Hreiðar Þór Jónsson og Tryggvi Freyr Elínarson frá Datera kynntu hvaða ávinning er hægt að ná út úr sölu- og markaðsstarfinu með sjálfvirkni og stafrænum lausnum. Fundurinn var tekin upp og má finna upptökuna hér á Facebook síðu Stjórnvísi.
Þeir fjölluðu örstutt hvatingu og tillögur til stjórnvalda um stefnumótun og aðgerðir í stafrænum málum frá SVÞ og VR. Þar kom fram í úttekt IMD viðskiptaháskólans á stafrænni samkeppnishæfni ríkja árið 2019, er Ísland í 27. sæti af 63. ríkjum og fellur úr 21. sæti árinu áður. Til samanburðar má nefna að Svíþjóð er í 3. sæti á listanum, Danmörk í 4., Finnland í 7. og Noregur í 9.
Farið var yfir hvar helstu tækifærin liggja, hvernig þeir fremstu eru að nýta tækni og hverju það skilar. Þar má nefna: Betri og hraðari ákvarðanatöku, minni handavinnu hjá starfsfólki, betri og skilvirkari þjónustu og aukningu í viðskiptum. Mælt er með að setja viðskiptavinininn í öndvegi og kortleggja ferla ferðalagsins.
Auk þess voru frábær sýnidæmi ásamt upplýsingum um helstu tækni, tól og þjálfun sem fyrirtæki geta nýtt sér. Alltof fá fyrirtæki fara sjálf í gegnum ferli viðskiptavina og koma þá ekki auga á tækifærin hvort sem það er á vefnum eða í símanum sínum en ferlið er oft brotið án þess að fyrirtækð geri sér grein fyrir því. Einnig gleyma fyrirtæki oft að hugsa um grunnatriði sem að viðskiptavinir leita oft að.
Það var afar áhugavert að sjá dæmi um bílasölu fyrirtækin Toyota, B&L, KIA og Honda en vefsíður fyrirtækjanna vöru allar misjafnlega vel staddar.
Minnst var á Smartly tól fyrir markaðsfólk til að nýta að gera sjálfvirkar auglýsingar og þá hvernig er hægt að skala herferðir og efni. Einfaldara kaupferli getur leitt til 300% söluaukningu. Hægt að nýta Google Data Studio til smíða mælaborð þar sem góð gögn eru gulls í gildi.
Að lokum var farið yfir hver heildarávinningurinn er fyrir fyrirtækin sem nýta sér tækni til hagræðingar og hverju sú sókn skilar.
Mælt var með að byrja á eftirfarandi skrefum: