Af hverju er Facebook spennandi? FB er gríðarlega góður vettvangur til að ná sambandi við Íslendinga segir Ómar Örn Jónsson. framkvæmdastjóri markaðssvið Öryggismiðstöðvarinnar. Hlutfall kvenna og karla er nokkurn veginn það sama á FB. Þegar skoðaðar eru best sóttu síður Íslands er Facebook í 1.sæti og Google í öðru sæti, Markaðsfólk verður að skoða þetta. En hver vill vera vinur Öryggismiðstöðvarinnar? Fyrirtækið ákvað að byrja rólega, fara reglulega inn og pósta inn, skipuleggja starfið og ákveða hvernig hægt er að leyfa sér ýmislegt á Facebook sem þú leyfir þér ekki annars staðar. Öryggismiðstöðin póstar t.d. mikað um öryggismál, t.d. neyðarnúmerið 112 og vísa í aðrar fréttir . Frábært fyrir viðskiptavini, þú ert nær þeim. Byrjuðu 10.mars 2011 og reynsla þeirra er bara jákvæð. Þarna koma hrós til starfsmanna. Gera líka sértilboð sem fúnkera mjög vel og eru með leiki. Hægt er að auglýsa gegnum Facebook og hægt að ná miklum sýnilega með litlum tilkostnaði. Samfélagsmiðlar geta byrjað að virka sem samfélagstæki. Öryggismiðstöðin lætur líka gott af sér leiða og dreifa því á Facebook, fólk deilir fréttinni áfram. Í stað þess að senda út fréttatilkynningu er sniðugra að setja einfaldleega á Facebook. Faceobook virkar svo sannarlega ef unnið er skipulega. Þetta bætir og styrkir ímynd fyrirtækja. 2.370 manns hefur sett like á síðu Öryggismiðstöðvarinnar. FB er ekki spretthlaup heldur langhlaup.
Innra markaðsstarf. Þar sem Facebook virkar vel utanhúss er þá ekki hægt að nýta það innanhúss? Innri vefurinn virkaði ekki nægilega vel. En allir eru á Facebook og því var settur upp lokaður Facebookhópur fyrir starfsmenn. Í fyrsta sinn sást að starfsmenn komu með hugmyndir, sendu like - þrælvirkar hreinlega. Önnur fyrirtæki hafa tekið þetta upp með mjög góðum árangri. Utanumhaldið er þó nokkuð þ.e. fylgjast þarf vel með þeim sem hætta. Tólið virkar og var bylting í upplýsingamiðlun til starfsmanna. Allar færslur fara um leið á Twitter. Ánægja er mæld reglulega meðal viðskiptavina og hún er á uppleið. Ánægja starfsmanna er líka miklu meiri. Facebook er með ákveðnar leiðir til að auka sýnileika fyrirtækja. Ekki hafa áhyggjur af því heldur vinna markvisst, óþarfa hræðsla ivð samfélagsmiðla. Ef fyrirtæki fara á facebook þurfa þau að svara fyrirspurnum strax. FB hjálpar til að gera fyrirtæki gegnsærri. Þú þarft að vera óhræddur við FB.
Lögreglan vill sýnilega löggæslu segir Þórir Ingvason hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.. Lögreglan er alltaf að eiga við stæri og stærri hóp sem eyðir tímanum sínum heima í tölvunni en minni tíma úti. Sýnileiki lögreglunnar er því merii á Facebook en heima. Fólk er almennt jaávkætt. En hvað hefur lögreglan að sækja í samfélagsmiðla. Bara á Fésbókinni eru yfir milljarður notenda. Bara á Íslandi eru 222.980 notendur eða 72% þjóðarinnar, netið er því raunverulegur staður. Lögreglan er með miklu meira en Facebook, Twitter, Lifestream, Instragram. Rödd lögreglunnar er föðurleg rödd en samt þannig að undirliggjandi sé húmor og léttleiki. Byrjuðu að segja frá því hvar hraðamyndavélin er, hún er ekki notuð til að nýtast sem skattainnheimta. Tilgangurinn er ekki að moka inn sektir heldur til að lækka hraða. Eða ná niður hraða. Lögreglan fer sérstaklega á staði þar sem fólk biður um að sé mælt. Þess vegna upplýsir lögreglan í lok dags hvernig til tókst. Dónaskapur er fjarlægður, og einstök mál ekki rædd. En hvernig fer lögreglan að því aðhalda uppi síðunni. 12 manns halda úti síðunni og 6 eru virkir. Instagram þar eru 7 manns með stjórnendaréttindi.
Málið er að njóta trausts. Sá sem er að rita efni þarf að vera bakkaður upp af sínum yfirmanni því fólk mun alltaf hafa hafa skoðun á því sem lögreglan gerir.
Mörg ft. þurfa að velta fyrir sér hvort þau þurfi samfélagsmiðla? Betra að sleppa því en gera það illa, því þarf ákveðna auðmýkt. Við erum að opna dyrnar á ákveðna gagnrýni á Faceobbok. Gott er að undirbúa sig og fara vel yfir hvar vandamál koma fram. Lögreglan er líka með Flikkersíðu þar sem settar eru inn gamlar myndir á tveggja vikna fresti. Þeir eru líka með Youtube síðu. Þar eru settar inn myndir á tveggja vikna fresti. . Fengu myndir frá fólki utan úr bæ. Þeir eru líka á Livestream til að gera hverfafundi sýnilegri. Á bilinu 80 manns niður í 20 manns voru að mæta á fundina sem voru á miserfiðum tímum fyrir fólk. Fólk er mjög jákvætt í garð lögreglurnnar. Við Laugardalshöll er oft erfitt að eiga við bíla. Byrjuðu að pósta upplýsingum og segja hvar bílastæðin eru og hvar er hægt að leggja. Ekki var óalgengt að sektir væru 200 núna er þær komnar niður fyrir 20 þannig að FB virkar.
Lögreglan er með ákveðnar reglur og hafa í huga 1. Einlægni 2. Svara öllu 3. Ekki stofnanaleg svör og dass af húmor.
Af hverju er Facebook spennandi?
Fleiri fréttir og pistlar
Frá faghópi framtíðarfræða
Þann fyrsta mars mun Millennium Project, sem Framtíðarsetur Íslands er aðili að, ásamt fimm öðrum alþjóðlegum samtökum halda upp á 12. árlega Alþjóða dag framtíðar — einstakt 24 tíma netsamtal um allan heim þar sem möguleikar sameiginlegrar framtíðar okkar verða til umræðu.
Dagurinn hefst klukkan 12 á hádegi í Nýja-Sjálandi. Þetta viðburðarríka samtal mun færast vestur á við klukkutíma fyrir klukkutíma og ljúka 24 klukkustundum síðar á Hawaii. Almenningi er boðið að taka þátt hvenær sem er til að hlusta, deila hugmyndum og ræða hvernig megi skapa betri framtíð ásamt framtíðarfræðingum. Hugsuðum og virkum samfélög um allan heim.
Frekari upplýsingar og skráning er á eftirfarandi vefslóðum:
Smelltu hér til að sjá myndir frá afhendingunni, myndband, umsagnir og þá sem voru tilnefndir. Tólf einstaklingar hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi árið 2025 sem veitt voru í dag við hátíðlega athöfn á Grand Hótel að viðstöddum forseta Íslands. Verðlaunin voru veitt í þremur flokkum auk þess sem veitt voru sérstök hvatningarverðlaun en þetta er í sextánda sinn sem Stjórnunarverðlaunin eru afhent.
Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 eru eftirtaldir: Í flokki yfirstjórnenda Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innnes, í flokki millistjórnenda þær Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins og Sigrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs, menningar og vellíðunar hjá Bláa Lóninu. Í flokki frumkvöðla stofnendur Good Good þeir Jóhann Ingi Kristjánsson, Agnar Tryggvi Lemacks og Garðar Stefánsson. Stofnendur Indo, Haukur Skúlason og Tryggvi Björn Davíðsson og stofnendur Evolytes þau Íris Eva Gísladóttir og Mathieu G. Skulason. Þessar þrjár ólíku lausnir eiga það allar sameiginlegt að snúa að bættum lífsgæðum og árangri fyrir fjölskyldur og rekstur heimila. Auk þess voru veitt sérstök hvatningarverðlaun fyrir frumkvölastarf innan rótgróinna fyrirtækja, þau hlutu Bjargey Harðardóttir meðeigandi og stjórnandi hjá 66 Norður og Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal.
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi eru árlega veitt stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði. Yfirlýst markmið verðlaunanna er að stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi. Einnig er þeim ætlað að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda og frumkvöðla auk þess að örva umræðu um faglega stjórnun.
Í dómnefnd sátu
Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar
Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
Katrín S. Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hagvangs
Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma og stjórnarkona
Salóme Guðmundsdóttir, ráðgjafi og stjórnarkona
Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi
Hér má sjá alla þá sem tilnefndir eru til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025.
Útnefnt verður í þremur flokkum: Yfirstjórnendur - millistjórnendur - frumkvöðlar auk þess sem veitt verða sérstök hvatningarverðlaun.
Forseti Íslands Frú Halla Tómasdóttir mun afhenda verðlaunin á Grand Hótel Háteigi þann 10. febrúar nk.
Allir eru velkomnir á hátíðina sem einnig verður í beinu streymi og hefst kl.16:00.
Þú bókar þig hér.
Stjórnvísi óskar öllum þeim sem tilnefndir eru innilega til hamingju.
Í gær fjallaði Michael Rohde, sérfræðingur í draumum hvernig við getum nýtt draumana okkar til að skilja djúpvitund eða ómeðvitaða greind okkar og hvernig við getum nýtt þessa vitneskju í okkar daglega lífi til að auka persónulegan þroska.
Michael hefur helgað feril sinn því að kanna djúpstæð áhrif drauma á líf okkar í vöku, sérstaklega á sviði leiðtoga og persónulegs þroska.
Hægt er að horfa á upptöku af viðburðinum næstu vikuna og hlekk á hana og glærurnar má finna á síðu viðburðsins hér