Stjórn faghóps um þjónustu-og markaðsstjórnun vekur athygli félaga á fríu niðurhali af ritinu "Þjónustugæði-samkeppnisforskot og velgengni". Þjónusta verður æ mikilvægari til að skapa samkeppnisforskot. Ýmsar aðferðir eru notaðar til þess að hanna og meta þjónustu. Flestar eiga þær það sammerkt að lagt er mat á það sem skiptir máli út frá sjónarhóli þeirra sem upplifa þjónustuna og/eða starfsfólksins. Í þessu riti er fjallað um mikilvæga þætti í þjónusta, mælingar ferilgreiningu (service blueprint) sem sýnir myndrænt allt ferlið o.fl. Höfundur ritsins er Margrét Reynisdóttir.