Í morgun fengu Stjórnvísifélagar að kynnast því hvaða tól og tæki þarf til að byrja með hlaðvarp og hvað skiptir máli. Faghópur um þjónustu- og markaðsstjórnun stóð að fundinum. Óli Jóns hefur haldið úti Hlaðvarpi á Jóns í 3 ár. Hlaðvarpið hans sem er í viðtalsformi er tileinkað sölu og markaðsmálum. Óli hefur tekið viðtal við marga helstu sérfræðinga landsins í sölu- og markaðsmálum ásamt því að ræða við eigendur fyrirtækja um þeirra markaðsmál. Nú þegar er Óli búinn að setja um 70 þætti í loftið langar hann til að segja frá sinni reynslu í hlaðvarpsheiminum. Fundinum var streymt af facebooksíðu stjórnvísi og má nálgast þar.
Óli sagði breytingarnar hafa verið gríðarlegar í þessum málum á undanförnum þremur árum. Þegar Óli tekur viðtal þarf hann yfirleitt að byrja á því að útskýra hvað hlaðvarp sé, þ.e. viðtal á Netinu. Í 99% tilfella segir fólk “já” og þættirnir hans eru viðtalsþættir. Óli vill að fólkið sé í sínu náttúrulega umhverfi, hann mætir á staðinn. Stóri sigurinn var þegar aðilar eru farnir að hringja í hann og óska eftir viðtali. Að fólki líði vel þar sem viðtalið er tekið skiptir máli. Miklu máli skiptir líka að ekki bergmáli mikið. Smáhljóð heyrast svo miklu meira í upptöku. “Data is everything” en Óli getur ekki séð hvort fólk hlustar á allan þáttinn. Hann sér hins vegar hverjir kveikja á hverjum þætti, á hvaða aldri þeir eru, hvar í heiminum þeir eru staddir o.fl. Hann notar Soundcloud til að fá þessar upplýsingar.
Allir þættir eru settir á facebook og það er svo margt hægt að gera í einum þætti. Í kringum það eru sett kvót. Þau nota kvót frá fólki eins og t.d. “það alveg peppaði mann í döðlur”. Einnig er notað Instagram til að vekja athygli á þáttunum og Óli byrjaður á Linkedin. Það er allt í einu mikil breyting á Linkedin varðandi tryggð. Helst myndi hann einnig vilja hafa allt sem blogg. Óli sendi eitt sinn hljóðfælinn af einum þætti sem var tekin upp á ensku út í heim, hann kom til baka skrifaður á ensku fyrir 2.500kr, slík er tæknin orðin.