Morgunfundur um stafræna markaðssetningu

Faghópur Stjórnvísi um Þjónustu- og markaðsstjórnun hélt  morgunverðarfund í samstarfi við WebMo Design um stafræna markaðssetningu með áherslu á samfélagsmiðla í OR í morgun. Á fundinum var fjallað um margt af því helsta sem er að gerast í stafrænni markaðssetningu s.s. mikilvægi stefnu, áhrifavalda, myndbandamarkaðssetningu og hvort hefðbundnir miðlar séu að lognast út af.

Sverrir Helgason, markaðsstjóri WebMo Design og sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu var fyrsti fyrirlesari dagsins.  Hans erindi fjallaði um „Mikilvægi stefnu og áætlunar í stafrænni markaðssetningu.  Við mörkun stefnu í stafrænni markaðssetningu er mikilvægt að gæta að eftirfarandi: 1.Markmið 2. Val á miðlum 3. Tónn og skilaboð 4. Markhópar 5.Lífrænt efni vs kostað efni. Mikilvægt er að allt efni sé samþykkt af viðskiptavininum. Birtingarplanið auðveldar mælingar og skipulag. 

Hvað eru staðbundnir áhrifavaldar (e. Hyperlocal Influencer) og hvað gerir þá öðruvísi en hefðbundna áhrifavalda? - Andri Birgisson CTO/Digital Overlord & Problem Wrangler hjá Ghostlamp hélt erindi um þetta áhugaverða málefni.  Fólk er farið að hafa áhrif á hugsanlega kauphegðun annarra.  Hvað er það sem hefur áhrif án þess að fólk þekkist.  Það sem við eigum sameiginlegt er það sem sameinar okkur og sameining skapar traust.  Við eigum sameiginlegt að vera af sama þjóðerni, erum á svipuðum aldri, líklega skyldleiki í 7 ættlið og a.m.k. tvo eða þrjá sameiginlega fb vini. En treystum við t.d. strætóskýlum?  Eða treystirðu frekar frænda þínum?  En hvers virði ert þú sem áhrifavaldur? Þar eru skoðaðir ákveðnir þættir eins og t.d. hversu virkur ertu, hversu marga fylgjendur ertu með, hversu mikið „engagement“ færðu á efnið þitt í hlutfalli við fylgjendur, kyn, aldur, almenn staðsetning, tungumál og áhugamál.  Ghostlamp getur greint hversu mikill áhrifavaldur hver og einn er og hægt að meta viðkomandi eftir því.  Hugsanlega eru áhrifavaldar stærsti fjölmiðill í heimi í dag og hann er nýr miðill.

Myndbandamarkaðssetning - hvað er að gerast og hver er þróunin?   Stefán Atli Rúnarsson sölu- og markaðsstjóri KALT sagði í erindi sínu að helsti kosturinn við samfélagsmiðla myndbönd væri sá að það eru mismunandi sölupunktar eftir mismunandi markhópum.  Andstæðan við samfélagsmiðlamyndbönd eru sjónvarpsauglýsingar því þær eru eins fyrir alla.  Kosturinn við 6 sek auglýsingar er sá að ekki er hægt að slökkva á þeim því þær eru svo stuttar.  Allt of fá fyrirtæki á Íslandi eru að nýta sér það.  Framtíðin liggur í stuttum myndböndum þar sem sama varan er með 5 til 6 sölupunkta í mismunandi myndböndum.  Kalt hefur framleitt fyrir t.d. Kjörís, Toyota, Nova o.fl.

Eru birtingar í hefðbundnum miðlum að lognast út af? Þórmundur Bergsson, framkvæmdastjóri MediaCom sagði að svarið við því væri NEI, en það eru blikur á lofti þá sérstaklega í prenti sem á undir högg að sækja.  Stjórnarformaður NYT heldur að hægt verði að prenta blaðið í ca 10 ár í viðbót.  Mjög skýr skipti eru í prenti milli hópa og þar skiptir aldurinn öllu.  Unga fólkið er hætt að lesa dagblöð.  Fréttablaðslestur byrjar um 35 ára aldur og Mbl 55 ára.  Nú er það vefurinn sem er að taka yfir.  Mikill samdráttur er í lestri og hann er aðallega hjá ungu fólki.  Það er stemning fyrir vefmiðlum en ekki lengur fyrir prentuðum miðlum. 

 

 

Um viðburðinn

Morgunfundur um stafræna markaðssetningu

Faghópur Stjórnvísi um Þjónustu- og markaðsstjórnun heldur morgunverðarfund í samstarfi við WebMo Design um stafræna markaðssetningu með áherslu á samfélagsmiðla.

 

Á fundinum verður fjallað um margt að því helsta sem er að gerast í stafrænni markaðssetningu s.s. mikilvægi stefnu, áhrifavalda, myndbandamarkaðssetningu og hvort hefðbundnir miðlar séu að lognast út af.

 

Dagskrá

8:45-9:00 Morgunkaffi og með því

9:00 - 9:20 Mikilvægi stefnu og áætlunar í stafrænni markaðssetningu - Sverrir Helgason, markaðsstjóri WebMo Design og sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu

9:20-9:40 Hvað eru staðbundnir áhrifavaldar (e. Hyperlocal Influencer) og hvað gerir þá öðruvísi en hefðbundna áhrifavalda? - Andri Birgisson CTO/Digital Overlord & Problem Wrangler hjá Ghostlamp

9:40-10:00 Myndbandamarkaðssetning - hvað er að gerast og hver er þróunin? Ingi Þór Bauer, framleiðslustjóri KALT / Stefán Atli Rúnarsson sölu- og markaðsstjóri KALT

10:00-10:20 Eru birtingar í hefðbundnum miðlum að lognast út af? Þórmundur Bergsson, framkvæmdastjóri MediaCom

 

Fundurinn er ætlaður fyrir alla sem hafa áhuga á markaðsmálum og stafrænum viðskiptum.

Boðið verður upp á kaffi og morgunhressingu.

Hlökkum til að sjá þig.

 

Fleiri fréttir og pistlar

Nýtt o3 gervigreindarmódel frá OpenAI rýfur mörk greindarskala

Næstum því ótrúlegur endir á hröðu gervigreindarári. Ný sería af gervigreindarmódelum frá OpenAI, o3, virðist geta leyst flest huglæg verkefni betur en bestu mannlegu sérfræðingar á hverju sviði - og er með þekkingu flestra sérfræðinga á flestum sviðum!

Þessar breytingar eru fyrst að gerast rólega eins og á árinu sem er að líða, en síðan munu þessar breytingar gerast mjög hratt, kannski of hratt. Skapandi gervigreind er þegar farin að breyta heiminum og mun halda áfram að hafa mikil áhrif, bæði með jákvæðum afleiðingum og með því að skapa krefjandi áskoranir fyrir samfélög, fyrirtæki og stjórnvöld.

https://x.com/OpenAI/status/1870186518230511844

https://www.wired.com/story/openai-o3-reasoning-model-google-gemini/


https://x.com/fchollet/status/1870169764762710376
 


https://arcprize.org/blog/oai-o3-pub-breakthrough

Jólakveðja Stjórnvísi 2024

Stjórn Stjórnvísi óskar þér og fjölskyldu þinni gleðilegra jóla.  Við þökkum samstarfið á árinu og hlökkum til að takast á við ný og spennandi verkefni með þér á komandi ári.

Stjórn og framkvæmdastjóri Stjórnvísi.

Anna Kristín Kristinsdóttir, Auður Daníelsdóttir, Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri, Haraldur Bjarnason,  Ingibjörg Loftsdóttir, Laufey Guðmundsdóttir, Lilja Gunnarsdóttir, Matthías Ásgeirsson, Snorri Páll Sigurðsson og Stefán Hrafn Hagalín

Pallborðsumræður frá ráðstefnunni í Dubai -

Hér eru vefslóðir frá pallborðsumræðunum á árlegri ráðstefnu sem Dubai Future Forum hélt fyrr í mániðnum. Gæti verið áhugavert að renna yfir efnið og vakta áhugaverð atriði:

 https://www.youtube.com/live/b6lguB_vpjs?si=pgePVUxGSHOKdvvc 

 https://www.youtube.com/live/frI9bJSE3ME?si=5ezTPte5DBUC6fMK

Diversity and Inclusion in the Workplace: Disability Inclusion

Join us for an insightful panel discussion on Disability Inclusion, ahead of the International Day of Persons with Disabilities. We will explore the challenges and systemic barriers faced by people with disabilities, and the collective action needed to dismantle them, while identifying opportunities and solutions for creating truly inclusive and equitable spaces—both in the workplace and society at large. We will cover key areas such as:

Faghópur Öryggishóps Stjórnvísi vekur athygli á viðburði

Sjóvá býður til morgunverðarfundar um heita vinnu á Hótel Reykjavík Natura 20. nóvember kl. 9-11 🔥
Morgunverður í boði frá kl. 8:30.

Síðustu misseri hafa komið upp alvarlegir brunar bæði hér á landi og erlendis á bygginga- og framkvæmdasvæðum. Því miður eru brunar tengdir logavinnu of algengir og því vert að spyrja hvort eitthvað megi betur fara í þeim efnum? 

Við fáum til liðs við okkur sérfræðinga á sviði bruna- og tryggingamála sem verða með áhugaverð erindi um málefnið, sjá nánari upplýsingar í meðfylgjandi auglýsingu.

Það gleður okkur sérstaklega að fá Piu Ljunggren, sérfræðing hjá Brandskyddsföreningen (Eldvarnaeftirlitinu í Svíþjóð) til liðs við okkur en hún verður með spennandi erindi um þeirra reynslu.

Brandskyddsföreningen býður upp á þjálfun og vottun fyrir aðila sem fást við heita vinnu á fimm tungumálum víðs vegar um Svíþjóð og hefur þetta fyrirkomulag verið þar við lýði í yfir þrjá áratugi, eða allt frá árinu 1990.

Áhugasöm eru vinsamlega beðin um að skrá mætingu með því að smella á eftirfarandi tengil: Morgunfundur um heita vinnu - Sjóvá

Takmarkaður sætafjöldi, hlökkum til að sjá þig!

 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?