Fundurinn var tekinn upp og má nálgast ásamt fleiri fundum á facebooksíðu Stjórnvísi.
Faghópur um þjónustu og markaðsttjórnun hélt nýlega fund þar sem Pétur G. Markan, samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar var með hnitmiðaða hugleiðingu og kynningu um nýtt kynningarefni þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskóla frá sjónarhóli guðfræði og trúar annars vegar og hins vegar markaðs og kynningarmála. Þar var meðal annars velt því fyrir sér hvort að þessir ólíku málaflokkar geta farið saman.
Pétur sagði mikilvægt að gera greinarmun á hinum jarðeskjulega Jesú og hinum upprisna kristni trúarinnar. Hann velti upp spurningunni hvor börn ættu að tileinka sér og heyra um fjölbreytileika? Hvert er hlutverk þjóðkirkjunnar? Hún er sameiningartákn þjóðarinnar og nefnd í stjórnarskránni og varin þar. Víðara hlutverk þjóðkirkjunnar er að þjóna þjóðinni. Þetta er mikilvægt að hafa í huga þegar verið er að horfa á efni frá þjóðkirkjunni. Áhersla hefur verið lögð á að tala víðar. Er kirkjan félagslegt verkfæri? Hvert er erindi kirkjunnar inn í samfélagið? Sóknirnar eru grunneiningin og sóknirnar halda utan um söfnuðinn og næra hann hinu andlega lífi. En á kirkjan að tala inn í samtímann? Á hún að fylgjast með? Pétur hefur sjálfur reynt að einblína á að kirkjan vill vera vinnandi háseti á þjóðarskútunni. Hún þarf að vera með hvort heldur er andlegur leiðtogi eða að hafa skoðun.
Hann sagði einkennandi fyrir biskup Íslands að tala inn í samtímann. Samfylgdin með þjóðinni skiptir máli. Ein saga – eitt skref er verkefni sem hefur það að verkefni að gera upp sögu hinsegin fólks. Heimsráðstefnu lauk í gær í Skálholti þar sem trúarbrögð heimsins komu saman og ræddu aðgerðir varðandi umhverfi og loftslag. Trúarbrögð heimsins ákveða saman sameiginlegar aðgerðir til að leysa verkefni í loftslagsmálum sem þarf að gera. Vera verkfæri! Biskupsstofa berst fyrir mannréttindum og er félagslegt verkfæri sem þrýstir á stjórnvöld. Lára Garðarsdóttir listamaður teiknaði allt myndefnið sem kemur frá Biskupsstofu. Aldeilis auglýsingastofa hefur haldið utan um herferðina. En hvaða skilaboð eru á strætó. Kirkjan er að segja „Við erum með og berjumst fyrir því“. Þar er líka gullna hliðið „Þeirra er kærleikurinn mestur“. Ef einhver sér trans í Jesú þá er það gott segir Pétur. En gat þetta ekki verið kona? Það að þetta væri karl í breytingarfasa, því er Pétur ekki sammála. Ein myndin var að foreldrum að skíra sem er falleg mynd og lýsandi. Pétur sýndi dæmi um alls kyns birtingarmyndir af Jesú bæði sem karl og konu. Kristur birtist mjög ólíkt eftir því hvar þú ert í heiminum. Kristur á strætó er einungis hluti af samfélaginu. Það er löngu búið að túlka krist á allan hátt. En er í lagi að bera svona Jesú á borð barna? Stóra spurning er þessi ef við tölum um fjölbreytileika í grunnskólum og leikskólum landsins þá getur sunnudagaskólinn það líka – við eigum öll að vera jöfn og sunnudagaskólinn á að sýna Jesú alls staðar. Við eigum að kynna fyrir börnum það samfélag sem við viljum sjá. Að lokum sagði Pétur að það væri aldrei ætlun þjóðkirkjunnar að sæla fólk.