Stjórn faghóps um þjónustu og markaðsstjórnun vekur athygli á þessari áhugaverðu ráðstefnu:
Markaðsráðstefnan „Big World, Small Data“ fer fram dagana 6.-7. apríl í Háskólabíói. Fyrri dagurinn verður tileinkaður markaðssetningu áfangastaða (e. place marketing) en seinni daginn mun Martin Lindstrom sem kallaður hefur verið Sherlock Holmes markaðsfræðanna, leiða okkur í allan skilninginn um hversu áhrifarík hin minnstu smáatriði geta verið - og vísar þá í nýjustu metsölubók sína "Small Data: The Tiny Clues That Uncover Huge Trends" sem kemur út núna í febrúar.
Þessi viðburður er hvalreki fyrir íslenskt viðskiptalíf þ.s allir keppast við að vera með puttann á púlsi framtíðarinnar og allir vilja sannfæra fólk um að þeirra vörumerki sé málið. Þau íslensku fyrirtæki og vörumerki sem mæta þennan dag, og tappa inn á þau upplýsinga-auðævi sem Martin Lindstrom framreiðir, munu vera skrefi á undan í sinni stefnumótun í framtíðinni.
Miðasala á midi.is: https://midi.is/atburdir/1/9431/Big_World_Small_Data
Ráðstefnan er unnin í samvinnu við Facebook, FKA, HÍ-MBA, Icelandic Startups og Pipar.
Big World Small Data Markaðsráðstefnan 6. & 7. apríl í Háskólabíói - dagskrá fyrri daginn er frá 9-12 og þar munu tala Adam Stagliano yfirmaður alþjóðlegra herferða hjá TBWA/London, erindi hans snýst um markaðssetningu áfangastaða en herferð sem hann vann fyrir ástralska ferðamálaráðið er kennd við Harvard Business School. Einnig talar Hilde Hammer meðstjórnandi alþjóðasviðs markaðslausna hjá Facebook og Jón Bragi Gíslason stofnandi og framkvæmdastjóri Ghostlamp.
Dagskrá seinni daginn hefst kl. 9 og stendur til 16 en það er heill dagur með Martin Lindstrom, einum helsta vörumerkjasérfræðing heims - en hann talaði á Why We Buy ráðstefnunni sem Ysland hélt haustið 2014 og sló eftirminnilega í gegn hjá viðstöddum - svo sannarlega langbesti og skemmtilegasti erlendi fyrirlesari sem komið hefur hingað til lands. Martin er á lista TIME Magazine yfir 50 framsýnustu hugsuði heims og kalla hann "Sherlock Holmes nútímans" en þekktustu vörumerki heims ráða hann í vinnu til að lesa í fólk um allan heim og þannig ráða í kauphegðun, neysluvenjur og ákvarðanatöku og með þessar gríðarlegu verðmætu upplýsingar hefur hann teiknað upp vegvísi fyrir vörumerki 21.aldarinnar.
Ráðstefnan er unnin í náinni samvinnu við FKA, Icelandic Startups, HÍ-MBA og Pipar.
Martin Lindstrom útskýrir Small Data: https://www.youtube.com/watch?v=g_TJc2NctsI
Með kærri kveðju.
Stjórn faghóps um þjónustu-og markaðsstjórnun