Faghópur um þjónustu og markaðsstjórnun hélt í morgun vel sóttan fund í HR þar sem á annað hundrað manns mættu. Tveir frábærir fyrirlesarar fluttu erindi. Sesselía Birgisdóttir var fyrri fyrirlesari dagsins. Hún hefur mikla reynslu af sölu- og markaðsmálum, þá sérstaklega er viðkemur stafrænum heimi sem tekur sífelldum breytingum. Hún hefur hvað lengst starfað í Svíþjóð og er nú forstöðumaður markaðsmála og stafrænnar miðlunar hjá Advania.
Sesselía nefndi Richard Branson og Oprah Winfrey sem dæmi um fólk sem hefur markaðssett sig sjálft sem vörumerki. Þessir einstaklingar vita sannarlega fyrir hvað þeir standa og einnig var nefnd Sólrún Diego öflugt íslenskt persónulegt vörumerki. En hvernig byggir hver og einn upp vörumerki? Það er allt sem þú segir og allt sem þú gerir. Ekki nóg er að lofa, segja og gera þú verður líka að standa við það sem þú segir. En hvernig kortleggur þú þig? Inni í kjarnanum þarftu að byrja að kjarna gildin þín t.d. hugrekki, framtíðarsýn, kraft og samvinnu. Síðan er að kortleggja hæfni sína t.d. stjórnandi, stafræn þekking, markaðs-og sölumál og breytingar. Miklu máli skiptir að geta skilgreint hæfni sína. Hvernig rökstyður þú að þú hafir þessa styrkleika og af hverju þú ert góður í þessu. Síðan er það persónuleiki þinn sem vörumerki t.d. hvort þú sért ræðin, áskorandi, fagleg og heiðarleg. Persónuleikinn er ekki sá sami í vinnu og heima hjá þér. Markaðsfræðingar sem vinna með stór og lítil vörumerki horfa mikið á þetta. Þegar þú ert búinn að fara yfir þessi atriði og kortleggja fyrir hvað þú stendur fyrir verður allt svo miklu einfaldara. Það er líka mikilvægt að vita hvað aðrir eru að gera. Það er mikilvægt að þekkja samkeppnina og sjá hvað aðgreinir okkur, hvernig við erum öðruvísi. Á hvað leggjum við áherslu? Að hafa gaman t.d. sem stjórnandi. Þegar þú ert búinn að kortleggja þig þarftu að láta vita? Hvaða miðil áttu að velja þér? Sólrún segir það engu máli skipta, en gott er að leita hvar væntanlegir viðskiptavinir eru og vera þar. Vertu stöðugur eftir að þú ert búinn að velja, ekki vera „suð“. Útgáfuplan er mikilvægt settu upp lista yfir hvað þú ætlar að gera í mars, apríl, maí júní, júlí …. En hvernig gengur manni? Taktu saman hvar þú ert að miðla, er það tengt þínum kjarna? Svo er bara að þora að lyfta lampanum upp og láta ljós sitt skína.
Seinni fyrirlesarinn Andrés Jónsson er eigandi almannatengslafyrirtækisins Góð samskipti. Hann hefur starfað í almannatengslum undanfarin 15 ár en vann áður sem kynningarstjóri B&L og í fjölmiðlum. Andrés sérhæfir sig í krísustjórnun og stefnumótun. Hann hefur unnið fyrir fjölmörg stórfyrirtæki, stofnanir og ráðuneyti sem og einstaklinga, og haldið mörg námskeið og fyrirlestra um almannatengsl, krísustjórnun, starfsferilsstjórnun og ræktun tengsla jafnt innan fyrirtækja sem og í háskólum landsins. Undanfarin ár hefur Andrés verið stundakennari við MBA-nám Háskóla Íslands.
Andrés byrjaði á léttu nótunum með því að segja að til að gera sig sýnilegan þá væri t.d. hægt að spyrja spurninga á fyrirlestri, þá tækju allir eftir manni. Varðandi tól þá er mikilvægt að vinna ákveðna vinnu eins og: SVÓT, fara í gilda vinnu, skoða áreiðanleika og væntingar, top of mind, share of voice, stuttur söluferill, langur söluferill. Skrifaðu greinar a.m.k. fjórar á ári þannig að fólk fari að taka eftir þér. Auðveldasta spurningin sem maður getur spurt sig er hvort þú sért einhvers staðar að segja „NEI“. Mikilvægt er að tengjast fólki með svipuð áhugamál og þú ert með sjálfur. Einnig að skrá niður hjá sér góðar hugmyndir og að greina eigin ímynd. Andrés hittir mjög oft fólk sem gerir sér enga grein fyrir hvað það er klárt og getur. Sumir eru t.d. alltaf að sýna hvað þeir eru klárir með því að setja fram djúpar kenningar og mjög oft er það vegna minnimáttarkenndar á skorti á menntun. Flestir eru með flotta sögu. Mikilvægt er að segja sína sögu án nokkurra afsakana. Yfirleitt er fólk komið miklu lengra en það heldur. Small talk: veðrið – en af hverju segirðu ekki eitthvað áhugavert sem eru skilaboð til markaðarins um hvernig þér gengur. Andrés lendir oft í því að hann er spurður um stjórnmál vegna þess að stjórnmál eru ímyndin hans. Læturðu fólk vita eitthvað áhugavert um þig. Hugsaðu um hvað þú hefur ástríðu fyrir sem þú getur miðlað til annarra. Komdu á framfæri því sem þú þekkir. Málið er að við kunnum þetta öll. Þegar fólk missir vinnuna eða skilur þá fer allt í gang sem við ættum að gera alla jafna. Flestir vanrækja sjálfsvinnuna sína. Sýnileiki í raunheimi er mikilvægur. T.d. hvað gerist í lyftum. Bandaríkjamenn spjalla saman en við gerum það ekki. Leyfðu þér að þora að spjalla. Lykillinn að vel heppnuðum stað eins og SNAPS er að þar sjáum við alla. Fólk skynjar hvort þú sért á góðum eða vondum stað. Vertu alltaf að miðla. Gerðu eitthvað, mættu einhvers staðar, hafðu áhuga á einhverju og miðlaðu því. Allt sem þú segir um fólk á netinu ratar til þess. Okkur líkar betur við fólk sem við sjáum oftar. Mættu óboðinn þar sem þig langar til að mæta því það er enginn í hurðinni. En öll athygli er ekki sama og góð athygli. Ólafur Arnalds er mjög góður í að kynna sig og segja frá því hvað hann er að gera. Besta hrósið er að hrósa öðrum. Steinar Þór Ólafsson skrifar um (jafnvægi einkalífs og vinnu). Sævar Ingi Bragason er einnig með góða ímynd talar um umhverfismál. Tengslamyndun skiptir máli. Öll tækifæri koma í gegnum tengsl og ekkert gerist án tengsla.