Gunnar Thorberg Sigurðsson hjá Kapal fó yfir helstu leiðir til að móta skilaboð í auglýsingum ásamt því að taka fyrir raunveruleg dæmi á fundi Þjónustu-og markaðsstjórnunar í Innovatin House í morgun.
Hvaða skilaboð eru vænlegust til árangurs og eru skilaboðin í takt við markmiðið með auglýsingunni. Er um að ræða skilaboð sem vekja jákvæðar eða neikvæðar tilfinningar? Ættir þú að vera með skilaboð sem vekja upp reiði eða skemmtilega upplifun? Hvað situr eftir þegar auglýsingunni líkur og vita þeir sem auglýsa hvort hreyfi við markmiðunum. Starfsfólk Kapals hefur yfirgripsmikla þekkingu og reynslu af markaðssetningu á hefðbundnum og starfrænum miðlum, en er munur þar á þegar kemur að skilaboðunum í markaðsefninu.
Gunnar er stofnandi, eigandi og ráðgjafi hjá Kapal. Hann er með MSc í Management and eBusiness frá University of Paisley í Skotlandi og BSc í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Gunnar er dellukallinn í Kapli, hann hefur prófað hinar ýmsu tómstundir sem lagt var af stað í með miklu trukki en misjöfnum árangri. Það leið langur tími þar til fyrsti fiskurinn beit á agnið en eftir það var ekki aftur snúið með veiðina. Gunnar er nokkuð efnilegur gítarleikari en áhuginn er víst meiri þar en getan. Markaðsdellan blómstrar hins vegar ávallt og grúskar Gunnar mikið í þeim fræðum. Gunnar segir markaðsfræðina eins og leikhús. Hvað eigum við að segja til að allir trúi því að við séum frammúrskarandi, hvað orð, myndanotkun o.fl. notum við til að koma því á framfæri að við séum betri en aðrir. Branding kemur frá því að brennimerkja beljur í gamladaga. Branding kemur því úr landbúnaðinum. Markaðsgreining, markmiðasetning og hvernig við aðgreinum okkar er það sem máli skiptir. Byrja þarf á að skilgreina hvað er creative/creativity? Á Íslandi er það að vera hugvitsamur, hugmyndaríkur, finna frumlegar leiðir. En hvernig myndum við skapandi skilaboð? Hver er mesti kosturinn við skapandi auglýsingar? Hvernig aðskiljum við okkur frá öðrum, varan okkar sé frábrugðin eða betri. Í fyrirtækjum erum við annars vegar með fólk sem er rúðustrikað eða það sem er hugmyndaríkt og listrænt. Sumir þola ramma og aðrir ekki. Pepsí auglýsingin núna er mjög umdeild því þar er sköpunarhliðin farin í ranga átt og verið að „teika“ baráttu. Í Old Spice þrælvirkar sú auglýsing sem virkar 100% og setur gamalt vörumerki í umræðuna. Meginleiðirnar í sköpun auglýsinga eru að fá fólk til að staldra við, þ.e. þær þurfa að hreyfa við fólki. Hvernig talar vörumerkið? Í fyrstu persónu eða annarri? Stórfyrirtæki eru í æ meira mæli að færa sig í augnhæð. Viðskiptavinir X eru ávallt velkomnir.... þegar við erum lítið fyrirtæki er gott að tala í 3 persónu til að stækka upplifun viðskiptavinarins. Hægt er að skipta upp í deildir á heimasíðunni og skauta framhjá sannleikanum.
Í samhæfðum markaðssamskiptum er passað að sömu skilaboð komi til viðskiptavinarins alls staðar. Geta verið viðburðir, almannatengsl, netið, blöðin, sjónvarp. Snjöll og frumleg auglýsing aðgreinir, er frumleg, hefur aðlögunarhæfni, góða útfærsla, hreyfir við eða myndar tengsl. Auglýsing á vel við ef hún nær til markhópsins. Hvenær vekur auglýsing athygli og er frumleg. Stuðar auglýsingin? Zazoo taka mikla áhættu í auglýsingum https://www.youtube.com/watch?v=K45m79fEyz8 Colgate voru alltaf að segja hvað væri í tannkreminu sínu og á því hefur enginn áhuga, viðskiptavinurinn hefur engan áhuga á því heldur auglýsa þeir núna „ekki láta vatnið renna á meðan þú burstar“ þeir tengja við umhverfið. Fyrirtæki sem eru að byggja upp ímynd nota oft einstaklinga. https://www.youtube.com/watch?v=gZEBDahq7F0 kemur frá chaplin myndunum. https://www.youtube.com/watch?v=w8HdOHrc3OQ - Í auglýsingum í dag er engin tilviljun. Oft erum við búin að að sjá allt áður. Skilaboð eru markvisst miðuð að samvisku fólks. Er verð aðgreining? Eru það eiginleikar? Bónus sýnir verðkannanir, páskaeggin eru ódýrust hjá okkur, sýna samanburð, sumir nota fréttir sem auglýsingu þ.e. láta fjölmiðlamenn eða fréttamenn fjalla um hana. Oft er höfðað til persónulegra þátta, ISO vottun, öryggi eins og Volvo gerði, ótti - hver vaktar þitt heimili? Ótti er markvisst notaður til að selja, tryggingafélög sýna óttaauglýsingar t.d. barn að hendast út úr bíl. Nostalgía, kallast á við fortíðarþrá, gleði og ást hamingjusama parið, spenna - búin er til tilfinningatengsl, dýraathvarfs auglýsingar eru mikið notaðar, before and after, höfðað er til samvisku, spenna búin til t.d. fyrir Samsung 8 eða Iphone8 sorg eða söknuður eins og Icelandair einhver sem ekki kemst heim um jólin. Snobb getur verið í allar áttar t.d. að eiga ekki bíl eða sjónvarp, hafa efni á því en eru með stöðutaka, ekki vera á faceook. Hvalaverndunarsamtök nota mikið sterkt myndmál og sýna myndir „meet and stop eat us“.
Útfærslur á auglýsingu getur verið bein sala, eins og Egf dropar, láta formúluna fylgja með og láta vísindamann fylgja með. Mikið er sýnt t.d. eitthvað sem léttir þér lífið, samanburður; sættirðu þig við að borga 20% meira fyrir sömu vöru, ekki láta svindla á þér. Ja.is nota pylsur til að fólk skilji hvað þeir eru að tala um. Ánægðir viðskiptavinir eru mikið notaðir. Morgunkorn eru mikið auglýst sem sameining fyrir fjölskylduna. Istore eru í ofurhetjubúningum stundum í vinnunni. Ofurhetjan afhendir símann heim til þín. Ofurhetjur láta fólk ekki bíða úti í kuldanum.
Mótun skilaboða í auglýsingum
Fleiri fréttir og pistlar
Komin er skýrsla frá Dubai Future Foundation sem lýsir 10 meginstraumum sem munu móta heiminn okkar í náinni framtíð. Framlag skýrslunnar býr okkur undir það sem framundan er og grípa tækifærin sem hugsanlega koma í kjölfar þessara breytinga. Skýrslunni er ætlað að kynda undir nýsköpun, hvetja til ákvarðanna og knýja stjórnvöld, stofnanir og einstaklinga að vera virk í að móta sínar framtíðir. Hægt er að nálgast skýrsluna hér: https://framtidarsetur.is/2025/04/01/meginstraumar-hnattraena-breytinga/
Frá faghópi framtíðarfræða
Þann fyrsta mars mun Millennium Project, sem Framtíðarsetur Íslands er aðili að, ásamt fimm öðrum alþjóðlegum samtökum halda upp á 12. árlega Alþjóða dag framtíðar — einstakt 24 tíma netsamtal um allan heim þar sem möguleikar sameiginlegrar framtíðar okkar verða til umræðu.
Dagurinn hefst klukkan 12 á hádegi í Nýja-Sjálandi. Þetta viðburðarríka samtal mun færast vestur á við klukkutíma fyrir klukkutíma og ljúka 24 klukkustundum síðar á Hawaii. Almenningi er boðið að taka þátt hvenær sem er til að hlusta, deila hugmyndum og ræða hvernig megi skapa betri framtíð ásamt framtíðarfræðingum. Hugsuðum og virkum samfélög um allan heim.
Frekari upplýsingar og skráning er á eftirfarandi vefslóðum:
Smelltu hér til að sjá myndir frá afhendingunni, myndband, umsagnir og þá sem voru tilnefndir. Tólf einstaklingar hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi árið 2025 sem veitt voru í dag við hátíðlega athöfn á Grand Hótel að viðstöddum forseta Íslands. Verðlaunin voru veitt í þremur flokkum auk þess sem veitt voru sérstök hvatningarverðlaun en þetta er í sextánda sinn sem Stjórnunarverðlaunin eru afhent.
Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 eru eftirtaldir: Í flokki yfirstjórnenda Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innnes, í flokki millistjórnenda þær Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins og Sigrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs, menningar og vellíðunar hjá Bláa Lóninu. Í flokki frumkvöðla stofnendur Good Good þeir Jóhann Ingi Kristjánsson, Agnar Tryggvi Lemacks og Garðar Stefánsson. Stofnendur Indo, Haukur Skúlason og Tryggvi Björn Davíðsson og stofnendur Evolytes þau Íris Eva Gísladóttir og Mathieu G. Skulason. Þessar þrjár ólíku lausnir eiga það allar sameiginlegt að snúa að bættum lífsgæðum og árangri fyrir fjölskyldur og rekstur heimila. Auk þess voru veitt sérstök hvatningarverðlaun fyrir frumkvölastarf innan rótgróinna fyrirtækja, þau hlutu Bjargey Harðardóttir meðeigandi og stjórnandi hjá 66 Norður og Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal.
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi eru árlega veitt stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði. Yfirlýst markmið verðlaunanna er að stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi. Einnig er þeim ætlað að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda og frumkvöðla auk þess að örva umræðu um faglega stjórnun.
Í dómnefnd sátu
Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar
Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
Katrín S. Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hagvangs
Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma og stjórnarkona
Salóme Guðmundsdóttir, ráðgjafi og stjórnarkona
Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi
Hér má sjá alla þá sem tilnefndir eru til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025.
Útnefnt verður í þremur flokkum: Yfirstjórnendur - millistjórnendur - frumkvöðlar auk þess sem veitt verða sérstök hvatningarverðlaun.
Forseti Íslands Frú Halla Tómasdóttir mun afhenda verðlaunin á Grand Hótel Háteigi þann 10. febrúar nk.
Allir eru velkomnir á hátíðina sem einnig verður í beinu streymi og hefst kl.16:00.
Þú bókar þig hér.
Stjórnvísi óskar öllum þeim sem tilnefndir eru innilega til hamingju.