Ráðstefna SVS um hæfni og þjónustu þar sem dagskrá var unnin í samstarfi við faghóp um þjónustu hjá Stjórnvísi var haldin í Nauthól í dag. Ráðstefnan var vel sótt og fyrirlesarar fluttu frábær erindi. Fyrirlesarar voru Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri Ikea, Guðný Halla Hauksdóttir forstöðumaður þjónustu hjá OR, Ásdís Eir Símonardóttir mannauðssérfræðingur hjá OR, Guðmundur Magnússon forstjóri Heimkaupa, Runólfur Ágústsson ráðgjafi og verkefnastjóri, Hildur Halldórsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri Omnom, Mats Johansson Education and Competence Expert at Swedish Retail and Wholesale Council, Haukur Ingi Jónasson háskólakennari, ráðgjafi og sálgreinir og ráðstefnustjóri var Anna Steinsen eigandi og ráðgjafi Kvan.
Vel sótt ráðstefna og metnaðarfull dagskrá SVS í Nauthól í dag.
Um viðburðinn
Faghópur um þjónustu og markaðsstjórnun vekur athygli á eintaklega áhugaverðri ráðstefnu sem haldin verður í Nauthól þann 29.nóvember. Ráðstefnan er á vegum Starfsmenntasjóðs VR og efnistök unnin í samstarfi við Stjórnvísi.
Skráning fer fram hér
Ráðstefnan ber yfirskriftina "Framtíð íslenskrar verslunar - erum við tilbúin?"
Hér má sjá allar upplýsingar um ráðstefnuna
Fleiri fréttir og pistlar
Aðalfundur faghóps um leiðtogafærni var haldinn 30. Apríl síðastliðinn.
Starfsárið 2024-2025 var gert upp og var kosið í nýja stjórn fyrir starfsárið 2025-2026 sem er eftirfarandi:
Þórhildur Þorkelsdóttir, Marel, Formaður
Elísabet Jónsdóttir,
Íris Hrönn Guðjónsdóttir, Háskóli Íslands,
Sigríður Þóra Valsdóttir, nemi,
Sigurveig Erla Þrastardóttir, Veitur
Steinunn Ragnarsdóttir, Confirma
Unnur Magnúsdóttir, Leiðtogaþjálfun
Faghópurinn þakkar öllum meðlimum fyrir þátttökuna starfsárinu sem var að ljúka og hlökkum til þess næsta! Viljum endilega hvetja þá sem hafa tillögur að erindum á dagskrá fyrir næsta vetur að vera í sambandi við formann stjórnar.
Faghópur um leiðtogafærni vekur athygli á vinnustofunni hennar Lisu Vivoll Straume sem er hér á landi vegna Wellbeing Economic forum og er mjög eftirsóttur leiðtogaráðgjafi og leiðbeinandi. Hægt er að kaupa miða í gegnum tix.is
Einnig er ennþá hægt að skrá sig á ráðstefnuna sjálfa sjá hér.
Event info:
What is value-based leadership? Value-based leadership involves creating an environment where employees can utilize their strengths and resources. It’s about understanding what gives and takes energy and helping employees balance job demands with their available resources. This leadership style has proven to be highly effective.
Why join? Learn how to:
- Understand and apply key psychological mechanisms in leadership.
- Master communication techniques like active listening, asking insightful questions, and providing constructive feedback.
- Give values a clear voice and create a foundation for concrete change and development.
Dr. Lisa Vivoll Straume holds a PhD in Psychology and is a leading figure in value- and strength-based leadership. Straume has developed tools that enable leaders to lead in alignment with their own and their organization’s values.
Aðalfundur faghóps Stjórnvísi um góða stjórnarhætti var haldinn á TEAMS fundi í dag (30. apríl '25)
Rætt var vítt og breitt um starfið og kosið í nýja stjórn sem verður eftirfarandi:
Hrönn Ingólfsdóttir, ISAVIA (formaður)
Jón Gunnar Borgþórsson, stjórnendaráðgjafi
Rut Gunnarsdóttir, KPMG
Sigurjón Geirsson, HÍ
Skammtatækni og Dagur jarðar
Alþjóða efnahagsráðið gefur reglulega út fréttabréf, Forum Stories sem hefur að geyma upplýsingar og fróðleik um breytingar sem eru að valda umbreytingum í þróun á tækni og í samfélögum. Nýjasta fréttabréfið er áhugavert og fjallar um skammtatækni og hvernig sprotafyrirtæki eru að hagnýtta sér þá tækni og svo Dag jarðar, sem eru haldinn reglulega á alþjóðavísu 22 apríl en í kjölfar hans er haldinn hinn íslensku Dagur umhverfisins 25 apríl. Njótið fréttabréfsins og hugsanlega gerist áskrifendur!
Komin er skýrsla frá Dubai Future Foundation sem lýsir 10 meginstraumum sem munu móta heiminn okkar í náinni framtíð. Framlag skýrslunnar býr okkur undir það sem framundan er og grípa tækifærin sem hugsanlega koma í kjölfar þessara breytinga. Skýrslunni er ætlað að kynda undir nýsköpun, hvetja til ákvarðanna og knýja stjórnvöld, stofnanir og einstaklinga að vera virk í að móta sínar framtíðir. Hægt er að nálgast skýrsluna hér: https://framtidarsetur.is/2025/04/01/meginstraumar-hnattraena-breytinga/