað sölu og markaðsmálum. Óli hefur tekið viðtal við marga helstu sérfræðinga landsins í sölu- og markaðsmálum ásamt því að ræða við eigendur fyrirtækja um þeirra markaðsmál. Nú þegar er Óli búinn að setja um 70 þætti í loftið langar hann til að segja frá sinni reynslu í hlaðvarpsheiminum. Fundinum var streymt af facebooksíðu stjórnvísi og má nálgast þar.

Óli sagði breytingarnar hafa verið gríðarlegar í þessum málum á undanförnum þremur árum.  Þegar Óli tekur viðtal þarf hann yfirleitt að byrja á því að útskýra hvað hlaðvarp sé, þ.e. viðtal á Netinu.  Í 99% tilfella segir fólk “já” og þættirnir hans eru viðtalsþættir. Óli vill að fólkið sé í sínu náttúrulega umhverfi, hann mætir á staðinn. Stóri sigurinn var þegar aðilar eru farnir að hringja í hann og óska eftir viðtali.  Að fólki líði vel þar sem viðtalið er tekið skiptir máli.  Miklu máli skiptir líka að ekki bergmáli mikið.  Smáhljóð heyrast svo miklu meira í upptöku. “Data is everything” en Óli getur ekki séð hvort fólk hlustar á allan þáttinn.  Hann sér hins vegar hverjir kveikja á hverjum þætti, á hvaða aldri þeir eru, hvar í heiminum þeir eru staddir o.fl.  Hann notar Soundcloud til að fá þessar upplýsingar.

Allir þættir eru settir á facebook og það er svo margt hægt að gera í einum þætti.  Í kringum það eru sett kvót.  Þau nota kvót frá fólki eins og t.d. “það alveg peppaði mann í döðlur”.  Einnig er notað Instagram til að vekja athygli á þáttunum og  Óli byrjaður á Linkedin.  Það er allt í einu mikil breyting á Linkedin varðandi tryggð.  Helst myndi hann einnig vilja hafa allt sem blogg.  Óli sendi eitt sinn hljóðfælinn af einum þætti sem var tekin upp á ensku út í heim, hann kom til baka skrifaður á ensku fyrir 2.500kr, slík er tæknin orðin.   

CHAT MARKETING - Nýjasta trendið eða bara bóla?

Sigurður Svansson, eigandi og yfirmaður stafrænnar deildar SAHARA, fjallaði í dag um þau tækifæri sem felast í spjallmennum á sviði þjónustu og markaðssetningar. Fundurinn var á vegum faghóps um þjónustu-og markaðsstjórnun og var haldinn í Háskólanum í Reykjavík.
Sigurður sagði miklar breytingar hafa átt sér stað síðustu misseri sem bjóða upp á fjölbreytt tækifæri. Fjöldi notenda á spjallkerfum er orðinn fleiri en á samfélagsmiðlum sem gerir það að verkum að við þurfum að fara hugsa öðruvísi. Sigurður er nýkominn af stærstu ráðstefnu í heimi sem fjallar um Chat marketing.  Fyrirtækið Sahara var stofnað fyrir þremur árum síðan og sameinaðist Silent fyrir ári síðan og nú eru starfsmenn 30 og viðskiptavinir 180.  Í upphafi fundar óskaði Sigurður eftir því við alla fundargesti að fara inn á menti.com slá inn kóða og svara nokkrum spurningum eins og: „Veistu hvað spjallmenni er?“ „Ég eyði mestum tíma á eftirfarandi samfélagsmiðli“ „ „þú þarft að hafa samband við fyrirtæki – hvað gerir þú?  „þú þarft að heyra í vinu þínum – Hvað gerir þú? „Ég myndi vilja geta fengið svör við spurningum hjá fleiri fyrirtækjum í gegnum facebook“ Ég er samfélagsmiðill og það eru 500.000.000 einstaklingar með aðgang að mér – hver er ég?  „Hvað eru mörg ósvöruð sms í símanum þínum?  Það var virkilega áhugavert að sjá svörin í salnum við þessum spurningum sem voru í samræmi við og endurspegla niðurstöður stórra erlendra rannsókna.

En af hverju er verið að líta til chat marketing í dag? Það er vegna þess að það er grundvöllur fyrir því að fyrirtæki nýti sér það.  Við mannfólkið erum byrjunin og síðan kemur tækifærið til fyrirtækjanna.  Þróunin á samfélagsmiðlunum er ótrúlega hröð.  Mikið sem við tölum um í dag er facebook messenger. Allir eru á facebook í dag og nú eru allir að spá í Tik Tok sem er svipað og Instagram.  Tik Tok er video-miðill og þar eru margir fylgjendur. Það er opið inn á Tik Tok frá Facebook.  Aldrei vanmeta breytingar sem eru að koma því þær getu orðið allsráðandi eftir mánuð eða sex mánuði.  Í dag eru 97% Íslendinga á Facebook sem er sama tala og hlutfall þeirra sem eru nettengdir.  Ísland er lítið samfélag og hjarðhegðunin er mikil. WeChat er notað í allt í Kína.  Framtíðin er á lokuðum persónulegri samskiptum.  Í fyrsta skipti í sögunni eru orðnir fleiri notendur af messenger forritum en samfélagsmiðlum.   Fólk vill geta talað við manneskjur en ekki róbota en 64% einstaklinga kjósa frekar að senda fyrirtækjum skilaboð í stað þess að taka upp símann eða senda þeim tölvupóst.  

RCS er eins og sms á sterum. Chat bottar eru frábærir til að leysa einfaldar spurningar með öllu því helsta sem fólk er að spá í.  Botti er ekki alltaf gervigreind.  Ef í spurningu kemur „opið eða helgar“ þá svarar bottinn hver opnunartíminn er um helgar.  Chat marketing fer ört vaxandi.   Hægt er að nota NPS skor inn í bottann.  Að setja upp botta er á bilinu 15 klukkustundir í dag.  Mikilvægt er að viðhalda þessu. 

Sigurður bað fólk að hafa í huga hversu mikilvægt það er að byrja einfalt, hafa spjallmennið mannlegt, þetta þarf að vera virðisaukandi og að lokum hvatti hann alla til að vera ófeimna við að prófa eitthvað nýtt.

 

 

 

 

 

Human-Centered Design gerir þér kleift að finna réttu lausnina fyrir viðskiptavini þína.

Faghópur um þjónustustjórnun í samstarfi við stjórn Stjórnvísi bauð upp á tvær einstaklega áhugaverðar vinnustofur í Reykjavík Excursions sem snéru að því að skilgreina vandamál viðskiptavina til þess að tryggja að fyrirtæki séu að leysa réttu vandamál viðskiptavina sinna.  Aðferðafræðin „Human Centered Design gerir því kleift að finna réttu lausnirnar sem henta viðskipavininum.  Þannig verða allir ánægðari, bæði starfsmenn og viðskiptavinir.  Leiðbeinandi vinnustofanna Lara Husselbee kom hingað alla leið frá Ástralíu.  Hún hefur starfað sem hönnuður í þjónustu í ástralska fjármálageiranum og tækniiðnaðinum síðastliðin 10 ár.  

Dagurinn byrjaði á einstaklega áhugaverðri æfingu þar sem tveir og tveir voru saman og áttu að geta sér til um hvað hvor um sig borðaði í morgunmat með því að teikna upp morgunmat hvor annars.  Helsti lærdómurinn var sá hve mikilvægt er að spyrja viðskiptavininn beinna spurninga til að komast að hvað henti, hvort þú borðir það sama um helgar og virkum dögum.  Hvernig megi leysa það að þú getir borðað það sem þig langar mest í hvenær sem er.  Lara fræddi okkur um muninn á vöru og þjónustu og sagði þjónustu og upplifun byrja með með auglýsingu.  Hún tók dæmi um leikhús, þar sem þjónustan hefst með því að vakin er athygli á sýningunni með auglýsingu og næsta snerting við viðskiptavininn er þegar hann kaupir leikhúsmiðann. Þjónustan í leikhúsinu er í bakendanum þ.e. á bak við sviðið, þar þarfsem  allt þarf að ganga upp.  

Á seinni vinnustofunni voru þátttakendur látnir hver fyrir sig teikna upp ferilinn hvernig við kaupum inn. 1. Fá hugmynd 2.skrifa lista 3.hjóla/keyra af stað 4.leggja fyrir utan verslunina o.s.frv.  Í framhaldi unnu hóparnir saman og lærðu að forgangsraða ferlið og búa til nýjar hugmyndir út frá þessari nýju sýn.

Báðar þessar vinnustofur voru einstaklega vel heppnaðar og fóru þátttakendur heim reynslunni ríkari.

Viðskiptavinurinn í öndvegi - ávinningurinn með skráningu á vegferð og upplifun viðskiptavinarins

Faghópur um stjórnun viðskiptaferla (BPM) ásamt þjónustu- og markaðsstjórnarhópi á vegum Stjórnvísi var í morgun með spennandi kynningar um skráningu á vegferð viðskiptavinarins og ávinning með slíkri vinnu í að bæta þjónustu. Fundurinn var haldinn í Eimskip. Áhersla var lögð á að sýna hvernig slík skráning nýtist í að bæta viðskiptaferla í rekstrinum. Rætt var hvernig fyrirtæki geta nýtt yfirlitið ásamt endurgjöf frá markaði í að bæta þjónustu sérstaklega þeim snertiflötum sem snúa að viðskiptavinum.

Vilborg Þórðardóttir, sérfræðingur í Global Customer Experience hjá Marel, fjallaði  um skráningu á vegferð viðskiptavina Marel. Vilborg sýndi yfirlit sem sýnir þjónustuvegferð viðskiptavina fyrirtækisins og hvernig Marel nýtir slíkar upplýsingar í að bæta þjónustu. Marel hefur lagt aukna áherslu á þjónustuna við viðskiptavininn.  Marel er í dag í 30 löndum út um allan heim og starfa 6000 manns hjá fyrirtækinu.  30% af tekjum koma frá upphaflegri sölu á tækjum en 40% koma af þjónustu við tækin og 30% af aukasölu við tækin.  Viðskiptavinurinn er í öndvegi og þar skiptir máli að öll yfirstjórn standi saman og að þjónusta skipti jafnvel meira máli en sala á tækjum.  Samband við viðskiptavininn er oft einungis í höndum eins aðila og aðrir fá ekki upplýsingar um stöðuna því er mikilvægt að hafa kerfi þar sem aðrir starfsmenn geta haft aðgengi að upplýsingum um viðskiptavininn. NPS skor er notað til að varpa sýn á viðskiptavinaupplifun hjá Marel ásamt Customer jurney.  Vilborg skipti fyrirlestri sínum upp í eftirfarandi þætti: Customer focused leadership -understanding the customer -design the experience-empower the front line- measure what matters- feedback drives contiinous improvement.  Stefnan skiptir öllu máli þegar verið er að hanna þjónustu við viðskiptavininn.  Fókusað er á hjá Marel að það sé ein menning alls staðar.  Til þess að skilja viðskiptavininn notar Marel NPS, kannanir, og önnur kerfi. Eftir hverja heimsókn til viðskiptavinar er mælt NPS skor.  „Hversu líklegt er að þú mælir með þjónustu Marel við vini þína?“ á skalanum 1-10.  Hringt er í alla sem gefa skorið 0-6.  Svör eru skoðuð í rauntíma og sést strax hvað viðskiptavinurinn er ánægðastur með eða óaánægður með.  Hægt er að greina skorið niður á lönd og vélar. En hvað er gert við öll svörin sem koma bæði gagnvart viðskiptavininum og starfsmanninum.  Customer Journy mapping hefur reynst vel til að átta sig á heildarmyndinni.  1. Hver ber ábyrgð á samskiptum 2. Hverjar eru væntingar viðskiptavinarins o.fl. Í grunninn ertu að mappa vegferðina, hverjar eru tilfinningar viðskiptavinarins á hverjum stað og mæla hvert skref í ferlinu. „Selja-söluferli-kaupa vél-uppsetning-notkun-þjónustuver“.  Þetta gefur heildarupplifun viðskiptavinarsins í hverju skrefi.  Er þjónustan í gegnum síma eða vef?  Hvað vill þitt fyrirtæki vera að mæla?  Dæmi vélin bilar, hvað gerist þá? En hvað er á bakvið? – Vilborg mælir með Service Blueprint. Það er heildarupplifunin sem skiptir öllu máli og að vita hvað skiptir öllu máli. 

Magnús Ívar Guðfinnsson, Global Service Excellence Manager hjá Marel, fylgdi á eftir og sýndi fram á mikilvægi þess að tengja ferla og skipulag við snertifleti við viðskiptavininn. Þættir sem styðja við Service Blueprinting eru 1.áskoranir í að veita góða þjónustu og umbætur sem stuðla að bættri vegferð viðskiptavinarins.  

Í dag eru mælingar að verða miklu mikilvægari en áður og verðmætasta auðlind fyrirtækja gögn.   Gögnin liggja í kerfunum.  1. Quality management (ISO Quality system (ISO Quality system, quality handbbok ..) 2. Business Processs management (end to end process, process repository ..) 3. Digital Process Automation (DPA) 1. Servicce blueprint, agile process solution, wide processes, great customer experience via digital process automation, design apps and web applications, application. Yfirleitt eru fyrirtæki góð í að koma vörum frá sér en erfiðara að fá upplýsingar sem styðja síðan við starfsfólkið.  Viðskiptavinurinn hefur ákveðna kanala inn í fyrirtækið t.d. í gegnum 1. Vefsíðu 2. Sölu. 3. NPS skorið 4. Endurgjöf í þjónustukönnunum. 

Hvað geturðu gert við of mikið magn af upplýsingum?  Það er afskaplega erfitt og betra að fá reglulega endurgjöf, strax sést hvar má bæta sig.  Mikilvægt er að skrá ferla alveg sama hve fyrirtækið er lítið því þá sést strax hvar kreppir að.  Af hverju virkar ekki salan nægilega vel? Hvað heldur aftur af okkur að gera betur?  Nýir viðskiptavinir tilheyra kynslóð sem vill fá svör strax.  Einfaldleikinn skiptir öllu máli í þjónustu og að standa við það sem við segjum að við ætlum að gera.  Mikilvægt er að halda þjónustustigi við viðskiptvininn svo heildarupplifunin sé góð.  En hverjar eru áskoranirnar við að veita góða þjónustu? 1. Fólk (stjórnandinn)– 2. ferli (óljóst hver á ferlana) – 3. tækni (er hún í lagi). Moments of Truth er samtalið við viðskiptavininn, mikilvægt er að passa upp á að allt heildarferlið sé gott þ.e. einnig reikningagerðin.  Má þjónustuver fella niður reiking, passa að gera framlínunni kleift að klára verkefnið.  Passa sig á flöskuhálsum (ráða fleiri starfsmenn, fá aðra í verkefnið, eða sjálfvirknivæða). Mikilvægt er að skoða flæði í flöskuhálsum í mínútum.  En hvað er hægt að gera til að bæta sig gagnvart viðskiptavininum?  Horfa á NPS skor og hafa strax samband við þá sem eru á bilinu 0-3.  Mikilvægt er að hringja í óánægða viðskiptavini, ekki senda þeim tölvupóst.  Ganga í gegnum ferlið og sjálfvirknivæða eins mikið og hægt er til að auðvelda viðskiptavininum.    

Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir, Director Service & Customer Experience, kynnti stofnun nýrrar Customer Experience deildar hjá Icelandair og talaði um áskoranirnar og tækifærin. Hún  sýndi einnig vegferð í bætingu á ferlum er varðar upplifun viðskiptavina Icelandair. Ingibjörg fékk það verkefni að stofna þjónustudeild 2017 því vörurnar vantaði eiganda.  Áhafnir Icelandair fá frábæra endurgjöf en taska getur veitt neikvæða upplifun þ.e. ef taska týnist.  Það vantaði að fylgja eftir heildarupplifun, fara úr sílóum yfir í heildarþjónstu.  Búinn var til algjörlega nýr ferill „engagement journey´s og NPS er aðalscore hjá Icelandair, ef vél er sein fer allt af stað þ.e. lakari endurgjöf á alla aðra þjónustu.  Customer Support er ný deild sem tekur á málum sem er ekki hægt að leysa á staðnum af framlínustarfsmönnum.  Mikilvægasta sem þau gera er að hlusta á viðskiptavininn.  NPS er mælt á hverja einustu vél til að sjá nákvæmlega hvað það er sem er að.  Ekki flækja málið, þetta á að vera einfalt.   Icelandair ákvað að taka sérstaklega 2 ferli fyrir þ.e. börn sem ferðast ein og fatlaða – röktu ferlið frá a-ö með þessum hópum og löguðu ferlið.  Customers experience kemur fyrst, síðan koma tekjurnar.  Árangurinn hefur verið gríðarlegur og seinkanir hafa farið niður um meia en 50% frá því í fyrra.  Ingibjörg endaði erindi sitt á að skilgreina hvað er þjónustustefna? Það er að vera með eitthvað ákveðið sem farþegar tengja við t.d. gildi sem allir starfsmenn skilja eftir þeirri þjónustu sem þeir veita,

 

 

Á 1000 km hraða inn í framtíðina

Í morgun var haldinn fjölmennur fundur í Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytinu á vegum nokkurra faghópa Stjórnvísi þar sem Fjóla María Ágústsdóttir frá Stafrænu Íslandi deildi þekkingu sinni og gaf innsýn í verklag og tól „notendamiðaðar þjónustuhönnunar (e. design thinking)“. Fjóla hefur fengið umfangsmikla þjálfun í notendamiðaðri þjónustuhönnun frá Design Thinkers Academy í London og lauk nýlega viku námskeiði í Harvard Kennedy School í Digital Transformation for Government: Innovating Public Policy and Service. 
Fjóla María byrjaði á að kynna hönnunarhugsunina„Design Thinking“ sem byggir á notendamiðaðri nálgun, samvinnu við lausnaþróun þar sem áhersla er lögð á virka skoðun og greiningu, hugmyndaríki, ítranir, hraðan lærdóm og skjóta vinnslu frumgerða (prototypa).   Margir þekkja hönnunahugsun, en upphaflega voru það hönnuðir.  Um aldamótin fer hönnunarhugsun að koma meira inn í atvinnulífið.  Fyrirtæki voru að taka þetta inn til að sjá heildarskipulag í fyrirtækjum.  Uppúr 2012 fóru ráðgjafafyrirtækin að nota þessa aðferðafræði mjög mikið.  Nú eru komnar inn deildir í fyrirtækjum og hjá ríkinu og í Bretlandi er þetta orðið að venju.  Íslenska ríkið er á fullri ferð í stafrænt Ísland og starfa í deildinni 9 manns í dag.  Markmiðið er að aðstoða ríkið í þessari þróun og byrja þarf í grunninum.  Mikil vinna er lögð í stafræna þjónustugátt www.island.is  Fjóla María kynnti vefinn www.stafraentisland.is  þar sem allir geta farið inn á og nýtt sér þá þekkingu sem þar safnast saman.  Hönnunarhugsun fer í gegnum fimm stig: 1. Setja sig í spor annarra, skoða og greina, t.d. taka upp video og sjá hvar vandinn liggur. 2. Afmarka og skilgreina áskoranirnar þannig að við áttum okkur á hverju við ætlum að breyta, laga það sem er mest áríðandi og sjá tækifærin. 3. Hugmyndasöfnun þar sem allt er leyfilegt og allt hugsað upp á nýtt frá grunni.  4. Út frá hugmyndunum sem koma eru þróaðar hugmyndir/frumgerðir þ.e. prototypa sem er ódýr en þær skipta miklu máli. Spyrja sjálfan sig: hvað myndi Arion gera í þessu máli? Disney? Munkur?   5. Frumgerðirnar eru lagðar fyrir notendur, ítraðar og prófaðar þ.e. síendurteknar lagaðar og bættar og fara síðan í framleiðslu.  Fjóla María tók sem sýnidæmi fyrirlesturinn sem hún var að halda í dag hjá Stjórnvísi. Hún ákvað að heyra í nokkrum aðilum fyrir fundinn og spyrja: „Hvað viltu heyra“ og svarið var að þeir sem haft var samband við vildu vita  hvaða tól er verið að nota. Þarna var sem sagt verið að „uppgötva“. 1. Uppgjötva. Sá sem kemur á fund hjá Stjórnvísi vill: 1. Læra eitthvað nýtt, fá hagnýtan fyrirlestur, hlusta á dæmi, hafa einfaldar glærur, finna ástríðu frá fyrirlesaranum, fá upplýsingar um tól o.fl.fl.

En hvenær er hönnunarhugsun notuð? Þegar búa á til öpp, þegar búa á til hugbúnað, skipulagsbreytingar o.fl.  Upphafsfarsinn er mjög mikilvægur.  Þá þarf að greina þær betur og ávinningsmeta þær.  Hver er fjárhagslegi ávinningurinn, hvað er þetta mikil auknum á þjónustu? Hve marga starfsmenn snertir þetta verkefni? Hve marga notendur snertir þessi breyting? Þegar búið er að ákveða hvað eigi að skoða er farið í hönnunarsprett og út frá því kemur frumgerð.  Þarna koma lagaleg málefni sem skoða þarf með tilliti til hvað er til.  Þarna er erfiðasti punkturinn það er að hugmynd og þarfir notenda fylgi í framleiðsluna.  Okkar venja er að laga allt út frá því sem við þekkjum en þarna er notað út frá notendanum og inn.  Þess vegna þarf sama fólkið að fylgja verkefninu alla leið.  Svona verkefni eru Agile verkefni ekki Waterfall.  Í upphafi er ferlið mjög erfitt því það er kaótísk og yfir það þarf að komast þ.e. hvað á að vinna með. 

En hverjir þurfa að koma að gerð stafrænna lausna? 1. Vörueigandi (product owner), vörustjóri (product manager) , verkefnastjóri (project manager)hann tryggir að þjónustan passi inn í þjónustuna, það sem verið er að kaupa inn, gagnagrunna o.fl. , þjónustueigandi (getur verið sá sami og verkefnastjóri), markaðsgreinandi, skilastjóri, prófari og notendarýnir (passar að frumgerðir séu lagðar fyrir), efnishönnuður (content designer) hvernig alllt er framsett, vefhönnuður og forritari.  Einnig þurfa að koma að lögfræðingur, markaðsfólk, aðrir sérfræðingar, tækni, arkitektrú og fulltrúar þeirra sem reka hugbúnað. Það er svo mikilvægt að setja sig í spor annara til að fá dýpri innsýn: sjá hvernig upplifun notenda er á núverandi lausn, skrá hjá sér upplifun, nýta myndbandsupptöku, taka viðtöl við fólk, spyrja af hverju, finna snertifleti, veri skuggi einhvers. 

Allir í teyminu ættu að taka þátt í að setja sig í spor notenda.   Taka svo allar niðurstöður og sjá hvað er að gerast.  Búa til mynd sem er hringur og greina út frá miðju mikilvægi hvers og eins.  Varðandi skilgreiningu á persónu þá er mikilvægt að skilgreina fleiri en eina persónu.  Skoða tiltölulega tæknivæddan einstakling, taka flækjustig þar sem manneskjan lendir í vandræðum, búa til samyggðarkort til að setja sig í spor viðkomandi í þessum aðstæðum eins og „Úff við hvern á ég að tala“ hvar finn ég upplýsingar, hringja í mömmu og pabba, finna borgaraþjónustuna.  Með því að búa til persónuna saman þá hugsum við hvernig er týpan og þetta þarf að gera áður en ferillinn er búinn til.  Hvar koma stresspunktarnir upp?  Passa að hafa textann einfaldan og góðan.  Hvar eru óþægindapunktarnir? Flokka þá saman og finna út úr þeim.  Varðandi gerð prototypa þá er hún alls konar.  (t.d. teikna upp skjámynd, legóa, leika,) allt á að vera sett myndrænt fram og þetta á að vera ódýrt og fljótlegt.  Á þessu stigi er fólk oft hrætt og um að gera að hafa nóg af fylgidóti, alls kyns dóti.  Síðan þarf að fá fólk til að prófa og ítra.  Mikilvægt að fara í framendann og laga og laga þar til þetta fer í framleiðslu.  Fjóla mælti með „This is service design thinking og Sprint bókunum og fleiri bókum.  www.mrthinkr.com  og www.servicedesigntools.org  eru frábærar síður til að nýta sér.

Eru umhverfismál markaðsmál?

Eru umhverfismál markaðsmál?  

Umhverfismál eru að verða áleitnara efni um allan heim og hér á Íslandi er mikil vakning um þessar mundir. Við erum að verða meðvitaðri sem neytendur og hægt, kannski of hægt erum við að breyta hegðun okkar í átt að umhverfisvænari lífstíl. En erum við að fara of hægt – getum við markaðsfólk lagt okkar á vogaskálarnar. Leitað var svara við þessum spurningum á fundi faghópa Stjórnvísi um umhverfi og öryggi, þjónustu-og markaðsstjórnun, samfélagsábyrgð fyrirtækja og kostnarstjórnun í Háskólanum í Reykjavík í morgun.

Fyrirlesarar voru þau Ólafur Elínarsonar, sviðsstjóri markaðsrannsókna Gallups sem kynnti Umhverfiskönnun Gallup og Silja Mist Sigurkarlsdóttir, markaðsstjóri Nóa Sirius.  

Ólafur talaði um mikilvægi þess að skilja viðskiptavininn.  Ekki halda eitthvað, skoðaðu það með tölum.  Skv. rannasóknum í dag telja flestir að loftslagsbreytingar séu af mannanna völdum.  Mikilvægt er að kynna sér hvað fólki finnst og það er meirihluti allra á Íslandi sem hafa áhyggjur af loftslagsmálum og telja þær af manna völdum.  75% þeirra sem eru á aldrinum 18-29 ára  telja að hlýnun jarðar muni hafa alvarlegar afleiðingar.  Þegar við vitum hvernig fólki líður getum við í framahaldi haft áhrif. Góð greining skilar árangri. Níu af hverjum Íslendingum segjast vera að breyta hegðun sinni hvort heldur þeir trúa á loftslagsbreytingar af manna völdum eða ekki.  En hefur fólk breytt venjum sínum? Spurt var hvort þú gætir hugsað þér að kaupa rafmagnsbíl og/eða hlaðanlegan blendingsbíl? Flestir gátu hugsað sér það. Spurt var: Hefurðu gert eitthvað á síðustu 12 mánuðum til að draga úr þeim áhrifum sem þú hefur á umhverfis-og loftslagsbreytingar?  89% voru farnir að flokka sorp, 76% hafa minnkað plastnotkun, 45% hafa keypt umhverfisvænar vörur.  Fleiri skila plasti og gleri til endurvinnslu skv. forstjóra Sorpu.  En hvað fær fólk til að breyta hegðun? Konur eru stærstur meirihluti þeirra sem kaupa vörur.  En hvað vilja Íslendingar fá frá fyrirtækjum? 86% telja að fyrirtæki eigi að gera eitthvað sem hefur jákvæð áhrif.  En hvað einkennir þá hópa sem eru tilbúnir að breyta sér?  Ólafur vísaði í nýja erlenda rannsókn frá USA sem sýnir að 41% eru sammála að borga meira ef varan er lífræn, 30% ef hún tekur á samfélagsábyrgð, 38% ef hún er úr sjálfbærum efnum.  En hverjir eru hvatarnir til að kaupa?  Treysta vörumerkinu, hún þarf að hafa góð áhrif á heilsuna, fersk náttúruleg og lífræn hráefni, vörumerki sem er umhverfisvænt.  www.nielsen.com er góð síða til að veita upplýsingar um hvert heimurinn er að fara.  Þeir greiða ekki einungis US markað heldur einnig aðra markaða.

Silja Mist hjá Nóa Síríus sagði að sterk tengsl væru á milli umhverfis-og markaðsmála.  Silja Mist velti upp spurningunni: Hver ber ábyrgðina á samfélagsábyrgð?  Stjórnendur stjórna neyslu neytenda.  Mikilvægt er að vera einlægur.  Árið 2017 ætlaði Nói Síríus að sleppa öllu plasti innan í páskaeggjunum og tóku því plastumbúðir af piparmintumola sem leiddi til þess að út af uppgufun inn í egginu þá kom piparminntubragð af súkkulaðinu í eggjunum mörgum til lítillar ánægju.  Þegar útskýrt var af einlægni hver upphaflegi tilgangurinn var þá var neytandinn fljótari að fyrirgefa þessi mistök. Núna er öllu suðusúkkulaði pakkað í pappír sem var góð fjárfesting.  Að innleiða breytingar tekur tíma? Hugsaðu til þess hver þinn markhópur er og hvað gefur þínum neytendum mesta virðið.  Mont – má það?  Já segir Silja. Nói er í samstarfi við kakóbændur þar sem er verið að stuðla að hreinu vatni og aukinni menntun.  Palmkin olía hefur smátt og smátt verið tekin úr framleiðslunni. Mikilvægt er að treysta neytandanum Ikea treystir neytandanum til að taka rétta ákvörðun og auglýsir aldrei lágt verð.  Dominos fékk alla starfsmenn til að fara út og tína rusl sem var frábært framtak, en það koma alltaf einhverjir með athugasemdir.  Pressan til að breyta kemur að utan t.d. frá Whole Foods. Aldrei segja að neitt sé vonlaust, til að ná fram breytingu þarf fólk að taka ákvörðunina sjálft og hvert lítið skref skiptir máli.  

Hvers virði er þjónusta og sala á tímum þrenginga og breyttu umhverfi?

 

Faghópar um þjónustustjórnun, kostnaðarstjórnun og breytingarstjórnun héldu í morgun fund í Háskólanum í Reykjavík. Fyrirlesarar voru þau Aðalheiður Sigursveinsdóttir og Gunnar Andri Þórisson.
Með því að veita góða þjónustu færðu tryggð sem þú hefur aldrei getað ímyndað þér.  Aðalheiður sagði sögu af því hvernig hún eignaðist sinn fyrsta bíl í gegnum frábæra þjónustu sem hún veitti viðskiptavini. Viðmót á staðnum skiptir meira máli en  upplýsingar.  Fyrirtæki þurfa að ákveða með hvaða hætti er unnið og því er þjónustustýring hluti af stefnumótun.  Það sem margir flaska á er að gleyma að setja fram mælikvarða.  T.d. að lágmarka kvartanir er þjónustumarkmið, hve lengi viðskiptavinurinn bíður eftir þjónustu er þjónustumarkmið.  En í þjónustu eru ekki öll augnablikin eins mikilvæg.  Það fer eftir hvað verið er að fjalla um í hverju og einu tilfelli.  Það er mikilvægara að klikka aldrei þegar verið er að fjalla um kvartanir heldur en þegar verið er að óska eftir nýrri þjónustu.  Fókusa á hvar mestu tekjurnar koma? Mikilvægustu augnablikin eru 1. Auglýsingar á samfélagsmiðlum sem vekja nýja þörf 2. Umsagnir á netinu um vöruna 3. þegar viðskiptavinurinn sér vöruna þ.e. kemur inn í verslunina 4.  Þegar viðskiptavinurinn fær vöruna, er upplifun miðað við væntingar 5. Umsagnir umtal.  Tryggð er sú upplifun sem það tengir þjónustu eða einstaklings.  Dæmi um það er þegar þú færir þig milli vinnustaða og viðskiptavinurinn fylgir með þ.e. hættir hjá fyrirtækinu og fer til samkeppnisaðila.   Því þarf að greina virðisstraum þjónustunnar og fara alla leið.  Hvað er sagt á samfélagsmiðlum um okkur?  Byrja þarf þar.  En hvaða þarfir er viðskiptavinurinn með? Hvaða þarfir uppfylli ég?

Bankar láta t.d. drauma rætast með því að opna dyr að því að eignast nýja hluti en ekki að skilja skilmálann að láninu.  Það sama á við um tryggingar þær veita hugarró.  Sóun í þjónustu er margs konar; óþarfa bið, ekki leyst úr kvörtunum, ekki samræmi milli tilbðs og virðis o.fl.  Einnig þarf að skoða hvar er ósveigjanleiki? Og hvernig er fyrirtækið okkar uppbyggt?

Núna eru gríðarlegar breytingar og þær gerast hratt.  Dæmi um það eru bankar þar sem allt er orðið sjálfsafgreiðsla; sama menntunarstig en allt aðrar lausnir.  En hvað eiga Spotify, Google, Uber og Amazon sameiginlegt? Þau hafa sett fram nýtt þjónustuumhverfi og breytt um leið þjónustunni.  Ný þörf=ný þjónusta. Öll störf eru að fara að breytast á næstu árum því gervigreind breytir því hvernig störfin eru unnin.  Ríkisstjórn Íslands var að láta að gera greiningu á fjórðu iðnbyltingunni og skoða hvaða störf eru að breytast eða hverfa t.d. bankastarfsemi, innheimta, bókarar.  Þetta þýðir minni sóun í pappír og færslum. 

Þjónstugustigin 0=sjálfsafgreiðsla (engin persóna talar við þig) og virðið er mikið 1=fyrsta snerting getur lokið þjónustubeiðni (ekki þarf að ræða við annan til að klára málið) 2=sérhæfðari sérfræðingar sem styðja við þjónustuúrlasun.  Burðarás í þjónustu eru tengsl við viðskiptavininn og forskotið næst með auknu trausti.  Í dag þarf því að sýna samkennd, setja sig í spor annarra og sýna örlæti.

Gunnar Andri sagði frá því hvernig hann fékk hugmynd að söluskóla og einnig af sínu fyrsta sölustarfi.  Virði er það sem öllu máli skiptir.  Ef við erum eitthvað krumpuð þá finnst okkur virðið okkar minnka.  Góð þjónusta leiðir af sér sölu.  Tímarnir eru að breytast og þeir breytast ótrúlega hratt. Hvað getum við gert í breyttu umhverfi? Netverslun er að aukast mikið en kjarninn í okkur hann hefur ekkert breyst og við erum að leita eftir upplifun.  Við erum alla daga stöðugt að selja hugmyndir okkar heima og að heiman. Gunnar fór yfir kauphita 0 og kauphita 10.  Viðskipti ganga út á að ná í viðskiptavin og halda honum.  Í kauphita 0 þekkir viðskiptavinurinn ekki vöruna en í 10 þá kaupir hann beint.  Einnig er til viðskiptavinur í mínus kauphita þ.e. hann vill ekki skipta við viðskiptavininn.  Sala er ferill.  Undirbúningur, fyrsta snerting, fá viðskiptavin í lið og loka sölu.  (tímalína). Viðskiptavinurinn kaupir út frá tilfinningu og notar síðan rök til að sannfæra sig um að kaupin séu rétt.  Snerting við viðskiptavininn er mjög mikils virði.  Gæðasala er þannig að kaupandi og seljandi fara sáttir fá borði win-win. En hvað er hægt að gera til að ná gæðasölu?  Veita betri þjónustu og spá í hvernig við getum aukið virði.  Fólk fjárfestir miklu meira í afþreyingu en endurmenntun. Það er mikilvægt að passa upp á endurmenntun starfsmanna.  Walt Disney á engan viðskiptavin, einungis gesti.  Ef hægt er að fá viðskiptavin til að brosa eða hlæja þá er hægt að fá hann til að kaupa.  Fólk kaupir fólk.  V= skiptir miklu máli – það vex það sem þú beinir athyglinni að v=viðskiptavinur v=virði v=victory

 

Er hægt að bregðast við þrengingum með öðrum hætti en beinum niðurskurði?  

Markaðsaðstæður breytast hratt og stýring þjónustu- og vöruframboðs ber þess glöggt merki. Ytra rekstarumhverfi og örar tæknibreytingar kalla á sveigjanleika og hröð viðbrögð í þjónustu og rekstri.

Í þessum hagnýta fyrirlestri varr farið yfir hvernig virði þjónustu og sölu fer saman. Á hnitmiðaðan hátt var farið yfir virðishugtakið út frá viðskiptavinum annars vegar og rekstarmódeli fyrirtækja hins vegar. Fléttað var saman umræðu um þjónustu- og sölustýringu innan fyrirtækja, mikilvæg augnablik og mikilvægi gæðasölu  á tímum breytinga.

Fyrirlesarar voru tveir:

Gunnar Andri hefur haldið námskeið og fyrirlestra fyrir þúsundir einstaklinga og fjöldann allan af fyrirtækjum jafnt stór sem smá frá árinu 1997 ásamt því haldið málstofur fyrir fyrirtæki í öllum geirum viðskipta. Meðal viðskiptavina Söluskóla Gunnars Andra (SGA) eru fjármálastofnanir, tryggingafélög og fjarskiptafyrirtæki. Að auki hefur hann margoft verið gestafyrirlesari í Háskólanum í Reykjavík. Gunnar Andri  er stofnandi og eigandi SGA2fyrir1leikhus.isoffer.is og happyhour.is.

Gunnar Andri er höfundur bókarinnar "Message From The Middle Of Nowhere", er höfundur og útgefandi  „55 ráð sem skila árangri í þjónustu!“ sem hefur notið mikilla vinsælda hér á landi ásamt því að vera einn af meðhöfundum bókarinninnar í Against the Grain sem gefin er út af Brian Tracy.

Aðalheiður er stjórnunarráðgjafi og markþjálfi. Hún hefur starfað með mörgum fyrirtækjum og stofnunum við stefnumótun og ráðgjöf við innleiðingu breytinga í þjónustu og rekstri. Aðalheiður hefur mikla reynslu í að aðstoða fyrirtæki og stofnanir við að takast á við nýjar áskoranir, straumlínulaga ferla og bæta rekstur þeirra og styðja við stjórnendur og starfsmenn í breytingum.Aðalheiður hefur kennt við Opna háskóla HR, Tækniskólanum og haldið fjölmarga fyrirlestra og námskeið um þjónustustjórnun, straumlínustjórnun og áskoranir í breytingum.
Fyrri reynsla Aðalheiðar er viðtæk en hún meðal annars  unnið sem rekstarstjóri, mannauðsstjóri, þjónustustjóri og starfað sem aðstoðarmaður ráðherra.  Aðalheiður er sjálfstætt starfandi ráðgjafi og rekur www.breyting.is og er ráðgjafi hjá FranklinCovey á Íslandi.

 

Stefnumót við framtíðina í Listaháskóla Íslands

Stjórnvísifélagar heimsóttu í dag Listaháskóla Íslands þar sem þau Sóley Björt Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri og verkefnastjóri stefnumótunarinnar og Jóhannes Dagsson, lektor og fagstjóri í myndlist, sögðu frá nýlega afstöðnu stefnumótunarferli Listaháskólans. Vinnan við stefnumótunarferlið var tímafrek en gríðarlega árangursrík. Þau fjölluðu um val á aðferðum, þær leiðir sem farnar voru til að auka á samráð og þátttöku í ferlinu, og um þær áskoranir og þau tækifæri sem fólust í þátttöku alls starfsfólks. 

Sóley Björt sagði frá því að strax í upphafi var ákveðið að starfsfólk og nemendur yrðu þátttakendur í stefnumótuninni til að mynda tryggð, ekki síst þegar kæmi að innleiðingu.  Byrjað var á að mynda 8 manna stýrihóp sem í sátu fulltrúar alls staðar að úr skólanum.  Hlutverk stýrihópsins var að greina efnið sem fram kom í ferlinu með heildina íhuga.  56% starfsmanna eru akademískir og 46% starfa við annað vítt og breytt um skólann.  85% allra starfsmanna sem starfa við annað hafa menntað sig á fræðasviði lista.   Því næst voru myndaðir hópar og var fulltrúum hvers hóps boðið að funda með stýrihópnum reglulega þar sem farið var yfir markmið og aðgerðir.  Þá voru aðalmarkmiðin kynnt á  starfsmannafundi skólans og settar upp örkynningar þar sem allir hópar fengu 2-3 mínútur til að kynna sín lykilatriði.  Þar kom skýrt fram  þvert á skólann hver voru meginmarkmiðin til að setja á dagskrá næstu 5 árin fyrir Listaháskólann. Einnig var haldinn risastór fundur þar sem boðið var stjórn LHÍ,  starfsfólki og forsvarsmönnum menningarstofnana, nemendum og hollnemendum (fyrrverandi nemendur) og fleiri fagfélögum sem eru bakhjarlar LHÍ.  Ritarar voru á öllum borðum og varð til gríðarlega mikið af gögnum.  Eins og áður sagði stóð vinnan yfir í langan tíma og til þess að rifja upp  fyrir starfsfólki, halda virka samtalinu áfram og ljúka endanlegri gagnasöfnun var send út könnun þar sem kosið var um mikilvægustu þættina og allir hvattir til að setja inn athugasemdir.       

Jóhannes fjallaði um að í ferlinu var grafið upp mikið magn af upplýsingum og þó kominn væri rammi voru gögnin mismunandi.  Sumt voru beinar aðgerðir og annað voru yfirlýsingar um að taka t.d. þátt í fjórðu iðnbyltingunni.  Frekar snemma í ferlinu dutttu þau niður á mandölu sem byrjaði sem hugmynd um hvernig maður berst við efni.  Þar koma inn þrír meginþættir skólans: nám og kennsla, rannsóknir og stjórnsýsla. Þannig sást ekki bara hvað LHÍ gerir heldur líka hvernig.  Notuð var myndræn framsetning þar sem allir þættir skólans sameinast í samfélagi/menningu.  Fundið var út hvað var mest áberandi og reynt að finna skema til að endurspegla það sem þau voru með.  Stundum voru engin kaflaheiti og útkoman varð málamiðlun.  Stefnunni var skipt í yfirkafla t.d. er markmið Listaháskóllans er að vera í forystu um þróun háskólanáms í listum og bjóða framúrskarandi, nemendamiðað nám.  Síðan er því lýst hvernig þessu markmiði skuli náð. 
Þegar komin voru góð fyrstu drög var farið með þau inn í stýrihópinn og  síðan hófst samþykktarferli sem fólst í að bera drögin undir alla fulltrúa þ.e. stýrihóp, framkvæmdaráð, fagráð, rannsóknarnefnd og forstöðumenn á stoðsviðum.  Allir fengu tækifæri til að lesa skjalið vel yfir, skilja og taka þátt. Stefumótunin var síðan gefin út formlega fyrir árið 2019-2023 vegna þess að LHÍ á 20 ára afmæli árið 2019.  Ákveðið var að ritið yrði bæði á íslensku og ensku.     

Þú sem vörumerki - leiðir til að auka sýnileika og skara framúr

Faghópur um þjónustu og markaðsstjórnun hélt í morgun vel sóttan fund í HR þar sem á annað hundrað manns mættu.  Tveir frábærir fyrirlesarar fluttu erindi. Sesselía Birgisdóttir var fyrri fyrirlesari dagsins.  Hún hefur mikla reynslu af sölu- og markaðsmálum, þá sérstaklega er viðkemur stafrænum heimi sem tekur sífelldum breytingum. Hún hefur hvað lengst starfað í Svíþjóð og er nú forstöðumaður markaðsmála og stafrænnar miðlunar hjá Advania. 

Sesselía nefndi Richard Branson og Oprah Winfrey sem dæmi um fólk sem hefur markaðssett sig sjálft sem vörumerki.  Þessir einstaklingar vita sannarlega fyrir hvað þeir standa og einnig var nefnd Sólrún Diego öflugt íslenskt persónulegt vörumerki.  En hvernig byggir hver og einn upp vörumerki?  Það er allt sem þú segir og allt sem þú gerir.  Ekki nóg er að lofa, segja og gera þú verður líka að standa við það sem þú segir.  En hvernig kortleggur þú þig?  Inni í kjarnanum þarftu að byrja að kjarna gildin þín t.d. hugrekki, framtíðarsýn, kraft og samvinnu.  Síðan er að kortleggja hæfni sína t.d. stjórnandi, stafræn þekking, markaðs-og sölumál og breytingar.  Miklu máli skiptir að geta skilgreint hæfni sína.  Hvernig rökstyður þú að þú hafir þessa styrkleika og af hverju þú ert góður í þessu.  Síðan er það persónuleiki þinn sem vörumerki t.d. hvort þú sért ræðin, áskorandi, fagleg og heiðarleg.  Persónuleikinn er ekki sá sami í vinnu og heima hjá þér.  Markaðsfræðingar sem vinna með stór og lítil vörumerki horfa mikið á þetta. Þegar þú ert búinn að fara yfir þessi atriði og kortleggja fyrir hvað þú stendur fyrir verður allt svo miklu einfaldara.  Það er líka mikilvægt að vita hvað aðrir eru að gera.  Það er mikilvægt að þekkja samkeppnina og sjá hvað aðgreinir okkur, hvernig við erum öðruvísi.  Á hvað leggjum við áherslu?  Að hafa gaman t.d. sem stjórnandi.  Þegar þú ert búinn að kortleggja þig þarftu að láta vita? Hvaða miðil áttu að velja þér?  Sólrún segir það engu máli skipta, en gott er að leita hvar væntanlegir viðskiptavinir eru og vera þar.  Vertu stöðugur eftir að þú ert búinn að velja, ekki vera „suð“.  Útgáfuplan er mikilvægt settu upp lista yfir hvað þú ætlar að gera í mars, apríl, maí júní, júlí ….  En hvernig gengur manni?  Taktu saman hvar þú ert að miðla, er það tengt þínum kjarna?  Svo er bara að þora að lyfta lampanum upp og láta ljós sitt skína.

Seinni fyrirlesarinn Andrés Jónsson er eigandi almannatengslafyrirtækisins Góð samskipti. Hann hefur starfað í almannatengslum undanfarin 15 ár en vann áður sem kynningarstjóri B&L og í fjölmiðlum.  Andrés sérhæfir sig í krísustjórnun og stefnumótun. Hann hefur unnið fyrir fjölmörg stórfyrirtæki, stofnanir og ráðuneyti sem og einstaklinga, og haldið mörg námskeið og fyrirlestra um almannatengsl, krísustjórnun, starfsferilsstjórnun og ræktun tengsla jafnt innan fyrirtækja sem og í háskólum landsins. Undanfarin ár hefur Andrés verið stundakennari við MBA-nám Háskóla Íslands.

Andrés byrjaði á léttu nótunum með því að segja að til að gera sig sýnilegan þá væri t.d. hægt að spyrja spurninga á fyrirlestri, þá tækju allir eftir manni. Varðandi tól þá er mikilvægt að vinna ákveðna vinnu eins og: SVÓT, fara í gilda vinnu, skoða áreiðanleika og væntingar, top of mind, share of voice, stuttur söluferill, langur söluferill. Skrifaðu greinar a.m.k. fjórar á ári þannig að fólk fari að taka eftir þér.  Auðveldasta spurningin sem maður getur spurt sig er hvort þú sért einhvers staðar að segja „NEI“.  Mikilvægt er að tengjast fólki með svipuð áhugamál og þú ert með sjálfur.  Einnig að skrá niður hjá sér góðar hugmyndir og að greina eigin ímynd.  Andrés hittir mjög oft fólk sem gerir sér enga grein fyrir hvað það er klárt og getur.  Sumir eru t.d. alltaf að sýna hvað þeir eru klárir með því að setja fram djúpar kenningar og mjög oft er það vegna minnimáttarkenndar á skorti á menntun.  Flestir eru með flotta sögu.  Mikilvægt er að segja sína sögu án nokkurra afsakana.  Yfirleitt er fólk komið miklu lengra en það heldur.  Small talk: veðrið – en af hverju segirðu ekki eitthvað áhugavert sem eru skilaboð til markaðarins um hvernig þér gengur.  Andrés lendir oft í því að hann er spurður um stjórnmál vegna þess að stjórnmál eru ímyndin hans.  Læturðu fólk vita eitthvað áhugavert um þig.  Hugsaðu um hvað þú hefur ástríðu fyrir sem þú getur miðlað til annarra.  Komdu á framfæri því sem þú þekkir.  Málið er að við kunnum þetta öll.  Þegar fólk missir vinnuna eða skilur þá fer allt í gang sem við ættum að gera alla jafna.  Flestir vanrækja sjálfsvinnuna sína. Sýnileiki í raunheimi er mikilvægur.  T.d. hvað gerist í lyftum.  Bandaríkjamenn spjalla saman en við gerum það ekki.  Leyfðu þér að þora að spjalla.  Lykillinn að vel heppnuðum stað eins og SNAPS er að þar sjáum við alla.  Fólk skynjar hvort þú sért á góðum eða vondum stað.  Vertu alltaf að miðla.  Gerðu eitthvað, mættu einhvers staðar, hafðu áhuga á einhverju og miðlaðu því.  Allt sem þú segir um fólk á netinu ratar til þess.  Okkur líkar betur við fólk sem við sjáum oftar.  Mættu óboðinn þar sem þig langar til að mæta því það er enginn í hurðinni.  En öll athygli er ekki sama og góð athygli.  Ólafur Arnalds er mjög góður í að kynna sig og segja frá því hvað hann er að gera. Besta hrósið er að hrósa öðrum.  Steinar Þór Ólafsson skrifar um  (jafnvægi einkalífs og vinnu). Sævar Ingi Bragason er einnig með góða ímynd talar um umhverfismál.  Tengslamyndun skiptir máli.  Öll tækifæri koma í gegnum tengsl og ekkert gerist án tengsla.   

Betri upplifun og samband við viðskiptavini í stafrænum heimi, umbætur, árangur og markaðsmál.

Betri upplifun og samband við viðskiptavini í stafrænum heimi, umbætur, árangur og markaðsmál.

Í morgun efndu faghópar um þjónustu-og markaðsstjórnun fund í Háskólanum í Reykjavík.   Fundurinn fjallaði um að tækifærin til að ná betri árangri eru endalaus. Á hverjum degi fjölgar fyrirtækjum sem nýta sér stafrænan vettvang til að kynna vörur, þjónustu og koma sér á framfæri. Hvernig geta fyrirtæki náð athygli viðskiptavina, núverandi og tilvonandi, og byggt upp samband? Hraðinn eykst og neytendur verða enn strangari á það hvaða miðla og hverskonar efni þeir horfa á, þeir eru við stjórnvölinn og hver vill láta mata sig á auglýsingaefni og harðri sölumennsku? Fjallað var um árangursríkar leiðir til að byggja upp samband við viðskiptavini í gegnum stafræna miðla. 

Ósk Heiða er alþjóðaviðskipta- og markaðsfræðingur að mennt og starfar sem markaðsstjóri Trackwell. Ósk Heiða hefur mikla reynslu af markaðsmálum og stjórnum og hefur góðum árangri með fyrirtækjum bæði á B2B og B2C markaði, innanlands sem og erlendis. Hún hefur starfað  í IT, retail og ferðaþjónustu og hefur tekið þátt í því að markaðssetja allt frá kjötfarsi til hátæknilausna. En hvernig áttu að byrja?  T.d. með því að googla „best digital marketing strategies 2019“ mikilvægt að fara hringinn og ferðalagið á að vera skemmtilegt en erfitt og ávinningurinn mikill. Engu máli skiptir í hvaða geira við erum. Innri markaðsmál skipta öllu máli og þá kemur árangurinn miklu fyrr í ljós.  Allir þurfa að skilgreina sinn árangur sjálfir.  En hvernig náum við aukinni sölu, fleirum viðskiptvinum, aukinni umferð á heimasíðu, tryggara viðskiptasambandi, betra orðspori og fleiri samningum?  Það skiptir máli að viðskiptavinurinn sjái að þér sé ekki sama.  Betra samtals við viðskiptavininn skiptir öllu máli, vita hvað hann er að hugsa.  Huga þarf vel að viðskiptavininum og fá hann með sér í lið.  Fyrir hvað ætlarðu að standa og fyrir hvað stendurðu.  1. En það þarf að vera tilgangur með hverri einustu snertingu.  Þú hefur nóg að segja sem þínum markhóp gæti þótt áhugavert.  Þú mátt alls ekki setja það sama alls staðar og tækifærin eru alls staðar.  Þín saga er sagan sem viðskiptavinurinn vill hlusta á.  Það sem þú veitir athygli vex. Allt er mælanlegt í dag því allt digital er mælanlegt og hægt að sjá niðurstöðurnar strax.  2. Ekki spyrja neinn hvernig hann hafi það nema þú viljir vita það.  Þú verður ekki betri nema keppa við þann besta á markaðinum. Neikvætt getur líka verið gott og segðu alltaf satt.  Viðurkenndu mistök ef þau eiga sér stað og þú verður sterkari í augum viðskiptavinarins.  Talaðu, mældu og haltu áfram. 3. Hver ertu? Vertu ekta, svaraður af heiðarleika og heilindum.  Ef eitthvað kemur upp á skaltu fá aðstoð almannatengils.  4. Hvar ertu? Veldu miðilinn vel og sinntu honum.  Stafrænir miðlar eru ekki aukaverkefni sem hægt er að sinna með annarri hendinni.  Það er til mikils að vinna ef rétt er staðið að hlutunum.  Þú opnar ekki verslun nema undirbúa allt vel og það sama á við um stafræna markaðssetningu.  Hvernig læturðu vita að þú ert með í keppninni; minntu á þig reglulega og láttu þig ekki gleymast. 5. Hvernig? Láttu persónuleika þíns vörumerkis og fyrirtækis að skína í gegn, hvað myndi þitt vörumerki t.d. aldrei segja? Googlaðu „How to do something greate in marketing?“  þar færðu fullt af góðum hugmyndum.  Í markaðsmálum hafa allir skoðun á því sem þú ert að gera.  Vertu óhræddur að taka pláss og þá kemur árangurinn hratt. 

Upplifun viðskiptavina.  Maríanna Magnúsdóttir fór yfir mikilvægi þess að þekkja viðskiptavini sína til þess að geta skilað til þeirra því virði sem þeir eru að óska eftir. Fyrirtæki upplifa oft viðskiptavini sína sem kröfuharða aðila en það er einna helst vegna þess að þau ná ekki að mæta væntingum þeirra. Hvernig lítur vegferð viðskiptavinarins út hjá þínu fyrirtæki? Er fókus á umbætur til að bæta upplifun viðskiptavina? Eru kvartanir truflun eða fjársjóður?  Maríanna er rekstrarverkfræðingur og umbreytingaþjálfari hjá Manino. Hún hefur ástríðu fyrir að hjálpa öðrum að ná árangri með því að umbylta stjórnun og menningu fyrirtækja í atvinnulífinu til að mæta áskorunum framtíðarinnar og skapa sveigjanlega og hamingjusama vinnustaði. Maríanna fór yfir hvert virðið er fyrir viðskiptavininn?  Kannski er það ekki varan sjálf, það gæti verið viðmót, verð, varan!  Heimurinn er á fleygiferð og hægt að nálgast okkur á ótal vegu.  En er viðskiptavinurinn okkar í brennidepli? Erum við að færa það virði sem viðskiptavinurinn óskar eftir. Besta markaðssetning sem nokkurt fyrirtæki getur haft eru helgaðir starfsmenn sem pósta áfram því sem fyrirtækið er að gera. Mikilvægt er að skilja hvernig það er að vera viðskiptavinur fyrirtækisins og hvar liggja tækifærin til umbóta. Hvernig getum við bætt ferlið fyrir viðskiptavininn.  Leggja áherslu á líðan og hvernig við erum að hegða okkur.  Upplifun er tilfinning!  Samskipti teyma skiptir öllu, hvað gekk vel í gær og hvað getum við gert betur í dag?  Búa þarf til vinnukerfi þar sem kvartanir eru tækifæri til umbóta og litið á þær sem fjársjóð.  Varðandi lean-töflur þá skiptir öllu máli fólkið sem stendur við þær, ekki útlitið.  Öll fyrirtæki hafa ákveðinn tilgang og mikilvægt að standast væntingar viðskiptavinarins.  Megintilgangur allra á að vera að setja fókus á mannauðinn.  Því menning vinnustaðarins er undirstað alls.      

 

Ánægðari viðskiptavinir - Vegferð Sjóvá

Árið 2015 var Sjóvá neðst tryggingafélaga í Íslensku Ánægjuvoginni. Það ár tók starfsfólk félagsins ákvörðun um að breyta þessu og setti sér skýr og metnaðarfull markmið. Nú er svo komið að Sjóvá er efst tryggingafélaga í Ánægjuvoginni, annað árið í röð. Sigurjón Andrésson forstöðumaður markaðsmála og forvarna fjallaði um þetta ferðalag og lýsti því hvernig Sjóvá tókst að auka ánægju viðskiptavina og fara frá því að vera neðst í að vera efst í Ánægjuvoginni. Sigurjón byrjaði á að segja sögu félagsins sem fagnaði 100 ára afmæli félagsins árið 2018.  Í stefnumótunarvinnu 2015 var sett markmið „Sjóvá efst í Íslensku ánægjuvoginni 2018“.  Settir voru vegvísar og markmiðið að gera tryggingar betri.  Vegvísarnir voru breytingarverkefni.  Þarna tók við mjög stórt verkefni og breyta þurfti kúltúrnum innan fyrirtækisins.  Mikilvægt var að allir starfsmenn gætu sett sig í spor viðskiptavinarins og mætast á jafningjagrundvelli.  Hjá Sjóvá er mjög flatur strúktúr og eru allir í opnu rými. Það sem markaðsdeildin gerði frá 2015 var að færa fókusinn af stórum herferðum og unnu markaðsefni sitt þannig að tryggingar og forvarnir á mannamáli kæmust til skila á öllum snerti flötum.  Þessu fylgdi gagnger endur hugsun á því hvernig talað er um tryggingar.  Mikilvægt er að hafa skilaboð stutt og skýr og að of hugsa ekki hlutina.  Sjóvá er með háa starfsánægju og var meðal framúrskarandi fyrirtækja í flokki stærri fyrirtækja og er komið með jafnlaunavottun. Sigurjón sýndi tengslin á milli starfsánægju og ánægju viðskiptavina sem eru mikil.  Í dag er Sjóvá nýbúið að vinna í stefnumótun með öllum starfsmönnum og voru þá sett ný markmið.   

Ólík menning starfsfólks – ólíkir gestir – ólík þjónusta?

Einstaklega áhugaverður fundur var haldinn í morgun í Ferðaklasanum í Fiskislóð.  Fundurinn var á vegum faghópa um mannauðsstjórnun, stefnumótun, markþjálfun, þjónustu og markaðsstjórnun. Margrét Reynisdóttir, eigandi Gerum betur ehf tók nokkur góð dæmi um á hvern hátt ólík menning erlendra gesta getur haft áhrif á upplifun þeirra á þjónustu hérlendis. Sumar þjóðir vilja hafa allt í röð og reglu og stundvísi skiptir öllu máli á meðan aðrar þjóðir þola meira óskipulag.  Margrét studdist við efni úr nýútgefinni bók sinni „Cultural Impact on Service Quality – Hospitality Tips for Effective Communication with Tourists“. Bókin er þegar komin í kennslu erlendis. 

Agnes Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Flyover Ísland, sem er glænýtt fyrirtæki, sagði  frá hugmyndafræði fyrirtækisins og tengdi við hvernig President of People and Culture  hjá móðurfyrirtækinu í USA ætlar að nota bókina frá Margréti sem þjálfunarefni. Hér má sjá videó um bókina HÉR

 

 

Stafrænt Ísland - Úr fortíð yfir í nútíð

Fjölmenni var í morgun í Fjármála-og efnahagsráðuneytinu á fundi um stafræna vegferð á vegum faghóps um þjónustu-og markaðsstjórnun. Það var Guðlaug Dröfn Þórhallsdóttir verkefnastjóri sem fór yfir helstu verkefni, aðferðafræði og áskoranir. Með tækni er í dag hægt að gera hluti sem okkur áður óraði ekki fyrir.  Krafa hjá almenningi er sú að afgreiða sig sjálft á netinu.  Bankar, tryggingarfélag og sprotafyrirtæki eru á fullu að bjóða stafræna þjónustu.  Mikilvægt er að tryggja að það sem gert er á netinu sé jafn öruggt og venjulega afgreiðslu.  Í dag eru rafræn skilríki og Íslykillinn.  83% starfsmanna vilja geta notað stafræna þjónustu og þá er verk að vinna.  Við Íslendingar erum í 43 sæti þjóða hvað varðar stafræna opinbera þjónustu.  Ríkisstjórnin veit að við höfum dregist aftur úr og hefur sett sér stefnuyfirlýsingar.  „Að Ísland búi sig undir að mæta þeim áskournum og nýta þau tækifæri sem felast í sífellt örari tæknibreytingum“ o.fl.  Verkefnið er umfangsmikið og ástandið mismunandi. Við erum að koma okkur úr fortíð yfir í nútíð.  Hlutverk verkefnastofu er vel skilgreint og er notandinn ávallt í forgrunni. Stofnanirnar eru 160  og starfsmenn eru 9 í verkefnastofu.  Skilgreint er hvaða vandamál er nákvæmlega verið að leysa. Það er gert með því að horfa á notandann, ryðja úr huga öllu sem er í veginum, virkja hugmyndaflugið og setja allar hugmyndir fram á borðið.  Varðandi vinnustofur að greina ferlið, þá eru þar sérfræðingar, notendur, lögfræðingar, tölvunarfræðingar. Mikilvægt er að hafa lögfræðinginn nálægt sér.  Lausnir eru búnar til sem þjóna notandanum.  Tekin eru viðtöl og gerðar kannanir til að sjá hvað er verið að leysa.  Í dag þurfa notendur að fara á marga staði sem er kaótískt.  Notandinn treystir því að með því að nota rafræna þjónustu þá sé allt á sama stað.  Nú er verið að vinna í 3 verkefnum til 2010.  Það fyrsta er miðlæg þjónustugátt, allir geti fengið allar upplýsingar um sig á einum stað.  Þar er pósthólf sem hefur að geyma allt sem kemur frá hinu opinbera.  En forsendan fyrir því að svo sé hægt er að tengja alla inn á þessa sömu síðu.  Áskorunin í dag er að finna leið til að tengja þetta allt saman.  Mikilvægt er að allir fari inn á Island.is og kíki í pósthólfið sitt.  Sú vefsíða hefur verið til í 10 ár.  Verið er að endurhanna þennan vef bæði útlitslega og í innihaldi.  Stefnt er að því að ekki þurfi aftur og aftur að slá inn sömu upplýsingum í kerfið. Búið er að gera samstarfssamning við Strauminn sem er þróaður af Eistum og Finnum. Á www.stafraent.island.is er hægt að fylgjast með á næstunni hvað er að gerast og voru allir hvattir til að fylgjast þar með.  

Vel sótt ráðstefna og metnaðarfull dagskrá SVS í Nauthól í dag.

Ráðstefna SVS um hæfni og þjónustu þar sem dagskrá var unnin í samstarfi við faghóp um þjónustu hjá Stjórnvísi var haldin í Nauthól í dag.  Ráðstefnan var vel sótt og fyrirlesarar fluttu frábær erindi.  Fyrirlesarar voru Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri Ikea, Guðný Halla Hauksdóttir forstöðumaður þjónustu hjá OR, Ásdís Eir Símonardóttir mannauðssérfræðingur hjá OR, Guðmundur Magnússon forstjóri Heimkaupa, Runólfur Ágústsson ráðgjafi og verkefnastjóri, Hildur Halldórsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri Omnom, Mats Johansson Education and Competence Expert at Swedish Retail and Wholesale Council, Haukur Ingi Jónasson háskólakennari, ráðgjafi og sálgreinir og ráðstefnustjóri var Anna Steinsen eigandi og ráðgjafi Kvan.  

Hvernig getur tæknin hjálpað okkur að vinna saman?

Faghópar um þjónustu-og markaðsstjórnun og verkefnastjórnun héldu vel sóttan fund í Háskólanum í Reykjavík þar sem færri komust að en vildu. Þau fengu fjóra reynslubolta til að segja frá verkfærum sem hafa nýst þeim best til að halda utan um verkefni, forgangsraða og tengja samstarfsaðila saman. Þetta voru þau Magnús Árnason markaðsstjóri Nova sem kynnti https://asana.com/Hafdís Huld Björnsdóttir sem kynnti https://trello.com/, Egill Rúnar Viðarsson grafískur hönnuður á  Hvíta húsinu sem kynnti https://slack.com/ og Lísa Jóhanna Ævarsdóttir verkefnastjóri hjá Hey Iceland og framkvæmdastjóri Lean Ísland sem kynnti https://trello.com/

Passar sama stærðin fyrir alla?

Orkuveitan tók vel á móti Stjórnvísifélögum í morgun. Viðburðurinn hafði fyrirsögnina „Passar sama stærðin fyrir alla?“ og var á vegum faghóps um markþjálfun í samstarfi við faghópa mannauðs, Lean, stefnumótun og árangursmat og þjónustu- og markaðsstjórnun. Fyrirlesarinn Margrét Björk Svavarsdóttir er viðurkenndur stjórnunarþjálfari frá Work Simply Inc.  Og hefur áratuga stjórnunarreynslu úr íslensku atvinnulífi bæði af opinberum vettvangi sem og hjá einkafyrirtækjum. Margrét sagði að við værum öll fædd með mismunandi hæfileika sem koma fram í vinnustíl og tengis persónugerð hvers og eins. Margrét hvatti fundargesti til að lesa frábæra bók „A factory of one“ skrifuð af Daniel Markovitz sem inniheldur fullt af fínum aðferðum sem hafa nýst Margréti mjög vel til að skipuleggja sig í vinnunni.  Work Simply er önnur bók skrifuð af Carson Tate sem gengur út frá að fólk noti sína styrkleika í vinnu.  

Skv. tölum frá Virk er 60% aukning í kulnun frá árinu 2010.  Hjón sem vinna úti tala saman í 12 mínútur að meðaltali á dag.  Síðustu 20 ár hefur vinnutími aukist um 15% og frítími minnkað um 33%. Dagar af skilvirkri vinnu eru tapaðir hver ár vegna svefnleysis.  Atul Gawande „“Want to get great at something? Get a coach“ er frábær fyrirlestur sem Margrét hvatti alla til að hlusta á. Markþjálfun er vaxandi starfsgrein og það sem gerist við þjálfun er að frammistaða eykst, það verður aukin þróun og umbreyting á einhverjum sviðum.  Af hverju þurfa starfsmenn stöðugt að fylgjast með tölvupósti?  Leikskólar byggja allt sitt á styrkleikum barna.  Það sama ætti að eiga sér stað inn á vinnustöðum þ.e. að byggja upp hvern starfsmann sérsniðin eftir styrkleikum hans.  Margrét ræddi um vinnustílana fjóra.  Forgangsraðari verkefnamiðaður, greinandi, byggir á staðreyndum, gagnrýnin og rökrétt hugsun.  Styrkleikar: eru forgangsröðun, ýtarlegar greiningar og rökrétt laus á vandamálum, markmiðasækinn, samkvæmur sjálfum sér og tekur ákvarðandi byggðar á staðreyndum, árangurs ríkur og nýtir tímann vel. Skipuleggjarinn. Skipulagður, vinnur í tímalínum, nákvæm skipulagning og hefur auga fyrir smáatriðum. Styrkleikar: vinnur skipulega og samviskusamlega, finnur galla i áætlunum og ferlum, á auðvelt með áætlunargerð niður í smæstu atriði og hugsar í ferlum.  Hagræðingur: styðjandi, notar innsæi, opinn og með tilfinningalega hugsun.  Styrkleikar: samskipti skilur fólk, finnur hvað er undirliggjandi notar innsæi við ákvarðandi, á auðvelt að fá aðra á sitt band er staðfastur með hugmyndir kennari, límið í fyrirtækinu.  Hugmyndasmiðurinn: hefur heildræna hugsun, hugmyndaríkur, hefur framtíðarsýn, hugsar í myndum.  Styrkleikar: er opinn fyrir nýjum hugmyndum, hefur hæfileika til að sjá stóru myndina og koma auga á ný tækifæri, framkvæmir hugmyndir.  Skv. þessu er líklegt að One size fits all henti alls ekki.  Þegar þjálfaðir eru vinnustílar er farið yfir prófið. Tíminn er okkar mesta verðmæti, hægt er að safna verðmætum en ekki tíma.  Mikilvægt er að tímamæla forgangsraðara, búa til rútínu þannig að hann þurfi ekki að hugsa, nota flýtilykla á lyklaborði.  Skipuleggjarinn vill búa til litla ferla, vinnur línulega, taka pásur því hann getur gleymt sér í vinnunni, brytja niður stór verkefni.  Hagræðingurinn: raðar verkefnum eftir orkuflæði þ.e. hvenær hann er sterkastur, skipuleggja tíma af deginum til að hitta fólk, settu þig í fríham.  Hugmyndasmiðurinn er eins og spretthlaupari, ekki eins og maraþonhlaupari, setja sig í fríham. Margrét fjallaði um árekstra vinnustílanna.  Hugmyndasmiðurinn skilar alltaf á síðustu stundu.  Að lokum fjallaði Margrét um muninn á stjórnun og þjálfun.  

Stafræn vegferð Reykjavíkurborgar – með upplifun notandans að leiðarljósi.

Stafræn vegferð Reykjavíkurborgar – með upplifun notandans að leiðarljósi var yfirskrift fundar á vegum faghópa um lean, þjónustu-og markaðsstjórnun og verkefnastjórnun hjá Reykjavíkurborg í morgun.

Þröstur Sigurðsson deildarstjóri kynnti starfsemi Rafrænnar þjónustumiðstöðvar Reykjavíkurborgar og hvernig unnið er gegn sílómyndunum og hvatt til þátttöku fleiri aðila í rafvæðingu ferla með það að leiðarljósi að skapa jákvæða upplifun fyrir notendur, bæði borgarbúa og starfsfólk borgarinnar.  Þröstur upplýsti að Rafræn þjónustumiðstöð tók til starfa 2.janúar 2017 og er hún hluti af Snjallborgarvæðingu borgarinnar. Þröstur sýndi áhugavert myndband og vísaði í Paul Boag og bækurnar hans „User Experience Revolution og Digital.  Lykilorðin sem þau vinna eftir eru: einfalt, smart, praktískt og upplýsandi.   Gov.uk er vefuri sem allir ættu að skoða því hann er einstaklega notendavænn.  Þröstur kynnti einstaklega áhugavert verkefni „Indriði“ sem er húsvarðakerfi Reykjavíkurborgar.  Indriði er alltaf á vakt í gegnum workplace og sameinar allt starfskerfi borgarinnar.  Hann spyr hvert vandamálið sé, hvar þú sért staðsettur og setur verkefnið á húsverði borgarinnar.  Vinnan verður einfaldari með workplace.  Ýmsar áskoranir eru varðandi workplace sem felast í því að ná öllum með.  Með workplace urðu til ýmsir áhugaverðir hópar t.d. fjallgönguhópar, blak o.fl.  sem færa starfsfólkið nær hvert öðru.  Einnig sagði hann frá snjöllu ruslatunnunum sem tala (Jón Gnarr). Komnar eru nokkrar tunnur í miðbæinn sem senda skilaboð hvenær á að tæma þær.  Í dag eru 400 starfseiningar og því mikilvægt að brjóta niður síló, fólk vill vera með þeim sem það þekkir.  Með því að brjóta niður síló þá berast upplýsingar hraðar á milli og verður meira skapandi.  Einnig hafa starfsmenn verið hvattir til að koma með lélegar hugmyndir því með því að gera það koma góðar hugmyndir.  Gluggar eru notaðir til að teikna á og krota og alltaf verið að leita að rými.  Framtíðarsýnin er meiri sjálfsafgreiða og sjálfvirkni, aukin samstarf við háskóla og frumkvöðlasamfélagið, aukin notkun á IOT eða internet of things, meiri lean rekstur hjá borginni, fleiri rafrænar lausnir fyrir borgarbúa, fleiri botta fyrir ferðamenn „chat bott“ þar er hægt að sjá algengustu spurningarnar ca 30 spurningar, meiri opin gögn.  Ótrúlega margt spennandi er að gerast hjá borginni.   

Arna Ýr Sævarsdóttir, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg kynnti innleiðingu þjónustustefnu borgarinnar. Arna fjallaði um breytingar á vinnulagi og hvernig notast er við aðferðafræði “design thinking”. Aðferðafræðin byggir á skapandi og stefnumótandi aðferðum til að ýta undir nýsköpun og auka upplifun notendanna.Aðferðafræðin kallar á þverfagleg teymi með aðkomu fleiri hagsmunaaðila og reynt að vinna gegn  því að mengi þátttakenda sé einsleitt.  Áttavitar framúrskarandi þjónustu voru kynntir og meginmarkmið stefnunnar.  Öll þjónustuveiting skal hafa markmiðin að leiðarljósi.  Varðandi innleiðingu stefnunnar þá er stóra myndin 10.000 starfsmenn, 400 starfsstöðvar, 5 svið o 4 miðlægar skrifstofur og óteljandi þjónustuþættir.  Þjónustan er ekki eingöngu gagnvart íbúunum heldur einnig gagnvart starfsmönnum sem starfa á 400 starfsstöðvum.  Ákveðið var að ráða þrjá verkefnastjóra sem bera ábyrgð á innleiðingu stefnunnar ásamt því að vera í stanslausum umbótaverkefnum.  En heimurinn er að breytast stöðugt og kröfur um hæfi starfsmanna sífellt að breytast.  Notandinn er sífellt settur í fyrsta sæti og sérfræðingurinn reiðubúinn til hliðar.  Arna kynnti lykilþætti í Design Thinking sem eru samhygð, nýsköpun, upplifun og samþætting.  Módelið er: greining(hver er staðan), hönnun umbótaverkefna (hvað viljum við gera? Prófun (hvernig viljum við gera það?) innleiðing (hvað virkar). Alltaf þarf að endurskoða stöðugt, stanslausar umbætur.   Áður en verkefnastjórarnir hófu vegferðina var farið í að undirbúa, greina alla starfsemi borgarinnar.  Árið 2020 er það draumurinn að öll þjónusta verði hönnuð út frá notandanum. 


 

Morgunfundur um stafræna markaðssetningu

Faghópur Stjórnvísi um Þjónustu- og markaðsstjórnun hélt  morgunverðarfund í samstarfi við WebMo Design um stafræna markaðssetningu með áherslu á samfélagsmiðla í OR í morgun. Á fundinum var fjallað um margt af því helsta sem er að gerast í stafrænni markaðssetningu s.s. mikilvægi stefnu, áhrifavalda, myndbandamarkaðssetningu og hvort hefðbundnir miðlar séu að lognast út af.

Sverrir Helgason, markaðsstjóri WebMo Design og sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu var fyrsti fyrirlesari dagsins.  Hans erindi fjallaði um „Mikilvægi stefnu og áætlunar í stafrænni markaðssetningu.  Við mörkun stefnu í stafrænni markaðssetningu er mikilvægt að gæta að eftirfarandi: 1.Markmið 2. Val á miðlum 3. Tónn og skilaboð 4. Markhópar 5.Lífrænt efni vs kostað efni. Mikilvægt er að allt efni sé samþykkt af viðskiptavininum. Birtingarplanið auðveldar mælingar og skipulag. 

Hvað eru staðbundnir áhrifavaldar (e. Hyperlocal Influencer) og hvað gerir þá öðruvísi en hefðbundna áhrifavalda? - Andri Birgisson CTO/Digital Overlord & Problem Wrangler hjá Ghostlamp hélt erindi um þetta áhugaverða málefni.  Fólk er farið að hafa áhrif á hugsanlega kauphegðun annarra.  Hvað er það sem hefur áhrif án þess að fólk þekkist.  Það sem við eigum sameiginlegt er það sem sameinar okkur og sameining skapar traust.  Við eigum sameiginlegt að vera af sama þjóðerni, erum á svipuðum aldri, líklega skyldleiki í 7 ættlið og a.m.k. tvo eða þrjá sameiginlega fb vini. En treystum við t.d. strætóskýlum?  Eða treystirðu frekar frænda þínum?  En hvers virði ert þú sem áhrifavaldur? Þar eru skoðaðir ákveðnir þættir eins og t.d. hversu virkur ertu, hversu marga fylgjendur ertu með, hversu mikið „engagement“ færðu á efnið þitt í hlutfalli við fylgjendur, kyn, aldur, almenn staðsetning, tungumál og áhugamál.  Ghostlamp getur greint hversu mikill áhrifavaldur hver og einn er og hægt að meta viðkomandi eftir því.  Hugsanlega eru áhrifavaldar stærsti fjölmiðill í heimi í dag og hann er nýr miðill.

Myndbandamarkaðssetning - hvað er að gerast og hver er þróunin?   Stefán Atli Rúnarsson sölu- og markaðsstjóri KALT sagði í erindi sínu að helsti kosturinn við samfélagsmiðla myndbönd væri sá að það eru mismunandi sölupunktar eftir mismunandi markhópum.  Andstæðan við samfélagsmiðlamyndbönd eru sjónvarpsauglýsingar því þær eru eins fyrir alla.  Kosturinn við 6 sek auglýsingar er sá að ekki er hægt að slökkva á þeim því þær eru svo stuttar.  Allt of fá fyrirtæki á Íslandi eru að nýta sér það.  Framtíðin liggur í stuttum myndböndum þar sem sama varan er með 5 til 6 sölupunkta í mismunandi myndböndum.  Kalt hefur framleitt fyrir t.d. Kjörís, Toyota, Nova o.fl.

Eru birtingar í hefðbundnum miðlum að lognast út af? Þórmundur Bergsson, framkvæmdastjóri MediaCom sagði að svarið við því væri NEI, en það eru blikur á lofti þá sérstaklega í prenti sem á undir högg að sækja.  Stjórnarformaður NYT heldur að hægt verði að prenta blaðið í ca 10 ár í viðbót.  Mjög skýr skipti eru í prenti milli hópa og þar skiptir aldurinn öllu.  Unga fólkið er hætt að lesa dagblöð.  Fréttablaðslestur byrjar um 35 ára aldur og Mbl 55 ára.  Nú er það vefurinn sem er að taka yfir.  Mikill samdráttur er í lestri og hann er aðallega hjá ungu fólki.  Það er stemning fyrir vefmiðlum en ekki lengur fyrir prentuðum miðlum. 

 

 

Helstu einkenni stjórnenda hjá bestu þjónustufyrirtækjunum og hvað má læra af þeim?

Það voru faghópar um mannauðsstjórnun, þjónustu og markaðsstjórnun sem héldu í morgun fund í samvinnu við Nova og Expectus um hvað einkennir stjórnendur fyrirtækja sem ná árangri.  Flest ef ekki öll fyrirtæki vilja að viðskiptavinir þeirra upplifi góða þjónustu. Það eru ýmis tæki og tól sem hægt er að beita en það verður ekki hjá því komist að hafa afar hæfa og góða stjórnendur. 

Nova hefur í mörg ár átt ánægðustu viðskiptavini á fjarskiptamarkaði og því var afar athyglisvert að fá kynningu á því hjá Þuríði Björg yfirmanni einstaklingssviðs hvað einkennir þeirra stjórnendur og stjórnendahætti. En hvernig nær NOVA þessum frábæra árangri?  Svarið segir Þuríður Björg að sé með fólkinu sínu.  Margir starfsmenn eru búnir að vera yfir 10 ár hjá fyrirtækinu.  En er nóg að hafa vel menntaða og þjálfaða starfsmenn? Svarið er nei, því viðskiptavinurinn finnur hvort starfsmaðurinn er ánægður.  NOVA fylgir einni reglu: „Það er bannað að segja NEI. Með þessu er verið að hvetja starfsmenn til að nýta eigin dómgreind. Starfsmenn eru hvattir til að leysa málin sjálfir þ.e. þeir sem eru í samskiptum við viðskiptavininn eiga að klára málin.  NOVA skólinn er fyrir alla nýja starfsmenn og varir í 2 vikur sem lýkur með prófi sem þarf að ná.  Skólinn hefur reynst einstaklega vel og nýir starfsmenn klæðast grænum bolum.  Lærdómurinn er mikill fyrir NOVA frá nýjum starfsmönnum.  Varðandi innra umhverfi þá er nýttur „hrósarinn“.  Það er kerfi þar sem starfsmenn hrósa hvor öðrum fyrir vel unnin störf.  Þetta eru raunveruleg hrós og eru mikilvægt stjórnunartól.  Þarna sjá stjórnendur hverjum er hrósað og hverjir hrósa.

NOVA er stöðugt að fagna og stjórnendur eru fyrirmyndir.  Ótrúlega mikilvægt er að öllum sé haldið á tánum og mæst á miðri leið.  Það sem heldur þeim ungum er að gera nýja hluti, t.d. fara inn á ljósleiðaramarkaðinn.  Ef þú ætlar að breyta einhverju þá þarftu að hætta að gera það sem þú ert að gera og gera eitthvað nýtt.  „Ekki vera risaeðla!“.  Allir starfsmenn fá endurgjöf og mánaðarlega fær hver einasti starfsmaður í framlínu endurgjöf frá sínum yfirmanni hvernig hann er að standa sig.  Stanslaust er verið að bæta starfsmannasamtölin.  Starfsmenn eru hvattir til að koma með uppbyggilega endurgjöf á sína stjórnendur.  Sú menning er ríkjandi að starfsmenn eru óhræddir við að segja hvað þeim finnst.  Stjórnendur þurfa að þróa sig áfram rétt eins og starfsmenn. 

Að loknu erindi Þuríðar flutti Kristinn Tryggvi hjá Expectus erindi um hverskonar þjálfun og færni stjórnendur ættu að hafa og hvaða faglega nálgun er hægt að taka til að hámarka árangur stjórnendanna. Tryggvi velti upp spurningunni hvað er tryggð?  Það er sex sinnum ódýrara að halda núverandi viðskiptavini heldur en að ná í nýjan.  Verkefnið er menningin.  Það eru þrjár gerðir viðskiptavina og samstarfsmanna; letjendur, hlutlausir og hvetjendur.  Fyrirtæki sem skora hátt í NPS vaxa hraðar en önnur og þar liggur grunnur að vexti.  Meðmælavísitala íslenskra atvinnugreina er á bilinu -84,5% til 31,6%. Aðeins 11% mældra fyrirtækja 2016 voru með jákvæða meðmælavísitölu.  Leiðin liggur í gegnum framlínustarfsmanninn því þar er mesta starfsmannaveltan og hann er í nánustu snertingu við viðskiptavininn.  Þess vegna er stöðugleiki mikilvægur yfir tíma.  En hvernig höfum við áhrif á framlínustarfsmenn?  Með því að hvetja og þjálfa þá, styrkja þá, gefa þeim umboð til athafna, vera fyrirmyndir sem stjórnendur.  „How do we change the behavior of frontline employees?“ Framlínustjórnandi stjórnar starfsfólki sem ekki stjórnar öðru fólki þ.e. er ekki með mannaforráð.  Leiðin liggur því í gegnum þjálfun framlínustjórnenda.  Hann getur haft þau áhrif sem við viljum á framlínustarfsmenn.  Þetta styður áratugarannsóknir og reynslu af öðrum tólum eins og 4DX.  Framlínustjórnandinn er þjálfaður í ákveðnum gildum.  Að lokum fóru allir í örstutt sjálfsmat, tíu spurningar á skalanum 1-5 hvað best ætti við og var ánægjulegt að sjá að flestir skoruðu mjög hátt.  Kristinn endaði fyrirlesturinn á að hvetja alla til að sýna samkennd, ábyrgð og örlæti.  Náðu tengingu, hlustaðu, uppgötvaðu, fylgdu málum eftir, deildu, komdu á óvart, sýndu fordæmi, kenndu og efldu. 

 

The Engine og Kynnisferðir kynna árangur í markaðssetningu á netinu.

Faghópur um þjónustu-og markaðsstjórnun hélt fund í Kynnisferðum þar sem kynnt voru þau gögn sem unnið er með í dag.  Það voru aðilar frá Kynnisferðum og The Engine sem héltu erindi.  

Ari hefur starfað við stafræna markaðssetningu síðustu 10 árin og unnið fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum landsins. Hann stofnaði fyrirtækið Netráðgjöf árið 2007 og hefur haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra um stafræna markaðssetningu fyrir fyrirtæki og stofnanir. Hann starfaði einnig hjá TM software og sem framkvæmdastóri hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Reykjavík Sailors. Ari starfar nú sem sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu hjá Reykjavík Excursions.
The Engine er opinber samstarfsaðili Google eða „Premier Google Partner“.og er eina fyrirtækið á Íslandi sem hefur hlotnast þessi nafnbót. Þeir hafa stýrt herferðum fyrir fyrirtæki eins og Orange, Diadora, Santander, Sparibanken, Wow Air, Reykjavik Excursions, Arion Banka og Blue Car Rental svo nokkur séu nefnd.


Ari sagðist alltaf byrja á að einfalda hlutina og setja sig í spor viðskiptavinarins.  Hvar byrjar þetta, t.d. í ferðaiðnaðinum, viðskiptavinurinn á sér draum.  Mikilvægt er að ná viðskiptavininum sem allra fyrst.  Ferlið er Draumur – gagnaöflun – bókun – upplifun.  Mikilvægt er að á heimasíðunni séu öll þau tæki sem næla í viðskiptavininn.  Samkeppnisaðilinn getur boðið ódýrara verð og náð honum af okkur þó svo við séum að elta hann.  Helsta áskorunin er að þegar viðskiptavinurinn er búinn að bíta á þá sleppi hann ekki annað.  Upplifunin er ekki síður mikilvæg því viðskiptavinurinn deilir sinni upplifun af draumnum til næsta manns og þannig endurtekur ferlið sig aftur og aftur og aftur.  Ari heimsótti Google í Dublin.  50% af allri umferð kemur í dag í gegnum mobile, svo kölluð micro moment.  Micro moment dagsins eru eftirfarandi: þú vaknar, kíkir á símann, dagatalið og facebook.  Þá kíkirðu á fréttir, facebook, uber, gmail, app og heimasíðu Google.  Alltaf er verið að kíkja á símann og því er alltaf mobile fyrst eða annað sem við erum með.  Við erum með gríðarlega margar snertingar á símanum. En nú þekkjum við alla miðla en hvaða gögn er hægt að taka út til að búa til markhóp til að auglýsa til? Landfræðilegar, kyn, aldur, tungumál, vefsíður, áhugamál of.l.  Í dag er engin afsökun til að þekkja ekki og hafa ákveðinn markhóp.  Í dag er markhópurinn svo stór.  Frá fyrstu snertingu getur tekið 13 daga og 14 klst. að breyta gest í viðskiptavin.  Flestar heimsóknir á síðuna eru á mánudögum og þriðjudögum á milli 14:00-20:00.  63% þeirra sem bóka eru konur og 10x dýrara að sækja á 65 ára og eldri.  En hvernig notum við öll þessi gögn í markaðsstarfi.  Frábært að deila upplifun viðskiptavininn því hann hefur áhrif á draum næsta viðskiptavinar.  Framleiddir eru yfir 200 borðar á ári og 1-2 blogg á viku.  Án þeirra er allt gagnslaust því þú verður að birtast viðskiptavininum í máli og myndum.  Mikilvægasta atriðið er að geta sýnt að öll þessi vinna skili sér til baka í mælingu en mælingin er að það fór x peningur út og inn kom x.   Við verðum að vita heilt yfir hvernig okkur er að ganga með mælingum.  Keyptir eru x margir smellir og x margir viðskiptavinir koma út. 

Í dag er auðvelt að sjá hve mikil fjárfesting fer í að ná í viðskiptavin.  Kynnisferðir skiptir við AdRoll, þeir gefa út hvað greitt er fyrir að ná í hvern viðskiptavin.  Borgað er fyrir hvern sem bókar Gullna hringinn 1,07 dollar til þeirra. 

The Engine er hópur sérfræðinga með ástríðu fyrir markaðssetningu á netinu.  Þeir eru ekki auglýsingastofa og vinna eingöngu í online marketing.  Þeir keyra auglýsingar fyrir 3200 milljónir á árinu og skaffa sínum viðskiptavinum eins miklar tekjur og möguleiki er.  Þeir koma að ráðgjöf og stefnumótun, þeir eru á samfélagsmiðlum og í greiningum.  Þeir hafa samband við bloggara og fréttamenn til að fá umfjöllun til að skapa umfjöllun.  Síðan er það hin lífræna umferð.  Fyrsta sem gert er þegar viðskiptavinur kemur inn er að skoða ytri gögn, nota google analytics o.fl.  ytri gögnin eru síðan nýtt og þá byrja rannsóknir og gagnaöflun, búnir eru til markhópar og viðskiptavin sem er erkitýpa  fyrir viðkomandi fyrirtæki.  Hvar ætlum við að birtast?  Og að lokun er gerð áætlun.  Greining – rannsóknir og gagnaöflun – strategia og skipulag – vöktun og bestun.

Í greiningu:  þá er tekin núverandi staða sem er oft núll punktur.  Screaming frog er notað til að sjá hvernig leitarvélar finna vefsíðu fyrirtækisins, þar eru greindar villur í síðunni.  Þetta forrit sækir allar upplýsingar sem eru tæknilegar og notað í fyrstu til að greina hvað er að. Search Console er mikilvægara en Google Analytics því þarna er hægt að sjá hvaða leitarorð fólk notar til að fara á ykkar vef.  Þetta tól sýnir raunverulega hvað er að gerast  Hotjar sýnir frá hvaða vafra fyrirtækið kom frá hvar viðskiptavinurinn er að smella og af hverju fer hann af síðunni.  Þetta er allt hægt að skoða, allt er jafnvel vel gert en einhver lítil smávilla veldur því að viðskiptavinurinn fer.  Semrush er frábært tól til að vakta og skoða rankings, til að leita að villum, greina villur.  Sérstaklega til að skanna og leita að villum.  Moz er mikið notað til að greina linka, slæmir linkar geta látið vefinn hrynja.  Linkar eru eins og atkvæði fyrir Goggle.  Mikilvægasta í algorithma google eru linkar. Og mikilvægt er að láta greina hvaða linka viðskiptavinurinn er að nota.  Veður hefur ótrúlegustu áhrif á kauphegðun.  Þá er keyrður ákveðinn hugbúnaður til að keyra sértækar auglýsingar á viðskiptavininn.  T.d. eru keyrðar bílaþvottaauglýsingar 1 klst. eftir rigningu á vesturströnd Ameríku.

Rannsóknir og gagnaöflun: leitarorðagreining er mikilvæg.  Í október leituðu 2,2milljónir manna að „Iceland“, „Visiting Icleand“ 12.100, „Tours in Iceland“74.000.  Consumer Barometer er einnig mikilvægt tól og er eitt öflugasta markaðstól sem til er.  Hægt er að velja tól, þar sést hver er að nota hvaða tól t.d. hve margir eru að nota símann á sama tíma og sjónvarp, hvenær er keypt á netinu og á hvaða tíma.  Google Trends er einnig mjög áhugavert tól.  Þar sjást kúrfur, þar sést hvað fólk er aðallega að leita að sem er einnig að leita að Ísland. 

Varðandi innri gögn frá Google.  Í innri gögnum viðskiptavina eru skoðuðu innri gögn viðskiptavina. Strategía og skipulag:  Mikilvægt er að setja sér markmið sem eru sölumarkmið, heimsóknir á vefinn.  Farið er yfir skilaboðin, texti sem birtist, myndræn framsetning, video, samræmt er hvað er verið að segja og hvernig.  Mismunandi skilaboð til mismunandi aldurs.  Sjá Íslandsstofu.  Margir eru bara að gera eitthvað. Ekkert er gert nema hægt sé að trakka hlutina, mikilvægast er að sjá hve miklu er eytt og hve mikið kemur inn á móti.  Mikilvægt er að skrifa greinar og blogg og frá þeirri frétt eru skrifaðar fréttir af blaðamönnum.  Þetta er gert til að ná aukinni umfjöllun.  Því stærri sem viðskiptavinurinn er því mikilvægara að halda vel utan um í hvað hver einasta króna er að fara í.

Virkjun herferða: Google Analytics er gríðarlega öflugt tól.  Inn í „interest“ er market þar er búið að setja þig inn í ákveðinn markað.  Þegar þú ferð út þá sendir Google þér upplýsingar um það.  Ef þú leitar á netinu færðu strax auglýsingar í framhaldi.  Þegar þú ferð til útlanda og leitar að bílaleigubíl þá færðu upplýsingar um leið og þú lendir.   Það eru meira að segja til tól sem greina hvort umræða er jákvæð eða neikvæð.  Brand Survey er keyrð með Youtube og tilheyrir Google.  Það er með ólíkindum hve mikið er hægt að greina og skoða á netinu.   

Umbótaverkefni sem skiluðu bæði ánægðara starfsfólki og ánægðari viðskiptavinum.

Þjónustuver dótturfélaga OR hefur tekið miklum breytingum undanfarin ár.  Það voru þær Ásdís Eir mannauðssérfræðingur og  Guðný Halla, forstöðumaður þjónustuvers og innheimtu sem fóru yfir samspil þjónustuverkefna og starfsánægju á fundi í OR í morgun á vegum faghópa um þjónustu-og markaðsstjórnun og mannauðsstjórnun.

Ásdís Eir sagði frá þróun starfsánægju hjá OR sem hefur aukist ár frá ári.  Mikil áhersla er lögð á virkni og ánægju starfsmanna. Það er hægt að vera mjög ánægður í vinnunni en ekki endilega mjög virkur (employee engagement).  Virkni segir til um þá ákefð og stolt sem starfsfólk finnur fyrir í starfi sínu.  Virkt starfsfólk er ákaft um starf sit, sýnir þrautseigju, frumkvæði og sveigjanleika, trúir á stefnu og tilgang fyrirtækisins.  Virkni er mæld með því að skoða skuldbindingu, hollustu og ánægju.  Þau nota „segja, staldra sækja“ aðferðafræði.  Þannig sjá þau hvaða starfsmenn eru virkir og hverjir eru ekki virkir.  U.þ.b. 30% eru ekki virkir skv. erlendum rannsóknum en sú tala er miklu lægri hjá OR eða rúmlega 10%.  NPS skorið er líka mjög hátt hjá OR.  En til hvers er verið að mæla?  Mikilvægt er að starfsmenn sjái tilgang með mælingunum.  Svarhlutfall er frekar hátt eða yfir 90% í árlegum mælingum.  Það eru viðbrögð stjórnenda sem skiptir öllu máli, þannig myndast trú á mælinguna.  Mikilvægt er að skoða hvað er í gangi í hópnum, hvernig viljum við hafa samskipti og hvernig ekki.  Teymi sálfræðinga hefur verið fengið inn til aðstoðar, skortur á liðsheild, mini-grúppur stofnaður, fleiri fundir milli teyma o.fl.  Aðalatriðið er að bregðast við og nýta niðurstöðurnar sem úrbótatækifæri.  Einnig að fagna góðum niðurstöðum, sjá hvar er verið að gera vel og hvar ekki.  Skilgreina ábyrgð og eftirfylgni og vinna með niðurstöðurnar.  Lykilárangurinn er hæft starfsfólk. Skoða Herzberg (1959) þar eru þættir sem verða að vera til staðar.  Hvatningaþættir eru starfsþróun, virðing, persónulegur vöxtur, ábyrgð í starfi, góður stjórnandi, þetta drífur mann áfram og kveikir neistann til að verða ánægður starfsmaður.  Allar rannsóknir sína skýr tengsl milli virkra starfsmanna og ánægðra viðskiptavina og bullandi vöxt og hagnað í framhaldi.  En hver er fylgnin á milli ánægðra viðskiptavina og ánægðra starfsmanna.  Sýnd var alls kyns fylgni t.d. milli sýklalyfja og bata á eyrnabólgu hjá börnum en hún er r=003 en fylgnin milli virkni starfsfólks og ánægðra viðskiptavina er 0,43 sem er há fylgni. Í nýlegri könnun Gallup á bandarískum vinnumarkaði kom fram að fyrirtæki sem hlúa vel að mikilvægustu þáttum starfsmanna eru með 10% hærra skor í þjónustukönnunum.  Ánægt starfsfólk með eldmóð smitar svo sannarlega.  Þegar þú ert í vinnuumhverfi þar sem hlúð er að þessum þáttum þá hefur það áhrif á framleiðni viðskiptavina.

Síðan tók Guðný Halla við og ræddi hvernig þú getur aukið framleiðni án þess að það komi niður á ánægju  Markmiðið er að gera betur, ekki að gera meira.  Varðandi símtöl þá spyrja starfsmenn OR sig: 1. Þarf þetta símtal að koma?  4DX snýst um að gera ekki of mikið í einu.  Eitthvað eitt mikilvægt er ákveðið í einu.  Sett er mælanlegt markmið og hver og einn spyr sig: „Hvað get ég gert í mínu starfi til að koma okkur þangað?“.  Haldnir eru vikulegir fundir.  4DX 4 Discipline of Execution.  OR er búið að vera í lean, sprettum o.fl.  Guðný segir að aldrei hafi gengið jafn vel í neinu verkefni og þegar unnið var með 4DX.  Ákveðið var að auka hlutfall leystra erinda innan 24 klukkustunda.  Hver og einn starfsmaður tók að sér að svara a.m.k. 5 erindum á dag.  Farið var að vinna markvisst með mælaborð sem sýnir 1. Lokuð erindi á dag og 2. Lokað innan 24 tíma (ef sú tala nær 80%) þá er kassinn grænn.  Markmiðið náðist og að sjálfsögðu koma enn dagar þar sem ekki næst 80% viðmiðið segir Guðný.  Annað verkefni var að fækka símtölum sem berast og verið er að vinna í því stöðugt.  Fylgst er með hvernig gærdagurinn gekk í samanburði við meðaltal 30 síðustu daga.  Hvernig á að kenna viðskiptavinum að fara inn á mínar síður?  Á þessu ári hefur símtölum fækkað um 5.500 eða það sem 1,5 stöðugildi hefði þurft til þannig að það munar um þetta.  CRM kerfi er vitagagnslaust ef enginn er að nota það.  Sett var markmið með að setja starfsmenn í öðrum deildum inn í kerfið. Notendum í CRM hefur verið fjölgað um marga tugi.  Með því að ákveða að lykilmælikvarðar séu „Gæði“ þá verða þau mikilvæg og sýnileg.  Þrír lykilmælikvarðar.  Í dag eru 16 starfsmenn í þjónustuveri en voru 24 áður en farið var af stað í verkefnið.  OR hefur tekið upp netspjall og þar klárast mörg verkefni.  Guðný vildi miklu ánægðara starfsfólk og starfsánægjan hefur aukist mikið.  Starfsmenn þjónustuvers vita hvers ætlast er til af þeim í starfi og geta mælt með við OR sem vinnustað við vini sína.      

Customer Journey og upplifun viðskiptavina

Faghópur um þjónustu-og markaðsstjórnun hélt í morgun einstaklega áhugaverðan fund í Iðunni, fræðslusetri þar sem tveir fyrirlesarar fjölluðu á ólíkan hátt um þjónustu við ferðamenn.  Vöxturinn í ferðaþjónustu hefur verið ör og umfangið orðið meira en mörg fyrirtæki ráða við. Þjónusta til ferðamanna er mjög mikilvægur liður í vexti og þróun ferðaþjónustu á Íslandi

Jón Heiðar Þorsteinsson, markaðsstjóri Iceland Travel fjallaði um stafrænt ferðalag fyrirtækisins sem má sannarlega draga mikinn lærdóm af. Sem dæmi, ferðalag viðskiptavinarins (e.Customer Journey Mapping), uppbygging vefs, app og rafrænar þjónustumælingar. Gríðarlegt álag er búið að vera á fólkið sem starfar í greininni og mikil tækifæri fyrir tækniiðnaðinn því fylgjandi.  Ísland er talið mjög öruggur ferðastaður þrátt fyrir eldgos, flóð o.fl.  Eins og aðrar atvinnugreinar eru tískubylgjur, ungt fólk er orðið stærsti hópurinn sem ferðast og ungar konur ferðast mikið einar.  Fólk vill sjá ferðaþjónustufyrirtækin taka þátt í umhverfismálum.  Instagram-reikningar fyrirtækjanna vaxa mjög hratt, gervigreind og sýndarveruleiki hefur einnig vaxið mikið.  Framtíðin er björt og því spáð að ferðaiðnaðurinn muni vaxa enn hraðar, sérstaklega frá Kína og Japan.  Iceland Travel er að reyna að bregðast við og vilja gera hlutina með stafrænum hætti en þau eru fyrst og fremst að þjóna fólki.  Heilt yfir eru ferðamenn sem koma til Íslands mjög ánægðir.  Agile hefur verið notuð mikið í hugbúnaðargerð og gengur út á stutta spretti.  Búið er til MVP þ.e. lágmarksvara í spretti, þannig er hraðað bókunarferlinu og vefurinn virkar miklu betur.  Eitt mikilvægasta verkefnið í ferðaþjónustu í dag er að fylgjast með gæðunum á þjónustunni.  Iceland Travel notar spjaldtölvur til að fá netföng viðskiptavina, sendir þeim könnun og fær niðurstöður strax. Gervigreind er notuð til að dreifa auglýsingum til viðskiptavina „Albert“.  Mikið er að gera hjá markaðsdeildum í dag og því mikilvægt að hlutirnir séu gerðir með sem hagstæðustum hætti.  Þannig er hægt að fylgjast með og gera markaðsrannsókn um leið.  Strax sést hvaða auglýsingar virka best.  Paveai greinir og gefur ráðgjöf við vefþróun og segir hvernig hegðun er að þróast yfir tíma.  Hversu siðlegt er það að nota gervigreind til að hafa áhrif á kauphegðun fólks sbr. Trump.  Mesta áskorunin hjá þeim í dag er að hafa á hreinu hvað er lágmarkið í verkefninu, ekki fara lengra með það MVP.  Gera allt eins einfalt og möguleiki er.   Passa sig að fara ekki of langt því það kostar meira og þannig helst fókus.  Google er komið mjög langt í að þýða tungumál, býr það til nægileg verðmæti – ætti að eyða peningum i að þýða betur en nauðsynlegt er.  Iceland Travel útbjó app sem er einungis á ensku, langar að þýða það en í dag er einungis notuð Google þýðing.  Appið er hannað þannig að ekki þarf að vera online.  Engin vél hefur tapast í dag og eru 350 vélar í gangi í dag.  En af hverju var ekki notaður sími?  Ástæðan er sú að símar eru svo margs konar, þess vegna var sparað í hugbúnaðarþróun og þeim peningum varið í spjaldtölvur. 

Ófeigur Friðriðsskon, sölu og þjónustustjóri hjá Avis fjallaði um hvernig Avis hefur verið að taka á þjónustumálum, breyttum áherslum. Mikil umfram eftirspurn hefur verið hjá þeim og því hefur verið mikilvægt að aðlaga ferli til að tryggja ánægju viðskiptavina. Hann ræddi um hvernig þeir eru að vinna í viðskiptavinum sínum sem koma erlendis frá og einnig innanlands. Ófeigur fjallaði um hvað er gaman að hægt er að mæla allt í þjónustu og sjá hvað er verið að gera vel og hvar má laga hana.  Í langtímaleigunni er verið að vinna með NPS skorið.  Hversu líklegt eða ólíklegt er að þú mælir með AVIS? Fólk gefur einkunn ásamt því að geta sent ábendingu.  Letjendur fá símtal frá þjónustudeild.  Gífurleg vinna var sett í þjónustuverið; mælingar á símsvörun, hringt til baka í ósvöruð símtöl, breytt innhringi línum, mælingar á póstsvörun og bætt þjálfun.  Mesta starfsánægjan innan fyrirtækisins er í þjónustudeild Avis.  Í dag er ferðaþjónustan orðin 8% af landsframleiðslu samt er ekki stefna hjá stjórnvöldum. Hegðun hefur breyst mjög mikið sérstaklega hjá ungu fólki.  Enginn er að taka bíl hjá Avis ef það eru 2 stjörnur, allir skoða Trip Advisor í dag og fylgja hvað stendur það.  Fleiri og fleiri láta einkunargjöf á netinu ráða ákvarðanatöku um viðskipti, 50-100% meiri tíma er eytt á vefsíðum með einkunnargjöf.  Umsagnir viðskiptavina um þjónustu fyrirtækja er lífæð framtíðarinnar.   Avis notar kerfi sem heitir Medallia.  Viðskiptavinir fá póst eftir að leigu lýkur.  Avis er vakið og sofið yfir NPS-inu.  Svörun er ca 30% og gefur góða vísbendingu.  Það er svo mikilvægt i hóp að hafa gott tól – það þarf að selja þetta. 

 

 

Þjálfunarefnið “Gestrisni í ferðaþjónustu – raundæmi og verkefni”

Kynningarfundur var haldin 28 september í Húsi atvinnulífsins í samstarfi við SAF, Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og Stjórnvísi þar sem Margrét Reynisdóttir hjá Gerum betur ehf og Sigrún Jóhannesdóttir, menntaráðgjafi kynntu þjálfunarefnið fyrir fræðsluaðilum og fyrirtækjum í ferðaþjónustu.

Þær stöllur fengu styrk úr Fræðslusjóði til að vinna þjálfunarefni fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu.

Þau svið sem tekin eru fyrir í þessu þjálfunarefni eru móttaka ferðamanna, þrif, veitingar og bílaleigur

Þjálfunarefnið byggir á raundæmum úr ferðaþjónustu og hentar fyrir þjálfun á vinnustöðum og er það jafnframt aðgengilegt fyrir starfsþjálfa á vinnustað. Það hentar líka vel sem efni á námskeiðum og er fjölþætt og sveigjanlegt. Það má nota eitt dæmi eða raða nokkrum saman fyrir lengra námskeið og hentar til að flétta saman þjálfun í persónulega hæfni  og faglegri hæfni.

Helstu kostir þjálfunar  með raundæmum og verkefnum eru að þau brúa bil „sögu“ og veruleika. Starfsmenn vinna saman að lausnum,og fá tækifæri til að ræða eigin reynslu undir yfirskyni sögunnar.

Efnið getur einnig nýst í  öðrum þjónustugreinum í atvinnulífinu því auðvelt er að heimfæra það  á önnur þjónustustörf.

Verkefnið var þróað með 18 álitsgjöfum þar á meðal, SAF, Mímir símenntun, Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, Símey símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar, Vakanum og nokkrum ferðaþjónustufyrirtækjum. Þau fyrirtæki sem hafa tilraunakeyrt þjálfunarefnið segja að það auki gæði, starfsánægju og hæfni og starfsfólk verði öruggara. Það kemur að góðum notum við  mannaráðningar, innanhúsnámskeið, símenntun, íslenskunámskeið og á starfsmannafundum. Álitsgjafar töldu efnið skemmtilegt og fræðandi. Þeir nefndu einnig að umræðan sem  verkefnin sköpuðu væri ómetanleg. Fólk lærði af mistökunum í dæmunum án þess að upplifa þau á eigin skinni og voru dugleg að koma með hugmyndir að lausnum.

Það sem gekk síst er að efnið er eingöngu á íslensku en nú er unnið að þýðingum á ensku og pólsku með styrkjum úr starfsmenntasjóðum.  

Hægt að er að nálgast efnið hjá Gerum betur ehf, gerumbetur@gerumbetur.is s 8998264

Mótun skilaboða í auglýsingum

Gunnar Thorberg Sigurðsson hjá Kapal fó yfir helstu leiðir til að móta skilaboð í auglýsingum ásamt því að taka fyrir raunveruleg dæmi á fundi Þjónustu-og markaðsstjórnunar í Innovatin House í morgun.
Hvaða skilaboð eru vænlegust til árangurs og eru skilaboðin í takt við markmiðið með auglýsingunni. Er um að ræða skilaboð sem vekja jákvæðar eða neikvæðar tilfinningar? Ættir þú að vera með skilaboð sem vekja upp reiði eða skemmtilega upplifun? Hvað situr eftir þegar auglýsingunni líkur og vita þeir sem auglýsa hvort hreyfi við markmiðunum. Starfsfólk Kapals hefur yfirgripsmikla þekkingu og reynslu af markaðssetningu á hefðbundnum og starfrænum miðlum, en er munur þar á þegar kemur að skilaboðunum í markaðsefninu.
Gunnar er stofnandi, eigandi og ráðgjafi hjá Kapal. Hann er með MSc í Management and eBusiness frá University of Paisley í Skotlandi og BSc í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Gunnar er dellukallinn í Kapli, hann hefur prófað hinar ýmsu tómstundir sem lagt var af stað í með miklu trukki en misjöfnum árangri. Það leið langur tími þar til fyrsti fiskurinn beit á agnið en eftir það var ekki aftur snúið með veiðina. Gunnar er nokkuð efnilegur gítarleikari en áhuginn er víst meiri þar en getan. Markaðsdellan blómstrar hins vegar ávallt og grúskar Gunnar mikið í þeim fræðum. Gunnar segir markaðsfræðina eins og leikhús. Hvað eigum við að segja til að allir trúi því að við séum frammúrskarandi, hvað orð, myndanotkun o.fl. notum við til að koma því á framfæri að við séum betri en aðrir. Branding kemur frá því að brennimerkja beljur í gamladaga. Branding kemur því úr landbúnaðinum. Markaðsgreining, markmiðasetning og hvernig við aðgreinum okkar er það sem máli skiptir. Byrja þarf á að skilgreina hvað er creative/creativity? Á Íslandi er það að vera hugvitsamur, hugmyndaríkur, finna frumlegar leiðir. En hvernig myndum við skapandi skilaboð? Hver er mesti kosturinn við skapandi auglýsingar? Hvernig aðskiljum við okkur frá öðrum, varan okkar sé frábrugðin eða betri. Í fyrirtækjum erum við annars vegar með fólk sem er rúðustrikað eða það sem er hugmyndaríkt og listrænt. Sumir þola ramma og aðrir ekki. Pepsí auglýsingin núna er mjög umdeild því þar er sköpunarhliðin farin í ranga átt og verið að „teika“ baráttu. Í Old Spice þrælvirkar sú auglýsing sem virkar 100% og setur gamalt vörumerki í umræðuna. Meginleiðirnar í sköpun auglýsinga eru að fá fólk til að staldra við, þ.e. þær þurfa að hreyfa við fólki. Hvernig talar vörumerkið? Í fyrstu persónu eða annarri? Stórfyrirtæki eru í æ meira mæli að færa sig í augnhæð. Viðskiptavinir X eru ávallt velkomnir.... þegar við erum lítið fyrirtæki er gott að tala í 3 persónu til að stækka upplifun viðskiptavinarins. Hægt er að skipta upp í deildir á heimasíðunni og skauta framhjá sannleikanum.
Í samhæfðum markaðssamskiptum er passað að sömu skilaboð komi til viðskiptavinarins alls staðar. Geta verið viðburðir, almannatengsl, netið, blöðin, sjónvarp. Snjöll og frumleg auglýsing aðgreinir, er frumleg, hefur aðlögunarhæfni, góða útfærsla, hreyfir við eða myndar tengsl. Auglýsing á vel við ef hún nær til markhópsins. Hvenær vekur auglýsing athygli og er frumleg. Stuðar auglýsingin? Zazoo taka mikla áhættu í auglýsingum https://www.youtube.com/watch?v=K45m79fEyz8 Colgate voru alltaf að segja hvað væri í tannkreminu sínu og á því hefur enginn áhuga, viðskiptavinurinn hefur engan áhuga á því heldur auglýsa þeir núna „ekki láta vatnið renna á meðan þú burstar“ þeir tengja við umhverfið. Fyrirtæki sem eru að byggja upp ímynd nota oft einstaklinga. https://www.youtube.com/watch?v=gZEBDahq7F0 kemur frá chaplin myndunum. https://www.youtube.com/watch?v=w8HdOHrc3OQ - Í auglýsingum í dag er engin tilviljun. Oft erum við búin að að sjá allt áður. Skilaboð eru markvisst miðuð að samvisku fólks. Er verð aðgreining? Eru það eiginleikar? Bónus sýnir verðkannanir, páskaeggin eru ódýrust hjá okkur, sýna samanburð, sumir nota fréttir sem auglýsingu þ.e. láta fjölmiðlamenn eða fréttamenn fjalla um hana. Oft er höfðað til persónulegra þátta, ISO vottun, öryggi eins og Volvo gerði, ótti - hver vaktar þitt heimili? Ótti er markvisst notaður til að selja, tryggingafélög sýna óttaauglýsingar t.d. barn að hendast út úr bíl. Nostalgía, kallast á við fortíðarþrá, gleði og ást hamingjusama parið, spenna - búin er til tilfinningatengsl, dýraathvarfs auglýsingar eru mikið notaðar, before and after, höfðað er til samvisku, spenna búin til t.d. fyrir Samsung 8 eða Iphone8 sorg eða söknuður eins og Icelandair einhver sem ekki kemst heim um jólin. Snobb getur verið í allar áttar t.d. að eiga ekki bíl eða sjónvarp, hafa efni á því en eru með stöðutaka, ekki vera á faceook. Hvalaverndunarsamtök nota mikið sterkt myndmál og sýna myndir „meet and stop eat us“.
Útfærslur á auglýsingu getur verið bein sala, eins og Egf dropar, láta formúluna fylgja með og láta vísindamann fylgja með. Mikið er sýnt t.d. eitthvað sem léttir þér lífið, samanburður; sættirðu þig við að borga 20% meira fyrir sömu vöru, ekki láta svindla á þér. Ja.is nota pylsur til að fólk skilji hvað þeir eru að tala um. Ánægðir viðskiptavinir eru mikið notaðir. Morgunkorn eru mikið auglýst sem sameining fyrir fjölskylduna. Istore eru í ofurhetjubúningum stundum í vinnunni. Ofurhetjan afhendir símann heim til þín. Ofurhetjur láta fólk ekki bíða úti í kuldanum.

Success in social media - Velgengni á samfélagsmiðlum

Samfélagsmiðlar spila lykilhlutverk í þjónustu- og markaðsmálum í dag og því var við hæfi að fá frumkvöðul á þessu sviði til að fara yfir helstu áherslur og viðmið við notkun þeirra á morgunverðarfundi á vegum þjónustu-og markaðsstjórnun Stjórnvísi. Á þessum fundi fóru fyrirlesarar yfir hve áhrif samfélagsmiðla gætir víða og hvernig hægt er að nýta þá í markaðslegum tilgangi og við þjónustu, á sama tíma og hraði og gæði hennar eru tryggð. Fyrirlesarar voru þau Joshua, Guðrún, Sarah og Arna Ýr starfsmenn Icelandair.
Í dag koma fólk hugmyndum sínum á framfæri í gegnum samfélagsmiðlana. Þegar fólk kemur inn á síður Icelandair vill það finna fljótt þær upplýsingar sem verið er að leita að. Icelandair hefur safnað gríðarlegu magni af gögnum og nú er stóra áskorunin að hugsa vel um hvern einasta farþega. Mikilvægt er að allir upplifi góða þjónustu því það er mun dýrara að afla nýrra viðskiptavina en halda þeim sem þegar eru. Í dag bóka ferðamenn á leið til landsins flug og hótel en þegar þeir koma hingað er ákveðið hvað skuli gera. Það er yfirleitt ekki gert fyrirfram. Ferðamenn spyrja Íslendinga hvað eigi að gera. Í dag vill fólk fá samstundis viðbrögð á það sem verið er að gera með því að taka myndir og sjá hve mörgum líkar hún. Þannig fæst staðfest hvort þetta sé flott eða ekki. 47% þeirra sem bóka ferð byrja í símanum sínum og fara síðan í tölvuna sína. Núna er verið að skoða hvernig betur er hægt að fylgjast með hegðun viðskiptavina. Í dag sjá fyrirtækin ekki hvernig viðskiptavinir velja vöruna því mörg dæmi eru um að ferðir séu bókaðar en viðkomandi fór aldrei inn á síðu fyrirtækisins. Í Þýskalandi bóka margir í gegnum ferðaskrifstofur en meiri hlutinn bókar samt í gegnum netið. Það er mikill munur á milli kynslóða Millennials (18-34), Baby Boomers (51-69) og GenX (35-50). Yngri kynslóðirnar bóka mest í gegnum símann sinn. Síður eins og Amazon geyma allar upplýsingar um okkur þ.e. hvað við skoðum og gerum á síðunni þeirra. Þegar við förum svo inn á Facebook fáum við auglýsingar sem tengjast því sem við skoðuðum á Amazon. Ef þú smellir ekki á ákveðnar síður þá birtist efni þeirra ekki á þinni Facebook.
En hvernig getum við auðveldað okkur vinnuna og fengið það gagnamagn sem við viljum. Hvernig fáum við fólk til að hugsa stafrænt (digital). Það er fullt af gögnum út um allt sem gott er að nýta til auka viðskiptavinafjöldann. Með því að fara á netið t.d. facebook geturðu náð í nákvæmlega þá viðskiptavini sem þú vilt. Mikilvægt er að skoða Apple og Samsung síðurnar og sjá hvað þessir aðilar eru að gera því það er greinilega að virka. Joshua hvatti alla til að skoða þessar síður og sjá hvernig við getum gert þetta fyrir okkar viðskiptavini.
Dagblöð og tímarit eru smám saman að hverfa. 59% fólks hlusta á útvarp einu sinni á dag. Talið er að auglýsingar í útvarpi skili 6% af sölu. 69% fullorðinna treysta dagblöðum og tímaritum. Miklu minna er núna eytt í auglýsingar í blöðum en er gert á netinu hjá Icelandair í dag. Google organic er mikið skoðað hjá Icelandair og einnig Google analitic. KPI sem er notað varðandi Social Midia hjá Icelandair er engagement, increase in followers, web traffic, reach, sharing, conversion to leads, conersion to sales, sentiment, share of active memebers vs. Inactive,, time spent on site, share of conversation vs. Competitiors, satisfaction, number of evangelists and klout.
How can Icelandair add value to its customers before, during and after the flight, through digital?

Guðrún sagði frá því hvað Icelandair hefði verið að gera varðandi myndbönd. Þau eru búin að búa til fjölda áhugaverða viðburða sem segja ánægjulegar sögur t.d. af trúlofun o.fl. Í dag hefur Icelandair fengið yfir 13 milljón views. Að lokum var sýnt video um marketing wrap up. Sarah Unnsteinsdóttir er stjórnandi deildar sem kallast Icelandair social media command center. Það sem er mesta breytingin í dag er sú að viðskiptavinurinn gefur stöðugt upplýsingar um fyrirtækið á netinu og hann er stöðugt að. Ef það er gaman í ferðinni segir viðskiptavinurinn frá því og einnig ef hann missir af fluginu. Netið sefur aldrei og fyrirtækið getur ekki undirbúið sig undir umræðuna. Allt er því orðið opinbert og mikilvægt að fylgjast með, leita og sjá hvenær verið er að fjalla um fyrirtækið og vöruna okkar. Væntingar eru því miklar varðandi svörun og nú er ætlast til að svarað sé á sömu mínútu. Það er því mikil áskorun að mæta þessum nýju væntingum nýrrar kynslóðar. „Everybody says social media is some kind of unicorn. But maybe its just a horse.
Viðskiptavinurinn er 44% líklegri til að deila sögu sinni ef hann er í sambandi við þig á Facebook eða síðunni í stað þess að þegar hann hringir eða sendir tölvupóst. Ef fólk fer á síðuna þína og sér að hún er virk þá eru miklu meiri líkur á að þeir versli. Það tekur miklu styttri tíma að leysa vandamál viðskiptavinarins á netinu en að standa í skrifum eða símtölum. KPI eru notuð til a sjá hve mörg mál koma inn í kerfið, hve langur tími líður frá því viðskiptavinur hefur samband og hvenær málið er leyst. Einnig hve mikill tími fer í að leysa málið. Það er mikilvægt að setja upp á síðuna sína „spjall“ þar sem viðskiptavinurinn getur strax spjallað maður á mann. Fólk notar símann sinn meir og meir. Icelandair notar „messenger bot“ þar er hægt að bóka allt.

Ef þú veist ekki hvert þú vilt fara þá skiptir ekki máli hvaða leið þú ferð

Ragnar Már Vilhjálmsson hjá Manhattan Marketing fjallaði í dag á áhugaverðan hátt um markaðsáætlanir og mikilvægi þeirra í rekstri fyrirtækja, m.a. út frá raunverulegum dæmum.
Ragnar spurði hversu mikilvægi markaðsáætlana er? Lewis Carroll skrifaði söguna um Lísu í Undralandi. Lísa spyr köttinn hvert hún eigi að fara og hann spyr hvert hún ætli fara. Lísa veit það ekki og þá segir kötturinn ef þú veist ekki hvert þú ert að fara þá skiptir ekki máli hvert þú ferð, þú getur bara verið á einhverjum stað.
Markaðsáætlun er miðlægt verkfæri sem gegnir lykilhlutverki í stjórnun og samhæfingu markaðsstarfs. Markaðsáætlun er leiðarvísir sem leggur línur markaðsaðgerða og stikar leiðina að markaðslegum markmiðum. Markaðsáætlun kemur okkur þangað sem við höfum stefnt fyrirtækinu Markaðsáætlun er hluti af heildarstefnumótun fyrirtækja.
En hver er munurinn á markaðsáætlun og viðskiptaáætlun? Markaðsáætlun segir hvernig við ætlum að fúnkera, viðskiptaáætlun segir okkur hvað við ætlum að gera. Því faglegri sem markaðsmálin eru því líklegra er að við stöndum okkur vel. Markaðsáætlun er tvíþætt og snýr að innra og ytra umhverfi.

Hver ertu? Endurmörkun Orkuveitu Reykjavíkur.

Faghópar um breytingastjórnun, stefnumótun og árangursmat, þjónustu og markaðsstjórnun héldu sameiginlegan fund í morgun í OR sem bar yfirskriftina „Hver ertu?“Endurmörkun Orkuveitu Reykjavíkur
Sigrún Viktorsdóttir, forstöðumaður þjónustustýringar hjá OR sagði frá endurmörkun (rebranding) Orkuveitu Reykjavíkur og Veitna ohf. sem frá janúar 2014 þegar Veitur ohf. urðu til, birtust undir sama merki þar til í desember 2015. Sigrún fjallaði um undanfarann, vinnuferlið og þær áskoranir sem fyrirtækin fóru í gegnum á undirbúnings- og yfirfærslutímabilinu.
Endurmörkun er í sjálfu sér áhættusöm, kostnaðarsöm, erfið ákvörðun, engin ein töfraformúla er til að gera þetta, mikil vinna og úthald. Þannig að það er mikilvægt að það sé full ástæða til. Vinnan hófst í raun 2013 og af krafti 2014. Fyrst var gerð greining á stöðu OR og því merki sem notað hafði verið í 15 ár. Könnun var gerð meðal auglýsingastofa og samstarfsaðili valinn Hvíta húsið. Stýrihópur verkefnisins var stofnaður, breyting á gamla OR merki skoðuð. Síðan hófst greiningarvinna og hönnun. Verkefnishópur var stofnaður í ágúst 2015 og síðan voru hugmyndir kynntar fyrir stjórn OR. Verkefnið var samþykkt á stjórnarfundi í maí 2015 og kynnt starfsmönnum í nóvember sama ár. Opinber kynning var í desember 2015.
OR vill standa fyrir gildin sín; framsýni, hagsýni og heiðarleika. Í málaefnagreiningunni var farið yfir hluti eins og hver er ímynd OR, fyrir hvað vill OR standa, hvaða hlutverk hefur OR í kynningar-og markaðsmálum samstæðunnar, á að skipta um merki, hvaða nafn á að nota, hver er kjarninn í vörumerkinu og lykilloforð? „Í góðri sátt - til framtíðar“. OR er ekki í beinum samskiptum við viðskiptavininn.
Dótturfélag OR er Veitur. Á hvaða grunni byggja Veitur, eru Veitur með sama merki og OR, fyrir hvað vilja Veitur standa, hvaða nafn á að nota, í hvaða tón talar vörumerkið, hver er kjarninn í vörumerkinu, hvert eru lykilloforðin? Þetta var ótrúlega áhugaverð og skemmtileg vinna sagði Sigrún. Stærstu hagsmunafélögin eru sveitarfélögin. Mikil ábyrgð fylgir því að vera í geira sem er í sérleyfisstarfssemi. Veitur sjá um allan sérleyfisrekstur rafveita, hitaveita, vatnsveita og fráveita. Kjarninn í vörumerkinu Veitur: „Í góðu sambandi - til framtíðar“. Lykilloforð: Í sambandi - alla daga. Litir gegna hlutverki í vörumerki fyrir Veitur, hitaveita=rauð, rafveita=græn, vatnsveita=blá og fráveita=svört. Við þetta tengdu starfsmenn vel. Áhugavert myndband er á heimasíðu Veitur. www.veitur.is Dæmi um markaðsefni sem varð til er spjaldið „Dagur vatnsins“ sem segir hvernig þú ferð með vöruna.
Þegar öll undirbúningsvinna er búin þá hefst hönnun og framleiðsla. Undirverkefni í hönnun og framleiðslu voru mörg; stjórn endurmörkunarverkefnis (halda fundargerðir), hönnun og skráning merkja, samskipta og kynningarmál, kynningarefni, merkingar fasteigna, bifreiða og vinnufatnaðar, vefmál og birting í öllum upplýsingakerfum og skjölum. Búa þurfti til tvo vefi or.is og veitur.is Birting í öllum upplýsingakerfum og skjölum.
Gróft verkefnayfirlit var gert. Það var alveg á hreinu að innleiðingin yrði gerð án flugeldasýningar. Rýnihópar í upphafi greiningarvinnu, upplýst að verið væri að endurskoða merkið. Kynningarfundir voru með stjórnendum samstæðunnar í ágúst 2014, starfsmannafundir hjá Veitum og OR. Í lokin var haldin blaðamannafundur og sendar út fréttatilkynningar. Búin var til samskiptaáætlun þar sem útfyllt var skjal sem sýndi hvað ætti að gera og hvenær.
Í ágúst var gerð vitundarkönnun, send út netkönnun í spurningavagni. Handahófskennt úrtak Íslendinga 18 ára og eldri úr hópi álitsgjafa MMR, niðurstöður leiddu í ljós að kynna þarf þjónustu OR og Veitna mun betur.

Ef neytendasamfélagið væri kyn þá væri það kona

Boðið var upp á nýbakaða ylvolga snúða úr nýja bakaríinu á Frakkastíg í Hvíta húsinu í morgun á fundi faghóps um þjónustu-og markaðsstjórnun og nýsköpun og sköpunargleði. Yfirskrift fundarins var „Áhugavert og árangursríkt markaðsstarf“, það var Elín Helga Sveinbjörnsdóttir sem fjallaði um mikilvægi markhópagreiningar og markmiðasetningar í skilvirku og árangursríku markaðsstarfi.
Elín Helga sagði að skilvirkni skipti öllu máli í markaðsstarfi. Hvíta húsið teiknar upp virðiskeðjuna með viðskiptavinum og skoðar hvar sóunin er mest í ferlinu. Reiknaður er út rauntími verkefni þ.e. hversu langan tíma það mun taka. Markaðsvinna skiptist í: móttöku verkefna og áætlunargerð, rannsókn og greiningu, stefnumótun, hugmyndavinna, hönnun, framleiðslu og birting. Hugmyndavinnan tekur oft mesta tímann. Í grunninn snýst þetta um markhópinn, markmið og USP (sérsnið vörunnar). Allir vilja vera snöggir. Markhópurinn, hver er hann? Þurfum við að tala við kaupendur eða notendur? Dæmi Dominos, notendur eru unglingar en kaupendur foreldrar. Old Spice missti hlutdeild sína á markaði, þeir töluðu við notendur en ekki kaupendur Helmingur þeirra sem keyptu sturtusápur voru konur að kaupa fyrir manninn sinn. Þeir fóru í herferð „Smell like a man, Old Spice. Þeir hættu að tala við karlmenn og fóru að tala við konur. Herferðin þeirra sló algjörlega í gegn. Ef neytendasamfélagið væri kyn þá væri það kona, þær standa fyrir 85% allra kaupa á neysluvarningi. Því er mikilvægt að spá alltaf í hvaða kyn þú ert að tala við. Konur standa að baka 65-90% bílakaupa. Konur segja oft „Bílamarkaðurinn skilur mig ekki“. Flest allt sem tengist bílum eru karlar. Þeir sem eiga marga fylgjendur á Twitter og Facebook eru frábærir auglýsendur í dag því þeir eru dreifiaðilarnir. Þegar verið er að markaðssetja gagnavart konum ætti að horfa á: Praktik, verðnæmi, konur hafa minni tryggð gagnvart vörumerkjum, gera meiri kröfur til þjónustu, taka meira inn á 30 sekúndum en eru lengur að sannfærast, höfða til tilfinninga, segja sögur og vera með saklausan húmor. Karlar eru meira fyrir lúxus, hraða, keppni, taka vörumerki fram yfir verð, fljótari að sannfærast, horfa meira á staðreyndir og tölur og eru meira fyrir hæðni í húmor . Konur spá meira í hversu margir bílastólar komast fyrir í bílnum. Skoda er mest seldi bíllinn í dag því hann staðsetur sig og höfðar til fjölskylduþarfa.
Markmiðin: hvar stöndum við í dag og hvert viljum við fara. Hverju eiga auglýsingarnar að breyta. Ef við getum ekki svarað því förum við ekkert af stað. Alltaf á að horfa á stöðuna og markmiðið. Í Old Spice var staðan sú að varan var ekki að seljast til karla og markmiðið að fá konur til að kaupa karlmannssturtusápu fyrir karlana sína.
Tímasparnaður skapar aukið virði. Ef fyrirtæjum tekst að minnka biðtíma eftir þjónustu skynja viðskiptavinir það sem aukið virði. Elín Helga fjallaði um auglýsingaherferð Hvíta hússins með Arion banka. Mikilvægt er líka að gera sér grein fyrir varðandi markhópinn hvort verið sé að höfða til þeirra sem eru seinir að tileinka sér nýungar eða þeirra sem eru með þjónustuna en nota hana lítið. Markmið Arion banka var að auka notkun á hraðbönkum, netbanka og appi sem þýðir færir heimsóknir til gjaldkera og símtöl í þjónustuver. Setja þarf upp meginkosti vörunnar, hvernig er talað um vöruna í einni setningu en ekki þremur. „Hafðu það eins og þú vilt“. Búin var til míkrósíða til að kenna á appið. Þetta nýttist bæði starfsmönnum sem viðskiptavinum. Ástæðan fyrir því að fólk tekur ekki upp nýja þjónustu er sú að það er ánægt með núverandi stöðu. Heimsóknum í útibú fækkaði um 25% á einu ári. Mestu máli skipti samtalið við viðskiptavini.
Markhópar. Það skiptir máli að horfa á markhópinn. Það á að taka sér tíma til að skilja hópinn sem við erum að tala við. Við verðum að geta svarað spurningunni hvar svið stöndum og hvert við viljum fara. Náðum við þangað? Auglýsingar eiga að breyta einhverju, annars er herferðin ekki til neins. Markaðsstjórar hljóta að þurfa að færa rök fyrir herferð sinni.

Einstaklingsmiðuð markaðssetning hjá Meniga (e.personalized marketing)

Þann 25. febrúar kl. 8.30 - 9.45 hélt Þjónustu- og markaðsstjórnunar hópur Stjórnvísi fund um einstaklingsmiðaða markaðssetningu. Þar var fjallað um hvaða möguleikar eru í boði í einstaklingsmiðaðri markaðssetningu hjá Meniga og hvers vegna fyrirtæki ættu að notast við persónulega markaðssetningu í dag.Fundarstjóri var Viggó Ásgeirsson, einn af stofnendum Meniga.
Kristín Hrefna Halldórsdóttir, viðskiptastjóri hjá Meniga, greindi frá hugmyndafræðinni á bakvið einstaklingsmiðuðu markaðssetningu sem Meniga hefur þróað sl. 4 ár. Einstaklingsmiðuð markaðssetning er þegar verið er að nýta gögn beint til einstaklinga. Fyrir tæpum 20 árum var ekkert google. Auglýsingar eru að breytast, ekki aðeins verða meira og meira rafrænar heldur einnig meira sniðnar að hverri og einni persónu en þetta er mögulegt í krafti flókinna glgórithma og spálíkana sem greina neysluhegðun fólks. Amazon og Facebook skoða hvar við smellum og kaupum og bjóða okkur því vörur í samræmi við það.
Kristín Hrefna sýndi raundæmi frá íslenskum markaði um vel heppnaða herferð sem byggir á einstaklingsmiðaðri markaðssetningu og hvernig niðurstöður úr slíkri herferð eru birtar fyrirtækjum. En hvað gerir Meniga? A Íslandi er hagkerfi og nýta viðskiptavinir sín fjármál í gegnum það. Ef kort er notað í Bónus er verið að kaupa mat, á skyndibitastað o.þ.h. Alltaf er verið að tala um ópersónugreinanleg gögn. Reynt er að bjóða tilboð út frá því hvernig hegðunin er. Mengia vinnur með 100 viðskiptavini á meira en 15 mörkuðum. Á mörgum mörkuðum eru boðin tilboð til viðskiptavina. Markmiðið er að fá núverandi viðskiptavini til að versla meira, umbuna þeim bestu, ákveða afslátt, gefa skýrslur, ná til nýrra viðskiptavina o.fl. Meniga hjálpar viðskiptavinum að ná í nýja viðskiptavinir. Hægt er að bjóða sérstakar markaðsaðferðir til þeirra sem ekki hafa verslað í 3, 6 eða 12 mánuði. Skoðað er hvernig viðskiptavinir hegða sér sem versla hjá ákveðnum aðilum og hvernig aðrir sem hegða sér eins en versla ekki hjá þeim. Tilboð koma t.d. frá KFC til neytanda um að fá 40% endurgreiðslu til þeirra sem aldrei hafa verslað til ákveðins tíma t.d. til 30.mars 2016. En hvernig er hægt að fá meira út úr núverandi viðskiptavinum? Þeim sem versla hjá fyrirtækinu fyrir t.d. 1.300kr. á mánuði er send tilkynning um að ef þú verslar fyrir 5.000.-kr.. færðu 20% endurgreiðslu. Einnig er bestu viðskiptavinunum umbunað. Mikilvægt er að rækta þá bestu, þakka þeim og bjóða velkomna aftur. Það er hópur sem búið er að fjárfesta í og hefur verslað mikið í fortíðinni en framtíðin er óskrifað blað. T.d. Joe and Juice þykir vænt um þín viðskipti og býður þér 10% endurgreiðslu til 25.maí. Skoðaðir eru viðskiptavinir sem hafa lengi verslað en eru búnir að gleyma okkur. „Kafffitár saknar þín og hlakkar til að sjá þig aftur“. En hvernig leiðir þetta til einstaklingsmiðaðrar markaðssetningar. Sýnt var dæmi frá veitingarhúsakeðju þar sem send voru skilaboð til 440 viðskiptavina, 227 virkjuðu og skoðuðu tilboðið, 92 nýttu sér tilboðið. En hver er munurinn á þeim sem ekki sjá tilboðið og þeim sem sjá tilboðið? 24% þeirra komu samt og versluðu, en þeir kaupa minna. Þeir sem skoðuðu tilboðið juku viðskiptin. Meniga sér á hvaða hóp markaðsaðgerðin hefur helst áhrif. Karl/kona aldur. Þeir sem fá tilboð og hafa aldrei verslað koma aftur og versla án afsláttar

Guðmundur Gunnlaugsson, markaðsstjóri og eigandi Íslensku Flatbökunar sagði frá sinni reynslu af því að nota einstaklingsmiðaða markaðssetningu og hvernig sú aðferðarfræði hefur hjálpað Íslensku Flatbökunni til þess að ná í nýja viðskiptavini. Hann kynntist fyrst einstaklingsmiðaðri markaðssetningu þegar hann var námsmaður erlendis og pantaði sér oft Domino´s pizzu á fimmtudögum. Hann fór síðan að fá tilboð og keypti alltaf með 20% afslætti sama tilboð á fimmtudögum, taldi að það væri tilboðsdagurinn. Síðan komst hann að því að bekkjarsystir hans fékk alltaf tilboð, allt annars konar á þriðjudögum. Flatbakan hefur einungis lagt áherslu á að viðskiptavinir þekki vörumerkið. Þeir fóru í útvarpsauglýsingar, sponsoruðu þátt en vissu ekki hve mikil viðskipti þetta skapaði. Einnig aha - þeir veita einhvers konar afslátt, segja hversu margir sjá auglýsinguna en ekki mikið meira. Þegar Flatbakan kynntist Meniga fyrst þá sá Guðmundur að kerfið gerði allt sem hann vildi. Hann gat fengið allar upplýsingar sem hann vildi. Flatbakan prófaði fjórar aðferðir sem Meninga bauð upp á. Eftir að viðskiptavinurinn hefur kynnst vörunni þá er viðskiptavinurinn líklegri til að kaupa meira. Þetta er kostnaðarsöm aðgerð en eftir 11 vikur var return on investment orðið 90%. Guðmundur segir einstakt er að fá öll þessi gögn. Hægt sé að bjóða stórkostlegan afslátt til viðskiptavina í gegnum Meninga kerfið. Loyalty og rescue verður ongoing process hjá þeim. Guðmundur veit núna nákvæmlega í hvað markaðsfénu er varið, hver áhrifin eru og tekur því miklu betri og nákvæmari ákvarðanir.

Markaðsráðstefnan „Big World, Small Data“ fer fram dagana 6.-7. apríl í Háskólabíói.

Stjórn faghóps um þjónustu og markaðsstjórnun vekur athygli á þessari áhugaverðu ráðstefnu:
Markaðsráðstefnan „Big World, Small Data“ fer fram dagana 6.-7. apríl í Háskólabíói. Fyrri dagurinn verður tileinkaður markaðssetningu áfangastaða (e. place marketing) en seinni daginn mun Martin Lindstrom sem kallaður hefur verið Sherlock Holmes markaðsfræðanna, leiða okkur í allan skilninginn um hversu áhrifarík hin minnstu smáatriði geta verið - og vísar þá í nýjustu metsölubók sína "Small Data: The Tiny Clues That Uncover Huge Trends" sem kemur út núna í febrúar.

Þessi viðburður er hvalreki fyrir íslenskt viðskiptalíf þ.s allir keppast við að vera með puttann á púlsi framtíðarinnar og allir vilja sannfæra fólk um að þeirra vörumerki sé málið. Þau íslensku fyrirtæki og vörumerki sem mæta þennan dag, og tappa inn á þau upplýsinga-auðævi sem Martin Lindstrom framreiðir, munu vera skrefi á undan í sinni stefnumótun í framtíðinni.

Miðasala á midi.is: https://midi.is/atburdir/1/9431/Big_World_Small_Data

Ráðstefnan er unnin í samvinnu við Facebook, FKA, HÍ-MBA, Icelandic Startups og Pipar.

Big World Small Data Markaðsráðstefnan 6. & 7. apríl í Háskólabíói - dagskrá fyrri daginn er frá 9-12 og þar munu tala Adam Stagliano yfirmaður alþjóðlegra herferða hjá TBWA/London, erindi hans snýst um markaðssetningu áfangastaða en herferð sem hann vann fyrir ástralska ferðamálaráðið er kennd við Harvard Business School. Einnig talar Hilde Hammer meðstjórnandi alþjóðasviðs markaðslausna hjá Facebook og Jón Bragi Gíslason stofnandi og framkvæmdastjóri Ghostlamp.

Dagskrá seinni daginn hefst kl. 9 og stendur til 16 en það er heill dagur með Martin Lindstrom, einum helsta vörumerkjasérfræðing heims - en hann talaði á Why We Buy ráðstefnunni sem Ysland hélt haustið 2014 og sló eftirminnilega í gegn hjá viðstöddum - svo sannarlega langbesti og skemmtilegasti erlendi fyrirlesari sem komið hefur hingað til lands. Martin er á lista TIME Magazine yfir 50 framsýnustu hugsuði heims og kalla hann "Sherlock Holmes nútímans" en þekktustu vörumerki heims ráða hann í vinnu til að lesa í fólk um allan heim og þannig ráða í kauphegðun, neysluvenjur og ákvarðanatöku og með þessar gríðarlegu verðmætu upplýsingar hefur hann teiknað upp vegvísi fyrir vörumerki 21.aldarinnar.

Ráðstefnan er unnin í náinni samvinnu við FKA, Icelandic Startups, HÍ-MBA og Pipar.
Martin Lindstrom útskýrir Small Data: https://www.youtube.com/watch?v=g_TJc2NctsI

Með kærri kveðju.
Stjórn faghóps um þjónustu-og markaðsstjórnun

Er skýr niðurstaða af sérhverjum fundi í þínu fyrirtæki?

Faghópur um þjónustu-og markaðsstjórnun stóð fyrir einstaklega áhugaverðum fundi í morgun í Landsbankanum. Þar fjallaði Þóra Valný Yngvadóttir verkefnastjóri og markþjálfi um fyrirmyndarfundarstjórnun. Í lok árs 2011 kom hugmynd af hugmyndavegg Landsbankans um bætta fundarmenningu. Í framhaldi var sett upp verkefnisteymi og leitað til Gunnars Jónatanssonar hjá IBT á Íslandi. Gunnar hóf greinarvinnu með tveimur vinnustofum þar sem 30 manns voru í hvorum hóp. Greiningin gaf góða mynd af stöðunni og þar lýstu starfsmenn í þremur orðum fundarmenningunni eins og hún var. Greiningin hefði mátt ganga lengra og vera tölfræðilegri til þess að sjá tölulegar staðreyndir á framkvæmdum þ.e. hvernig aðgerðir skiluðu sér. Vorið 2012 voru þjálfaðir 60 starfsmenn sem fengu með sér glærupakka og báru út fagnaðarerindið til sinna deilda þ.e. hvernig ætti að bæta fundarmenninguna. Hana átti að bæta m.a. með því að spyrja sig: Er tilgangur fundarins skýr, er dagskráin skýr, eru viðeigandi þátttakendur, lengd fundarins, er ábyrg fundarstjórnun, er byrjað og endað á réttum tíma, kom fundarboð með góðum fyrirvara, undirbúningur, einbeiting á fundinum og var niðurstaða af fundinum?
Þóra Valný hvatti alla til að hugsa vel um það þegar fundur er boðaður hversu langur hanna á að vera og festa sig ekki í 1 klst. fundum, nægja 30mínútur? Einnig að dagskrá sé virt og ekki rætt um neitt annað nema þá undir "önnur mál" og hve mikilvægt er að draga saman fyrir lok fundar niðurstöður.
Í dag er rýnihópur að störfum í verkefninu sem fer reglulega yfir hvað hefur áunnist. Stjórnendur alls bankans hafa farið á námskeið og skjáhvílur notaðar til innri markaðssetningar á fundarmenningu.
Á innrivef Landsbankans eru upplýsingar fyrir starfsmenn um fundarmenningu og kostnað við fundi. Þóra Valný endaði fundinn með því að sýna snilldarmyndband sem Landsbankinn lét gera til þess að vekja athygli á fyrirmyndarfundarmenningu en myndbandið segir meira en 1000 orð.
Stjórnvísi þakkar Þóru Valný og Landsbankanum hjartanlega fyrir góðan fyrirlestur og móttökur.
Hér má sjá myndir af fundinum:https:https://www.facebook.com/media/set/?set=a.616805211720766.1073741892.110576835676942&type=1

Hjá Strætó eru allir í þessu saman og ímyndin stöðugt að styrkjast

Stjórnvísifélagar heimsóttu höfuðstöðvar Strætó og voru móttökurnar glæsilegar. Þjónustuver Strætó fylgist stöðugt með hverjum einasta vagni og lætur vagnstjóra vita samstundis ef hann er kominn á undan áætlun því markmiðið er að vera á réttum tíma. Á einni sekúndu er hægt að sjá hvar allir vagnar eru staddir, á hvaða hraða þeir eru og þar með fylgjast með áætlun. Þjónustuver safnar saman öllum ábendingum sem leiða til stöðugra umbóta. Þjónustuverið notar OneNote í þjónustuveri en í því kerfi er að finna svör við öllum spurningum sem viðskiptavinir spyrja um. Allir nýir starfsmenn fara á þjónustunámskeið og nýliðanámskeið.

Áhugaverð ráðstefna: Samstaða og árangur

Stjórn faghóps um þjónustu- og markaðsstjórnun vekur athygli á áhugaverðri ráðstefnu sem haldin verður þann 14.júní nk. sem ber yfirskriftina "Samstaða og árangur"

Áhugaverð ráðstefna sem vert er að skoða betur. 14.6, kl 8.30-16. Sjá nánar http://thjonandiforysta.is/hvad-er-thjonandi-forysta/radstefna-14-juni-2013/

Dagskrá ráðstefnunnar:

Kl. 8:30 - Ráðstefnan sett

Dr. Margaret Wheatley: Lykilfyrirlestur: Leadership in Turbulent Times: From Hero to Host. Ágrip fyrirlesturs (pdf).

Una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Íslandsbanka: Framtíðarsýn Íslandsbanka er að vera fremst í þjónustu, hvernig nær bankinn því markmiði?

Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir, skólahjúkrunarfræðingur og höfundur: Samskiptaboðorðanna. Samskiptaboðorð þjónandi leiðtoga.

Tómas Guðbjartsson prófessor og hjartaskurðlæknir Landspítala: Menntun og rannsóknir ungs fólks - forsendur nýrrar þekkingar.

Kl. 11:45 - Hádegisverður og samtal í hópum

Dr. Carolyn Crippen: Lykilfyrirlestur: Seven Pillars of Servant Leadership: An Action Plan. Ágrip fyrirlesurs (pdf).

Sigrún Gunnarsdóttir, dósent Háskóla Íslands: Rannsóknir hér á landi um þjónandi forystu.

Þóra Hjörleifsdóttir, deildarstjóri við Síðuskóla Akureyri: Stjórna skólastjórnar, á Norðurlandi eystra, skólum sínum í anda þjónandi forystu?

Hulda Rafnsdóttir, hjúkrunarfræðingur og gæðastjóri á Sjúkrahúsinu á Akureyri: Árangursrík stjórnun og forysta innan heilbrigðisþjónustunnar

Charlotte Böving, leikkona og leikstjóri. Þjónandi forysta í leikhúsinu.

Jón Gnarr, borgarstjóri: Kjötiðnaðarmaður, leigubílstjóri, leikari og borgarstjóri.

Kl. 16 - Ráðstefnulok

http://thjonandiforysta.is/hvad-er-thjonandi-forysta/radstefna-14-juni-2013/

Af hverju er Facebook spennandi?

Af hverju er Facebook spennandi? FB er gríðarlega góður vettvangur til að ná sambandi við Íslendinga segir Ómar Örn Jónsson. framkvæmdastjóri markaðssvið Öryggismiðstöðvarinnar. Hlutfall kvenna og karla er nokkurn veginn það sama á FB. Þegar skoðaðar eru best sóttu síður Íslands er Facebook í 1.sæti og Google í öðru sæti, Markaðsfólk verður að skoða þetta. En hver vill vera vinur Öryggismiðstöðvarinnar? Fyrirtækið ákvað að byrja rólega, fara reglulega inn og pósta inn, skipuleggja starfið og ákveða hvernig hægt er að leyfa sér ýmislegt á Facebook sem þú leyfir þér ekki annars staðar. Öryggismiðstöðin póstar t.d. mikað um öryggismál, t.d. neyðarnúmerið 112 og vísa í aðrar fréttir . Frábært fyrir viðskiptavini, þú ert nær þeim. Byrjuðu 10.mars 2011 og reynsla þeirra er bara jákvæð. Þarna koma hrós til starfsmanna. Gera líka sértilboð sem fúnkera mjög vel og eru með leiki. Hægt er að auglýsa gegnum Facebook og hægt að ná miklum sýnilega með litlum tilkostnaði. Samfélagsmiðlar geta byrjað að virka sem samfélagstæki. Öryggismiðstöðin lætur líka gott af sér leiða og dreifa því á Facebook, fólk deilir fréttinni áfram. Í stað þess að senda út fréttatilkynningu er sniðugra að setja einfaldleega á Facebook. Faceobook virkar svo sannarlega ef unnið er skipulega. Þetta bætir og styrkir ímynd fyrirtækja. 2.370 manns hefur sett like á síðu Öryggismiðstöðvarinnar. FB er ekki spretthlaup heldur langhlaup.
Innra markaðsstarf. Þar sem Facebook virkar vel utanhúss er þá ekki hægt að nýta það innanhúss? Innri vefurinn virkaði ekki nægilega vel. En allir eru á Facebook og því var settur upp lokaður Facebookhópur fyrir starfsmenn. Í fyrsta sinn sást að starfsmenn komu með hugmyndir, sendu like - þrælvirkar hreinlega. Önnur fyrirtæki hafa tekið þetta upp með mjög góðum árangri. Utanumhaldið er þó nokkuð þ.e. fylgjast þarf vel með þeim sem hætta. Tólið virkar og var bylting í upplýsingamiðlun til starfsmanna. Allar færslur fara um leið á Twitter. Ánægja er mæld reglulega meðal viðskiptavina og hún er á uppleið. Ánægja starfsmanna er líka miklu meiri. Facebook er með ákveðnar leiðir til að auka sýnileika fyrirtækja. Ekki hafa áhyggjur af því heldur vinna markvisst, óþarfa hræðsla ivð samfélagsmiðla. Ef fyrirtæki fara á facebook þurfa þau að svara fyrirspurnum strax. FB hjálpar til að gera fyrirtæki gegnsærri. Þú þarft að vera óhræddur við FB.
Lögreglan vill sýnilega löggæslu segir Þórir Ingvason hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.. Lögreglan er alltaf að eiga við stæri og stærri hóp sem eyðir tímanum sínum heima í tölvunni en minni tíma úti. Sýnileiki lögreglunnar er því merii á Facebook en heima. Fólk er almennt jaávkætt. En hvað hefur lögreglan að sækja í samfélagsmiðla. Bara á Fésbókinni eru yfir milljarður notenda. Bara á Íslandi eru 222.980 notendur eða 72% þjóðarinnar, netið er því raunverulegur staður. Lögreglan er með miklu meira en Facebook, Twitter, Lifestream, Instragram. Rödd lögreglunnar er föðurleg rödd en samt þannig að undirliggjandi sé húmor og léttleiki. Byrjuðu að segja frá því hvar hraðamyndavélin er, hún er ekki notuð til að nýtast sem skattainnheimta. Tilgangurinn er ekki að moka inn sektir heldur til að lækka hraða. Eða ná niður hraða. Lögreglan fer sérstaklega á staði þar sem fólk biður um að sé mælt. Þess vegna upplýsir lögreglan í lok dags hvernig til tókst. Dónaskapur er fjarlægður, og einstök mál ekki rædd. En hvernig fer lögreglan að því aðhalda uppi síðunni. 12 manns halda úti síðunni og 6 eru virkir. Instagram þar eru 7 manns með stjórnendaréttindi.
Málið er að njóta trausts. Sá sem er að rita efni þarf að vera bakkaður upp af sínum yfirmanni því fólk mun alltaf hafa hafa skoðun á því sem lögreglan gerir.
Mörg ft. þurfa að velta fyrir sér hvort þau þurfi samfélagsmiðla? Betra að sleppa því en gera það illa, því þarf ákveðna auðmýkt. Við erum að opna dyrnar á ákveðna gagnrýni á Faceobbok. Gott er að undirbúa sig og fara vel yfir hvar vandamál koma fram. Lögreglan er líka með Flikkersíðu þar sem settar eru inn gamlar myndir á tveggja vikna fresti. Þeir eru líka með Youtube síðu. Þar eru settar inn myndir á tveggja vikna fresti. . Fengu myndir frá fólki utan úr bæ. Þeir eru líka á Livestream til að gera hverfafundi sýnilegri. Á bilinu 80 manns niður í 20 manns voru að mæta á fundina sem voru á miserfiðum tímum fyrir fólk. Fólk er mjög jákvætt í garð lögreglurnnar. Við Laugardalshöll er oft erfitt að eiga við bíla. Byrjuðu að pósta upplýsingum og segja hvar bílastæðin eru og hvar er hægt að leggja. Ekki var óalgengt að sektir væru 200 núna er þær komnar niður fyrir 20 þannig að FB virkar.
Lögreglan er með ákveðnar reglur og hafa í huga 1. Einlægni 2. Svara öllu 3. Ekki stofnanaleg svör og dass af húmor.

Tölvupóstar - Ást og hatur

Fyrirtækið Gerum betur býður þér á spennandi ráðstefnu um tölvupósta sem haldin verður á Grand hóteli, 18. október, frá kl. 8.30 -11:00.

Tilefnið er útgáfa bókarinnar „8 lyklar að árangursríkum tölvupóstsamskiptum“ eftir Margréti Reynisdóttur, framkvæmdastjóra Gerum betur. 8 fyrirlesarar munu miðla af reynslu sinni og er fyrirsögnin hér að ofan sótt í einn fyrirlesturinn: Tölvupóstar - Ást og hatur.

Gerum betur hefur síðastliðin 8 ár unnið ötullega að því að efla þjónustu hérlendis með námskeiðahaldi, útgáfu á bókum og kennslumyndböndum.

Það er WOW í öllu sem WOW gerir

Vörumerkjastefna WOW er einföld: " Það er WOW í öllu sem WOW air gerir" sagði Guðmundur Arnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs hjá WOW air á fjölmennum fundi Þjónustu-og markaðsstjórnunarhóps Stjórnvísi í morgun. Og hvernig verður WOW að WOW?
Það er WOW í markaðssetningunni, farmiðunum, innrituninni, flugstöðinni, í vélinni o.fl. WOW ætlar að bjóða ódýrustu flugsætin til London, gera venjulega hluti óvenjulega, hugsa meira og vera hugmyndarík í öllu því sem WOW gerir. Þjónustustefnan er ofurþjónusta og sveigjanleiki.
WOW air notar sömu aðferðafræði og Starbucks; auglýsa aldrei erlendis en eru sýnilegir þar sem er mikið af fólki. Rikka sér um matinn í vélinni, Steingrímur um að velja vínin, Bragi baggalútur skrifar öll ávörpin og Brandinburg hannar auglýsingarnar. Allir farþegar eru VIP, töskumiðarnir eru svakalega stórir, þeir allra stærstu í heimi. Allir starfsmenn vilja taka þátt í gleðinni og margar góðar hugmyndir koma frá þeim. Hérna má sjá myndir af fundinum:http://www.facebook.com/media/set/?set=a.400130006721622.94901.110576835676942&type=3

Árið 2011 komu 540 þúsund ferðamenn til Íslands og fjölgar þeim um 8% árlega

Þjónustu-og markaðsstjórnunarhópur Stjórnvísi hélt fjölmenna og einstaklega áhugaverða ráðstefnu í samráði við Íslandsstofu í febrúar. Friðrik Pálsson framkvæmdastjóri Hótels Rangár og formaður stjórnar Íslandsstofu stjórnaði ráðstefnunni af stakri snilld. Ingi Heiðar Bergþórsson þjónustustjóri hjá Hertz ræddi um mikilvægi þjónustu við innri viðskiptavini og mikilvægi þess að framlínan þurfi að vera í lagi. Hertz notar meðal annars þá aðferð að senda sitt fólk til annarra fyrirtækja til að meta þjónustu þeirra. Allir ferlar fyrirtækisins eru í myndrænu formi og þau nota NPS-skor, Net Promoter Score til að meta þjónustuna. Hertz hefur þá stefnu að veita framúrskarandi þjónustu og reynir ávallt að greina vanda viðskipta strax og leysa hann. Það ánægjulega er að samfara þessari stefnu hefur fyrirtækið greint aukinn hagnað.

Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri á Radisson Blu Hótel Sögu fræddi okkur um þjónustuhugtak Radison keðjunnar "Yes, I can" og sveigjanleika í þjónustu eftir þjóðernum. Mikið er lagt upp úr að allt sé í lagi með gestina og starfsmenn hvattir til að vera lausnarmiðaðir og að sýna frumkvæði að samskiptum við gestina. Ingibjörg nefndi að Englendingar væru þægilegir og seinir til vandræða, Bandaríkjamenn láta strax í sér heyra ef eitthvað er að á meðan að Þjóðverjar láta vita bréfleiðis eftir að heim er komið ef ekki var allt eins og talað var um. Radison notar þjónustukönnun sem heitir MEDALIA og er gerð í tölvupósti. Mikið er lagt í þjálfun starfsmanna því ánægt starfsfólk leiðir af sér ánægða gesti sem koma aftur og aftur.
Rögnvaldur Guðmundsson sem sér um rannsóknir og ráðgjöf innan ferðaþjónustunnar greindi frá einstaklega áhugaverðum staðreyndum um ferðaþjónustuna. Árlega fjölgar ferðamönnum sem koma til landsins um 8% og árið 2011 komu 540 þúsund ferðamenn til landsins. Norðurlandabúar eru fjölmennastir ferðamanna bæði á sumrin og veturna. Rögnvaldur hefur undir höndum ótrúlegt magn af gögnum um ferðaiðnaðinn.

Bjarnheiður Hallsdóttir framkvæmdastjóri hjá Katla Travel greindi frá því að skrifstofan er staðsett bæði í Þýskalandi og á Íslandi. Katla Travel hefur sérhæft sig í þýskum ferðamönnum sem fóru hvorki meira né minna en í 156 milljónir ferða árið 2010.
Á þessari slóð eru glærur og upptaka af ráðstefnunni
http://www.iceland.is/fundir/feb22

Hér má sjá myndir af ráðstefnunni
http://www.facebook.com/media/set/?set=a.294592763942014.70027.110576835676942&type=1

Á annað hundrað manns sóttu Hrós-fundinn hjá Stjórnvísi í ófærðinni

Það ríkti mikill áhugi og kátína á fundi Stjórnvísi í morgun um Hrós sem stjórntæki á vegum Þjónustu-og markaðsstjórnunarhóps. Örn Árnason kenndi okkur kúnstina að hrósa á réttan hátt fyrir það sem vel er gert. Hann fór jafnframt í grunnreglurnar um hvernig á að hrósa þannig að það fari ekki á milli mála hvað er hrósað fyrir. Það var fyrirtækið Gerum betur www.gerumbetur.is sem bauð Stjórnvísifélögum upp á þennan áhugaverða fyrirlestur í fannkomunni.
Hér má sjá myndir frá fundinum
http://www.facebook.com/media/set/?set=a.270629083005049.65806.110576835676942&type=1

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?