The Engine og Kynnisferðir kynna árangur í markaðssetningu á netinu.

Faghópur um þjónustu-og markaðsstjórnun hélt fund í Kynnisferðum þar sem kynnt voru þau gögn sem unnið er með í dag.  Það voru aðilar frá Kynnisferðum og The Engine sem héltu erindi.  

Ari hefur starfað við stafræna markaðssetningu síðustu 10 árin og unnið fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum landsins. Hann stofnaði fyrirtækið Netráðgjöf árið 2007 og hefur haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra um stafræna markaðssetningu fyrir fyrirtæki og stofnanir. Hann starfaði einnig hjá TM software og sem framkvæmdastóri hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Reykjavík Sailors. Ari starfar nú sem sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu hjá Reykjavík Excursions.
The Engine er opinber samstarfsaðili Google eða „Premier Google Partner“.og er eina fyrirtækið á Íslandi sem hefur hlotnast þessi nafnbót. Þeir hafa stýrt herferðum fyrir fyrirtæki eins og Orange, Diadora, Santander, Sparibanken, Wow Air, Reykjavik Excursions, Arion Banka og Blue Car Rental svo nokkur séu nefnd.


Ari sagðist alltaf byrja á að einfalda hlutina og setja sig í spor viðskiptavinarins.  Hvar byrjar þetta, t.d. í ferðaiðnaðinum, viðskiptavinurinn á sér draum.  Mikilvægt er að ná viðskiptavininum sem allra fyrst.  Ferlið er Draumur – gagnaöflun – bókun – upplifun.  Mikilvægt er að á heimasíðunni séu öll þau tæki sem næla í viðskiptavininn.  Samkeppnisaðilinn getur boðið ódýrara verð og náð honum af okkur þó svo við séum að elta hann.  Helsta áskorunin er að þegar viðskiptavinurinn er búinn að bíta á þá sleppi hann ekki annað.  Upplifunin er ekki síður mikilvæg því viðskiptavinurinn deilir sinni upplifun af draumnum til næsta manns og þannig endurtekur ferlið sig aftur og aftur og aftur.  Ari heimsótti Google í Dublin.  50% af allri umferð kemur í dag í gegnum mobile, svo kölluð micro moment.  Micro moment dagsins eru eftirfarandi: þú vaknar, kíkir á símann, dagatalið og facebook.  Þá kíkirðu á fréttir, facebook, uber, gmail, app og heimasíðu Google.  Alltaf er verið að kíkja á símann og því er alltaf mobile fyrst eða annað sem við erum með.  Við erum með gríðarlega margar snertingar á símanum. En nú þekkjum við alla miðla en hvaða gögn er hægt að taka út til að búa til markhóp til að auglýsa til? Landfræðilegar, kyn, aldur, tungumál, vefsíður, áhugamál of.l.  Í dag er engin afsökun til að þekkja ekki og hafa ákveðinn markhóp.  Í dag er markhópurinn svo stór.  Frá fyrstu snertingu getur tekið 13 daga og 14 klst. að breyta gest í viðskiptavin.  Flestar heimsóknir á síðuna eru á mánudögum og þriðjudögum á milli 14:00-20:00.  63% þeirra sem bóka eru konur og 10x dýrara að sækja á 65 ára og eldri.  En hvernig notum við öll þessi gögn í markaðsstarfi.  Frábært að deila upplifun viðskiptavininn því hann hefur áhrif á draum næsta viðskiptavinar.  Framleiddir eru yfir 200 borðar á ári og 1-2 blogg á viku.  Án þeirra er allt gagnslaust því þú verður að birtast viðskiptavininum í máli og myndum.  Mikilvægasta atriðið er að geta sýnt að öll þessi vinna skili sér til baka í mælingu en mælingin er að það fór x peningur út og inn kom x.   Við verðum að vita heilt yfir hvernig okkur er að ganga með mælingum.  Keyptir eru x margir smellir og x margir viðskiptavinir koma út. 

Í dag er auðvelt að sjá hve mikil fjárfesting fer í að ná í viðskiptavin.  Kynnisferðir skiptir við AdRoll, þeir gefa út hvað greitt er fyrir að ná í hvern viðskiptavin.  Borgað er fyrir hvern sem bókar Gullna hringinn 1,07 dollar til þeirra. 

The Engine er hópur sérfræðinga með ástríðu fyrir markaðssetningu á netinu.  Þeir eru ekki auglýsingastofa og vinna eingöngu í online marketing.  Þeir keyra auglýsingar fyrir 3200 milljónir á árinu og skaffa sínum viðskiptavinum eins miklar tekjur og möguleiki er.  Þeir koma að ráðgjöf og stefnumótun, þeir eru á samfélagsmiðlum og í greiningum.  Þeir hafa samband við bloggara og fréttamenn til að fá umfjöllun til að skapa umfjöllun.  Síðan er það hin lífræna umferð.  Fyrsta sem gert er þegar viðskiptavinur kemur inn er að skoða ytri gögn, nota google analytics o.fl.  ytri gögnin eru síðan nýtt og þá byrja rannsóknir og gagnaöflun, búnir eru til markhópar og viðskiptavin sem er erkitýpa  fyrir viðkomandi fyrirtæki.  Hvar ætlum við að birtast?  Og að lokun er gerð áætlun.  Greining – rannsóknir og gagnaöflun – strategia og skipulag – vöktun og bestun.

Í greiningu:  þá er tekin núverandi staða sem er oft núll punktur.  Screaming frog er notað til að sjá hvernig leitarvélar finna vefsíðu fyrirtækisins, þar eru greindar villur í síðunni.  Þetta forrit sækir allar upplýsingar sem eru tæknilegar og notað í fyrstu til að greina hvað er að. Search Console er mikilvægara en Google Analytics því þarna er hægt að sjá hvaða leitarorð fólk notar til að fara á ykkar vef.  Þetta tól sýnir raunverulega hvað er að gerast  Hotjar sýnir frá hvaða vafra fyrirtækið kom frá hvar viðskiptavinurinn er að smella og af hverju fer hann af síðunni.  Þetta er allt hægt að skoða, allt er jafnvel vel gert en einhver lítil smávilla veldur því að viðskiptavinurinn fer.  Semrush er frábært tól til að vakta og skoða rankings, til að leita að villum, greina villur.  Sérstaklega til að skanna og leita að villum.  Moz er mikið notað til að greina linka, slæmir linkar geta látið vefinn hrynja.  Linkar eru eins og atkvæði fyrir Goggle.  Mikilvægasta í algorithma google eru linkar. Og mikilvægt er að láta greina hvaða linka viðskiptavinurinn er að nota.  Veður hefur ótrúlegustu áhrif á kauphegðun.  Þá er keyrður ákveðinn hugbúnaður til að keyra sértækar auglýsingar á viðskiptavininn.  T.d. eru keyrðar bílaþvottaauglýsingar 1 klst. eftir rigningu á vesturströnd Ameríku.

Rannsóknir og gagnaöflun: leitarorðagreining er mikilvæg.  Í október leituðu 2,2milljónir manna að „Iceland“, „Visiting Icleand“ 12.100, „Tours in Iceland“74.000.  Consumer Barometer er einnig mikilvægt tól og er eitt öflugasta markaðstól sem til er.  Hægt er að velja tól, þar sést hver er að nota hvaða tól t.d. hve margir eru að nota símann á sama tíma og sjónvarp, hvenær er keypt á netinu og á hvaða tíma.  Google Trends er einnig mjög áhugavert tól.  Þar sjást kúrfur, þar sést hvað fólk er aðallega að leita að sem er einnig að leita að Ísland. 

Varðandi innri gögn frá Google.  Í innri gögnum viðskiptavina eru skoðuðu innri gögn viðskiptavina. Strategía og skipulag:  Mikilvægt er að setja sér markmið sem eru sölumarkmið, heimsóknir á vefinn.  Farið er yfir skilaboðin, texti sem birtist, myndræn framsetning, video, samræmt er hvað er verið að segja og hvernig.  Mismunandi skilaboð til mismunandi aldurs.  Sjá Íslandsstofu.  Margir eru bara að gera eitthvað. Ekkert er gert nema hægt sé að trakka hlutina, mikilvægast er að sjá hve miklu er eytt og hve mikið kemur inn á móti.  Mikilvægt er að skrifa greinar og blogg og frá þeirri frétt eru skrifaðar fréttir af blaðamönnum.  Þetta er gert til að ná aukinni umfjöllun.  Því stærri sem viðskiptavinurinn er því mikilvægara að halda vel utan um í hvað hver einasta króna er að fara í.

Virkjun herferða: Google Analytics er gríðarlega öflugt tól.  Inn í „interest“ er market þar er búið að setja þig inn í ákveðinn markað.  Þegar þú ferð út þá sendir Google þér upplýsingar um það.  Ef þú leitar á netinu færðu strax auglýsingar í framhaldi.  Þegar þú ferð til útlanda og leitar að bílaleigubíl þá færðu upplýsingar um leið og þú lendir.   Það eru meira að segja til tól sem greina hvort umræða er jákvæð eða neikvæð.  Brand Survey er keyrð með Youtube og tilheyrir Google.  Það er með ólíkindum hve mikið er hægt að greina og skoða á netinu.   

Um viðburðinn

Árangur í markaðssetningu á netinu í ferðaþjónustu

Ari Steinarsson sérfræðingur í markaðssetningu á netinu og The Engine halda erindi um markaðssetning á netinu, hvaða gögn er unnið með ásamt því hvernig fólk þarf í teymið.

Viðburðurinn miðar að ferðaþjónustu en á sannarlega við um alla þá sem stunda stafræna markaðssetningu. 

Ari hefur starfað við stafræna markaðssetningu síðustu 10 árin og unnið fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum landsins. Hann stofnaði fyrirtækið Netráðgjöf árið 2007 og hefur haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra um stafræna markaðssetningu fyrir fyrirtæki og stofnanir. Hann starfaði einnig hjá TM software og sem framkvæmdastóri hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Reykjavík Sailors. Ari starfar nú sem sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu hjá Reykjavík Excursions.

The Engine er opinber samstarfsaðili Google eða „Premier Google Partner“.og er eina fyrirtækið á Íslandi sem hefur hlotnast þessi nafnbót. Þeir hafa stýrt herferðum fyrir fyrirtæki eins og Orange, Diadora, Santander, Sparibanken, Wow Air, Reykjavik Excursions, Arion Banka og Blue Car Rental svo nokkur séu nefnd.

Húsið opnar kl. 8:15 og fyrirlestur hefst stundvíslega kl. 08:30.

Fleiri fréttir og pistlar

Diversity and Inclusion in the Workplace: Disability Inclusion

Join us for an insightful panel discussion on Disability Inclusion, ahead of the International Day of Persons with Disabilities. We will explore the challenges and systemic barriers faced by people with disabilities, and the collective action needed to dismantle them, while identifying opportunities and solutions for creating truly inclusive and equitable spaces—both in the workplace and society at large. We will cover key areas such as:

Faghópur Öryggishóps Stjórnvísi vekur athygli á viðburði

Sjóvá býður til morgunverðarfundar um heita vinnu á Hótel Reykjavík Natura 20. nóvember kl. 9-11 🔥
Morgunverður í boði frá kl. 8:30.

Síðustu misseri hafa komið upp alvarlegir brunar bæði hér á landi og erlendis á bygginga- og framkvæmdasvæðum. Því miður eru brunar tengdir logavinnu of algengir og því vert að spyrja hvort eitthvað megi betur fara í þeim efnum? 

Við fáum til liðs við okkur sérfræðinga á sviði bruna- og tryggingamála sem verða með áhugaverð erindi um málefnið, sjá nánari upplýsingar í meðfylgjandi auglýsingu.

Það gleður okkur sérstaklega að fá Piu Ljunggren, sérfræðing hjá Brandskyddsföreningen (Eldvarnaeftirlitinu í Svíþjóð) til liðs við okkur en hún verður með spennandi erindi um þeirra reynslu.

Brandskyddsföreningen býður upp á þjálfun og vottun fyrir aðila sem fást við heita vinnu á fimm tungumálum víðs vegar um Svíþjóð og hefur þetta fyrirkomulag verið þar við lýði í yfir þrjá áratugi, eða allt frá árinu 1990.

Áhugasöm eru vinsamlega beðin um að skrá mætingu með því að smella á eftirfarandi tengil: Morgunfundur um heita vinnu - Sjóvá

Takmarkaður sætafjöldi, hlökkum til að sjá þig!

 

 

Certificate in Diversity Equity and Inclusion (DEI) from Institute of Sustainability Studies

Explore how to integrate DEI into your organisation’s sustainability efforts. Enroll today to acquire data-driven strategies to enhance decision-making and foster an inclusive, equitable, and sustainable business.

Participants will gain a deep understanding of DEI strategies, data-driven approaches, and effective communication techniques. By mastering these skills, organisations can enhance employee engagement, drive innovation, and ensure long-term success. 

Það var vel tekið á móti Stjórnvísifélögum í Starfsafli í morgun í Húsi Atvinnulífsins

Stjórnvísifélagar heimsóttu í dag Starfsafl í Húsi Atvinnulífsins. Það var framkvæmdastjóri Starfsafls Lísbet Einarsdóttir sem tók vel á móti félögum. Í dag eru 2000 fyrirtæki með aðild að SA, 80% fyrirtækjanna eru með 50 starfsmenn eða færri.  Árið 2023 fóru 452 milljónir í styrki til fyrirtækja og einstaklinga. Sjö fræðslusjóðir reka saman vefgáttina Áttan. Með launatengdum gjödum er greitt í sjóðina.  Stéttafélögin afhenda til eindtaklinga og Starfsafl til fyrirtækja.  Öll fyrirtæki eiga rétt á allt að 3milljóna á ári.  Fyrirtæki eiga að styrkja starfsmenn líka til náms.  Lísbet tók dæmi um ávöxtun  hjá fyrirtæki. Fyrirtækið greiddi í iðgjöld 1.276.384 og fékk greidda styrki að upphæð 2.330.60.-  82,5%  ávöxtun. Sum fyrirtæki taka aldrei neitt út úr sjóðnum heldur greiða sjálf alla fræðslu. Væntanlega þekkja mörg fyrirtæki ekki til Starfsafls.  Í fræðslustefnu fyrirtækja  er mikilvægt að komi fram að fyrirtækið greiði fyrir sitt starfsfólk alla starfstengda fræðslu sem haldin er að frumkvæði fyrirtækisins.  Hægt er að óska eftir styrk eða greiðslu vegna eftirfarandi: Náms sem tengist starfstengdum réttindum, s.s. vinnuvéla-og meirapróf, náms sem tengist viðhaldi og endurnýjun á starfstengdum réttindum, námi í íslensku fyrir starfsfólk af erlendum uppruna, annað starfstengt nám sem sýnt er að þörf sé á.  Starfsfólk sem verið hefur í starfi lengur en 12 mánuði getur óskað eftir styrk vegna starfstengts náms sem stundað er utan vinnu en getur talist til starfsþróunar. 

Mikilvægt er að fara í fræðslugreiningu, hvað vantar okkur? Greina núverandi þarfir, horfa til framtíðar, kanna vilja og þarfir stjórnenda og starfsfólks, hver er óska staðan og hvernig komumst við þangað?

Skv. Cranet á starfsmaðurinn oftast frumkvæði að þeirra fræðslu sem er nauðsynleg. Fyrirtæki þurfa að huga að því hvaða fræðslu þurfi til að fyrirtækið sé starfshæft í framtíðinni og hvaða endurmenntun er nauðsynleg t.d. til að endurnýja og viðhalda réttindum. Huga þarf einnig að störfum morgundagsins og hafa fræðslu í takt við það. Atvinnurekandinn ber ábyrgð á vinnuvernd andlegri og líkamlegri.  Öryggis- og brunavarnir eru mikilvægar, fagtengd fræðsla, starfstengd fræðsla, stjórnun/ liðsheild, samskipti, inngilding, einelti á vinnstað o.fl.

Í fræðsluáætlun þarf að forgagnsraða þörfumm, finna hentuga fræðslu og fræðsluleiðir, setja upp áætlun með kostnaði og styrkjum og skilgreina verkferla.  Fyrirtæki eiga að athuga með hvað fer á bókhaldslykilinn ”fræðsla” og fá bókarann eða þann sem er ábyrgur til að sækja um styrki.  

 

 

 

Gervigreind og stefnumótun - “Frá óvissu til árangurs - Skýr hugsun og listin að taka betri ákvarðanir”

Faghópur um stefnumótun og árangursmat hélt í morgun áhugaverðan fund í Innovation House. Á fundinum fjallaði Þorsteinn Siglaugsson um röklegt umbótaferli og las valda kafla úr bók sinni „Frá óvissu til árangurs: Skýr hugsun og listin að taka betri ákvarðanir“ sem er nýkomin út á vegum Mjaldurs útgáfu. Þorsteinn er vottaður sérfræðingur í röklegu umbótaferli og hefur um árabil starfað við ráðgjöf og þjálfun stjórnenda og sérfræðinga í aðferðafræðinni, sem á rætur að rekja til Dr. Eliyahu M. Goldratt höfundar metsölubókarinnar „The Goal“ sem haft hefur mikil áhrif á stjórnun fyrirtækja allt frá því á níunda áratug síðustu aldar. 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?