Hvernig er hægt að nýta LinkedIn?

Í dag var haldinn viðburður á vegum nokkurra faghópa Stjórnvísi í Háskólanum í Reykjavík.  Viðburðinum var streymt á facebooksíðu Stjórnvísi og er hægt að nálgast hann þar.  Í erindi sínu fór Jón Gunnar lauslega yfir samfélagsmiðlabyltinguna sem átt hefur sér stað undanfarinn áratug, hvernig LinkedIn er notað, hvernig megi stilla upp "profile" á miðlinum, hvað beri að hafa í huga, hvað varast og fleiri þætti sem tengjast notkun hans. Að erindi loknu voru umræður, Ósk Heiða forstöðumaður markaðsmála hjá Póstinum, Yrsa Guðrún Þorvaldsdóttir og Gyða Kristjánsdóttir ráðgjafar hjá Hagvangi tóku þátt í umræðum og greindu frá sinni reynslu í tengslum við deilingu á þekkingu, ráðningar og starfsleit.

 

Um viðburðinn

Fullbókað: Hvernig er hægt að nýta LinkedIn?

Eins og þeir hafa uppgötvað sem kannað hafa samfélagsmiðilinn LinkedIn undanfarið, hefur notkun hans af hálfu íslenskra aðila stóraukist undanfarin ár. Gildir þá einu hvort það varðar starfsráðningar, öflun og viðhaldi tengsla, þekkingaröflun o.s.frv.

Í erindinu mun Jón Gunnar fara lauslega yfir samfélagsmiðlabyltinguna sem átt hefur sér stað undanfarinn áratug, hvernig LinkedIn er notaður, hvernig megi stilla upp "profile" á miðlinum, hvað beri að hafa í huga, hvað varast og fleiri þætti sem tengjast notkun hans.

Að erindi loknu verður gert ráð fyrir umræðum en þá mun Ósk Heiða forstöðumaður markaðsmála hjá Póstinum, Yrsa Guðrún Þorvaldsdóttir og Gyða Kristjánsdóttir ráðgjafar hjá Hagvangi taka þátt í umræðum og greina frá sinni reynslu í tengslum við deilingu á þekkingu, ráðningar og starfsleit.


Jón Gunnar Borgþórsson er með meistaragráðu í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum, cand oecon í viðskiptafræði og er alþjóðlega vottaður stjórnendaráðgjafi. Hann er með víðtæka reynslu og hefur sinnt stjórnar og stjórnunarstörfum í fyrirtækjum, opinberum stofnunum og félagasamtökum. Stundað kennslu og leiðbeinendastörf, m.a. innan HÍ, HR, í endurmenntun HÍ, einkaskólum, og innan fyrirtækja og félagasamtaka.

Fleiri fréttir og pistlar

Aðalfundur faghópsins um fjölbreytileika og inngildingu

Faghópurinn um fjölbreytileika og inngildingu hélt aðalfund sinn nýlega, þar sem farið var yfir starfsemi síðasta árs, helstu verkefni og framtíðarsýn hópsins. Eitt af helstu tíðindum fundarins var að nýr meðlímur bættist í hópinn - Kara Ásta Magnúsdóttir sem starfar hjá Samgöngustofu sem sérfræðingur, auk þess situr hún í stjórnum Jafnréttisnefndar vinnustaðarins og Kvenréttindafélagsins Íslands (KRFÍ).  Hópurinn fagnar komu Köru Ástu og hlakkar til að njóta framlags hennar í áframhaldandi starfi. 

Stjórn faghópsins var endurkjörin og staðfesti hópurinn áherslur komandi árs, meðal annars á vitundarvakningu, fræðslu og aukna þátttöku  fyrirtækja og stofnana í fjölbreytileika- og inngildingarstarfi. 

Skipan stjórnar er eftirfarandi:

Irina S. Ogurtsova - formaður

Aleksandra Kosimala - Hafnarfjarðarbær

Ágústa H. Gústaðsdóttir - Embætti ríkislögreglustjóra

Freyja Rúnarsdóttir - Hrafnista

Gísli Níels Einarson - Öryggisstjórnun ehf.

Joanna Marcinkowska - Háskóli Íslands

Kara Ásta Magnúsdóttir - Samgöngustofa

Miriam Pétra Ómarsdóttir Awad - Rannís

Monika Waleszczynska - Eykt

Sandra Björk Bjarkadóttir - Samkaup 

Þröstur V. Söring - Hrafnista

Faghópurinn hvetur áhugasama til að taka þátt í starfinu og fylgjast með viðburðum og fræðslu sem framundan eru.

Aðalfundur faghópsins Gæðastjórnun og ISO staðlar starfsárið 2024-2025

Aðalfundur faghópsins Gæðastjórnun og ISO staðlar fyrir starfsárið 2024/2025 var haldinn 5. maí 2025 síðastliðinn.  

Starfsárið 2024-2025

Starfsárið 2024-2025 var gert upp, lærdómar dregnir og farið yfir hugmyndir að viðburðum næsta árs. 

  • Haldnir voru 4 viðburðir á tímabilinu og var heildarfjöldi þátttakenda á þeim 342 sem var aukning frá síðasta tímabili um 49 þátttakendur frá fyrra tímabili. 

  • Meðal NPS (Net Promoter Score) einkunn viðburða var með ágætum eða 49,5. 

  • Það fjölgaði í faghópnum frá síðasta tímabili úr 763 í 818 sem er einkar ánægjulegt. 

 

Stjórnarkjör

Eftirfarandi hættu í stjórn og er þeim þakkað kærlega fyrir vel unnin störf: 

  • Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir - Reykjanesbær.  

  • Eygló Hulda Valdimarsdóttir - HS Veitur hf.   

  • Gná Guðjónsdóttir - Versa Vottun. 

Samþykktir voru þrír nýir stjórnarmenn. Þeir eru:  

  • Anna G. Benediktsdóttir Ahlbrecht - Náttúrufræðistofnun  

  • Telma B. Kristinsdóttir -  Sýni  

  • Þóra Kristín Sigurðardóttir - HSE Consulting 

 

Sigurður Arnar Ólafsson gaf kost á sér áfram sem formaður og var tillagan samþykkt samhljóða. Þetta er þriðja ár Sigurðar sem formaður. 

Stjórn 2025 – 2026 lítur þá þannig út: 

  • Sigurður Arnar Ólafsson - formaður.  

  • Anna Beta Gísladóttir – Ráður ehf.  

  • Anna G. Benediktsdóttir Ahlbrecht - Náttúrufræðistofnun.  

  • Arngrímur Blöndahl - Staðlaráð Íslands.  

  • Einar Bjarnason - Límtré Vírnet ehf.   

  • Telma B. Kristinsdóttir -  Sýni.  

  • Þóra Kristín Sigurðardóttir - HSE Consulting. 


Önnur mál

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar var ákveðin 23. maí næstkomandi en þar verður starf faghópsins næsta tímabil rætt nánar. 

Engin "önnur mál" rædd á fundinum. 

Framtíð framtíðar - Áhugaverður viðburður í London

Laugardaginn 14 júní verður áhugaverðir viðburðir sem sum ykkar gætuð átt kost á að sækja! Yfirskriftin er The Future of the Future. Aðalfyrirlesarar eru Jerome Clenn og Rohit Talwar. Sjá nánari lýsingu hér að neðan:

Here's the link to the event page. There are three separately bookable sessions. The full details are included below. https://www.tickettailor.com/events/fastfuture/1712831

Here are the details:

The Future of the Future - Three Deep Dives With Jerome Glenn and Rohit Talwar
Sat 14 Jun 2025 10:00 AM - 7:00 PM
International Centre for Sustainability, EC3R 8EE

The UK Node of The Millennium Project and Fast Future invite you to take part in this deep dive into the future, with three separately bookable sessions on different aspects of what could lie ahead. 

We are scheduling this event at short notice to take advantage of a flying visit to the UK from Jerome (Jerry) Glenn - the Founder and Executive Director of The Millennium Project (MP) - a highly respected global participatory think-tank. Jerry is widely recognised both as a pioneer of modern day futures thinking and as one of the most prominent thought leaders in the field today. The session will be jointly facilitated by Jerry and Rohit Talwar of Fast Future - Co-chair of the MP's UK Node, who was recently ranked as one of the Top 3 Global Futurists for 2025.

Each session is outlined below. The venue is kindly being hosted by the International Centre for Sustainability in their beautiful City of London venue. Places for each session are strictly limited, so early booking is recommended.

10.00-12.00 - State of the Future 20.0 (£10.00 + £1 Transaction fee)

This session will present and discuss key issues and opportunities for the future of humanity presented in the recently released State of the Future 20.0This is a 500-page magnum opus that provides a broad, detailed, and readable look at the issues and opportunities that could lie ahead, and what we should know today to avoid the worst and achieve the best for the future of civilization. Compiled by The Millennium Project, the study distils insights from countless third party research reports, input from hundreds of futurists and related experts around the world, and 70 of the MP's own futures research reports. The study covers topics ranging from new paradigm thinking on international relations; future issues and management of artificial general intelligence (AGI); future possibilities for the UN and global governance;  work, life, and robots in 2050; and much, much more.

14.00-16.00 - The Future of AI: Issues, Opportunities, and Geopolitical Synergies (£10.00 + £1 Transaction fee)

As Chair of the High-Level AGI Expert Panel of the UN Council of the President of the General Assembly, Jerry will share the latest MP thinking on artificial narrow intelligence (ANI) and AGI and its recommendations for the UN, the current status of global AI governance discussions and strategies, and pending issues. This deep dive discussion will then explore the extraordinary opportunities and catastrophic threats presented by AGI in particular, and how to address them nationally and internationally.

17.00-19.00 - The Future - Where Next? Discussion of the MP's 15 Global Challenges and related futures concepts and methods. (£10.00 + £1 Transaction fee)

The session will start with a brief overview of the MPs work on the current global situation, future prospects, and rapidly evolving challenges. Together we will discuss a broad range of futures concepts (such as current political threats and synergic geo-politics for US-China), and futures research methods (such as how scenarios are misused and how to know if the future is getting better or worse on a global basis).

Book your tickets here:

https://www.tickettailor.com/events/fastfuture/1712831

Dining Options

There are plenty of places nearby to purchase and consume food and drink between sessions. Water will be available in the venue. Our apologies in advance, but one of our conditions of usage is that absolutely no food or drink can be bought into the facility, and anyone doing so will be asked to leave immediately with no refund of their attendance fee and will also receive the sternest look that Rohit can muster at that time.

We will also be holding more informal and reasonably priced dinners with Jerry on Friday June 13th at 7.30pm in Golders Green and on Saturday June 14th at 7.30pm somewhere near the event venue. Please email rohit@fastfuture.com if you'd like to attend one or both of these.

Jerome (Jerry) C. Glenn co-founded and directs The Millennium Project, a leading global participatory think tank with over 70 Nodes around the world. He is assisting the UN Council of Presidents of the General Assembly on its role in governance of AGI. He is author/editor of a forthcoming publication on Global Governance of AGI (De Gruyter), lead author of both the State of the Future 20.0 and Future Work/Tech 2050: Scenarios and Actions, and co-editor with Ted Gordon of Futures Research Methodology 3.0. Jerry has directed over 80 futures research projects and is a member of the IEEE SA P2863 Organizational Governance of AI working group.

Jerry invented the Futures Wheel foresight technique and a range of other concepts including conscious-technology, TransInstitutions, tele-nations, management by understanding, the self-actualization economy, feminine brain drain, and definitions of environmental security and collective Intelligence. He sent his first email in 1973,  wrote about information warfare in the late 1980s, and in the mid-1980s he was instrumental in getting x.25 packet switching in developing countries - which was key to their later getting low-cost access to the Internet. Jerry was instrumental in naming the first Space Shuttle (the Enterprise) and banning the first space weapon (FOBS) in the strategic arms limitations talks (SALT II). He has published over 400 future-oriented articles, been cited 3,810 times (Google Scholar), spoken to over 1000 organizations globally, and written several books (Future Mind, Linking the Future, and co-author of Space Trek: The Endless Migration).

Rohit Talwar was recently ranked in the top three of the Global Gurus Top 30 futurist ratings for 2025. He is the CEO of Fast Future, delivering award-winning keynote speeches, executive education, foresight research, consultancy, and coaching. Rohit has delivered over 2000 speeches, workshops, and consulting assignments for clients in 80+ countries across six continents. He is the co-author and lead editor of nine books and over 50 reports on the emerging future, and appears regularly on TV, webinars, podcasts, and in print media around the world.

Rohit helps clients understand and respond to critical forces and developments shaping the future – ranging from geo-political and economic shifts through to sustainability, ’corporation zero’ thinking, and disruptive technologies such as AI. He has a particular focus on enabling clients to build ‘ready for anything’ leadership mindsets and capabilities so they can embrace disruption and thrive in a complex, fast changing world, and an uncertain future. Rohit is currently completing a major study on harnessing creativity, alternative learning formats, AI, and AGI to deliver exceptional event experiences in the future. His current core research focus is on how AI/AGI could enable the transformation of money and financial services and what this could mean for how we live, work, run businesses, govern nations, manage economies, and help ensure social cohesion.

 

Óvissa og gervigreind flækir tækniráðningar - grein Wall Street Journal

Efnahagsóvissa og vaxandi áhrif gervigreindar hafa gert ráðningarferli í tæknigeiranum erfiðari. Fyrirtæki hika við að ráða nýtt starfsfólk, lengja ráðningarferlið, nýta frekar verktaka eða bíða eftir fullkomnum umsækjendum. Starfsfólk heldur fast í vinnuna af ótta við uppsagnir og reynir að laga sig að nýjum kröfum.

"Janulaitis ... says there has been “shrinkage” in the size of the IT job market and that early-career coders have been hit especially hard because much of what they do can now be done by AI."

Svo segir í nýlegri grein Wall Street Journal:

The ‘Great Hesitation’ That’s Making It Harder to Get a Tech Job
Economic uncertainty and AI are causing employers to think twice about all but the most sterling candidates

https://www.wsj.com/lifestyle/careers/tech-jobs-hiring-artifical-intelligence-35cd66b0


Ný stjórn Stjórnvísi 2025-2026 kosin á aðalfundi í dag.

Á aðalfundi Stjórnvísi sem haldinn var í dag 7. maí 2025 á Nauthól var kosin stjórn félagsins.
Stjórn Stjórnvísi 2025-2026.
Anna Kristín Kristinsdóttir, Engineering Manager Lead, JBT Marel, formaður (2025-2026) 
Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar kosin í stjórn (2022-2026)
Héðinn Jónsson, Chief Product Officer hjá Helix health. (2025-2027)
Ingibjörg Loftsdóttir, sérfræðingur í lýðheilsu og stjórnun, formaður faghóps um Heilsueflandi vinnuumhverfi (2023-2026)
Lilja Gunnarsdóttir, sjálfstætt starfandi markþjálfi og teymisþjálfi kosin í stjórn (2022-2026) 
Matthías Ásgeirsson, Bláa Lónið, stofnandi faghóps um aðstöðustjórnun kosinn í stjórn (2024-2026)
Snorri Páll Sigurðsson, deildarstjóri innkaupastýringar Alvotech, formaður faghóps um innkaupstýringu (2023-2026) 
Tinna Jóhannsdóttir, forstöðumaður markaðsmála og sjálfbærni ON (2025-2027)
Viktor Freyr Hjörleifsson, mannauðssérfræðingur hjá Vegagerðinni. (2025-2027)  

Kosið var í fagráð félagsins.

Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar (2025-2027)
Haraldur Agnar Bjarnason, forstjóri Auðkennis (2025-2027)
Margrét Tryggvadóttir, skemmtanastjóri NOVA (2024-2026)
Sigríður Harðardóttir, mannauðsstjóri Norðuráls (2024-2026)
Sigurður Brynjar Pálsson, forstjóri BYKO (2024-2026)

Kosnir voru tveir skoðunarmenn til 2ja ára á síðasta aðalfundi: 

Sigríður Soffía Sigurðardóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2024-2026)
Hjördís Ýr Ólafsdóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2024-2026)

Dagskrá aðalfundar
Venjuleg aðalfundarstörf:

  1. Kjör fundarstjóra og ritara.
  2. Skýrsla formanns.
  3. Skýrsla framkvæmdastjóra.
  4. Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
  5. Breytingar á lögum félagsins*
  6. Kjör formanns.
  7. Kjör stjórnarmanna til næstu ára
  8. Kjör fagráðs.
  9. Kjör skoðunarmanna reikninga.
  10. Önnur mál.

Breytingar á lögum félagsins*

LÖG STJÓRNVÍSI eru yfirfarin reglulega og voru síðast samþykkt á aðalfundi 6.maí 2020 sjá hér

Eftirfarandi breytingar eru lagðar til á samþykktum félagsins og þær samþykktar einróma.  

2. gr.

Stjórnvísi er félag sem:

• Stuðlar að umbótum í stjórnun íslenskra fyrirtækja með miðlun þekkingar og

reynslu meðal stjórnenda.

• Eflir metnaðarfulla stjórnendur og hjálpar þeim að ná árangri.

 

Breyting:

2. gr. 

Stjórnvísi er félag sem: 

  • Stuðlar að umbótum í stjórnun í íslensku atvinnulífi með miðlun þekkingar og reynslu. 
  • Eflir metnaðarfulla stjórnendur og leiðtoga og hjálpar þeim að ná árangri. 

 

Í fyrirsögn innan samþykkta stendur: ”Félagsmenn”

Breyting:

Félagsaðild

4. gr.

Félagsmenn  skulu greiða árgjald til félagsins sem aðalfundur ákveður fyrir eitt ár í senn.

Breyting:

Félagar skulu greiða árgjald til félagsins sem aðalfundur ákveður fyrir eitt ár í senn.

 

5.gr.

 Í dag:

Til aðal- og aukafunda skal stjórnin auglýsa með þriggja vikna fyrirvara.

Breytist í:

Til aðal- og aukafunda skal stjórnin auglýsa  með þriggja vikna fyrirvara á miðlum Stjórnvísi.

 

Atkvæðarétt hafa fullgildir félagsmenn.

Atkvæðarétt hafa fullgildir félagar

 

6. gr.

Í stjórn Stjórnvísi eru níu stjórnarmenn.

Breytist í: 

Í stjórn Stjórnvísi eru allt að níu stjórnarmenn

  

9. gr.

Fagráð félagsins er kosið á aðalfundi til tveggja ára og skal skipað fimm mönnum úr

háskóla- og atvinnulífinu, jafnt opinbera geiranum sem einkageiranum. Stjórn og

framkvæmdastjóri funda með fagráðinu að lágmarki einu sinni á hverju starfsári.

 

Breytist í:  

Fagráð félagsins er kosið á aðalfundi til tveggja ára og skal skipað fimm  aðilum úr háskóla- og atvinnulífinu, jafnt opinbera geiranum sem einkageiranum. Fulltrúi/ar stjórnar og framkvæmdastjóri funda með fagráðinu að lágmarki einu sinni á hverju starfsári. 

 

Ársreikningurinn verður aðgengilegur á vefsíðu félagsins strax að loknum aðalfundi. Þeir sem óska eftir útprentuðum ársreikningi er bent á að óska eftir því sérstaklega við framkvæmdastjóra félagsins gunnhildur@stjornvisi.is

 

 
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?