Einstaklingsmiðuð markaðssetning hjá Meniga (e.personalized marketing)

Þann 25. febrúar kl. 8.30 - 9.45 hélt Þjónustu- og markaðsstjórnunar hópur Stjórnvísi fund um einstaklingsmiðaða markaðssetningu. Þar var fjallað um hvaða möguleikar eru í boði í einstaklingsmiðaðri markaðssetningu hjá Meniga og hvers vegna fyrirtæki ættu að notast við persónulega markaðssetningu í dag.Fundarstjóri var Viggó Ásgeirsson, einn af stofnendum Meniga.
Kristín Hrefna Halldórsdóttir, viðskiptastjóri hjá Meniga, greindi frá hugmyndafræðinni á bakvið einstaklingsmiðuðu markaðssetningu sem Meniga hefur þróað sl. 4 ár. Einstaklingsmiðuð markaðssetning er þegar verið er að nýta gögn beint til einstaklinga. Fyrir tæpum 20 árum var ekkert google. Auglýsingar eru að breytast, ekki aðeins verða meira og meira rafrænar heldur einnig meira sniðnar að hverri og einni persónu en þetta er mögulegt í krafti flókinna glgórithma og spálíkana sem greina neysluhegðun fólks. Amazon og Facebook skoða hvar við smellum og kaupum og bjóða okkur því vörur í samræmi við það.
Kristín Hrefna sýndi raundæmi frá íslenskum markaði um vel heppnaða herferð sem byggir á einstaklingsmiðaðri markaðssetningu og hvernig niðurstöður úr slíkri herferð eru birtar fyrirtækjum. En hvað gerir Meniga? A Íslandi er hagkerfi og nýta viðskiptavinir sín fjármál í gegnum það. Ef kort er notað í Bónus er verið að kaupa mat, á skyndibitastað o.þ.h. Alltaf er verið að tala um ópersónugreinanleg gögn. Reynt er að bjóða tilboð út frá því hvernig hegðunin er. Mengia vinnur með 100 viðskiptavini á meira en 15 mörkuðum. Á mörgum mörkuðum eru boðin tilboð til viðskiptavina. Markmiðið er að fá núverandi viðskiptavini til að versla meira, umbuna þeim bestu, ákveða afslátt, gefa skýrslur, ná til nýrra viðskiptavina o.fl. Meniga hjálpar viðskiptavinum að ná í nýja viðskiptavinir. Hægt er að bjóða sérstakar markaðsaðferðir til þeirra sem ekki hafa verslað í 3, 6 eða 12 mánuði. Skoðað er hvernig viðskiptavinir hegða sér sem versla hjá ákveðnum aðilum og hvernig aðrir sem hegða sér eins en versla ekki hjá þeim. Tilboð koma t.d. frá KFC til neytanda um að fá 40% endurgreiðslu til þeirra sem aldrei hafa verslað til ákveðins tíma t.d. til 30.mars 2016. En hvernig er hægt að fá meira út úr núverandi viðskiptavinum? Þeim sem versla hjá fyrirtækinu fyrir t.d. 1.300kr. á mánuði er send tilkynning um að ef þú verslar fyrir 5.000.-kr.. færðu 20% endurgreiðslu. Einnig er bestu viðskiptavinunum umbunað. Mikilvægt er að rækta þá bestu, þakka þeim og bjóða velkomna aftur. Það er hópur sem búið er að fjárfesta í og hefur verslað mikið í fortíðinni en framtíðin er óskrifað blað. T.d. Joe and Juice þykir vænt um þín viðskipti og býður þér 10% endurgreiðslu til 25.maí. Skoðaðir eru viðskiptavinir sem hafa lengi verslað en eru búnir að gleyma okkur. „Kafffitár saknar þín og hlakkar til að sjá þig aftur“. En hvernig leiðir þetta til einstaklingsmiðaðrar markaðssetningar. Sýnt var dæmi frá veitingarhúsakeðju þar sem send voru skilaboð til 440 viðskiptavina, 227 virkjuðu og skoðuðu tilboðið, 92 nýttu sér tilboðið. En hver er munurinn á þeim sem ekki sjá tilboðið og þeim sem sjá tilboðið? 24% þeirra komu samt og versluðu, en þeir kaupa minna. Þeir sem skoðuðu tilboðið juku viðskiptin. Meniga sér á hvaða hóp markaðsaðgerðin hefur helst áhrif. Karl/kona aldur. Þeir sem fá tilboð og hafa aldrei verslað koma aftur og versla án afsláttar

Guðmundur Gunnlaugsson, markaðsstjóri og eigandi Íslensku Flatbökunar sagði frá sinni reynslu af því að nota einstaklingsmiðaða markaðssetningu og hvernig sú aðferðarfræði hefur hjálpað Íslensku Flatbökunni til þess að ná í nýja viðskiptavini. Hann kynntist fyrst einstaklingsmiðaðri markaðssetningu þegar hann var námsmaður erlendis og pantaði sér oft Domino´s pizzu á fimmtudögum. Hann fór síðan að fá tilboð og keypti alltaf með 20% afslætti sama tilboð á fimmtudögum, taldi að það væri tilboðsdagurinn. Síðan komst hann að því að bekkjarsystir hans fékk alltaf tilboð, allt annars konar á þriðjudögum. Flatbakan hefur einungis lagt áherslu á að viðskiptavinir þekki vörumerkið. Þeir fóru í útvarpsauglýsingar, sponsoruðu þátt en vissu ekki hve mikil viðskipti þetta skapaði. Einnig aha - þeir veita einhvers konar afslátt, segja hversu margir sjá auglýsinguna en ekki mikið meira. Þegar Flatbakan kynntist Meniga fyrst þá sá Guðmundur að kerfið gerði allt sem hann vildi. Hann gat fengið allar upplýsingar sem hann vildi. Flatbakan prófaði fjórar aðferðir sem Meninga bauð upp á. Eftir að viðskiptavinurinn hefur kynnst vörunni þá er viðskiptavinurinn líklegri til að kaupa meira. Þetta er kostnaðarsöm aðgerð en eftir 11 vikur var return on investment orðið 90%. Guðmundur segir einstakt er að fá öll þessi gögn. Hægt sé að bjóða stórkostlegan afslátt til viðskiptavina í gegnum Meninga kerfið. Loyalty og rescue verður ongoing process hjá þeim. Guðmundur veit núna nákvæmlega í hvað markaðsfénu er varið, hver áhrifin eru og tekur því miklu betri og nákvæmari ákvarðanir.

Fleiri fréttir og pistlar

Meginstraumar hnattrænna breytinga

Komin er skýrsla frá Dubai Future Foundation sem lýsir 10 meginstraumum sem munu móta heiminn okkar í náinni framtíð. Framlag skýrslunnar býr okkur undir það sem framundan er og grípa tækifærin sem hugsanlega koma í kjölfar þessara breytinga. Skýrslunni er ætlað að kynda undir nýsköpun, hvetja til ákvarðanna og knýja stjórnvöld, stofnanir og einstaklinga að vera virk í að móta sínar framtíðir. Hægt er að nálgast skýrsluna hér: https://framtidarsetur.is/2025/04/01/meginstraumar-hnattraena-breytinga/

Alþjóða dagur framtíðar, 2025. Hnattræn umræða um betri framtíð fyrsta mars næstkomandi

Frá faghópi framtíðarfræða

Þann fyrsta mars mun Millennium Project, sem Framtíðarsetur Íslands er aðili að, ásamt fimm öðrum alþjóðlegum samtökum halda upp á 12. árlega Alþjóða dag framtíðar — einstakt 24 tíma netsamtal um allan heim þar sem möguleikar sameiginlegrar framtíðar okkar verða til umræðu.

Dagurinn hefst klukkan 12 á hádegi í Nýja-Sjálandi. Þetta viðburðarríka samtal mun færast vestur á við klukkutíma fyrir klukkutíma og ljúka 24 klukkustundum síðar á Hawaii. Almenningi er boðið að taka þátt hvenær sem er til að hlusta, deila hugmyndum og ræða hvernig megi skapa betri framtíð ásamt framtíðarfræðingum. Hugsuðum og virkum samfélög um allan heim.

Frekari upplýsingar og skráning er á eftirfarandi vefslóðum:

Read the announcement.

Register to attend

Watch the video promo

 

Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025

Smelltu hér til að sjá myndir frá afhendingunnimyndband, umsagnir og þá sem voru tilnefndir. Tólf einstaklingar hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi árið 2025 sem veitt voru í dag við hátíðlega athöfn á Grand Hótel að viðstöddum forseta Íslands. Verðlaunin voru veitt í þremur flokkum auk þess sem veitt voru sérstök hvatningarverðlaun en þetta er í sextánda sinn sem Stjórnunarverðlaunin eru afhent.
Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 eru eftirtaldir:  Í flokki yfirstjórnenda Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innnes, í flokki millistjórnenda þær Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins og Sigrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs, menningar og vellíðunar hjá Bláa Lóninu. Í flokki frumkvöðla stofnendur Good Good þeir Jóhann Ingi Kristjánsson, Agnar Tryggvi Lemacks og Garðar Stefánsson. Stofnendur Indo, Haukur Skúlason og Tryggvi Björn Davíðsson og stofnendur Evolytes þau Íris Eva Gísladóttir og Mathieu G. Skulason. Þessar þrjár ólíku lausnir eiga það allar sameiginlegt að snúa að bættum lífsgæðum og árangri fyrir fjölskyldur og rekstur heimila. Auk þess voru veitt sérstök hvatningarverðlaun fyrir frumkvölastarf innan rótgróinna fyrirtækja, þau hlutu Bjargey Harðardóttir meðeigandi og stjórnandi hjá 66 Norður og Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal.   
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi eru árlega veitt stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði. Yfirlýst markmið verðlaunanna er að stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi. Einnig er þeim ætlað að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda og frumkvöðla auk þess að örva umræðu um faglega stjórnun. 

Í dómnefnd sátu

Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar

Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Katrín S. Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hagvangs

Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma og stjórnarkona

Salóme Guðmundsdóttir, ráðgjafi og stjórnarkona

Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi

 

 

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Hér má sjá alla þá sem tilnefndir eru til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025.
Útnefnt verður í þremur flokkum: Yfirstjórnendur - millistjórnendur - frumkvöðlar auk þess sem veitt verða sérstök hvatningarverðlaun.  
Forseti Íslands Frú Halla Tómasdóttir mun afhenda verðlaunin á Grand Hótel Háteigi  þann 10. febrúar nk.
Allir eru velkomnir á hátíðina sem einnig verður í beinu streymi og hefst kl.16:00. 
Þú bókar þig hér. 

Stjórnvísi óskar öllum þeim sem tilnefndir eru innilega til hamingju.  

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?