Faghópar um breytingastjórnun, stefnumótun og árangursmat, þjónustu og markaðsstjórnun héldu sameiginlegan fund í morgun í OR sem bar yfirskriftina „Hver ertu?“Endurmörkun Orkuveitu Reykjavíkur
Sigrún Viktorsdóttir, forstöðumaður þjónustustýringar hjá OR sagði frá endurmörkun (rebranding) Orkuveitu Reykjavíkur og Veitna ohf. sem frá janúar 2014 þegar Veitur ohf. urðu til, birtust undir sama merki þar til í desember 2015. Sigrún fjallaði um undanfarann, vinnuferlið og þær áskoranir sem fyrirtækin fóru í gegnum á undirbúnings- og yfirfærslutímabilinu.
Endurmörkun er í sjálfu sér áhættusöm, kostnaðarsöm, erfið ákvörðun, engin ein töfraformúla er til að gera þetta, mikil vinna og úthald. Þannig að það er mikilvægt að það sé full ástæða til. Vinnan hófst í raun 2013 og af krafti 2014. Fyrst var gerð greining á stöðu OR og því merki sem notað hafði verið í 15 ár. Könnun var gerð meðal auglýsingastofa og samstarfsaðili valinn Hvíta húsið. Stýrihópur verkefnisins var stofnaður, breyting á gamla OR merki skoðuð. Síðan hófst greiningarvinna og hönnun. Verkefnishópur var stofnaður í ágúst 2015 og síðan voru hugmyndir kynntar fyrir stjórn OR. Verkefnið var samþykkt á stjórnarfundi í maí 2015 og kynnt starfsmönnum í nóvember sama ár. Opinber kynning var í desember 2015.
OR vill standa fyrir gildin sín; framsýni, hagsýni og heiðarleika. Í málaefnagreiningunni var farið yfir hluti eins og hver er ímynd OR, fyrir hvað vill OR standa, hvaða hlutverk hefur OR í kynningar-og markaðsmálum samstæðunnar, á að skipta um merki, hvaða nafn á að nota, hver er kjarninn í vörumerkinu og lykilloforð? „Í góðri sátt - til framtíðar“. OR er ekki í beinum samskiptum við viðskiptavininn.
Dótturfélag OR er Veitur. Á hvaða grunni byggja Veitur, eru Veitur með sama merki og OR, fyrir hvað vilja Veitur standa, hvaða nafn á að nota, í hvaða tón talar vörumerkið, hver er kjarninn í vörumerkinu, hvert eru lykilloforðin? Þetta var ótrúlega áhugaverð og skemmtileg vinna sagði Sigrún. Stærstu hagsmunafélögin eru sveitarfélögin. Mikil ábyrgð fylgir því að vera í geira sem er í sérleyfisstarfssemi. Veitur sjá um allan sérleyfisrekstur rafveita, hitaveita, vatnsveita og fráveita. Kjarninn í vörumerkinu Veitur: „Í góðu sambandi - til framtíðar“. Lykilloforð: Í sambandi - alla daga. Litir gegna hlutverki í vörumerki fyrir Veitur, hitaveita=rauð, rafveita=græn, vatnsveita=blá og fráveita=svört. Við þetta tengdu starfsmenn vel. Áhugavert myndband er á heimasíðu Veitur. www.veitur.is Dæmi um markaðsefni sem varð til er spjaldið „Dagur vatnsins“ sem segir hvernig þú ferð með vöruna.
Þegar öll undirbúningsvinna er búin þá hefst hönnun og framleiðsla. Undirverkefni í hönnun og framleiðslu voru mörg; stjórn endurmörkunarverkefnis (halda fundargerðir), hönnun og skráning merkja, samskipta og kynningarmál, kynningarefni, merkingar fasteigna, bifreiða og vinnufatnaðar, vefmál og birting í öllum upplýsingakerfum og skjölum. Búa þurfti til tvo vefi or.is og veitur.is Birting í öllum upplýsingakerfum og skjölum.
Gróft verkefnayfirlit var gert. Það var alveg á hreinu að innleiðingin yrði gerð án flugeldasýningar. Rýnihópar í upphafi greiningarvinnu, upplýst að verið væri að endurskoða merkið. Kynningarfundir voru með stjórnendum samstæðunnar í ágúst 2014, starfsmannafundir hjá Veitum og OR. Í lokin var haldin blaðamannafundur og sendar út fréttatilkynningar. Búin var til samskiptaáætlun þar sem útfyllt var skjal sem sýndi hvað ætti að gera og hvenær.
Í ágúst var gerð vitundarkönnun, send út netkönnun í spurningavagni. Handahófskennt úrtak Íslendinga 18 ára og eldri úr hópi álitsgjafa MMR, niðurstöður leiddu í ljós að kynna þarf þjónustu OR og Veitna mun betur.
Hver ertu? Endurmörkun Orkuveitu Reykjavíkur.
Um viðburðinn
Endurmörkun Orkuveitu Reykjavíkur
Sigrún Viktorsdóttir , forstöðumaður þjónustustýringar hjá OR mun segja frá endurmörkun (rebranding) Orkuveitu Reykjavíkur og Veitna ohf. sem frá janúar 2014 þegar Veitur ohf. urðu til, birtust undir sama merki þar til í desember 2015.
Fjallað verður um undanfarann, vinnuferlið og áskoranir sem fyrirtækin fóru í gegnum á undirbúnings- og yfirfærslutímabilinu.
Einnig verður farið yfir nýafstaðnar rannsóknir á vörumerkjavitund fyrirtækjanna.
Fleiri fréttir og pistlar
Frá faghópi framtíðarfræða
Þann fyrsta mars mun Millennium Project, sem Framtíðarsetur Íslands er aðili að, ásamt fimm öðrum alþjóðlegum samtökum halda upp á 12. árlega Alþjóða dag framtíðar — einstakt 24 tíma netsamtal um allan heim þar sem möguleikar sameiginlegrar framtíðar okkar verða til umræðu.
Dagurinn hefst klukkan 12 á hádegi í Nýja-Sjálandi. Þetta viðburðarríka samtal mun færast vestur á við klukkutíma fyrir klukkutíma og ljúka 24 klukkustundum síðar á Hawaii. Almenningi er boðið að taka þátt hvenær sem er til að hlusta, deila hugmyndum og ræða hvernig megi skapa betri framtíð ásamt framtíðarfræðingum. Hugsuðum og virkum samfélög um allan heim.
Frekari upplýsingar og skráning er á eftirfarandi vefslóðum:
Smelltu hér til að sjá myndir frá afhendingunni, myndband, umsagnir og þá sem voru tilnefndir. Tólf einstaklingar hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi árið 2025 sem veitt voru í dag við hátíðlega athöfn á Grand Hótel að viðstöddum forseta Íslands. Verðlaunin voru veitt í þremur flokkum auk þess sem veitt voru sérstök hvatningarverðlaun en þetta er í sextánda sinn sem Stjórnunarverðlaunin eru afhent.
Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 eru eftirtaldir: Í flokki yfirstjórnenda Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innnes, í flokki millistjórnenda þær Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins og Sigrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs, menningar og vellíðunar hjá Bláa Lóninu. Í flokki frumkvöðla stofnendur Good Good þeir Jóhann Ingi Kristjánsson, Agnar Tryggvi Lemacks og Garðar Stefánsson. Stofnendur Indo, Haukur Skúlason og Tryggvi Björn Davíðsson og stofnendur Evolytes þau Íris Eva Gísladóttir og Mathieu G. Skulason. Þessar þrjár ólíku lausnir eiga það allar sameiginlegt að snúa að bættum lífsgæðum og árangri fyrir fjölskyldur og rekstur heimila. Auk þess voru veitt sérstök hvatningarverðlaun fyrir frumkvölastarf innan rótgróinna fyrirtækja, þau hlutu Bjargey Harðardóttir meðeigandi og stjórnandi hjá 66 Norður og Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal.
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi eru árlega veitt stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði. Yfirlýst markmið verðlaunanna er að stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi. Einnig er þeim ætlað að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda og frumkvöðla auk þess að örva umræðu um faglega stjórnun.
Í dómnefnd sátu
Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar
Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
Katrín S. Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hagvangs
Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma og stjórnarkona
Salóme Guðmundsdóttir, ráðgjafi og stjórnarkona
Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi
Hér má sjá alla þá sem tilnefndir eru til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025.
Útnefnt verður í þremur flokkum: Yfirstjórnendur - millistjórnendur - frumkvöðlar auk þess sem veitt verða sérstök hvatningarverðlaun.
Forseti Íslands Frú Halla Tómasdóttir mun afhenda verðlaunin á Grand Hótel Háteigi þann 10. febrúar nk.
Allir eru velkomnir á hátíðina sem einnig verður í beinu streymi og hefst kl.16:00.
Þú bókar þig hér.
Stjórnvísi óskar öllum þeim sem tilnefndir eru innilega til hamingju.
Í gær fjallaði Michael Rohde, sérfræðingur í draumum hvernig við getum nýtt draumana okkar til að skilja djúpvitund eða ómeðvitaða greind okkar og hvernig við getum nýtt þessa vitneskju í okkar daglega lífi til að auka persónulegan þroska.
Michael hefur helgað feril sinn því að kanna djúpstæð áhrif drauma á líf okkar í vöku, sérstaklega á sviði leiðtoga og persónulegs þroska.
Hægt er að horfa á upptöku af viðburðinum næstu vikuna og hlekk á hana og glærurnar má finna á síðu viðburðsins hér